Norðlingur - 12.08.1875, Page 3

Norðlingur - 12.08.1875, Page 3
21 22 kýs að lóga en að lækna, fær skaðabætur eins og áður er sagt. Kon- ungur skipar kláðanefnd (3 menn), er gangi í stað sýslumanns og amt- manns í þessu máli, unz kláðanum er alveg útrýmt úr landinu. Lög þessi öðlast gildi þegar hreppstjórar hafa birt þau á hreppsamkomum, en það skulu þeir gjöra jafnskjótt og þeir fá þau í hendur. ÚTLENDAR FRÉTTIR. Iíaupmannah. 15. júní 1875. Norð^urlönd. í þetta skipti tökum ver þau í einu lagi, ekki I þess vegna, að einingunni sé nú sýnu nær en áður, heldur hins, að I nú er helzt að minnast á tvo atburði, sem orðið liafa á öndverðu sumri, I og allar Norðurlanda þjóðir hafa veitt hér um bil jafna eptirtekt. Ilinn I fyrri var lerð Oskars Svíakonungs og drottningar hans til |>ýzkalands og I hinn síðari stúdentafundurinn í Uppsölum. I |>að er svo náttúrlcgt, að keisarar og konungar áþekt og aðrir I sæki fund hvers annars meðan vinátta og sættir standa, en nú er þó I um mcira talað en að þiggja heimboð eða um kynnisferðir. Menn vita I nú, að ný tengsli eru fest milli keisaradæmanna í Evrópu, og að um I linútana er verið bctur og betur að búa. Svo mun og til ætlazt, að á I þessa taug verði flcstir höfðingja dregnir, bæði meiri og minni, svo að I sem flest ríki haldi samfloti til þess lægis, þar sem kyrð friðar og I reglu ríkir, og boðar byltinganna ná engu að granda. það er sem I keisararnir segi við liina minni höfðingja: «komið og fylgið oss óhrædd- I ir, það eru Gæsararnir sem standa í lyptingu I •> Svíakonungur er gildur I mcðalhöfðingi, og nú hvarf hann fyrst að enum frægasta allra keisar- anna, Vilhjálmi þýzkalands keisara. í liaust ætlar liann að heimsækja I bróðurinn í Pétursborg. «En hvert var erindið?» spurðu menn í Sví- þjóð og Noregi. «llvað vildi hann þjóðverjanum?# spurðu Danir. All- ir biðu blaðafregnánna með óþolinmæði, en af því fóru miklar sögur, hvern viðbúnað keisarinn og Berlínarmenn hefðu til að taka á móti Svíakonungi. Ilann hafði Iagt leið sína um Kaupmli. og dvalið tvo daga í bezta yfirlæti við hirð konungs vors. Hann hafði hlýtt á fagn- aðarljóð stúdentanna, svarað ávarpi þeirra og síðar skálaræðunni í höf- uðgildinu i KristjánShöll í snjöllu og vinveittu máli — og kallað vin- áttuþelið til Danmerkur hinn dýrmætasta arf, sem hann hefði tekið ept- ir feður sína og fyrirrennara. En hvernig fórust honum orðin í Ber- lín? Um þetta greindi sögurnar á. þar var honum tekið með fram- úrskarandi virktum og blíðu. Um það ber öllum sögum saman. llann hafði stokkið út úr járnbrautarvagninum, áður en hann stöðvaðist til fulls, í faðminn á Yilhjálmi keisara. þetta liafði margt fólk horft á. Svo tók við hver viðhöfnin og fagnaðardýrðin af annari. Eitt var það, að keisarinn hélt mikla hersýning gesti sínum til heiðurs og hafði sjálf- ur forustuna fyrir varðliði sínu. þangað verður komizt í kurtcisinni en vart lengra — vera sjálfur keisari og leika konungi til skemlunar! Að svo prúður og fullsnjall maður, sem Oskar konungur er, mundi þakka það ailt vel, sem hér var í té látið — það mátti í vændir vita. En hvað sagði hann? Sumt mun rétt haft eptir. Ilann á í einu gild- inu að hafa látið í ljósi, að sér þætti einn veg og stjórn Vilhjálms keisara um tiltektir hennar gegn mótþróa liins kaþólska klerkdóms. «llefði mátt kyrrt liggjaN sögðu sum blöðin á Norðurlöndum. í veizl- unni hersýningardaginn, þar sem margir höfuðskörungar þýzka lýðsins voru saman komnir, hafði hann átt að hnýta einhverju við skálarminni keisarans um «fóstbræðralag» hers sinna lauda og hers þjóðverja. «þetta Verður að vera ofhermt!» sögðu blöðin norðurfrá, og um það varlengi þrefað fram og aptur, hvað liann hefði hér mælt. |>að var líka skárri