Norðlingur - 08.06.1877, Side 1
II, 28.
Kemur út 2—3 á niánuði,
30 blöð als urn árið.
Föstudag 8. júni.
Kostar 3 krónur árg. (erlcndis
4 kr.) stöK nr. 20 aura.
1877.
ÁLIT SIÍATTAIS EFNDARINNAU,
eftir
Arnljót Ólafsson.
VIII-
7. Endrskoðun jarðamatsins.
(Niðrlag). Ef menn líta til þess að nefnain Rlakk uppá svo geysi
háum ábúðarskalti, að hann er íim- eðr sexfaldr við eignartekju-
skatt nefndarinnar, og að rðttu lagi endalaust margfaldr við á-
góðaskatt hennar, þá er að vísu eigi að undra, þótt hana langaði
cflir galialitlu jarðamati. Enda vottar nefndin svo um sjálfa sig
(á 39. bls ), að «hún sð komin að þeirri niðrstöðu að jarðabókin
(1861) sé með svo verulegum göllum að eigi verði hjá því kemizt,
að endrskoða hana og laga, um leið og hiu nýu skattalög eru lög-
leidd». Ilér er svo að sjá sem gamla sannfæringin frá 24.
bls. haíi elt og hrakið hina háttvirtu nefnd niðr að þessari «niðr-
stöðu», og að nefndin með þessari sannfæring sinni hafl enn
verið alveg laus við þekkíng sína á 46. bls., þótt hún væri kom-
in svona nálægt henni að rúminu til. Ycrða menn því að vorkenna
nefndinni, þótt tillaga hennar um endrskoðun jarðainatsins sé lít-
illar þekkíngar, enda þarf hún á allri vorkunsemi manna að halda.
Nefndin leggr það nú tilað fela «hreppsnefndum og sýslunefndum á
hendr að undirbúa allar þær breytíngar, sem gjöra þarf
við jarðamatið, skipa síðan elna þriggja ínaima
nefnd fyrlr alt IandlA«. jþessi þriggja manna nefnd á nú
að búa til frumvarp til reglugjörðar handa hreppa og-sýslunefnd-
unum. Eftir þessu frumvarpi eigu nú nefndirnar að «undirbúa
breytíngarnar á jarðamatinu* «vetrinn 1877—78», «ensumarið 1878
ætti endurskoðunarnefndin að fara um land alt — siun nefnd-
armaðr um hvert amt — til að kynna sér sem nákvæmast alt
ásigkomulng jarðamátsinsn (40—41. bls.). Hér er þá komin, Ies-
endr góðir, hin þekkíngarsnauða sannfæríng hinnar háu skattanefnd-
ar fram í tillögu hennar um endrskoðun jarðamatsins, er hún þó
segir svo hróðug um, að«getiorðið all-áreiðanleg undirstaða
undir hinn nýa jarðaskatt* (40. bls.). — Eg segi nú fyrir mig, eg
get eigi skilið að hér sé um nokkurt reglulegt jarðamat að ræða.
