Norðlingur - 05.06.1878, Blaðsíða 1

Norðlingur - 05.06.1878, Blaðsíða 1
III, 57.-58. Kemur íit 2—3 á mánuði, 30 blöð als mn árið. iMiðvikudag Júní. Kostar 3 krónur á-rg. (erlendis 4 kr.) síök nr. 20 aura. 1878. r Aður en vðr að þessn sinni liverfum hððnn burtu til heimkynnn vorra, finnum ver oss skylt að votta fyrst og fremst forstöðukonu skólans, ekkjufrú Valgerði {> o r s t e i n sd ó 11 i r og kenslukonunni frökcn Önnu Melste.d innilegt þakklœti okkar fyrir þá miklu al- ú ð, u mb u r ð ar ly n di og þolgieði, er þær hafa sýnt okkur við kenzluna á þessum fyrsta vetri hins norðlen/.ka kvennaskóla. Vðr erum þess vongóðar, að hin ágæta tilsögn er vðr höfum notið hér á skólanum í vetur beri bæði oss og þessu lofsverða fyiir- tæki blessunaníkan ávöxt. það er okkur kær skyjda, að votta ekkjufrú Kristíönu Flav- stein vort innilegt þakklæti fyrir þá miklu elskusemi, er vér höf- um notið hjá henni og móður hennar elskulegu í svo ríkum mæli á umliðnum vetri. I nafni okkar sjálfra, — í nafni góðs málefnis, getnm vér eigi undanfelt innilegt þakklæti okkar til alþingismanns Eggerts G un n a r s s o n a r, því þess ber að minnast, að ltann liefir reynzt stoð og stytta hins horðlenzka kvennaskóla, því umhyggju hans og óþreylandi álinga er það aö þakka áð þetta lofsverða fyr- irtæki cr komið á fót, og liéllr náð þeim vexti og viðgangi að fram- tíð skólans má heita viss, ef vér stúlkurnar norðlcnzku bregðumst eigi þessari vorri eigin stofnun, sem vér vonum og biðjum af hjarta, að aldrei megi ásannast. Vér getum eigi undanfelt, að þakka herra Eggert Gunnars- syni fyrir það, hvað hann hefir stórum ívilnað okkur. í öllum til- kostnaði, eins og sjá má af Norðlingi III. 55—56. Eptir vorri reynd á tilsögninni hér á kvennaskólanum og kcnn- urum lians, þá álítum vér það helga skyldu vora við kvennaskóla- stofnunina — já, við mentun og upplýsing íslenzks kvennfólks fram- vegis, að skora lieitt og innTTegá á systur vorar nær sem fjær, en einkum á norðlenzku stúlkurnar, að styðja samhuga sem bezt hinn norðlenzka kvcnnaskóla í Eyjafirði, og gæta þess vel, að ölt sundrung veikir, jafnvel hið bezta og lofsverðasta málefni. Laugalandi, þann 25. maí 1878. Jóninna Jónsdóttir. Ásrún Jónsdóttir. Dýrleif Sveinsdóltir. Hólmfríður Jónsdóttir. Guðrún Oddsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. Guðrún Jónsdóllir. Guðrún Jakobsdótlir. Elisabet Gunnlögsdóttir. Guðríður Drynjúlfsdóttir*. LANDmjNAÐARLAGAMÁLID. eptir Jón Sigurðsson alþingismann. (Framh.) I. Allir menn munu vera á einu máli um það, að betra sé að hafa ábúðar- eða leigutímann ákveðinn, en óákveðinn, en jafnan hefir menn greint á um, hvað bann œtti að vera lang- ur. Einn vill hafa hann 10 ár, nnnar 20 o. s. frv. Surnir liafa lraldið fram æfiábúð , og taka það eptir Dönum sem liafa innleitt hjá sér erfðafestu-byggingu á jörðum, En erfðafestu-byggingin í Danmörku er reyndar enginn byggingar- eða leigusamningur, held- ur öllu fremur eignarsamningur með vissum takmörkum. Erfða- festa ætla eg að ekki geti átt við liér á landi, nema ef það væri á þjóðeignum. Hvað æöbygginguna snerlir þá er sá leigutími al- þektur og fullreyndur liér hjá oss, því svo sem kunnugt er, eru hinar svo nefndu klaustra og konungs jarðir aiment bygðar æfi- langt. Verður naumast sagt, að sá leigutími hafi sýnt í reynd- inni nokkra yfirburði yfir hinn kvikuta og óákveðna leigutíma á prívateignum. {>vert á móti er það svo þar sem eg þckki til, að jarðir sem eru einstakra manna eign, eru jafnaðarlega betur - setn- ar, þó leiguliðar búi á þeim, eD þær jarðir sem eru þjóðéign ,eða opinber eign. Hvort þelta er að kenna hinum langa, eða réttara sagt, óvissa ábúðar tíma, skal eg láta ósagt. f öðrum löndum mun óvíða haldið uppá æfiábúð, því erl'ðafestan í Danmðrku er alt *) Vér erum vissar um, að Gufcrún Guðmundsdóttir frá Slærra- ÁrBkógi og Dómhildur Sigurðardóttir á Reistará, er nú eru farnar af skólanutn, eru ofanskrifuðu samdóma. Undirskrifendurnir. 