algleymingurinn að fara að tala um fóstbræðralag við þjóðverja, sem hafa svo stélstýft Skandínafíu, sem allir vita, og vilja engu aptur skila! Adhuc »ul judicc lís est — málið er enn »fyrir landsyfirrettinum» og þágt að vita hvernig snýst — en sum dönsk blöð (»Föðurlandið» og «Dagblaðið)» þykjast komin að sönnum fregnum , að Oskar konungur lrefði einmitt notað tækifærið á ferðinni, að láta menn skilja, hversu mjög vinfengi norðurlandabúa við þjóðverja væri undir því komið , að Danmörku væri séð fyrir sanni. Blöð Svía hafa verið fátalaðri enn blöð Dana um orð Oskars konungs í Berlín, en þau sem bezt deili þykjast vita á ferðum hans, hafa sagt, að menn hafi bæðiafbakað ummæli.hans og gjört þau þýðingarmeiri en þurfti. En hvað sem um þetta má segja, þá virðast ferðirnar til Berlínar og Pétursborgar benda á, að Osk- ar konungur sé í þeirra höfðingja tölu, sem vilja komast á keisaraseil- ina. Höfðingjarnir sjá vel, að nú «þýtur annan veg í björgum» en áður, þar sem konungarnir eiga í hlut, að nú er þörf á að liitta ráðin svo vænleg sem gefist geta, þar sem þjóðveldið hefirþegar komið einni liöfuðþjóð Evrópu undir sin merki, en hugir alþýðunnar í flestum lönd- um aðhyllast það meir og meir. Höfðingjunum verður það stundarfró- un og ekki meira, ef jtjóðveldið fellur á Frakklandi, því enginn efast nm, að það rcisi sig á ný. Menn bala lengi séð, og hljóta að sjá það berara nú, að margar meginstýflur verða að brotna fyrir frambrotum nýirar aldar, því þó þær hafi áður verið þarfar skorður að mörgu leyti, þá vill andi vorrar tíðar eigi lcngur við þa:r kannast, en kallar þær hömlur á náttúrlegum framförum, en hlekki og fjötra á lífsafli allra Iramfara: skynsemi og andlegu frelsi maunsins. Vér víkjum nú máli að Uppsalafundi stúdentanna. Dönskum stú- dentum fylgdu ýmsir eldri mcnn og miklir orðsnillingar (Ploug, Bille, Martin Ilammerich, Chr. Richard, skáldið, og Barfod)*. Um það verð- ur ekki annað sagt, enn að í Uppsölum var bæði fríttlið og mikið sam- an komið, og að samfundirnir urðu mcð mestu frændsemislátum og fögnuði af allra hálfu. En það máttu allir finna, að þó norrænn bróð- ernisbragur yrði á ræðum manna og viðmóti, þá var scm allir vildu hliðra sér hjá að nefna Skandíusamband milli allra ríkjanna — og Sund- berg erkibiskup i Uppsölum sagði (í kveðjunni til stúdentanna), að nú kæmi engum lengur til hugar að steypa þjóðum Norðurlanda saman í einn klcpp, («klump»). Niðurstaða hans og annara varð ávalt sú, að allar þjóðirnar ættu að eiga samleið og samvinnu sín á milli í öllum friðarathöfnum og friðarviðskiptum. En hverjum skyldi þá hér frá stíja? Á Óðinshaugi, er svo kallast, flutti Ploug ræðu og mintist á enar fyrri ferðir og fundi stúdentanna, og kom við það, sem vita málti, að ciningarhugsunin hefði verið tilhvölin í fyrstu, cn menn hcfðu treyst henni til meira, en liún hefði mátt orka; þó væri hún cðlileg allt að einu, og menn yrðu nú að temja sér biðlund í þessu efni. Ilann mint- ist á Ítalíu, sem hefði þurft 300 ára bil að komast í sameiningu. 20 stúdentar frá Finnlandi (Helsingjaforsi) voru á fundinum, en nú var eigi, sem stundum fyr, minst sárlega á skilnað Svíþjóðar og I'innlands, og engum vonarnökkvanum flcytt um endurtenging sambandsins. |>að var sem stjórn Rússa vissi fyrir, hvcr «pólitisk» ládeyða mundi verða á fundinuin í Uppsölum, enda lagði hún nú ekkert bann fyrir ferðina frá háskólanum í Uelsingjaforsi. það má og telja til nýnæmis um þetta stúdentamót, að í einu aðalgildinu — oss minnir í Stokkhólmi í kon- ungsgildinu — var drukkin skál llússakeisara um leið og minni þeirra voru drukkin Oskars konungs og Iíristjáns níunda. Meðan fundurinn stóð yfir, var Oskar konungur á þýzkalandl, en ljet stallara sinn eða I