Hreppsnefndirnar og sýslunefndirnar eigu að «undirbúa breyt-
íngarnarájarðamatinuii um hávetur. þær eigu því eigi og
gcta eigi skoðað nokkra jörð, heldr eigu þær að gjöra allan undir-
búnínginn á hné sínu. En svo skulu nú endrskoðunarmennirnir
fara sinn um hvert amt á einu sumri, «tilaðkynna sér sem
nákveemast alt ásigkomulag jarðamatsins«. þrímenn-
íngrinn hlýtr því að skoða hverja jörð með allri landareign henn-
ar, svo hann geti borið um, hvort sörhver jörð sé rétlmetin í sam-
anburði við allar aðrar jarðir í amtinu. í Norður- og Austuramt-
inu eru nú eflir jarðabókinni 1861, 1812 bygðar jarðir, að ótöld-
um öllum hjáleigum, og landareign allra þessara jarða er 424 fer-
mílur af bvgðu landi og 332 fermílur i afréttarlöndum (Ldsh. I,
106). Maðrinn verðr því að fara lieim á 1812 bygð ból og skoða
756 fermílur lands á svo sem 4 mánuðum, til þess að kynna sér
alt »sem nákvæmlegast«. Svo er að sjá sem engum tjái að
bera sig upp undan þessari endrskoðunargjörð, enda hyggr nefnd-
jn víst að slíks muni eigi^ þurfa, sem og hitt; að enginn munr
verði á matinu amta á milli, heldr verki vísdómr þessara þrímenn-
inga alstaðar eitt og hið sama. Dara eitt flnst mér þessa tíllögu
nefndarinnar vanta, tj| þess að hún sé fullkomin í sinni tegund, og
það er, að nefndarmennirnir ætti að vera innbornir Reykvíkingar
af efri endanum, svo þeir yrði jafnduglegir til ferðalags sem sjón-
góðir til að meta jarðir rétt! En verið getr, að nefndin hafl hugs-
að sér að ljá þeim sín eigin gleraugu, og þá er öllu borgiðl!
lyrir mitt leyti cr eg mótfallinn jarðamati, og hefl jafnan ver-
ið (sjá Ný Fél. XV. lOl—113. bls.). En þyki mönnum jarðamat
öldúngis nauðsynlegi, þá Cnst mér það eina tiltækilegt, að hver sýsla
sé lálin halda hundraðatali sínu, en teknar af helztu ójöfnurnar á
jörðunum i sýslunni innbyrðis. Eigi ætla eg mér að verja þessa
tillögu mína með nokkru kappi, heldr geta þess aðeins, að sýslna-
mat þetta verði bæði ódýrt og eigi ofvaxið vorum andlegu og lík-
amlegu kröftum. En eg er sannfærðr um, að menn bæta sig eigi
á nokkru almennu jarðamati, er nær yfir heilau landsfjórðúng,
amt, því síðr yfir land alt. Enginn þarf annars að ætla, ai jarð-
irnar sé í því ólíkar öllum öðrum hlutum, að verð þeirra geti nokkm
sinni orðið fast og óbreytilegt. Alt er breytilegt undir sólunni,
svo fasteignir sem annað. Svo og í annan stað, ef einhverr ágóði
jarðar, svo sem dúnn, lax, eðr hross, eðr sauðir hækka eðr lækka að
verði, þá hækkar og lækkar Jandeignin, verkfæri gæða þessara, að
sama skapi. En þess vildi eg biðja alla góla menn vel að gæta,
að iðuleg jarðamöt eru ranglát og óbeillarík, með því að þau leggja
skatt á jarðabætr og góða jarðarbúð, en létta skatti á illa leigðum,
illa setnum og niðrnýddum jörðum. |>að er og enn, að jarðaskattr
minn, 40 aura af hundraði, er svo lágr, að fyrir hans sakir fæ eg
eigi skilið að nokkurt jarðamat sé nauðsynlegt. Menn verða að
gæta þess að alþingistollrinn var ar tekinn, til þess að »gjöra al-
þíngisstofnunina í heild sinni v i n sæ la«, svo sem Grímr Thomsen
sagði svo rétt, satt og hnittilega (Alþt. 1875 II. 66.), en als ekki
til að létta á laudeigendum. Nú var alþingiskostnaðrinn síðast um
32,000 króna, er hefði átt að endrborgast á 2 árum, og því kom-
ið 12,000 kr. á landeigendr hvort árið um sig, eðr um 5 aura á
hvert krónuvirði af jarðarafgjöldunum, svo sem Trvggvi Gunnars-
son tók fram á alþíngi síðast (Alþt. samastaðar). Eftir þvi er eg
hefl getað komizt næst, mun eftirgjaldið : landskuld, leigur og kvað-
ir, eftir bændajarðir eigi vera minna en 6 kr. eftir hundraðið að
meðaltali. Sá hluti alþíngistollsins, er landeigendr guklu, mundi
því hafa numið nú meðaltals 30 aura af jarðarhundraði hverju. Er
þá, vil eg spyrja, nægileg ástæða tii að kasta út mýmörgum þús-
hundruðum kr. til jarðamats, einúngis af því að svo er sem tollr
þessi sé aukinn nú um 10 aura á hundraði, og af því að hann er
nú lagðr á jarðarhundruðin en eigi á eftirgjöldin? |>að gct eg eigi
séð, því fyrst er það, að alþingiskostnaðrinn mun aukast talSvert
að öllum líkindum, og enda að sjálfsögðu, ef söm verðr reyndin á
löggjaiarþíngi voru sem áðr á ráðgjafarþíngi, sem varla er aö efa.
