Víkverji

Tölublað

Víkverji - 15.04.1874, Blaðsíða 1

Víkverji - 15.04.1874, Blaðsíða 1
A fgreiðslustofa «Vík- verja« er í húsi Teits . dýralœkn. Finnboga- ' sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 1 2 mrk um Arsfjórð. M Vfkverji* kemr út á hverjum virkum laugardegi Borgun fyrir auglýsingar 4 fl fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. 5ta dag innar 25tu vikn vetrar,! Vilja guðs, oss og vorri þjóð 1. ár, 4. ársfjórðungr, miðvikud. 15. daga prilmán. !vinnum, á meðan hrœrist blóð. 60. tölublað. AUGLÝSING FEÁ pJÓí)VINAFÉLAGINU. Eptir uppástungu ýmissa Islendinga, áskorun forseta pjóðvinafélagsins og ályktun forstöðunefndar féiagsins í Keykjavík er svo til ætlast, að f u n d r verði haldinn á þingvöllum við Öxará í s u m a r í minningu pess, að landið hefir hygt verið í 10 aldir, og jafnframt til að ræða ýms al- menn umvarðandi landsmál, og er svo tilætlast, að fundr pessi verði haldinn dagana 5.-7. ágústmán- aðar, ]>annig að fundrinn byrji inn 5. dag um dag- málabíl. I nafhi og fyrir hönd forstöðunefndar fijóð- vinafélagsins skora eg pví hér með á alla fulltrúa pjóðvinafélagsins, að gangast fyrir ]>ví, hver í sínu kjördæmi, að i hveiju kjördæmi landsins verðikosn- ir 2 menn, til að sækjafund þenna fyrir höndkjör- dæmisins, og ættu allir þessir kosnu menn að vera komnir á pingvöll að kvöldi ins 4. dags ágústmán- nðar. Að öðru leyti verðr nú sem stendr eigi gjörð- ar nákvæmari ákvarðanir um fundarhald þetta. Svo er tilætlað, að hvert kjördæmi kjósi að eins innan- héraðsmenn og annist um allan kostnað þann, sem af þessari ferð þoirra leiðir. Reykjavík 13. dag aprílm. 1874. II. Kr. Friðriksson. — Um húsbrunann á Mööruvöllum í Hörgárdal 21. f. m. eru nú konmar nákvæmari fréttir, Skrifari amtmannsins, Jón Kristjánsson, varð fyrstr var við eldinn. Laugardagsmorgun 21. f. m. vaknaði hann milli óttu og miðsmorguns. Honum varð litið til gluggans á svefnherbergi hans, sem var á lopti uppyfir skrifstofum amtmanns, og sá hann þá mikinn glampafyrir utan. Hann hljóp þá fram á lopt og vakti vinnumennina, fór svo aptr inn í herbergi sitt og fleygði sér í fötin; en er hann ætlaði aptr fram og ofan stigann frá loptinu niðr í forstofuna, var alt orðið fult með reyk, svo að hann sá eigi annað fært, en að stökkva út um gluggann. Vinnumennirnir urðu þegar varir við reykinn, 2 urðu liálfnaktir að fleygja sér út um glugga ofan á snjóinn, en einn komstofan stigann ogvakti fólk það sem niðri svaf. þegar hann fór ofan sá hann liurðina að skrifstofunni hrenna, og þegar dyr og gluggar voru opnaðir læsti eldrinn sig í einu vet- fangi um alt húsið. þegar amtmannsskrifarinn Jón Kristjánsson var kominn ofan og hafði séð, að alt logaði í skrifstofunum, svo að eigi var hugsandi til að bjarga neinu úr þeim, hljóp hann suör og austr fyrir húsið, þangað sem hann vissi að amtmanns- fólkið hafði svefnherbergi sin. Frú og fóstrbörn amtmannsins voru þá að fara út um gluggana eins og þau voru komin úr rúmunum, en amtmaðrinn hafði úr svefnherberginu farið inn í hversdagsstofu húsins til þess að komast inn í skrifstofuna og bjarga þar því sem bjargað yrði. Jón fór þá þeg- ar inn í húsið, og bjargaði með naumindum út um glugga amtmanninum, sem nærri því var kafnaðr af reyk. þegar vinnumennirnir fóru ofan, var kallað til vitfirrings Sigurðar að nafni Bjarna- sonar, sem einnig lá á loptinu, en þegar nú var búið að bjarga amtmannsfólkinu söknuðu menn Sigurðar og var þá gerð tilraun til að komast inn til hans, en eldrinn og reykjarmökkrinn stóð nú út um alla glugga hússins og var eigi tilhugsandi að fara þar inn. Nú leið eigi á löngu áðr en þakið logaði alt, og menn fóru að verða hræddir um kirkjuna og bæinn, en þegar menn voru komnir alstaðar að frá næstu bæum, tókst þeim að sporna við þvf, að eldrinn næði til annara húsa, en enginn vegr var að ná nokkrum munum úr húsinu, ogfyrst þegarþakið var brunnið og eigi stóð annað eptir af Friðriksgáfu en veggirnir berir, gátu menn farið að slökkva eldinn með því að bera vatn og snjó inn í rústirnar. Nú var farið að vitja um járnskáp, er amtmaðr geymdi f peninga og peningaskjöl embættisins og fanst hann í rústunum óskemdr. Lykillinn að honum, er amtmaðrinn var vanr að geyma undir sængrkodda sfnum, fanst þar sem rúm amtmannsins hafði staðið, og er sagt, að skjöl og peningar hafi fundist alvegóskemdí skápn- um, nema að svo miklu leyti sem lakkið á skjölun- um hafði hráðnað. Menn telja það víst, að eldrinn hafi kviknað í ytri skrifstofu amtmannsins og sást í rustunum að ofninn þar hafði fallið til hliðar, en allir aðrir ofnar í húsinu höfðu sígið beint niðr. Ekkert ljós hafði verið kveykt um kveldið á skrifstofunum. Skrifar- inn hafði áðr en hann háttaði um 10. st. (e. md.) komið inn í ytri stofuna og engrar nýlundu orðið þar var, og sömuleiðis hafði vinnumaðr, er kom beim seint um nóttina frá Akreyri, og 2var hafði farið fram hjá skrifstofu gluggunum eigi tekið eptir neinu. Á fleirum bæum í grend við Möðruvelli, og á Akr- eyri, höfðu menn fundið jarðskjálfta um nóttina. Ilans urðu menn eigi varir á Möðruvöllum, þar sem allir 67

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.