225 annað, svo sem eg hefi áður sagt. í Skotffmdi t. a. m. er leigu- tírninn jafnaðarlega 21 úr, en búnaðarlög Skota þykja einhver hin beztu og skynsömustu búnaðarlög í heimi. það þykir liæfilega langur ábúðartírni, að leigutiðinn hafi nægan tíma til að vinna þær umbætur á ábýlisjörð sinni sem hún helzt þarfnast, án þess að lierða of mikið að sér, eða tefja sig um of frá nauðsynlegri bú- sýsiu, svo að hann geti uppborið fullan arð og ágóða af handar- vikum sínum og því er hann hefir lagt í sölurnar. En ábúðartím- inn má heldur eigi vera svo langur, að harrn freisti leiguliðans til að slá slölui við jarðabæturnar, einsog æfiábúðin virðist hafa gjört. Af þessum ástæðum virtist nefndinni réttast að fara meðalveg á mitli hins lengsta og liins styzta leigútíma sem uppá liefir verið stungið. En hvort sá 15 ára leigutími sem bún hefir stungið upp á er heppilegri eða 'hagfeldari en einhver annar leigutími, skal eg eptirláta lesendunum að dæma um. Einungis skal eg geta þess, að eg get ekki felt mig við að binda ieigutímann við lífs tíð, því enginn leigulími er jafn óviss og óákveðinn , með því engum cr gefið að vita fyrir fram hvenær dauði hans muni bera að. Sú uppástunga höf. að leiguliði skuli víkja fyrir landsdrottní cða nyðjum hans, á hverju 5 ára tímabili leigulímans, er að vísu sanngjörn og rímileg, og þess vegna get eg vel felt mig við hana. En mig uggir að ef hún yrði tekin inní lögin, þá yrðu afleiðing- arnar þær, að 5 ára leigulíminn yrði liinn algengasti á prívateign- um og að landsdrottnnr mundu jafnaðarlega geta kornizt hjá að greiða þóknuu þá til leiguliða sem höf. ætlast til. Svo er það og jafnan óviðkunnanlegt og óeðlilegt í lögum, að setja tværreglur um einn og sqma hlut eða ntvik, eins og hér á sér stað , því eptir tilætlan höf. verður önnur regla gildandi um bygging á einslakra rnnnna elgnum, cn opinberum eöa pjóðeignum. II. Nefndin hefir, að minni ætlun, í tillðgum sínum um rétt- indi ekkju leiguliða, að honum Iátnum, farið alveg eptir því sem nú er tíðkanlegt og lögum samkvæmt. Svo sem kunnugt er, eru borgaraleg réttindi hjóna að ötlu sameiginleg; maðurinn er aðeins handhafi réttindanna fyrir þeirra beggja hönd. Nú þegar maður- inn deyr verður konan sjálf handhafi réttinda þeirra beggja og réttarástand hennar breytist ekki að neinu á meðan hún giptist ekki aptur. Hún á t. a. m. sömu sveitarréttindi sem maður henn- ar átti, áu nokkurs tillits til þess hvar hún sjálf kann að hafa átt eða áunnið sér sveitar réttindi o. s. frv. En strax sem hún gipt- ist aptur, missir hún þessara réltinda og gengur inní réttindi þess manns sem luin giptist aptur. Höf. vill nú gjöra breyting á þessu réttarástandi þegar um bygging eða ábúð jarða er að ræða, og gefa konunni sjálfstæðan rétt, sem hún geti notið og handhaft, hvað opt sein húu giptir sig. Vei og gott, setjum svo að konan fái þennan rétt, og neyti hans, en þá kemur sú spurning fyrir: Að hverjum verður aðgangurinn um lögskil af þeirri jörð sem kon- an hefir byggingarrétt á, en maðurinn ekki? Ef t. a. m. ekki gjaldast lögboðnar skyldur og skattar af þeirri jörð, á þá að gjöra aðför að konunni ? Eða ef rofnir eru byggingarskilmúlar, að hverj- um á þá landsdrottinn að snúa sér, konunni sem byggingarréttinn hefir, eða manninum, sem sjálfsagt er sekur í skilmúlarofunum? Ilöf hefir ekki að mér virðist, gætt þess þegar hann liugsaði breytingu þá er hér ræðir um, að jafnframt verður að breyta rétt- arástandinu og réttarsambandinu milli manns og konu , annars kennir ósamkvæmni og ósamhljóðan í löggjöf vora. Mér virðiat nú annars þessi breyting hvorki heppileg né nauðsynleg. Heppi- leg er hún ekki, því af henni getur leitt að óduglegur maður fái þá jörð sem áður hefir verið vel með farið, sem eyðileggur alt það er henni liefir áður verið gjört til umbótar. Nauðsytileg er hún heldur eigi, því anuað tveggja er, að ekkjan gctur unnið sömu eða meiri réttiudi en hún áður hafði, við hina nýju giptingu, eða ef það ekki er, þá er hún í öllu falli sjálfráð um, hvort hún vill sieppa hinum rneiri rétlindum fyrir hin minni. Af sömu ástæðum get eg heldur eigi fallist á þó breytingu höf. að dóltir leiguliða ujóti ábúðarinnar eptir hann, ef húu er elzt barna hans, eða ef eigi er sonur til. Hin breytingin, að elzti sonur huti forgangsrétt til ábúðarinnar, hefir mciri ástæður við að styðjast, en þó eru þar á ýmsir agnúar. Evrst það, að öll for- 226

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.