Víkverji

Tölublað

Víkverji - 15.04.1874, Blaðsíða 3

Víkverji - 15.04.1874, Blaðsíða 3
69 (um 21/? sk.) pundið. f>að var [>ví haldið að kaffi- verðið í Europu mundi heldr hækka en lækka. — G. f. m. dó í Genúa á Italíu eptir langa sjúk- dómslegu ekkja Friðriks konungs VII, Lovísa Christína D a n n e r. Hún var Rasmussensdóttir, fædd í Kaupmannahöfn 21. apríl 1815. Hún kynt- ist Friðrik VII, meðan hann var konungsefni og var [>á kvennaskraddari og fatasali (modehandlerinde), en þegar Friðrik var orðinn konungr giptist liann henni (vinstri hendinni) 7. ágúst 1850, og var hún samdægrs gerð að greifafrú og henni gefið nafnið „Danner“. Eptir dauðakonungs lifðihún rólega, og gerði mörgumfátækum gottog gaf hún mest allar eigur sínar—hún hafði erft mest allarprívateignir konungs- ins,— til fátækra einkum til að uppfræða ungar efna- litlar stúlkur, og or það fé talið fleiri 100,000 rd. virði. — AVARP frá Keykvíkingnm til korinngs. Kðtt eptir ab síðasta póstskip hafbi flutt hirigað anglýsingn konnngs til vor Islendinga, kom það til tals ruilli nokk- nrra alþingismanna ah senda hans bátign konunginum þegar nm hæl aptr þakkarávarp fyrir stjórnarbótina. þetta fórst riú fyrir af því, aí> póstskipið stóh hör vií> mjög svostuttan tíma, en eptir burtferð póstskipsins kom þetta aptr til tals, og komn þá allir þeir 14 alþingis- menn og varaþingnrenn konnngkjöroir og þjóbkjörnir. sem ern hiír í bænnm og á Alptanesi, sér saman om þakknrávarp til konnngs, en þegar þetta spurhist út nm bæinn, fórn fleiri bæarbúar þess á leit, ab rita nndir ávarpif) meh hiriom, sem komnir voru, var þá á fám dögnm bætt við nöfn alþingismanna nöfnnm flestra málsmetandi manna í Reykjavík. Avarpib var þar á eptir þannig útbúib sent landshöfðingjanom Vðr hófnm lagt drög fyrir, ab fá síbarmeir eptirit af á- varpiriu, til ab færa þab lesöndum vorum. Herra ritstjóri! Eg gekk nú í haust í veltufélag þetta góða, sem pjóðólfr gamli var að bjóðaoltkr bændunumað leggja skildinga okkar í. pangað til hafði eg ekki kært mig mikið umverslun, annað en að líta eptir, að eigi kæmu aðrir „prlsar“ í reikningum kaup- manns míns en þeir, sem umsamdir voru, en nú er spesíurnar voru komnar í „veltustól“, er Álptnesinga- félagið var að tala um, mundi standa á völtum fótum, sá eg að eg mætti eigi láta sitja við að hirða skepn- ur mínar og stunda róðra, þegar gæfi, eg yrði sjálfr að hafa vit á verslunarefnum, og hvert ætti þá heldr að sækja vitið en 1 þjóöólf gamla. Mér kom það því mjög illa, að hann allan vetr- inn eigi var að hugsa um annað en að skamma presta og prestaefni, og eg hlakkaði til að sjá það, sem birtast mundi 1 honum, þegar ritstjóri hans og forstjóri veltufélagsins kæmi heim úr utanferð sinni, en því er nú miðr og ver, að eg hefi fræðst lítið af því, sem þjóðólfr þegar eptir heimkomu fóstra síns flutti lesöndum sínum um kaup og sölur. Eg gat (sjálfsagt vegna fávisku minnar) ómögulega komist niðr á, hvernig eiginlega stæði á peningaveltu þeirri, er hann hefir langa grein um í 22. blaði sínu, og hversvegna eptirstöðvarnar 1 ríkissjóði Breta og yfir- gnægð peningabyrgðanna um gjörvalla Europu ættu að hafa í för með sér verðhækkun á kaffinu, ogþví síðr gat eg skilið, hvernig stæði á þeirri verslun, er getr um fyrst í blaðinu, þar sem sagt er, að J>jóð- ólfr gamli hafi selt nokkuð fyrir borgun út 1 hönd. Hvað nú peningaveltuna og kafiiverðið snertir, vona eg að niðrlag það, som þjóðólfr lofar, muni skýra þetta betr, enn um pjóðólfs söluna bið eg yðr að fræða mig og vildi eg, að þér útvegið mér skýringu um, hvað selt hefir verið þá, er kaup þessi fóru frarn. Yar það réttrinn til að bera ið hljómfagra nafn blaðsins, sem var selt? pessi ætl- un finnst mér eigi geta komið heim við það, að það sé hverjum manni heimilt að láta heita í höfuð á ]>jóð- ólfi eins og öðrum merkismönnum, þó Yíkverja yrði það á að taka eigi fæðingardag hans inn í merkisdaga- safnið. Eru það inar alþjóðlegu auglýsingar, sem nú sem stendr á að birta í þjóðóltí, er seldar eru? þetta virðist mér eigi geta komið heim við það, að einungis hefir verið boðið að birta fyrst um sinn slíkar auglýsingar í pjóðólfi, og að þjóðólfi hafi ald- rei verið veitt þessi réttindi sér til ábata, þó hann kunni að hafa haft nokkurn hag af þeim. Loksins get eg eigi heldr skilið, að þjóðólfr hafi getað selt lcaupendr sína. Hann hefir þó varla leyfi til að á- líta okkr kaupendr hans sem skepnur sínar, er solja megi Englendingum sem aðra sauði, og hefir hann nógu opt lcvartað um, að útgjörðarkostnaðr hans bæri sig ekki og hótað okkr kaupendunum að hætta við út- gerðina; eg skil heldr ekki betr en, að heimilt muni vera hverjum kaupanda, er samið hefir við gamla þjóð- ólf, að segja sig lausan allra mála við þenna nýa blaðaritara, sem þeir ekki vissu neitt af, þá erþeir beiddu að senda sér blaðið, hver hefir t. a. m. vissu fyrir því, að pjóðólfr ungi verði eins fróðr um pon- ingaveltuna eins og þjóðólfr gamli? Mér er þannig ómögulegt að skilja nokkuð í þessum kaupum, og þar sem eg veit, að eins sé á- statt fyrir mörgum eins og mér, leyfi eg mér að biðja yðr herra ritstjóri að birta þetta skilningleysi mitt í blaði yðar og skora á góða menn, er álíta sig þess um komnir, að leysa úr þessari spurningu: HvaÖ keyptu Englendingar, er sú breyting varð á ritstjórn þjóðólfs, er hann skýrir frá fyrst í 22. blaði sínu? Einn kaupandi þjóðólfs. Til ritsjóra „Víkverja". — VERSLUN VOR. IV. í 42. tbl. „Víkvorja“ hofir X-Y nokkur svarað grein minni um verslunina (sjá 32. tbl. „Víkverja"), og þar eð eg álít þetta málefni enn eigi útrætt, bið eg inn heiðraða ritstjóra „Víkverja“ að ljá línum þessum rúm í ldaði sínu. Herra x—y þorir ekki að eigna mér hlutdrægn- isleysi í verslunarmálefnum, þar eð hann álítr mig vera danskan kaupmann, sem í grcin minni hati ætlað að bera skuldina af verslunarstéttinni á bændr

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.