í annan stað er og þess að gæta, að þótt jarðaskattrinn leggist enda
talsvert þýngra á rýru jarðirnar hundraðamörgu en alþíngistollrinn
áðr, þá er það eflaust, að sörhverr rétthygginn kaupandi hefir gefið
þeim mun minna fyrir jörðina, 6em hún var skuldaþýngri sakir
hundraðatölunnar en önnur jörð hundraðafærri, en jöfn að gæðum, svo
framarlega sem sveitaþýngsli eðr önnur sérstök atvik eigi riðu þann
baggamuninn. Sörhverr rétthygginn og réttsýnn ábúandi, hvort
sem hann er heldr leiglendíngr eðr landeigandi, jafnar eigi aðeins
jörðum saman að kostunum til, heldr og að öllum ókostum; en af
þeim er leigumálinn og skuldaþýngslin til samans einn. Landseta
stendr jafnan á sama, hvort hann geldr meiri tíund og þeim mun
minni landskuld, eðr hann geidr meiri landskuld og þeim mun
minni tíund. Reglan er, að því meiri líund sem goldin er af
jörðunni eftir gæðum hennar, þvi minni landskuld á að greiða;
það er með öðrum orðum, því meiri hluta er tíundartakcndr fá,
því minni hluta fær landeigandi. En nú fer landeigandinn aðeins
eftir þeim hluta er hann fær, það er, hann metr og hefir metið
hverja jörð til verðs eingöngu eftir afgjaldinu, ef engin önnur
sérstök atvik eru til slaðar. Verð jarðarinnar skakkar jafnan leikinn,
og í þessu efni er það búið að gjöra það. Enn fremr ætti mcnn
og að meta þann kost jarðaskattsins framyflr alþíngistollinn mjög mik-
ils, að hann vex eigi þótt landeigandi veri enda heilu jarðarverði til
jarðabóta, og hækki landskuldina að sama skapi sem jörðin batnar,
nema því að eins að landeigandi biði óvægr um nýtt jarðamat til að
svifta sjálfan sig þessum hag. Eg fæ þvi eigi séð, að jarðaskattr-
inn verði enda landeigendum sjálfum óhentugri eðr að mun þýngri
en alþíngistollrinn mundi orðið hafa, ef als er gætt, og sízt til
langframa, nema þeim einum mönnum, er hafa ætlað sér að velta
allri byrðinni yflr á bak leiguliðum sínum. En mig hryggir eigi,
þótt slíkir reiðist tillögum mínum , svo og tel eg það eigi með
skaða landsins, þótt þvilíkum bregðist þær vonir síuar og fyrir-
ætlanir.
Hérvið læt eg þá lenda með athugasemdir mínar við álit
skattanefndarinnar. Eg veit gjörla hversu ónógar þær eru;
en þó vona eg að eg hafl sýnt fram á nokkra galla á nefndarálit-
inu, og að hverr sá er les alhugasemdir þessar meö athygli, muni
verða nokkru færari eftir cn áðr, eigi að eins til að sjá smíðalýlin
á skattamálinu, heldr og hvernig tillækilegast mundi að ráða bót á
þeim, hvort það tekst nú fyrr eða siðr. Einn af þeim er ritað heflr
220