Norðlingur - 16.08.1876, Blaðsíða 1

Norðlingur - 16.08.1876, Blaðsíða 1
; 3. Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð als um árið. Miðvikudass 16. ás;úst. Kostar 3 kránur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. IJinn nafnfrægi jarðfræðingur Fr. Johnstrup heflr sýnt blaði yoru þá æru að senda því svo látandi bréf, er vér hérmeð í nafni sjálfra vor og Íesenda blaðs vors þökkum honum innilega fyrir. ¥. * IVeykjahlíð þann 3. agúst 1876, ílerra ritstjóri Skapti Jósepsson! j>á er eg var á Akureyri, létu þér í Ijósi við mig, að yður kæmi vel, ef eg vildi segja yður eitthvað af atleiðingum elds-umbrota þeirra, er nýlega hafa orðið í Dyngjufjöllum; leyfi eg mér því hér- með að inna yður stuttlega, hve mér lízt um þessi náttúrubrigði. Yður er kunnugt, að vör lögðum upp frá Svartárkoti (fremsta bæ í Bárðardal), er við fórum til fjallanna, og höfðum við sjóliðs- f'oringi Garoc svo lítinn farangur með okkur sem vera mátti, og þrjá menn til fylgdar; máttu fylgdarmenn þá eigi koma oss lengra (með hestum) en í norðanverða Öskju; tjölduðum við þá þar , og fórum síðan á faeti til kvera þeirra, er liggja hinumeginn hraun- sléttunnar, og var það míluleið; fylgdarmenn fóru méð hestana aptur til Svartárkots. Við Caroc dvöldumst átta daga á þessum fjar- læga éyðistað, þar er öfl elds hafa um langan aldur sýntáhrif sín, og varþar margs að gæta og margt að sjá. Ömuðu oss hér snæhríðar, og varð oss því margt miklu torveldara en ella; þó tókst okkur að rannsaka kverana og kveða á um leg Öskju og lögun hennar, og munar það eigi litlu frá því, er Iandbréf Bjarnar Gurinlögssonar til vísar. Eg hefi kallað þelta kvera, og er það að því leyti eigi alsend- is rétt, sem þetta eru firna stórir gígir, og gjósa þar upp sí og æ himinháar gufusúlur með ógnarnið ; fyrir því fær að eius endrum og sinnum, er vindurinn færir gufuna til hliðar, séð niður í gjár þær og gljúfur, er liggja í botni höfuðkveranna, og eru kverarnir sjáífir stundum alt að hundraöi feta á dýpt ; eru þar niðri mörg smá-op og streyma gufuströkar upp þaðan afdjúpi jarðarinnar með fekna miklum nið svo að ekki má heyra. Frá kverum þeim er syðstir eru, renna Jþrív smáRekir og fer um þá vatn það er gufan hefir þélt, og fellur niður í vatn eilt stórt, en vatnið er í jarðlæg- ingu (Indsaenkning) þeirri, er liggur 750 feta undir yfirflöt botnsins í Öskju. Meðfram vatninu eru margir smákverar, og er hitamál vaínsins tvö stig og tuttugu, en þó rýkur eigi úr sjálfu vatninu, en lagarlitur stöðuvatnsins er einkeunilega grænn , sein í «Víti» við Kröflu. Umhverfis þann kverinn, er stærstur er, og liggur einn sér i móti austri, er jörðin um fjórðung mílu út frá kverinum alþakin vikur og eru sumir vikursteinarnir mjög stórir og er vikurlagið nokkurra feta djúpt. Alt þetta hefir ruðzt nppúr iðrum jarðar, þá er eldgosið varð þann 29. dag marzmán.; færði viudur þá smáa vikurmola og dust yfir Austurland og jafnvel til Noregs og Sví- þjóðar. Undir vikurinni sést mikið snælag síðan í fyrra, er það tuttugu til þrjátíu fcta djúpt, og hefir vikurlag það varnað því, að snælagið mætti bráðna í sumarhitanum. Nálægt kverunum og um- hverfis þá eru hafningar (Forhöininger), er líkjast kvera-bollum; hafa hafningar þessar myndazt af grárri leirleðju, er síðan hefir upp gosið; sökkva menn djúpt niður í leðjuna, og með því að leðjunni er rennihætt niður í kveragígina, er mjög hœtt við falli, er menn nálgast gíga-rendurnar. Undra mikil hafa umbrot jarðar verið, þá er eldgosið byrjaði, og má einkum sjá það á þeim hiuum mörgu klettum af svörtu móbergi og blágrýti (Trap), er optlega eru inörg hundruð verpilsfet á stærð; hafa klettar þessir slöngvazt uppúr o& út af hinum rennil-mynduðu gígum hinna innstu kvera og liggja þar víðsvegar; sumir þeirra hafa og runnið lengra með leirleðjustraum- inum, og færzt niður hallandann niður