Norðlingur - 19.07.1877, Page 3
22
21
að nokkur af þeim að slaðaldri slarfi að þeim verkum, sem'Jaun
eru goldin fyrir.
Frá tekjum af embællislaunum má telja skrifstofukostnað o. fl.
sem er samfara embættinu, svo má og færa lil úlgjalda eptiriaun
og aðrar kvaðir, er á embættinu liggja. Endurgjald það, er sá, sem
fjærverandi er frá heimilí sínu i opinberar þarfir, fær í fæðispen-
inga og fyrir ferðakostnað, verður eigi talið mcð tekjum, er skatt
skal greiða af.
Af þeim tekjum, sem fást á þann hátt, að maður cyðir höfuð-
stóli sínum eða tekur lán, skal eigi greiða skatt, en það verður
eigi talið frá tekjum, sem haft er til þess að borga skuld.
8. gr. Ilver búsettur maður á íslandi, sem tekjur hefir, þær er
skattskyldar eru eptir undanfarandi greinum, skal greiða tekjuskatt
bvort heldur er karl eða kona, ungur eða gamall, og hverrar séttar
sem hann er. þeir, sem eru í foreldrahúsum eða á framfæri hjá
öðrum, greiða að eins skatt af þeim lekjum, sem þeir hafa auk upp-
eldis hjff foreldrunum eða þeim, sem þeir hafa framfæri hjá. Hluta-
félög, Verzlunarf&lög og önnur slík félög og stofnanir skulu talin
sem sérstæðir gjaidendur, en samt skal frá skattskyldum tekjum
draga það, sem rennur til einstakra manna, sem búsetlir eru á
íslandi.
9. gr. Undanþegnir öllum tckjuskatti eru: landssjóðurinn og aðr-
ir þeir sjóðir sem fjáriögin ná til; kirkjur, að því er snertir por-
tiónstekjur þeirra, öll sveitarfélög, félög og sjóðir sem stofnaðir eru
til almennra þarfa, sparisjóðir, sem eigi eru eign einstakra manna.
10. gr. Nú dvelur maður um stundarsakir í öðru landi, en bregð-
ur eigi heimili sínu á íslandi, og skal hann þá gjalda skatt eins
og hann væri í landinu. Nú er maður eigi búsettur á Islandi, en
hefir tekjur af jarðeign eða atvinnu eða sýslu, sem þar er rekin,
og skal hann þá greiða skatt af tekjum þessum, og tilnefna fyrir
hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta mann þar í sýslunni eða
kaupstaðnum, sem greiði skattgjald hans.
Sönruleiðis skal sá sem eigi hefir aðsetur á íslandi, en hefir
laun, eptirlaun, biðlaun eða styrk úr laudssjóði íslands, greiða skatt
af þessum tekjum, og skal ráðgjafinn fyrir ísland sjá um, að tekju-
skattinum af þessu sö haldið aptur.
Landshöfðinginn sker úr því, hvort útlendir menn, er dvelja
«m stundarsakir á íslandi, og ekki reka þar neina atvinnu, söu
skattskyldir.
11. gr Skrár um tekjur þeirra, sem skatt eiga að greiða, skulu
samdar af skattanefndum, sem til þess verða skipaðar, ein í hverj-
um lirepp og kaupstaö.
í skattanefnd hverri sitja 3 menn, í kaupstöðunum formaður
bæjarstjórnarinnar eða hæjarfulltrúanna og 2 bæjarfulltrúar, er bæj-
arsljórnin til þess kýs, en í sveitum hreppstjórinn, eða þar sem
fleiri eru breppstjórar enn einn, sá þeirra, er sýslumaður til þess
nefnir, og 2 menn, sem hreppsnefndin kýs úr sínum flokki. Auk
þess skal á sama hátt kjósa einn vara-nefndarmann, sem tekur sæti
f nefndinni í forföllum einhvers af nefndarmönnum, og má hann
vera utan hreppsnefndar, ef hreppsnefndarmenn eru eigi fleiri en þrír.
Formaður bæjarstjórnarinnar eða bæjarfulltrúanna í kaupstöðum
og hreppstjórinn í sveitunum er formaður skattanefndarinnar. í
forföllum formannsins kýs skattanefndin sjálf formann til að stjórna
íundunum um stundarsakir.
