Norðlingur - 17.05.1876, Side 3
231
232
Hann tók og við prinsinum í nýrri höll, sem hafði kostað meir
en 2 mill. króna. Hann fór langan veg á móti prinsinum með svo
skrautlegri fylgd, að furðu þótti gegna. Sjálfur var hann í skar-
latsskikkju með gullstúkum, en hatturinn gljáði allur af gimstein-
um, og upp úr honum blakti fagurlituð fjöður af sama tagi. Beizli
og söðulreiði var alt stráð þesskonar dýrindum. Borg kongsins
heitir Gwalior, og þar svaf prinsinn í höllinni nýju í silfurrúmi, og
af silfri var þar bæði mundlaugar og baðker. Auk margra annara
gjafa sendi kongurinn prinsessunni af Wales hálsmen, þar sem voru
á 2000 dýrustu perlur, rúbinar og demantar. Öllum gaf prinsinn
nokkuð á móti; en þau gjafaskipti yrði of langt upp að telja, og er
það þó litið eitt sem vér liöfum náð um að lesa. Dann gisti í
mörgum frægum borgum, t. d. Dehli, Lahove, Benares og fl. Hin
síðast nefnda kallast hin helga borg Hindúa. J>ar er musteri, sem
eð gullna er nefnt, en þar eru apar haldnir og dýrkaðir sein hei-
lagar skepnur, sökum þess að þeir eiga að hafa orðið goðinu Siva
að liði í einhverjum goðraunum hans. Prinsinn og sveit hans gekk
i þetta musteri og fleiri þar eystra, en klerkar þágu alstaðar af
honum góðar gjafir. Á Ceylon vitjaði hann musteris hins heilaga
Budha (í borg er Caudy heitir). [>ar er geymd tönn úr hinum
helga manni, og er hún hinn dýrasti allra lielgra dóma meðal Budha-
trúenda. J>ar er urmuli af prestum, svo þúsundum skiptir, og má
nærri geta, að prinsinum hafi eigi tjáð að koma þangað með tóm-
ar hendur. J>eir fengu og bæði gjaflr og heiðurspeninga fyrir sýn-
ingar sínar og söngva. Hann gaf þeim líka enska orðabók, en þá
af þeim forn handrit, er mikils þykja metandi.
— Jafnvel þó grein sú, sem hér kemur á eptir, hafi í sér fólgna
þá ákæru á móti Norðlingi, að hann hafi látið 1. þingmann Ár-
nesinga klína sig út með ritgjörð og röksemdafærzlu í fjár-
kláðamálinu, og jafnvel þó ritstjóri Norðlings eflst eigi um, að þessi
ákæra kunni að geta orðið hinu unga blaði Norðlingi til skaða í
sumra manna augum — þá hefir hann þó álitið réttast að prenta
grein þessa, ef eigi til annars, þá til þess, að þeir sem opin vilja
hafa augun fyrir því sem er rétt og satt, viðurkenni, að blaðið
Norðlingur hafi ekki verið það blað á íslandi sem hafi viljað villa,
eður vilt, sjónir alþýðu í fjárkláðamálinu. Að öðru leyti get eg
þess, að Norðlingur tekur ekki fleiri greinir er lúta að því að tvístra
samvinnu og samheldni í fjárkláðamálinu, en er fús á hér eptir sem
hingað til, að vinna með nýjum kröptum að þvi, að þessu máli
veröi iokið á borði, en ekkiÁ orði.
SVAR
til 1. þingmanns Árnesinga, herra B. Sveinssonar frá Jóni Sigurðs-
syni, formanni í fjárkláðanefndinni á alþingi í sumar, og J>. Böð-
varssyni, skrifara í sömu nefnd eptir að hún skiptist í tvent.