í mót vatninu, svo sem væri þetta hraunstraumurinn sjálfur , en eiginlegt. hraun hefir þó eigi orðið samfara jarðgosunum hér i fyrra, svo sem var á Mývatns- öræfum; eru hér og als engir eiginlegir «Geysar» Ætlandi er, að stór eldsumbrot séu hætt hér um stund, og jafnvel um langan tíma; sýnist svo, sem það megi ráða af jafn- farleik (llegelmæssighed) þeim, er gufustreymingarnar gjörast nú með, þá er þær færast um þessar eldlegu öryggis-pípur (Vulkanske Sikkerliedsventiler); það sýnist og að styrkja þessa ætlan, að alla þá stund , er við dvöldumst við kverana, kenndi jafnvel eigi hinnar minnstu jarðhræringar. {>að er og efiaust, að kverarnir munu fram- vegis vella , svo sem nú gjöra þeir, og brennisteinn eigi af þeira myndast til mtina í bráð, en það má síðar verða, er hitagufan tek- ur að sjatna til muna. Magðalena þuriður BenedictsdóUir Gröndal, (fædd 10. júní 1873, dáin 22. raarz 1876). Iíveðju þér ég kæra sendi, kóngur himna, lof sé þér, þó að gjöf frá þinni hendi þætti fremur skammvinn mér I Engil sendi eg aptur nú upp til þín með von og trú; vefðu’ hann fast í föður-örmum, frelsaðan frá jarðar hörmum I Æskubrögð Mristius Iflokks. (Niðurl.) Já, þess vegna þótti mjer það h'ka svo ráðlegt og rjett gjört, að hann selti aleigu sína á vöxtu, þar sem hún gæti verið föst, og Ijeti það vera fyrst um sinn, að reisa handa sjer hús og koma fótum undir sig, sem meistari. llann langar svo mikið til að byggja ný hús, að hann ætlar sjer ekki hóf. Ef hann yrði nú engum háður, og jeg giptist honum, og hann gæti sukkað fje sínu, svo sem hann vildi, þá mundí hann vera orðinn öreigi áður enn árið væri liðið. Ilann verður lika fyrst að sjá af mjer um hríð, til þess að honum þyki nokkuð að marki til mín koma, sagðihún enn framar og bar sig dálítið borginmannlega; hann þarf að verða stilltur og staðfastur maður, áður enn jeg tek saman við hann. — Jeg á móðursystur í Svíþjóð; hún getur útvegað mjer góða vist að vori komanda. Jeg fer nú til hennar, undir eins og herra Langi selur Bækidalsgarðinn; það hef jeg fastráðið. En, góðiu mín! mælti Emilía: jeg skil nú ekki hvernig þú ert orðin. Svona er jeg í rauninni; jeg get líka haft minn vilja fyrir mig, ef til einhvers kemur. En, kæra Soffía mín! hver skyldi hafa ætlað það, að þú liefð- ir til svo slríða lund, sagði Langi. Og jeg, sem hugsaði að þú 17 hefðir svo heita ást á hinum drenglynda unnusta þínum og að þú litir allt öðrum augum á mannkosti hans og á lífið yfir höfuð að tala. — þegar að jeg vil eitthvað á annað borð, — tók Soffia undir svo sem í gamni og ypti brúnum helduf hróðug —>- þá getur eng- inn maður í veröldinni haft mig ofan af þvi; svo hef jeg verið síðaú jeg var kornung. Laugi og Emilía störðu á hana forviða og vissu eigihvaðþau áttu um þetta að hugsa, er hin blíða og hógværa Soffía skyldi allt í einu vera orðin svo breytt. Að vísu höfðu þau dáðzt að hvat- leik hennar og áræði, þar sem hún tók það upp hjá sjálfri sjer nýfermd, hváð sem hver sagði, að fara til höfuðborgarinnar til að tala máli Iíristins Blokks. þau höfðn ætlað að ást hennar til hans væri miklu meiri og að hún rntindi eigi geta búið yfir svo undar- legum hug, sem hún ljet nú í Ijós. þeim kom það mcð öllu á óvart, að hún skyldi vera svo brjóstköld og líta einkum á það, er hyggilegast mundi og óhætlast. f>au liöfðu eigi heldur þessi tvö ár, er hún hafði verið hjá þeim, orðið þess vör, að hún væri þrek- mikil í skupi og því síður nokkuð einræn, eða þver og þrálynd. Nú stóð hún þarna gagnvart þeim, sem ofurlítill ófyrirlátsamur kvennskörungur, með knarreistu liöfði og kafrjóðum kinnum; auga- bragðið var glaðlegt og þó einarðlegt; en þetta fór henni reyndar mæta vel. — Jeg tek ekki saman við hann, mælti hún öðru sinni, fyr enn hann er orðinn meiri ráðdéildarmaður, og jeg fer sjálf-; 18

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.