12. gr. Allir embættismenn og aðrir, er einhver störf hafa á
hendi í þarfir hins opinbera, svo og stjórnendur stofnana og félaga,
eru skyldir að iáta skattnefndum í tð allar þær skýrslur, er þær
beiðast og með þurfa, svo sem skýrslur um embættislaun, um skulda-
hréf og hlutabréf, er eigandi er tilgreindur að, um þinglesnar veð-
skuldir og annað því um líkt. Tregðist einhver við að gefa slíka
skýrslu, sker landshöfðingi úr, hvort hann er til þess skyldur eða
öif'i og getur landshöfðingi lagt daglegar sektir við, ef eigi er hlýtt.
13. gr. Á hreppastefnum á haustum og i kaupstöðum á fundi,
sem haldinn skal í októbermánuði ár hvert, skulu skattanefndirnar
safna skýrslum um tekjur lireppsbúa eða kaupstaðarbúa þeirra, er
setja skal á tekjuskrána. f>yki skattanefndinni tortryggileg skýrsla
einhvers, getur hún krafizt sannana og skírleina, er henni þykir
þurfa og ákveður síðan tekju-upphæðina. Nú er einhver sá er
enga skýrslu gefur, og skal þá nefndin kveða á um lekjur hans
eptir því, sem hún veit réttast og sannast.
14. gr. þá er skattanelndin hefir kveðið á um tekju-upphæð
hvers eins skal hún semja skrá yfir alla þá, sem tekjuskatt eiga að
greiða, og skal þar tilgreint: fult nafn og heimili gjaldanda, upp-
hæð hverrar tekjugreinar um sig, hver kostnaður á Iiggi, er til af-
dráttar kemur eptir lögum þessum, og hvort gjaldandi hafi sjálfur
skýrt frá tekjum sínum eða ekki.
15. gr. J>á er skrár þcssar eru fullgjörðar, skulu þær lagðar fram
í hreppunum á stað, sem er hentugur hreppsbúum, og sem birt-
ur hefir verið á kirkjufundi, og í kaupstöðunum í bæjarþingstof-
unni, eigi síðar en 15. dag nóvemberm., og liggja þar til sýnís
mánuðinn út.
16. gr. Nú er einhver óánægður með ákvörðun skattanefndar-
innar um tekjur hans, og skal hann bera upp kæru sína bréflega
fyrir formanni skattanefndarinnar fyrir 1. dag desemberm., en hann
skal kalla nefndarmenn til fundar ásamt kæranda, og skal úrskurð-
ur feldur um kæruna innan 15, dags desemberm.
17. gr. Urskurði skattanefndarinnar má skjóta til hlutaðeigandí
yfirskattanefndar, og skal það gjört bréflega til formanns hennar og
ástæður færðar fyrir kærunni. Sé kæran eigi komin til formanns
yfirskattanefndarinnar fyrir nýár, verður henni eigi sint.
18. gr. f hverri sýslu og kaupstað skal skipuð yfirskattanefnd.
í kaupstöðum skipar landshöfðingi menn í yfirskattanefndina eptir
uppástungu hlutaðeigandi bæjarstjórnar, en í sveitum skulu í henni
sitja sýslumaður, og er hann formaður, og 2 menn, er sýslunefnd-
in kýs úr sínum flokki. Á sama hátt skal og kjósa varanefndar-
mann, er tekur sæti í nefndinni í forföllum eins af nefndarmönnum.
Eigi má sami maður sitja í skattanefnd og yfirskattanefnd.
19. gr. Yfirskattanefndin sker úr öllum kærum yfir úrskurðum
skattanefndanna í þvt umdæmi, sem hún er skipuð yfir, og skal
hún hafa lagt úrskurð á þær innan janúarm. loka. Yfirskattanefnd-
in skýrir tafarlaust bæði hlutaðeigandi skattanefnd og kæranda frá
úrskurði sínum, og er því máli þar með ráðið til lykta.
