Norðlingur - 12.08.1875, Side 1

Norðlingur - 12.08.1875, Side 1
MLB. I, 3. Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð alls um árið. Fiinmludag 12. ágúst. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) sIök nr. 20 aura. 1875. í Halidóra Jiorsteinsdótlir, húsfrú alþingismanns Tryggva Gunnarssonar, dáin í Kaupmannaliöfn 7. marz 1875. Ilve opt af himni, lielga morgunsól, hvarfstú á bak við fjall og dimma öldn! Hve opt sig lífsins glaði geisli fól, svo grátin stóðu hlóm í myrkri köldu! En hvert eitt sinn um hverja morgunstund þú hófst þig aptur yfir sjó og grund. Æ, nú er burtu liorfin önnur sól, og aldrei rís hún framar vornm sjónum, því hennar daga dauðans myrkur fól með döggum rósa og sverði vallargrónum; og þessi sól sá ekki æfikvöld, í æsku faldi hana nóttin köld. Frá tryggu hjarta og traustum vinar arm tindrandi Kerúbs sverðið hana hrakti; fáir það vissu, sem að bjó í barm, er bana-norn um dauðans nóttu vakti, og risti drottinn eptir æfi-ár eldlega rún á skilnaðarins tár. Jeg sé þá rún, jeg sé þá stafi vel: þeir segja mér frá horfnum lukku dögum, þar fegurð skein við fagurt hjartaþel, sem fáir hlutu í betri lífsins högum, því yfir allri æfi hennar stóð engill með sverð og kvöl með táraflóð. Að gáfum var hún fáum fljóðum lík, færri að mentun himinborins anda; i sannleik var hún góð og gæzku-rík — gott er ei slíkum erfiljóð að vanda, því sannleikurinn sýnist eins og hól og smjaður yfir þann sem jörðin fól, Ó ísafold I liún aldrei meir þig sér, liún ekki framar skín sem sói í heiði, því örlög bægðu henni burt frá þér, nú blundar hún í fjarska undir leiði, og heyrir aldrei hljóma íslands mál, sem hennar gladdi ástarríku sál. Ó drottinn vor! livað væri lífsins ljós, ef léðirð’ oss ei von og trúna hreina! Blikandi tár og brotin sorgar-rós, sem blómin misti milli grjóts og steinal En orð þitt lætur lífsins Dauðahaf ljóma í trú með nýjum Arons-staf! Benedict Gröndal. hefir StjórnarfrnmvSrpin. látið leggja lagafrumvörp þessi fram á alþingi í 2. 3. 4. Stjórnin sumar: 1. Um ijárhag íslands árin 1876 og 1877; Um hækkun á launum ýmsra embættismanna; Um aðra skipun á læknaernbættunum; Um sölu á l af silfurbergsnámunum í Ilelgastaðafjalli, er land- sjóðurinn á; 5. Um aðflutningsgjald af vörum ffuttum með póstskipinu; 6. Um breyting á póstgjaldi úr ríkisdölum í krónur; 7. Um kosningar til alþingis; 8. Um tilsjón með flutningi á mönnum, er flytjast í aðrar lieimsálfur; 9. Um nýja fjósmæðraskipun; 10. Um skipaströnd; 11. Um þingsköp alþingis; 12. Um breyting á birtingu laga og tilskipana; 13. Um varnir gegn bólu og kóleru að -þær fiytist hingað til lands; 14. Um breyting á tilsk. 12. febr. 1872 um fiskiveiðar útlendra manna; 15. Um brunamál í Reykjavík; og 16. Um breyting á tifsk. 24. júlí. 1789, um úttektir brauða; Mörg af lagafrumvörpum þessum eru lítilfjörleg, og því lítillar aU liugunar verð. Sum þeirra eru góð réttarbót, og þurfa eigi, að vorri hyggju, stórra umbóta né breytinga við. Aptur eru sum næstaathuga- verð, og teljum vér þar helzt til, auk fjárhagsmálsins, frumvarpið um launahækkun embættismanna, um læknaskipun eður einkum um hækkun á launum héraðslækna, og um ljósmæðraskipun og um laun þeirra. Nú hafa ísiendingar fengið fjárforræði; landsmenn ráða nú