hirðmeistara halda stúdentunum dýrðlega veizlu í sumarhöll sinni «Drottn- ingarhólmi». Forstöðu gildisins hafði í stað konungs Henning Hamii- ton, greifi, kanselleri sænsku háskólanna. þess þarf eigi að geta, að allir komu fullir fagnaðar úr förinni til Uppsala, og lofuðu mjög frábæra gestrisni Svía, alúðarmót þeirra og kurteisi. það af er sumri hefir veðráttan verið góð á Norðurlöndum ogallir I hyggja gott til jarðargróða og uppskeru, ef sama fer fram I Noregi og Danmörk bera menn eigi lítinn kvíðboga fyrir fébresti banka og hlut- bréfafélaga, og liggja til þess margar rætur, en nokkuð tilefni til óttans I — með mörgu öðru — hefir það orðið, að marga stórkaupmenn rak I nýlega í þrot í Lundúnum og víðar á Englandi. Ráðaneytið nýja (hjá konungi vorum) kvað hafa mörg nýmæli á I prjónunum, en flest þeirra eru fitjuð upp á ný úr hinum, sem fólks- I þiugið hefir rakið upp og rekið þegar þau komu fram áborð þess fyr- ir hinum fyrri ráðherrum. það er bágt að vita, hvort betur tekst til fyrir hinum nýju ráðherrum, en hægri menn -— eða blöð þeirra — treysta því, að sundrungin haldist vinstra mcgin, og undir því virðast forlög ráðaneytisins komin. Blöð hægra flokksins láta drjúglega og eggja fast að sýna vinstri mönnum í tvo heimana, ef þeir draga sig saman aptur til sömu ódælsku og fyr. En eptir er þá að vita, hverju þeir treysta sér fram að fara. Stjórnarliðar eða hægri menn hyggja gott til um sitt inái, og það fer að vonum, því nú má kalla, að þeirra meg- in sé síðasta traustaliði hleypt fram á vígvöllinn, en ef það fer sömu för, sem enar fyrri fylkingar — hvers skal þá freista? Um þetta verða ummæli blaðanna nokkuð á huldu, en eitt má skilja, og það erþað, að þeim þykir það enn eins ógjörlegt og áður, að hleypa vinstri mönnum að stjórninni. Hitt er þó annað mál, hvort konungur tekur eigi held- ur þann kost, ef í nýjar ógöngur rekur, enn að fallast á nein þau úr- ræði, sem virða mætti til misþyrmingar á ríkislögunum. Frá öðrum löndum. þó keisararnir á þýzkalandi, í Austurríki og á llússlandi þykist halda traustan vörð um frið vorrar álfu, þá er eigi langt síðan að hún tók að titra við nýjar ófriðarsögur. því mátti líkja við dunur án eldinga. Menn sögðu að þjóðverjar væru komnir á flugstig að þjóta í Frakka á nýja leik, því þeim þætti herbúnaður þeirra geta ekki á gott vitað, og því væri ráðlegast að segja þeim þegar til siðanna og kenna þeim hófið. Svo þykir sannfrétt, að hér hafi verið nokkuð tilhæft, og að llússakeisari á ferð sinni tii þýzkalands hafi stöðv- að ófriðinn, en Englendingar hafi lagzt með honum á eitt mál. Að minnsla kosti hafa ráðherrar Breta talað svo um þetta mál í málstof- unum, að stjórn Englands hafi hér horið mikinn árangur úr býtum í þarfir allra Evrópuþjóða. Sijórn Vilhjálms keisara hefir kallað þetta tómar gersakir, og svo hefir Andrassy greifi, kanselleri Jósefs keisara, tekið undir að liér hafi litið sem ekkert verið í efni, og því hafi sér engi nauðsyn þótt að hlutast til málanna. Oss þykir vant úr að skera, hverjum hér er helzt að trúa. — Frá Austurríki fara sögur af nýjum lireifingum meðal slafnesku þjóðflokkanna, en nú eru það Suður-slaf- ar (Króatar og Slávcnar), sem láta mest á sér bæra, en þó erlíklegtað 1) Eugiun íslondingur var í forfciuni, etia enginn sá, sem mnn telja sig til vors þjúö- I ernis, þú einn ela tveir værn f6lenzkir í afcra ætt. Tveir landar höfbu skrifab sig á I listann, en anuar þeirra lekk forföll, og þá vildi hinn ekki fara. — I veizlunni, sem I Stokkhúimsbúar heldu stúdentunum, var minui lslands drukkib og kvæbl sungib fagur- I lega ort, eptir stúdent frá Luudi, sem liááth heitir ug ýmsum Isleudinga er orbiiyi I kunuugur.

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.