Víkverji - 15.04.1874, Blaðsíða 4
70
fyrir alt, sem aflaga fer í verslun voití. I pessu
tilliti hefir hann misskilið grein mína, og er fiað
nokkuð f)ví að kenna, að eg lét ekki meining mína
nm f>essa hlið málsins nógu greinilega í ljósi. f)ar
eð þetta var ekki aðaltilgangr greinarinnar. Mér
hefir ekki komið til hugar að kenna bændum ein-
göngu um, að verslun vor sé ekki í svo góðu horfi
sem hún gæti verið; en að f>eir gallar sem á henni
eru séu lcaupmönnum einum að kenna, fiví verð eg
líka fastlega að neita. Orsakirnar til fiess, að margt
fer aflaga í versluninni, hafa eptir minni meiningu
uppsprettusína bæði hj á bændum og kaup-
m ö n n u m, en að miklu og máske að mestu leyti
hefir fietta ástand verslunarinnar rót sína í fiví
fvrirkomulagi, sem hcfir verið á henni í mörg und-
anfarin ár, og sem nú er orðin að föstum vana,
sem hægra er að breyta með orðum en í verki.
pað er mikið satt som herra x—y segir, að kaup-
menn gætu gert mikið til að inar íslensku vörur
yrði betr vandaðar og verkaðar en nú tíðkast, og
kaupmenn hafa líka gjört tilraun til f>ess fyrir nokkr-
um árum, ficgar fieir hétu verðhækkun fyrir bestu
vörur og fengu eiðsvarna skoöunarmenn til að álíta
vörurnar, en þetta varð f>vf miðr eigi nema tilraun,
sumpart af f>ví, að mörgum bændum geðjaðist mjög
illa að þessu, sumpart af því, að ómögulegt var að
halda þessari reglu nema í aðalkaupstöðunum, en
ckki á þeim svokölluðu „anleggjum" eða á skipum
þeim, er árlega sækja vörur bæði suðr og vestr, og
á þeim stöðum geri eg ráð fyrir, að alt að helmingi
af íslensku vörunum séu innlagðar. peir bændr,
sem lögðu vörur sínar inn í kaupstaðinn, vóru því
óánægðir með að verða fyrir harðari kjörum en
hinir, sem lögðu vörur sínar inn á „anleggjum“
eða á skipi. pað mun líka hafa verið örðugt að fá
þá skoðunarmenn, sem vóru alveg ldutdrægnislausir
og þar með höfðu nægilegt vit á vörunum til að
geta dæmt um þær svo öllum líkaði. Til þess að
vörumat, þessu líkt, geti þrifist, þurfa líka allir kaup-
menn að vera samtaka, en á seinni árum hafa nýar
verslanir komist á legg ein af annari, og stjórn-
endr þessarar verslana hafa eigi viljað fylgja hinum
kaupmönnum í þessu, heldr hafa þeir cinungis kepst
við að fá sem mestar vörur, hvernig sem þær vóru
úr garði gjörðar. Nú sem stendr keld eg varla að
kaupmenn geti annað gjört í þessu, en það sem
eg veitað flestirgjöra; nfl. aðhvetja hvern einstalc-
an verslunarmann sinn, til að vanda vörur sínar sem
best; og láta það að svo rnikklu leyti sem unt er,
koraa fram í vöruverðinu, þegar einhver leggr inn
sérlega góðar vörur, og heriax—y þekkir ekki rétt
tii, of hann heldr, að það sé reglu, að illa verkaðar
vörur séu teknar við sama og enda við hærraverði
en góðar vörur. pað kemr að vísu opt fyrir að
nokkuð af lakari vörunni sé tekið við sama verði
og góðar vörur, þegar það kemr til kaupmannsins
iunan um mikið af góðum vörum; það getr annað
hvort falist innan um hinar vörurnar, eða kaup-
maðrinn getr, annara orsaka vegna, eigi fundið á-
stæðu til ab kasta þeim úr, en komi einhver með
þá vöru sem í heild sinni eða að miklu leyti er
illa vönduð, þá mun hann hjá flestum kaupmönn-
um fá lægra verð fyrir hana en aðrir fá fyrir góð-
ar vörur. Herra x-—y býðst til að sanna að kaup-
menn hér á suðrlandi haldi bændum til að verka
saltfiskinn á óútgengilegan hátt; cn ætli honum
verði eigi örðugt að sannaþetta, hann byggir sjálf-
sagt þessa skoðun sína á því, að kaupmenn hér
vilji ekki svo kallaðan saltbrendan fisk, og áiítr að
þetta sé þó einmitt sá fiskr sem geti staðið jafn-
hliða vestfirskum fiski; en þetta er röng skoðun, því
eg hefi sjálfr sýnt „Spánverjum“ þenna saltbrenda
fisk og hafa þeir álitið hann langtum verri vöru en
t. a. m. s ú r a n fisk. Að kaupmenn ráða mönnum
til að hafa fiskinn o f 1 í t i ð saltaðan og o f 1 í t i ð
fergðan er alveg ósatt; cn að þeir ekki vilji hafa
hann saltbrendan fylgir af sjálfu sér, þar eð
sá fiskr er lítt útgengilegr á öllum fisldmörkuðum.
Kaupmenn hafa altaf, síðanegman til, ráðið mönn-
um til að hafa fiskinn sem mest fergðan, og ef þessi
aðferð cr viðhöfð, má líka salta hann töluvert mcira
en þegar hann er lítið fergðr. Mismunrinn á vest-
firskum og sunnlenskum fiski liggr líklegast mikið
í því, að menn á seinni árum fergja fiskinn og
þurka of lítið hér á suðrlandi, en eg álít þó, að
þetta geti eigi verið eina orsökin; nokkuð liggr
sjálfsagt í undirbúningi þeim, sem fiskrinn fær áðr
en hann er saltaðr, og nokkuð getr ef til vill legið
í fiskinum sjáifum og loptslaginu um verkunar-tím-
ann; eg er eltki kunnugr fyrir vestan og get því
ekki dæmt um þetta. Ef að bændr hér fyrir sunn-
an vildu salta fiskinn hroinan og óskemdau, salta
hann mátulega, það er: láta hann fá svo mikið salt(
sem hann getr tekið við, og síðan fergja hann veí
og þurka hann vandlega, þá get eg samt varla í-
myndað mér að sunnlenskr fiskr þyrfti að standa á
baki vestfirskum fiski.
Ullarverkunin hér á suðrlandi er mjög ófullkomin
og þarf endrbótar við; menn þyrftu að þvo og þurka
hana betr, og það væri æskilegt, að hver maðr vildi
skilja hana („sortéra") heima hjá sér í 2 eða 3 teg-
undir, áðren hún flyttist í kaupstað, því það er mjög
örðugt,ef eigi alveg óvinnandi fyrir kaupmenn, aðgjöra
þennan greinarmun ullarinnar hjá sér, um leið og
hún er lögð inn, því, eins og menn vita, er öll sú
ull, er kaupmenn fá, að mestu leyti lögð inn á fá-
um dögum; kaupmenn geta naumast gjört annað
en skoðað ullina í poka-opinu, því nákvæm rann-
sókn mundi tefja of mikið bæði fyrir kaupanda og
seljanda. [Framhald síðar.]
Ctgefendr: nokkrir menn í Reykjavík.
Ábyrgðarmaðr: Páll Mehleð.
i’rentabr í preutsmiðjii íslands. Einar póríarsou.