sjálfir landsfénu ásamt hinum lögbundna konungi. Ef þá er um embætlislaun og ný embætti að ræða, er eigi er áður ráðið með lögum hver laun skuli fylgja, þá er fjárforræði alþingis eflaust í því fólgið, að þingið hefir fullkomin yfirráð yfir, hver embætti skuli vera til og hversu hátt launuð. Konungur einn ræður því að eins, hverjum hæfum manni hann veitir embættið» ef það er til. Nú eru laun flestra embættismanna óákveðin að lögum. Til eru að vísu lög 19. jan. 1863; en bæði er tími sá umliðinn er þau áttu að gilda, og svo hefir nú í þeirra stað verið farið alveg eptir dönskum lögum (lög 26. marz 1870, 9. gr ) Enn fremur eru lög til um skrifstofustyrk fáeinna embættisinanna; en þau lög voru í rauninni að eins ráðin um 2 ár (lög 21. jan. 1857). Konungsúrskurðir eru enn fremur til; en eplir eðli málsins geta þeir eigi hundið liendur á fjárforræði alþingis. Að öðru leyti hafa em- bættislaunin að eins veitt verið í fjárhagslögunum dönsku eður einungis áætluð. Laun allra þeirra embættismanna, er hér um ræðir, að undan- teknum landshöfðingja einum, eru því óráðin að lögum, og fyrir þá sök komin alveg undir frjálsu atkvæði alþingis. Nú skulum vér setja hér laun þau er frumvarpið fer fram á: Biskup . . . 6400 kr. upp að 7600 kr. amtmennirnir . 5400 - — - 7000 - landsyfirdómarinn 5000 - — - 6600 - hv. 3200 - 3500 - 1600 - 1400 - 4000 - 3600 - — - 4800 — - 5100 - — - 2400 - — - 2000 - — - 5200 - — - 4800 - — - 3800 - — - 2600 - dómendurnir landfógetinn landskrifarinn póstmeistarinn . forstjóri prestask. forstjóri lærðaskól. yfirkenn. lærða sk. 2600 - kennararnir hv. 1600 - Auk þessara launa fá þeir þenna skrifstofustyrk: Biskup .... 1200 kr. amtmaðurinn syðra 1600 - amtmaðurinn nyrðra 1200 - landfógetinn . . . 1000 - póstmeistarinn ; . 600 - Mcnn skyldi nú ætla, að land það væri gull-Iand en eigi (ajand, er þannig ætti að launa mörgum af þessum embættismönnum. ^Menn skyldi og ætla, að embættismennirnir væri þeim mun betri, gagnlegri og þjóðnýtari, sem laun þeirra cru hærri; en það getur nú sjálfsagt engum þeim dottið í hug, er nokkra þekking hefir. |>að er særandi fyrir hvern alþýðumann, og það tekur tárum fyrir hvern sannan lands- vin, að vita til þess að hið fyrsta er stungið er upp á, nú í þessu langvinna harðæri; nú þegar eldur og eimyrja eyðir og skemmir allmikinn hluta landsins; nú þegar fjárkláðinn, sökum óhentugra laga og einkum sökum óþjóðlegra og illnýtra embættismanna, geys- ar og æðir að nýju og vofir yfir mcstum hluta landsins; já nú þegar fjárforræði er fengið, þegar alþýða á að fara að stjórna sérsjálf, og að hrinda í lag fyrir sjálfa sig þvi er hún má af öllu því er van- hirt hefir verið. Og allt hefir vanhirt verið. Ef vér undanskiljum þá 300 rd. er ætlaðir hafa verið til frævakaupa handa öllum landsmönn- um, og sjálfsagt eru fremur til gamans en gagns, þá hefir ekkert, alls ekkert, verið gjört af stjórnendanna hálfu til að menta alþýðu í gagnlegum fræðum, eður til að bæta atvinnuvegi landsmanna, hvorkitil sjós né sveitar. |>að er eigi nóg að syngja sætt: obóndi er bústólpi, bú er landstólpi», en naga svo stólpa þenna til að fylla upp og til að tylla upp fáeinum cmbættishræðum. Yér unnum öllum góðum og nyt- 18 17

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.