Alþýðublaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 16
HOFN 'BANDARÍSKIR sérfræð- ingar munu á vori komanda hefja rannsóknir á höfninni í Cæsareu, sem liggur út af ströndum ísrael. Hún var byggð á tímum Heródesar en sökk í hafið í jarðskjálfta um 800. Hin núverandi Cæsarea er lítill bær, 90 kílómetra norð- ur af Jerúsalem en höfnin ]iar, sem oft er minnst á í Nýja testamentinu, er hvergi sjáanleg. Á þeim tímum og fram eftir öldum var Cæsarea fjörug verzlunarborg og höfn- in ein hin bezta við austan- 'vert Miðjarðarhaf. Þar var fjöldi halla, stórt musteri, veð hlaupabrautir og vatnsleiðsl- ur. Hinn mikli sagnritari Gyð- inga, Josephus, segir að höfn- in þar hafi verið vernduð gegn öldum hafsins, byggð úr geisi- miklum steinblokkum og ör- ugg í öllum veðrum. Cæsarea kemur oft við sögu postulanna Péturs og Páls og hinn mikli guðfræðingur frumkristninnar, Origenes, átti þar heima. Múhammeðs- trúarmenn unnu borgina árið 638 og var þá veldi hennar lokið, Krossfararnir reyndu að byggja hana á ný en um 1200 var hún búin að vera. Verður verkfall Vestmannaeyjum í gaer. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram í dag og á morgun í Sjómannafélaginu og Vél- stjórafélaginu um það hvort hefja skuli vinnustöðvun á hátunum. Er það út af fisk- verðiriu, sem ekki-hefur ver ið gengið frá enn. Kommún- istar stjórna báðrim félög- unum. — P. Þ. KAPP- HLAUP UM KONU BRÆÐURNIR Howard og Vaughan Clarke eru tví- 41. árg. — Föstudagur 4. marz 1960 — 52. tbl. CRABB? Fórn til fljótsins VÍNARBORG. — Fyrir þrjú til þess að tjá þakkir sínar hundruð árum ógnaði vatns- fyrir það að þorpi þeirra var flóð þorpinu Eisenkappel í hlíft fyrir plágunni fyrir Austurríki. Mörg hús skol- mörgum öldum. uðust burt og engu munaði Á hinum iöngu vetrar- að flóðið rifi burt kirkjuna kvöldum sitja íbúarnir í Ei- á hæðinni. En íbúarnir í Ei- Framhald á 14. siðu. senkappel strengdu þá þnssMmmutvMuvvHvwvmtwv heit, að fórna fljótinu ár- HINN 19. apríl 1956 hvarf enski froskmaðurinn Lionel Crabb í höfninni í Portsmouth er hann var að köfun í grennd við herskip það, er flutti Krústjov og Búlganín til Bretlands. Nokkru síðar fannst höfuðlaus froskmaður í höfninni og var talið að þar væri lík Crabb fundið. En margir létu sér þessa lausn málsins ekki nægja. 9. maí 1956 varð Eden þáverandi for- sætisráðherra að svara spurn- ingum þar að lútandi í neðri málstofunni. „Það er ekki í þágu ríkisins að skýrt sé opin-< berlega frá aðdraganum að dauða Crabb“, sagði hann. Almenningi þótti þetta svar of stuttaralegt og ekki síður stjórnarandstöðunni. En Eden lét sig ekki. „Ég hef ekki meira um þetta mál að segja“, sagði hann. Nú er þetta mál enn til um- ræðu. Orsökin er sú, að í bók sem væntanleg er á markað- inn innan skamms eru skjöl, sem sagt er að smyglað hafi verið út úr Sovétríkjunum og eiga þau að sanna, að Craþb hafi ekki farizt í Plymouth- höfn, heldur sé hann nú bú- settur í Sovétríkjunum. Fjöl- skylda Crabb trúir heldur ekki að hann sé látinn, en. enginn getur um það sagt hvernig eða hvers vegna hann hafi farið til Sovétríkjanna. ímyndunarafl Englendinga blossaði upp er Crabb var saknað hinn 19. apríl 1956 er hann var við köfun í höfninni í Plymouth. Var það satt að Crabb hefði verið að kafa þennan dag? Var það hlut- verk hans að rannsaka orustu- skipið Ordzjonikidse, sem flutti þá félaga Búlganin og Krústjov til Englands? Hafði hann farizt af slysförum eða í bardaga við varðmenn á herskipinu? Eða hafði hann verið tekinn til fanga af Rúss- um? Þessar og aðrar svipaðar spurningar gagntóku hugi manna í Englandi vorið 1956. 11. maí létu Rússar loks frá sér heyra. f orðsendingu til Framhald á 14. síðu. lega mörgum kirkjum ef það léti kirkjuna þeirra í friði.' Og enda þótt flóðið tæki flest húsin, hlífði það kirkj- unni og íbúarnir stóðu við loforð sín. Á hyerju vori í þrjár aldir hafa þeir fært fljótinu þakkir sínar alveg eins og íbúarn.r í Oberam- mergau flytja Píslarsögu- sjónleikana á tíu ára fresti burar og báðir frá sér af ást til sömu stúlkunnar, hinnár 19 ára gömlu Jean Girling. Hún cr hins veg- ar á báðrim áttum og get- ur ekki gert upp við sig hvern hún eigi að taka. Fyrir því eiga bræðurnir að keppa um hana. Ákveð ið er, að þeir þreyti 150 km. kappgöngu. Ungfrúin á með eigin hendi að skjóta af ræsibyssunni, er þeir leggja af stað, og sama liljuhvíta hönd með tilheyrandi hjarta verður þess, sem sigrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.