20. gr. Nú er sá, er kærir yfir ákvörðun skattanefndar um tekj-
ur hans, sjálfur í þeirri skattanefnd eða í yfirskattanefndinni, og
skal varanefndarmaður þá taka sæti í nefndinni, er úrskurður er
feldur um kœruna.
21. gr. Skatlanefndirnar skulu hafa sent sýslumanni eða bæjar-
fógeta skrárnar yfir gjaldskyldar tekjur í hrepp sínum cða kaup-
staðnum, leiðröttar eptir úrskurðum þeim, er leldir kunna að hafa
verið samkvæmt 16. og 19. gr., fyrir byrjun marzm. ár hvert; og
semur sýslumaður eða bæjarfógeti eptir þeim skrá yflr tekjuskatt
þann, er greiða ber sýslunni eða kaupstaðnum eptir lögum þessum.
22. gr. Skattinn skal greiða í peningum, og heimta sýslumenn
og bæjarfógetar hann á manntalsþingum.
23. gr. Fyrir tekjuskattinum má gjöra fjárnám hjá gjaldanda
samkæmt opnu bréfi 2. dag aprílm. 1841, og hefir hann í tvö ár
frá gjalddaga forgöngurélt þann, sem um er rætt í laganna 5.—14.
—37. og opnum bréfum 23. dag júlím. 1819 og 11. dag desem-
berm. 1869.
Tekjuskattur af jarðeign skal um tveggja ára bil frá gjalddaga
ganga fyrir öllum veðkröfum í hlutaðeigandi jörð.
24. gr. Sá, sem mótibetri vitund skýrir rangt frá tekjum sín-
um til skattanefndar eða yfirskattanefndar, skal greiða í landssjóð
sekt, er sé fimmföld við gjald það, sem undan er dregið. Iíomizt
undandrátturinn eigi fyr upp en eptir lát skattgreiðanda, við skipti
á búi hans, skal af búinu greiða tvöfalt gjald við það, sem undan
var dregið.
25. gr. Landshöfðinginn semur reglugjörðir fyrir skattanefndir
og yfirskattanefndir, og fyrirmyndir fyrir skrám skattanefndanna.
Yerði ágreiningur um skattskyldu sjóðs eða félags samkvæmt
9. gr., leggur landshöfðingi úrskurð á málið.
26. gr. Skatt þann, sem ræðir um í lögum þessum, skal greiða
í fyrsta sinn á manntalsþingum árið 1879.
FRUMVARP
lil laga um húsaskalt.
1. gr. Af öllum timburhúsum og steinhúsum í kaupstöðum og
verzlunarstöðum landsins skal greiða skatt til landssjóðs, 2 kr. af
hverjum 1000 krónum virðingarverðs þeirra. Sama skatt skal og
greiða af öðrum timburhúsum og steinhúsum, þótt eigi standi þau
í kaupstað eða verzlunarstað, ef þau fylgja eigi jörð þeirri, er met-
in sé til dýrleika. IIvíli þinglýstar veðskuldir á húsi, skulu þær
dregnar frá virðingarverði þess, og skatturinn lagður á það, sem
eptir er.
2. gr. Undanþegnar þessu gjaldi eru kirkjur allar, skólar, sjúkra
hús, og öll önnur hús, sem eru þjóðeign eða til opinberra þarfa.
Ef ágreiningur verður um það, hvort liús er undanþegið skattinura
eða ekki, sker landshöfðingi úr.
3. gr. I Reykjavík skal skatturinn lagður á eptir virðingu þeirri
sem gjörð hefir verið samkvæmt tilsk. 14. dag febrúarmán. 1874,
4. og 5. gr. Alstaðar annarstaðar á landinu skulu húseignir þær,
er skatturinn nær til, metnar eptir tilhlutun yíirvaldsins og sam-
kvæmt reglugjörð, sem landshöfðinginn semur um það efni.
4. gr. Fyrir virðingar þessar bera hverjum virðingamanni 3 kr.
hvern þann dag, sem þeir eru að virðingunni, og greiðist það fé úr
landssjóði, eins og hver annar kostnaður, sein virðingargjörðir þess-
ar hafa í för með sér.
5. gr, Fyrir húsaskatti þessum má gjöra fjárnám hjá greiðanda