Settur sýslumaður Benidikt Sveinsson, 1. þingmaður Árnesinga
og fyrrverandi assessor í landsyfirréttinum, hefir nú klínt út eigi
minna en 9—10 síður af Norðlingi, nr. 7. 16. 18. 21. með all-
merkilegri skýrslu um það sem gjörðist á alþingi í sumar sem leið
i fjárkláðamálinu. þessi mikla málalenging miðar auðsjáanlega til
þess, að leiða almenning á þá trú, að alt það sem þingm. Árnes-
inga gjörði og lagði til í kláðamálinu á þingi í sumar hafi verið
liið eina rétta, en það, sem við og meiri hluti nefndarinnar gjörð-
eldurinn hafa verið ? það hefur víst ekki orðið neitt úr því. Jeg
heyrði að það var klykkt út aptur á samri stundu.
það var ekki neitt, mælti Blokk. það var ekki annað enn
eldur kveiktur í hálmvizk á Torginu. I'arðu nú upp í og svo
skulum við láta ganga! — Síðan stökk hann sjálfur upp í vagn-
inn og settist niður.
Maðs fór hvergi og leit til vegarins heim í bæinn. — þjer
hafið víst engu gleymt, herra Blokk ! Jeg veit þjer halið tekið með
yður peninga og skjöl?
Já, það er allt í góðu lagi, kvað Blokk; hjerna hef jeg það,
sem mestu varðar. ltann tók þá upp hinn innsiglaða pappírs-
böggul og stakk honum aptur í vasa sinn vinstra megin, en
hneppti eigi að sjer frakkanum. — það er blessað og blítt veður
f nótt. Jeg hef hlaupið svo mikið, að mjer er heitt. Farðu nú
upp í vagninn og á stað! Ef þú ert lengur að slóra, Maðs I þá
fer jeg mína leið og skil þig eptir. Jeg vil líka óðara leggja mig
út af.
Maðs steig nú upp í vagninn, og þó heldur tómlega. Hann
fjekk sjer sæti á vinstri hlið við Iíristinn Blokk kog hafði vakanda
auga á frakkavasa hans.
Hana þá, sláðu nú upp á, litli kerrugætir! þú skalt fá glaðn-
ing í skildingum, svo þjer dregur, mælti Blokk. llann hagræddi
sjer í setinu og hló öðru hvoru, en vagninn hjelt á stað lciðar
sinnar.
um, bandvitlaust og ónýtt. Við getum nú ofur vel unt þingmann-
inum þeirrar ánægju, sem hann hefir af sjálfum sér og framgöngu
sinni í kláðamálinu í sumar, en oss furðar mjög á því, að hann,
svo mikill vitmaður, skyldi fara að eyða svo miklu rúmi í blaðinu,
til að sanna það sem að hans áliti er hafið yfir allan efa, og
sem almenningur Ijósast getur dæmt um eptir alþingistiðindunum.
Eptir þeim á almenningur að dæma milli hans og okkar, en ekki
eptir hinni löngu röksemdafærslu þingmannsins, sem við ætlum að
fæstir muni skilja nema hann sjálfur.
J>að er því langt frá, að okkur komi til hugar að þrátta við
þingmanninn útaf ýmsum atriðum í kláðamálinu sem hann annað-
hvort rangfærir eða misskilur. því hvorttveggja er, að það er leið-
inda efni að rita meira en búið er um þetta ógæfusama mál, enda
væri það óðs manns æði, að fara að fylla blöðin með tómu slúðri
um það sem hjá liðið er og ekki verður breytt eða bætt, né aptur
tekið. Öll þessi langa ritdeila þingmannsins er því að okkar áliti
óþörf og ástæðulaus, og jafnvel til hneyxlis. Við mundum því als
ekki hafa andæpt henni einu orði, þó hún sé okkur á sumum stöð-
um persónulega nærgöngul, ef þar væri ekki borin 2 rithöfundum
í Norðlingi, sem skýrt hafa satt og rétt frá málavöxtum, bein ósann-
indi á brýn. Finnum við okkur skylt að leiðrétta þetta, eptir því
sem við vitum sannast og réttast.
