Víkverji - 11.09.1874, Blaðsíða 5

Víkverji - 11.09.1874, Blaðsíða 5
183 optar mun siðr að breyta benni í, áðr hún erbrúk- uð til neitslu, nefnilega að osti og smjöri. Eg gjöri ráð fyrir að úr pessum 1850 pottum fáiat hér um bil 142 pund smjörs, eða 1 pund úr hverjum 13 pottum, og erþað þó meira en menn nokkurn tíma eru vanir að fá til jafnaðar f Noregi. Eg gjöri ráð fyrir að hvert 1 pund seljist á 2 mörk, og ætla eg að pað sé nóg, því víða er pað siðr að selja kaupafólki pundið fyrir 30 sk. enda á stundum 28. pessi 142 pund kosta pá alt svo með túmarksprís 47 rd. og 32 sk. Nú kemr mjólkin til. pegar búið er að setja hana upp, strokka hana og ná úr henni smérinu, svo getr hún náttúrlega ekki nú verið lengr 18b0 pottar, heldr hefir hún talsvert minkað, og hafa menn fundið aðhún við uppsetningu, strokkun og flóun liefir tapað 8 pottum af hverjum 100, eða 8 proeent. Eptir sem mjólk pessi ekki hefir verið flóuð, gjöri eg ráð fyrir, að hún hafi ekki tapað meira en tí pottum af hverjum hundrað, verða þá eptir 1739 pottar. Höf. vill segja, að eg setji tapið of hátt, þar eð mjólkin er ekki flóuð. Eg held það ekki; því mjólkrílát þau, sem vér brúkum, eru af tré, og sjúga þess vegna meira í sig heldr en blikk- ílát þau, sem optast eru brúkuð erlendis, fyrir utan ,.lambarusl og skorpið skinn, sem skrifast ekki í reikninginn", því ekki þarf maðr að hugsa að sveita- fólk hjá oss passi alment eins vel og nákvæmt upp á, að sem minst spillist af mjólkinni, eins og gjört er á fyrirmyndabúum og landbúnaðarskólum erlendis. Eg set pottinn af þessari nýmjólk, undanrenningu og áum, á 2'/i sk. pottinn, og verða það þá tilsam- ans fyrir þessa 1739 potta 45 rd. 28 sk. petta lagt saman við það, sem vér fcngum fyrir smérið áðan, verðr til samans 92 rd. 60 sk. Áðr en maðr getr hér eptir sott verðið á nýmjólkina, verðr maðr að draga frá peningum þessum það sem fyrirhöfnin fyrir að ná smérinu úr mjólkinni kostar, einnig rentuna af peningum þeiru, er lagðir liafa verið út til verk- færa þeirra, er þarf tíl als þessa. Já, vill höf. segja; þegar þú setr verðið á und- anrenningarpottinum svona lágt, svo er ekki von að upphæðin verði mikil. Eg held þó, að það sé hér um bil nálægt sanni; en þar eð höf. líklegast ekki vill gjöra sig ánægðan með tóma ágiskun hér um, vil eg gjöra þessa 1739 potta að meðfærilegri og gjaldgengfi vöru, nefnilega að mjólkrosti og mysu- osti. Eg ætla að gjöra svo ráð fyrir, að vér kunn- um að búa til svo góðan ost, sem hann tíðkast er- lendis úrþess konar mjólk, og að vér séum komnir með hann flutningsfrítt á markað í Noregi, hvar við fáum 1 mark (dansk) (10 sk. norska) fyrir pundið, og er það þó fremr gott verð. Við fáum úr hverj- um 9 pottum af mjólk 1 pund af osti, og er það alment, og eru það þá í alt úr þessum 1739 pottum 123 pund (og 2jí punds) af osti, eða gjört að peningum 32 rd. ltí sk. Úr mysunni sjóðum við mysuost, sem vart borgaði sig þó hjá oss, þar sem slíkr hörgull er á eldivið — enn við það, að við tókum úr henni injólkr- ostinn, hefir hún að nýu tapað tveim procentum og eru þá eptir 1705 pottar. Úr mysunni faum vér sem vanalegt, 13 pnd. úr hverjum 100 pottum, og eru það þá f alt úr allri mysunni 221'/a pnd. og fáum við þar á markaðnum 13 sk. (dansk) fyrir pundið og verða það réttir 30 rd. þetta lagt saman við það, sem mjólkrostrinn kostaði gjörir til samans 62 rd., og 1 mark. Drögum vér nú frá þessum peningum verð það, eða peninga þá, sem vér fengum fyrir mjólkina áðan er vér seldum pottinn fyrir 2'h sk. fáum vér 16 rd. 5 mrk. og 4 sk. og eru þetta pen- ingar þeir sem vér fáum fyrir ómak vort og fyrir- höfn við að búa til mjólkr og mysuostinn. Pening- ar þessir eru alt of litlir til að borga tíma þann og eldivið ásamt verkfærum þeim, sem gengr til þessa og er því betra að selja pottinni fyrir 2'/a sk. það þykir víða í Noregi og Svíþjóð ekki borga sig að sjóða ost úr mysunni, og er hún þessvegna all- víða brúkuð til tóðrs handa svínum, og þá fær maðr aptr ekki meira en hér um bil fjórðapart skildings fyrir pottinn. Meira en þetta sem áðr er sagt þurfum vér vart að hugsa til að fá upp úr þess konar vöru, þó vér sendum hana á útlenda markaði, og ef vér ætlum oss að hafa meira upp úr mjólk- inni, svo verðum vér að minsta kosti að læra að verka betr smjör vort en nú er almennt, og koma því einnig á markaðina sjálfir. Frá þeim peuingum sem vér fengum upp úr mjúlkinni eins og áðr var sagt, sem voru 92 rd. 3mrk. 12sk., verðr maör nú að draga það, sem maðr kostar upp á hirðingu á kúnni, áðr maðr setr verðlagið á heyið, og metr höf. það á 15 rd. 60 sk., og þyki mér gott ef hann sleppur með það; því rnaður á ekki alleina að reikna fjósaverk og tíma þann sem þar til gengr, heldr skal einnig reikna fæði þeirra, sem við fjósaverk eru, að svo miklu leyti, sem þcir eru við það verk, einnig rent- una af peningum þeim, sem fara til þess að byggja fjós og blöðu, ef nokkr hlaða er til, og svo fyriröll önnur áhöld sem heyra fjósi til; þessi renta má einnig setjast svo hátt, að verkfærið eða húsið, þeg- ar það er orðið ónýtt, sé alveg borgað að fuliu og öllu. Undarlega farast höf. sem 29 ára gömlum bú- manni, orð, þegar hann telr mykjuna undan kúnni og moðið frá henni til inntektar fyrir fjósið. Að það sé margra dala virði er víst; en mykjuna á jörðin að fá aptr som skylduskatt fyrir okki neitt; því ef fjósið tæki við mykjunni hvert ár og seldi hana sér í hag, svo mætti maðr hvert ár kaupa jafnmikið af áburði aptr til að halda frjófsemi túns- ins við, og upp á hvers kostnað yrði það nema fjóssins eða mjólkurinnar? Moðið frá kúnni ætla eg að ekki verði of mikið, að því leyti sem það er brúkað handa hestunum, til þess að borga fyrir alt það hrossatað, og sumstaðar sauðatað, sem brúkað er á túnin og hrekkr þó ekki til, en sá sem fyrir hallanum verðr hér við, eru engjarnar og úthagi,

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.