Víkverji - 11.09.1874, Side 6
184
sem ekker fá aptr, og Terðib á kálflnum lield eg
að skarðist nokkuð upp í, þegar maðr af vorði hans
reiknar frá hagagöngu að sumrinu til, sem höf.
hefir gleymst að minnast á.
Hin seinasta hugmynd höf. kemr ekki mér við;
sú nefnilega að hann álítr 100 dala „actíu“, sem lögð
er til að slétta eina dagsláttu, langtum farsælli til
frambúðar og arðsamari en ef hún vaeri lögð í versl-
unarfélögin. Yér skulum okki í minsta máta vora
á móti því, að menn ættu að kosta sem mestu til
jarðabótanna, og það væri víst langt um þarfara að
menn — þeir sem það hafa til — hrúkuðu peninga
sína til þossa heidr en að láta þá liggja arðlausa á
kistubotninum eða verslunarstaðnum; en þar sem
höf heldr að sléttaða dagsláttan sé langtum far-
sælli til frambúðar en 100 dala ,,acía“ þá get eg
ekki verið honum samdóma, því eptir 20 ár eða svo,
þarf opt að slétta dagsláttu þessa upp aptr, og þá
fær maðr ekki lengr rentuna af þeim 100 dölum;
en með þessum sameiginlegu kröptum og tvísýnu
uppofl'run, sem verslunarfélaga stofnendrnir gjöra til
að ná verzluninni undir landið, ætla þeir — og vér
óskum og vonum það takist — að byggja grund-
völlinn undir það, sem landsins velferð á ókomnum
öldum er undirkomin að miklu leyti. Og þeir sem
horfa þar á, og álíta að verslunar félögin ekki séu
til annars en til þess að koma innlendu vörunum í
sem hæðst verð, en ekki til þess að ná versluninni
undir landið, þeirkæra sig ekkert um að hlaupanú
undir bagga og hjálpa hinum til þessa, en fara bara
til hvers sem best bíðr; þeir eiga að minsta kosti litlar
þakkir skilið af eptirkomendum sínum. Eg er á
því, að þeir peningar, sem brúkaðir eru til þessa
verði fult eins farsælir til frambúðar og hinir, þó
þeir geti ekki cins mikinn ágóðaí bráð, og þaðgæti
kanske skeð að höf. þætti einhverntíma lítill ágóðinn
af sléttuðu dagsláttunni sinni, ef útlendir kaupmenn
fengju eptir egin vild að setja verð á verslunarvör-
ur hans, og gæfu honum aptr þær vörur sem
sjálfum þeiin best líkaði.
Að endingu vil eg geta þess við höf. að honum
heflr yfirsést þegar hann leggrsaman 80sk. og 12sk.
og gjörir úr því 1 rd.
Um leið og eg skrifa línur þessar, vil eg í fám
orðum draga út af greinum vorum það, sem mér
þykir vert fyrir almenning að hugsa eptir, og það
sem eg vil sér í lagi leiða athygli fólks að. pað er
þá fyrst það, að höf. segir, sem víst nokkuð mun
vera rétt, að handa einni meðalkú þurfi vetrarlangt
40 hesta af heyi af meðalbandi. Af einni vel rækt-
aðri dagsláttu fást nú mest tii jafnaðar 15 hestar,
og sjáum vér af því, að kýrfóðrið fæst þá af tveimr
heilum, og tveim þriðju pörtum dagsláttu; en hvað
segir „Atli“ að til þess hafi þurft á sínum dögum?
Hann segir svo 9. kap.: „það er gamalt búmanna-
lag hér á landi, að hálfr annar eyrisvöllr (dagslátta)
gefi af sér kýrfóðr, er hann þá vel ræktaðr og þó
ekki í besta lagi“, þar næst segir hann: „2G hey-
hesta ætla eg fyrir kú, hvern heyhest 3 vættir eða
15 lpnd“. pessir 26 þriggja vætta hestar eru ið
sama sem 39 hestar af því bandi, sem alment er
brúknð nú, eða af því bandi, er höf. vill hafa 40
hesta af lianda kúnni. þiannig hofir þá hálfönnur
dagslátta gefið næstum oins mikið af sér som 2 og
2/s dagsláttu nú, og sjáum vér af því, að jarðarrækt
hefir farið hnignandi síðan þá, sem eg áðr hefi á-
minst, og gæti eg fært floiri ástæður til þessa; og
ef menn ætla sér að fá þetta í annað horf, þá mega
þeir sannariega breyta stefnu, og halda í einhverja
aðra átt en nú er fyrir stafni hjá velfiestum, því sú
leið færir til alt annara hafna en þeirra, sem vér
með þessari nýu þúsund ára hátíð viljnm og hyggj-
umst að ná.
Ið annað atriði, sem eg vil sérstaklega minnast
á, er það sem eg stórlega undrast yfir, hvað lands-
menn vorir geta verið misvitrir, eins og sagt var
um Njál. Við vitum að allir sellast eptir að fara
til þess kaupmanns með vörur sínar, sem best býðr
fyrir þær, þó það nú kann ske ekki sé raeira en
hálfum skildingi meira fyrir ullarpundið en annar
býðr; enheyið, sem vér með súrum sveita og óend-
anlegri fyrirhöfn, eða réttara sagt, með nokkrum
parti af vorum eigin líiskrapti, höfum saman náð,
seijum vér harðla misjafnt út aptr. Einn selr kýr-
fóðrið, ásamt ailri fyrirhöfn og kostnaði, sem hann
þarf að hafa fyrir kúnni árið um kring, fyrir eina
10—12 hundruð potta, annar fyrir 18—20 hundruð
potta, og hinn þriðji fyrir 3000 potta eða kann ske
rneir, og allir þessir sýnast að vora jafnánægðirmeð
heyverðið. þó að hver lifandi maðr sjái, hve óbæt-
anlegan skaða þossi mismunr ákúm gjörir, þáhorf-
um vér nú samt á þetta ár eptir ár, öld eptir öld,
án þess að nokkur hræri hönd eða fót til að færa
þetta í lag og hjálpa náttúrunni til að bæta kúakyn
vort. þ>að er sagt, og mun ekki kcldr vera tilhæfu-
laust, að land vort sé fátækt. það hefir hvorki gull-
eða silfrnámr, svo sem sum önnur lönd; en túnin
eru vorar réttu gullnámr, og þau hafa það framyfir
aðrar gullnámr, að í stað þess að tæmast og þverra,
geta þau með skynsamlegri meðferð aukist og alt af
batnað. Heyið af túnunum er ið óhreinsaða gull,
og kýrnar, já, þær eru, vil eg segja, sáldir þær,
hvar með vér kreinsum kjarnan frá hýðinu, gullið
frá moldinni og sandinum. Ætli það þækti ekki
heimskr námuinaðr, sem alt af brúkaði þá sáld, er
svo væri gróf og ónýt, aðhannbara næði þriðjungn-
um oða helmningnum af gullinu, en hitt yrði eptir
samanvið moldina eða sandinn? Ætli það þækti
okki heimskulegt, ef námumaðr þessi, með lítilli
fyrirhöfn f samjöfnuði við það er ynnist, annaðhvort
af nirfilsskap, vanafestu eða hugsunarleysi léti það
undandragast að útvega sér góða sáld? Slfkt kall-
ast á norsku að: „spare paa Skillingen, men lade
Daleren gaa“.