Einsog kunnugt er, og þingm. Árnesinga ber ekki á móti, kom
uppástungan um 3. manna yfirstjórn í kláðamálinu fyrst fram í
nefndinni sem selt var í þinginu til að meðhöndla málið, og meira
að segja ætlum við að hugmyndin um nefndarsetninguna hafi kvikn-
að fyrst í kolii þingmannsins sjálfs. þingnefndin tók nú uppástung-
una uppí hið öndverðlega frumvarp sitt (sbr. frv. A 15. gr.)‘, en
þegar það þótti auðsætt að frumvarpið mundi ekki ná fram að ganga
allra sízt svo tímanlega, að það yrði sent ráðgjafanum fyrir ísland
með júlíferð póstskipsins, en alskostar þótti nauðsynlegt að hin
sérstaka stjórnarnefnd í kiáðamálinu yrði sett sem allra bráðast,
tók þingnefndin það ráð, eptir bendingu nokkurra merkra þing-
manna, að gjöra tilraun til að semja við iandshöfðingja, og fá fylgi
hans til þess að stjórnarnefndin yrði sett, áður en liin fyrirhug-
uðu kláðalög kæmu út. þetta féll alt í ljúfa löð. Landshöfðingi
mætti á 2 nefndarfundum, og var hinn auðveldasti í að styrkja það
að nefndin yrði skipuð. Meira að segja, lét liann það eptir, að
þingið mætti stinga upp á 2 mönnum í nefndina, en hann aðeins
einum, svo mestu líkur voru fyrir því, að þeir menn yrðu i nefnd-
inni, sem þingið vildi til kjósa. J>ingmaður Árnesinga var á báð-
um þessum nefndarfundum, og mælti ekki með einu orði á móti
þessu samkomulagi við Iandshöfðingja sem gjört var í bezta til-
gangi. Vissum við eigi betur, en að hann — eins og aðrir nefnd-
armenn, léti sér þessa máls meðferð vel líka. En nú brá svo við,
að þegar átti á að herða, og þingnefndin lagði fram uppástungu
sína til þingsályktunar um nefndarsetninguna (23. júlí) komu þingm.
Árnesinga og Skaptfellinga — báðir nefndarmenn — ásamt 6 þing-
mönnum öðrum — með breytingar uppástungu við nefndar uppá-
1) ViÍ) sknlurn geta þess til skýringar, al> frnmvarpit) A í 18. tbl. Nuriíl. er
ekki hii) npphaflega nefDdarfrumvarp, þó þingm. Arnesiuga vilji láta þat) heita
svo. Heldur er þab klastrai) og klýnt meb fjölda mörgum breytingum frá honumi
og þiugmauni Skaptfellinga Páli Pálssyni sem gjöra þai) í raun og veru alt ann-
ai> frumvarp en þai) var í öudverbu. Hval) er ai> villa almenuingi sjöuir ef eigt
þetta?
þjer eruð víst um eitthvað að hugsa, sem er jmjög skemmti-
legt, herra Blokk! sagði Maðs til þess að slæða i kringum um
hann. þjer hatið, gjöri jeg ráð fyrir, heimsótt marga gamla góð-
kunningja og drukkið margt alúðlegt skilnaðarminni?
Hvað heldurðu? En segðu mjer nokkuð, Maðs? Hvernig
ætli þjer yrði við, ef þú sæir einhvern tíma bæjargreifann þinn
standa upp við vatnsbissuhúsið og hafa um hálsinn á sjer gamla
menið fallega, sem þar hangir.
það eru nógu þokkalegar hugsanir, sem þjer eruð að skemmta
yður við, herra Blokk I En slíkt getur eigi í hug komið nokkrum
manni með viti.
Jeg get samt dável leitt mjer slíkt í hug, Maðs! það er ekki
nema rjett eptir vitnisburðinum, sem húsbóndi þinn gaf mjer i
fyrra.
þeir komu nú þar, sem vegir skiptust. Vagnstjórinn leitvið,
svo sem vildi hann spyrja, hverja leiðina skyldi fara.
Beint áframl sagði Maðs.
Nei, til hægri handar! kallaði Blokk og var hastur í máli.
Hverjum á jeg nú að hlýða? spurði vagnstjóri.
þeim, sem meira má, vona jeg, mælti Blokk og tók hendi
sinni allsterklega á öxl honum. Sveinninn sneri þá óðara til liægri
handar og keyrði hesta sína.
Maðs liorfði forviða á sessunaut sinn. Jæja, herra Blokk!
mælti hann hógværlega, við getum allt að einu komizt þessa leið