Víkverji - 11.09.1874, Qupperneq 2

Víkverji - 11.09.1874, Qupperneq 2
180 innar íslensku þjóBar frá s t ú d e n t u m í U p p s ö 1 u m. l>uð hetii' fráfornum tíðum verið venja á Norðr- löndurn, að frændr og vinir hafa komið saman, til að halda í sameiningu hátiðir endrminningariilnar og vonarinnar. pótt Uppsala stúdentar sé langt brott frá inum islensku vinum síniun, fylgja peir þó fornum sið á Norðrlöndum og æskja að taka hlut í endrminningarhátíð íslands. Sá dagr var afleiðinga- mikill fyrir öll Norðrlönd, er Norðrlandabáar tóku sér fyrst bólfestu á ströndum yðrum, pað voru þýð- ingarmiklir atburðir, er komu inum frelsiselsku óð- alsmönnum í Noregi, er voru úrval landsmanna, harð- snrtin og þrekmikil kynslóð, er kyn sitt átti að rekja til konunga og jarla á Norðrlöndum, til að leita frelsi sínu bústaðar langt vestr í íshafi. In ungu Norðr- lönd kannast þakklátlega við, að íslendingar hafa eigi einungis varðveitt trrtlega þann arf, er þeir flnttn með sér frá heimkynnum sínum. heldr og aukið hann stórum. Inn ófijói jarðvegr íslands breyttist skjótt í blómgarð norrænnar mentunar. Nýlenda yðar, sem nú er þúsund árá göntul, feendi þegar snemma, á slnum löngu vetrarnóttum, Ijósgeisla út í myrkr miðaldarinnar. Ey yðar, er liggr á norðr- takmörkum Evropu, hefir lengi verið samtengingar- hlekkr ins forna og ins nýja heims, eigi að cins sökum hnattstoðu sinnar, beldr einnig í sögulegu tilliti. In þrekmikla og mikilli andlegri atgjörvi gædda kynslóð, sem þar hefiralist, hefir með starf- semi sinni hreinsað uppsprettulind innar fomu mentnnar Norðrlanda og boðið Norðrlandaþjóðum að skíra endrminning barnsaldrs síns og æsku með Btyrkjanda drvkk, og afla sér þar með styrks til að endrfæða anda fóstrjarðarinnar. íslendingar! Ey sú, sem er heimkynni yðvart, og er svo fræg í árbókum mentimar vorrar, er Norðrlandabúum kær. Yðr, íslendingar, er send hjartanleg og bróðurleg kveðja frá Ynglinga-ætt nú- legrar tíðar í inum afar-forna bæ, er var sjónarsvið margra atburða í þeirri sögu, er inn ágætasti sagna- maðr yðar byrjar frásagnir sínar með. Inir sænsku frændr yðrir láta fylgja þessari kveðju inar alúðleg- ustu óskir um, að ið nýja þúsund ára tímabil I lífi yðru, er þér hefjið með breyttri stjómarskipun, láti yðr í skaut falla inar ríkulegustu blessanir, og að framtíð yðar verði jafn farsæl, sem in liðna tíð yð- ar hefir verið sæmdarík. Uppsölum, 23. dag maím. 1874. Fyrir hönd Uppsala studenta J. A. NORBLAD, framsögumaðr. CARL SÁVE, M B. RICHERT, prof. í Norðrlandamálum. Aðjunkt í Norðrlandamál. E. V. Montan, Docent í stjómfræði. — FRÁ SKÓGARSTRÖND 20. ágúst 1874. Síðan eg skrifaði síðast i byrjun júlímánaðar, hefir tíðar- farið verið hagkvæmt fyrir heyvinnu og fcrðalög, þó að það hafi optar kalt verið. Mestan hluta júlím. voru norðandrif og landnvrðingar eða þá Iands.-út- norðan tilgönguvindar, ýmist með þerrum eða krapa- skrtrum. Aðfaranótt ins 9. alsnjóaði vfða á fjöll, sumstaðar ofan f bygð. þann 28. var ofsaveðr og ókjör (mcsta rigning) af suðri. Loptþyngdarmælir- inn féll þann dag frá því kl. 9 f. m. til þess kl. 5 um kvöldið næstum reglulega um 1. stig á hverri stundu: 27” 11 var hann um morguninn, en 27” 3 um kvöldið. Meðaltal hitans um mán. varð 8°R. og meðaltal loptþungans 27” 9. það sem er af þessurn mánuði. hefir vcðráttu- farið verið svipað og í júlímán. Austan-landnyrð- ingar, eða þvernorðan - útnorðan - landsynningar. Næfrfrost opt til fjalla og snjókoma aðfaranótt ins 10.. bitinn varð að meðaltali C—7° og loptþtinginn luingum 28”. Alt veðráttufarið vottar, að hafís sé skamt frá landi. Samkynja veðráttufar í febrúar og mars gjörði harðindi. Töður fengu sæmilegan þurk en eru með minsta móti. Útengi er að sínu leyti skárra víða hvar og nýting góð. Málnyta lítil. Heilsufar fóiks er yfir höfuð að tala með besta móti. Fátt eitt af cldra fólki nafnkendu hefir andast, bæði hér á ströndinni og í nærsveitunum, og þar á meðal að kvöldi ins 1. þ. m. merkisbóndinn Kristján Guðbrandsson að Gunnarstöðum I Hörðadal. llann gokk heill og ósjúkur, það menn vissu til, fram að vatnsmýlnu, sem er spölkorn frá bænum, til þess að hagræða einhverju í henni, en strags að kalla, sem hann hefir komið inn í hana, — það sást á þvt hvað lítið hann hafði gjört þar — mun hann hafa fengið „slag“, og æð slitnað í heilan- urn, hann liaft ráðrúm að líkindum til að halla sér upp að rúgpoka, og andast þegar; því að lítilli stundu liðinni frá því að Kristján fór að heiman, kom bóndi frá næsta bæ með rúg til mölunar að mylnunni, og fann liann örendan. Kristján sál. var afbragð annara manna I flestum hlutum. Búnaðr hans og bústjórn sönn fyrirmynd þcss, hvemig sveita- búnaðr eigi að vera, og hvað bæta megi karðbala- kot, svo að það á 25 ára tíma verði að fegrsta og besta býli. í fyrra var hann sæmdr heiðrspeningi. Verðlag á varningi í StykkÍBhólmi varð í aðal- kauptíðinni hér um liil þetta: Rúg 11 rd., banka- bygg 17-—18 rd., hrísgrjón 15—18 sk., ertr 14 rd., kaffi 3—3'á mark, kandis og melis 22—28 rd., rjól 60—64 sk., rulla 80—88 sk., spiritusblanda 32 sk., romm 3—4 mörk, alt timbr fjarska-dýrt, hálfu dýr- ara en fyrir 4—5 árum þegar best verð fékBt á því. Um verð á annari útlendrf vöru vcit og ekki glögt. Hvít ull komst fyrir sérstakt atvik upp í 52 sk., smjör 28—32 sk., tólg 18—20 sk., æðardún 9 rd., harðfiskr 45 rd., saltfiskr 24 rd., og lýsi þar á borð við.

x

Víkverji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.