Víkverji - 11.09.1874, Side 3
181
I>jóðhátíðin 2. ágúst vaið hjer að viSunanlegum
tyllidegi. Prestrinn embættaði pann dag á báðum
kirkjunum, og um kvöldið voru íjölmenn — eptir
því sem hér er að vænta ■— gleðisamkvæmi á báð-
um kirkjustöðunum, minni drukkin og fyrir þeim
sungin nýort kvæði; samskotum heitið af karlmönn-
um til einhvora nytsanis fyrirtækís, on af konum
tíl að prýða með Breiðabólstaðarkirkju, scm í vænd-
um er að bygð verði að sumri komanda og gjörð að
timbrhúsi.
A Iláafelli í Miðdölum eru nú að sögn dauðar
4 kýr úr miltissýki. A Harastöðum og Ilamrend-
um í sama hreppi og í Skriðukoti í Iiaukadalshreppi
hefir cinneigin brytt á sams konar sýki. Miltið í
hinni veiku skepnu verðr fjarska-stórt og lint, og
laust í sér sem soðhlaup, mjólkin hleypr út í hlóðið,
svo það verðr svipað mjólkrhlandi. Skepnan lifir
dægr og jainvel skemr eptir pað að á henni sér.
— ÚR STRANDASÝSLU 12. ágúst. Sumar or
hér kalt og gróðrlítið; kaupskip til vor Steingríms-
firðinga kom síðasta júlí — á túnaslætti— það at-
vik hefir tekið frá oss eina viku heyskapartímans.
Yerðlag er: hrísgrjón 16—17 rd., bankabygg oins,
rúgr 11 rd., mjöl 12, kaffe 56 sk., sykr 24 sk., hvít
ull 52 sk., mislit 40 sk., smjör 28, 30, 32 sk. eptir
gæðum, lýsistunna24—25 rd., dúnpund 9rd. til 9'/2
rd., borðviðr 12 rd. tylftin, og jafnvel meira. I’rostr-
inn á Stað flutti messur á báðum kirkjum sínum
2. ágúst, og var inni síðari lokið kl. 41/4 e- m- Síð-
an höfðu 120 úr báðum sóknum samsæti og skemt-
anir áHellu á Selströnd uin miðbik sóknanna fram
um miðnætti.
í suraar andaðist hér í Staðardal á kirkjujörð-
inni Hólum Hjalti Jónsson, bóndi og með-
hjálpari 76 ára; hann hafði húið liðug 50 ár, og
jaínlangan tíma í hjónabandi íneð sömu konunni,
sem lifir hann 2árum eldri ern og fjörug; þauáttu
saman 9 böm, og dó að eins eitt þeirra í æsku, liin
ólust öll upp í foreldrahúsum, 4 syniniir lifa, allir
búandi, og dætr 3 giptar. par í Hólum hjuggu þau
hjón öll samvistarárin nema 5 fyrstu. Hjalti
var maðr ráðsvinnr iðjumaðr, karlmenni að vegsti
og burðum, við 3 álnir á hæð, þrekvagsinn ogréttr,
öldrmannlegr ásýndum; gjöf hafði hann gefið Stað-
arkirkju, og gegnt meðhjálpara störfum guðrækilega
og sómasamlega.
— SALTFISKSVERSLUN VOR. (Úr bréfi frá
útlöndum dagsettu 27. júlí {). á.), „Síðan síðasta
bréf mitt, hefir verið seldr fyrirfram saltfisksfarmr
með „Voninni‘‘ frá Kefiavfk fyrir 36 mrk banco
(24 rd.) skpd., en farmr frá Vestrlandinu með
„Maagen" fyrir 43 mrk banco (28 rd. 4 mörk).
pessi mikli mismunur á verði ins sunnlenska og
vestfirska fisks, viðhelst þannig enn. Eg hefi pessa
dagana átt tal við fiskikaupmann spanskan frá
Barcelona og spurt hann, hver ástæða væri til þessa
mikla mismunar og sagðihann, að ástæðunnar væri
einungis að leita í pví, að inn vestfirski fiskr geymd-
ist langtumlcngr óskemdr eninn sunnlenski. Hann
bætti því við, að inn sunnlenski fiskr hefði verið
frcmr venju fallogr útlits næstliðið ár, en að hann
eptir að hafa legið ( gcymsluhúsum í Barcelona um
mánaðartíma hefði farið að taka I sig bletti (verða
jarðsleginn), þar I mót hcfði hann næstliðið vor séð
afgang af gömlum Vestrlandsfiski, sem ekki hefði
tekið minstu breytingu.“
pað hefir áðr í pessu blaði (bls. 123 & 127 hér
að framan) verið tekið fram, að ein ástæðan til
pess, að inn sunnlenski fiskr reyndist miðr en inn
vestfirski, mundi vera, að hann væri eigi nógu mikið
saltaðr, og víst mun pað, livernig sem f«r, vera, að
gæðamunrinn sé kominn undir aðferðinni, pví fiskr-
inn verðr að vera jafngóðr alstaðar pegar hann er
dreginn upp úr sjónum. Til Spánar eru á hverju
meðal-ári flutt frá veiðistöðunum við Faxaflóa að
miusta kosti um 12000 skpd. af saltfiski,. og pað
munar pví eigi litlu fyrir suðrlandið, ef pessi fiskr
gæti selst 4 rd. dýrri skpd, en hann nú gengr, og
vér getum ekki nógsamlega hrýnt fyrir fiskibænd-
um vorum, að veita pessu umvarðandi máli eptir-
tekt.
— Margir, og ef til vill flesíir, af Reykvíkingum
voru miðr ánægðir með liátíðarhaldið á Öskjuhlíð
2. ágúst. pess vogna gengust iðnaðarmenn, eða
félag peii-ra hér í bænum, fyrir pví, að stofnað yrði
til gleðifundar að nýu, og mun Sigfús Eymundarson
hafa vorið par helstr forgöngumaðr. pessi önnur og
endrhætt útgáfa Reykjavíkr-hátíðarinnar fór fram
að kveldi ins 30. f. m. á túni dannebrogsmanns
Geirs Zöega hér fyrir vestan bæinn. Staðrinn var
vel valinn, túnið að niestu sléttog mjúkt undir fæti,
skamt að ganga, skamt tiljvatns ogekki „öskurik".
par voru mörg tjöldogótal „flögg“ og fánar, ræðu-
stóll og danspallr, maiinfjöldinn mikill bæði útlendir
og innlendir, veítingar í tjöldum, ræðr fluttar og
kvæði sungin, lampar umhverfis danspallinn ineð
bláum, rauðum og allavega litum loga, veðr ið besta,
tunglið á lopti meira en fult, og flugeldar yfir höfð-
um manna. pessi skemtan stóð langt fram á nótt
og alt pótti par ganga I góðu lagi.
FÁTT ER OF VANDLEGA IIUGAÐ.
(Eptir Svein búfræðing).
í fyrsta tölublaði pessa fjórðungsárs af „Vík-
verja“ er ritgjörðarkorn, er hefir fyrirsðgnina: „Túna-
sléttun“. og liefir höf. hennar farið par nokkrum
orðum um kafla pann af skýrslu minni, er eg tala
um túnaræktina. Merki pað, er höf. setr undir
greinina sem nafn sitt, ætla eg að geti pýtt sama
sem G. E., og skal eigi tefja tímann lengi við að
Iesa úrpví; eg skal ekki heldr l'ara mörgum orðum
um karmatölr höfundarins um fátækt, verkafólks-
eklu, liarðæri og annir, er að nokkru leyti standi
í vegi fyrir framförum túnaræktarinnar par vestan-