Víkverji

Útgáva

Víkverji - 18.04.1874, Síða 2

Víkverji - 18.04.1874, Síða 2
72 Eins og eg hefi tekið fram áðr, álít og f>að lítt mögulegt fyrir kaupmennina að kippa vöruverkun- inni í betra horf, og eitt sem líka er pessu til mik- illar fyrirstöðu, eru lánin sem kaupmenn nú eru neyddir til að veita bændunum, og sem gjöra það að verkum, að kaupmenn svo að segja eru neyddir til að taka vðrumar hjá skuldunautum sínum, hvað illa sem þær eru verkaðar, til þess að fá eitthvað upp í skuldirnar. Eg ætla mér ekki að útlista þetta betr, því hver maðr sem þekkir nokkuð til verslun- arinnar hér, fiekkir líka ganginn í þessu. pað er víst óhætt að fullyrða, að þessi ótakmörkuðu lán, scm nú tíðkast, séu skaðleg fyrir verslunina og fyrir sveitarfélögin, og mér finst vera full ástæða til að bera kaupmönnum á brýn, að þeir ekki sýni sam- heldni í að takmarka lánin á skynsamlegan hátt. Eg ímynda mér að ið eina ráð til að koma betri vöruverkun á, eins og stendr, væri það, að inir belri bændr í hverri sveit legðu knpp á að verlui viirur sínar sem best, og Uvettu sveitunga sína til að feta i fótspor þeirra, bœði með eptirdœmi sínu og með góðri tilsögn; — allir verða þó að játa að betri vöruverkun hljóti að verða bændum jafnt sem kaupmönnum til ábata og sóma. Eg hefi þá von að verslunarfélögin, sem nú eru að myndast, muni verka til ins betra í þessu efni, því fiau munu fljótt komast að því, að eigi dugar að senda vörumar til útlanda, eins og f>ær nú að miklu leyti koma til kaupmannsins; en ef fiau ætla sér, eins og kaupmennimir nú verða að gjöra, að fiurka og „sortéra“ fiskinn og ullina, bræða lýsið um aptr, o. s. frv., pá munu þau bráð- um finna, að þetta rýrir vörumar meira, en f>au bafa gjört ráð fyrir, og að kostnaðrinn, sem leiðir af þessu, sé eigi lítill, og mun þetta hvetja félagsmenn til að komast hjá þessum halla, með því að leggja ekki nema góðar og vel verkaöar vörur í felagið. Ef að belri vöruverkun gœti orðið ein af- leiðingin af felagsversluninni, þá álit eg hana gjöra landinu mikið gagn. Hvað fé'lagsverslun að öðru leyti snertir, þá verð eg að vera á þcirri skoðun, — og mér finst, að lierra x— y sé mér samdóma í þessu, — að ekkert verulegt gagn geti leitt af henni fyrir landið. pað verðr, að mínu áliti, hollast fyrir hvert land, að hver stétt haldi sig fyrir innan verkasvið það, sem henni er sett, því annars er mjög hætt við, að það fari eins og þegar einn einstakr maðr fer að gefa sig við mörgu í einu; hann kemr engu reglulega áfram og fer optastnær seinast á höfuðið. Ef að bændr hér á landi liafa peninga afgangs, sem þeir þurfa að koma í veltu, þá álít eg það mjög óskyn- samlegt og hættulegt að leggja þá í verslun, þó að máske þetta fyrirkomulag um stundarsakir geti gefið þeim nokkurn ágóða; því engin verslun sem or nokkuð umfangsmikil, getr komist lijá því, opt og tíðum að eiga fé sitt á hættu; og þetta kemr enn fremr til að eiga sér stað með félagsverslun en með kaupmenn. Abati verslunarfélaganna er fyrst og fremst kominn undir ráðdeild ogdugnaði kaupstjór- ans, og þó að félagsmenn geti að miklu leyti rann- sakað gjörðir hans, þá geta þeir það þó ekki til fuls, ogmáske ekki fyr en um seinan. Meirihætta leiðir samt af því fyrir félögin, að þau þurfa að láta öll viðskipti sín ganga gegnum milligöngumann í öðru landi, því þó þau þykist kjósa sér áreiðanleg- an og vel efnaðan mann til að hafa þetta starf á hondi, þá getr þeim ef til vill, skjátlast í þessu. Eg get því ei álitið, að þeir peningar, sem lagðir verða í hirslu verslunarfélaganna, séu geymdir á vissum stað, þó þau kunni að gefa af sér góðan arð fyrstu árin. pað væri aífarasælla fyrir landið, að pessir peningar vœru not.aðir til að bata jarðir landsins, svo að skepnunum yrði fjölg- að, og til að auka sjáfariítveginn, helst með þvi að leaupa þilskip; með þessu móti gæti vörumegnið aukist, og af því mundi líka leiða, að meira kapp kæmist í verslunina, þó að lcaupmenn einir versluðu. pegar eg í fyrri grein minni tók það fram, að það væri aðalætlunarverk bændanna aö auka vöru- magnið sem mest, þá var það eigi meining mín að segja með þessu, að þeir ættu að leggja allar vörur sem aflaðist inn í kaupstað, sjálfum sér til skaða; heldr er eg herra x — y alveg samdóma í því, að bændr eigi nákvæmlega að yfirvega hversu mikið af vörum sínum þeir eiga aðhalda eptir sér til matar og klæðnaðar, áðr en þeir flytja vörurnar til kaup- mannsins. Eg er ekki viss um að verksmiðjur gætu þrifist hér á landi, meðan fólksfjöldinn er eigi meiri, en hann er nú, því þeir verkfærir menn, sem nú eru á íslandi, geta haft næga og ábatasamari vinnu, ef þeir stunda vel þá atvinnuvegi, sem nú standa þeim til boða, heldr en ef þeir væru látnir vinna í verk- smiöjum. pegar eg sé, hvað mikið fé menn hér við sjó geta lagt í verslunarfélögin, þá furðar mig á því, að mjög fáir menn skuli geta sett bát á stokkana eða reist sér lítilfjörlegan kofa án þess að taka meira eða minna lán hjá kaupmönnum, sem þoim opt veitir örðugt að endrgjalda. Eg veit líka til þess, að margir sjáfarbændr, sem á næstliðnu hausti lögðu fé í verslunarfélögin, hafa eigi getað haldið lífinu í sér og skepnum sinum á inum yfirstandandi vetri, nema með miklum tilstyrk kaupmanna, og vottar þetta eigi mikla framsýni. pegar eg tala um félagsverslun, þá meina eg einungis þá verslun, sem bygð er á fastri innstæðu (Actier); þvi þau félög sem hafa myndast einungÍ9 í þeim tílgangi að panta upp vissar vörur eptirósk hvers einstaks félagsmanns, geta naumast kallast

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.