Norðlingur - 05.06.1878, Blaðsíða 2
228
227
rJUindi eru óeðlileg, og settu ekki að eiga slað, hvort sem þsu
eru bundin við fæðingu eða annað; og í annan stað gctur svo að
boríð, að elzti sonur leiguliða sð einmitt óhæfastur til að taka
jörðina eptir hann, en hðr ættu að mðr virðist, hinir verulegu hæfi-
legleikar að ráða ©g ekkert annað. Vilji menn breyta uppástung-
um nefndarinnar í þessu atriði, sýnist mðr þvi réttast og eðlilcg-
ast að leiguliðin öðlist sjálfur heimild til að ákveða liver af son-
um hans skuli njóta ábúðarinnar eptir hann, ábúðartimann út.
Iíi. Sú tillaga höf. að setja fast ákveðið landskuldargjald á hvert
hundrað í jörð, virðist mér einna fjarstæðust af öllum breytinga-
tillögum haus við frumvarpið. Fornmenn fóru miklu lengra í því
cn nokkrum hefir í hug dotlið nú á tímum að setja fasta leigu,
og fast verðlag á alla hluti kvika og dauða, en hvergi hefi eg orð-
ið þeSs var að þeir haíi nokkru sinii sett fasta teigu á jarðir. Eg
er að vísu höf. samdóma um, að það geti eins vel staðist í lög-
nm, að setja fasta leigu á jarðir, eins og t a. m. á kvikfénað, pen-
inga o. s. frv. en I reyndinni verður allmikill munur á þessu. Fyrst
er það, að jarðarhundruðin eiga ekki saman nema nafnið, en krón-
nu er þó aefinlega króna, kýrin kýr o. s. frv. og þó með sanni megi
ssgja, að lausafð, einkum lifandi peningur, gefi mismunandi arð
af sér, þá er þetta miklu fremur komið undir hagsýni og lagi
leiguliða að nota sér leigupeninginn, en mísmunandi gæðum hans.
Ilðf. mun nú segja, að þann ójöfnuð sem nú er á gæðum jarðar-
hundraðnnna megi bæta með nýju jarðamati. Hamiugjan hjálpi oss I
Hvenær ætli vér g«tum hugsað til að fá svo fuilkomið og algjört
jarðamat að sá jöfnuður komizt á hundraðatal jarðanna, að óhætt
sé að byggja á þvf eptirgjald þeirra. Og eigi að fara að meta
jarðir að nýju í þeim tilgangi, að fá réttan mælikvarða fyrir afgjaldi
þeirra, uggir mig, að svo margir erfiðleikar mundu mæta mönnum
á þeirri leið, að þeir mundu reynast ókleyfir. Á eina hliðina ættu
menn að strlða við ásókn landsdrottna, að sprengja jarðirnar sem
mest upp í hundraðatali sökum eptirgjaldsins og á hina hliðina
kapp leiguliða, að fá þær sem lægst metnar. Hafi hinar lítilfjör-
legu tíundir sem nú hvíia á jörðum freistað manna til að setja of
lágt hundraðatal á jarðir á sumum stöðum, við hið seinasta jarða-
mat, livað mun þá verða, eigi alt eptirgjald jarða að miðast við
dýrleika þeirra?
i annan stað mundi þessi fastákveðna jarðarleiga eða land-
skuld, síður en ekki bæta hag Iciguliða, sem þó mun vera aðal-
tilgangur höfundarins. |>að er sem sé auðsætt, að ef landsdróttn-
ar þættust vanhalduir af hinu lögákveðna eptirgjaldi cptir jarðir
eínar mundu þeir leilast við að ná ser niðri á annan hátt og
mundi þcim verða það auðgefið. þeir gætu sem hægast selt til-
gjöf eða festu á jarðir sinar þegar þær losnuðu til byggiogar, og
er hætt við að sumir landsdrottnar yrðu þá fullharðir í kröfum
íínum. Menn munu að vísu segja að þetta megi fyrirbyggja með
lögum en ómögulegt er að fyrirbyggja að slíkt viðgangist í iaumi.
Hver getur t. a m. meinað mér að þyggja af öðrum manni nokkr-
ar krónur sem mér eru framboðnar? Afleiðingarnar mundu því
að ætlan minui verða þær, ef þessi breyting höf. yrði að lögum,
að hið illa ræmda og óþokkasæla festugjald kæmist hér á aptur,
ef ekki opinberlega þá í laumi og mundi J>að verða margfalt rang-
látara og ósanngjarnara en landskuldirnar eru nú.
IV. Nefndin hefir í liilögum sínum um réttarsambandið milli
lundsdroltins og leiguliða, bygt á því sem gefnu, að leigusamning-
urinn, eða byggingarskilmálarnir, væri frjáis samningur, inngenginn
eða gjörðtir af tvcim sjálfstæðum og jafn rétlháum hlutaðeigendum.
Nú er vanalega í byggingarskilmálunum, eigi gjört um nema að
cins hin helztu atriði þeirra atburða sem fyrir geta komið ( við-
Bkiptunuin milli landsdrottins og leiguliða. |>að «r t. a. m. ákveð-
ið um eptirgjald jarðarinnar, hvað hátt það skuli vcra, í hverju
greiðast og á hvern hált, um skil af jörðunum til hins opinbera,
mn viðhald húsa o. s. frv. en mörgum atriðnm er jafuaðarlega
elept óumtúluðum. Nefndinni virtist því nauösynlegt til að koma
í veg fyrir réttaróvissu að setja í frnmvarpið nokkrar ákvarðanir
tim þau atriði scm jafnaðarlega geta komið fyrir, svo sein um
Jarðabætur þegar ekkert er um þær gjört I ieigusamningnum, um
jarðaskemdir sem orsakast af völdum náttúrunuar o. fl. Virtist
nefudinni eigi önnur regla réttari nb sanngjarnari að fara cptir, en
«ú regla sem ætla má að liggi til grundvallar fyrir hverjum sann-
gjörnum lelgusamningi, að landsdrotttnn og leiguliði hafi afrakstur
ýarðarinnar til jafnra skipta. Svo sögðu fornmenn, að þá væri rélt
leigt (hvort sem eru lönd eða lausir aurar) þegar leigjandi hefði
heiming ágóða, en leigunautur hinn helming. Enda ætla eg, að
hverjum þeim leiguliða, sem heflr efui, atorku og lag á að nota
ábýli sitt, sb innan handar að hafa svo mikinn ágóða af jörð
sinni, að frádregnum tilkostnaði, sem að minsta kosti samsvari af-
gjaldi jarðarinnar. það er auðvitað, að mjög mikili munur getur
orðið á þessu, eptir mismunandi gsðum jarðanna, mismunandi
kringumstæðum, og mismunaudi dugnaði leiguliða til að nota jörð-
ina. En því er betnr, að eg gæti nefnt margann leiguliða, sem
helir mikið meiri hreinar tekjur af ábýli sínu, en jafugildi land-
skuldarinnar af því.
(Framhald).
MAL VOR ERLENDIS.
(Framhald). Deilan út af skattskyldu «íslenzkra» katipmanna
á íslandi fluttist nú úr ríkisdeginnm og yfir í hin dönsku blöð, og
varði þar alþingismaður Tryggvi Gunnarsson röggsamlega
málstað vorn i aðalblaði þjóðfrelsismanna «Morgenbladet», og er
það engu slður áríðandi að haldið sé fram málum vorttm í blöð-
unum en á þingi og í ráðaneytinu sjálfu, þvi það hefir áðurmjög
spilt máistað vorum hjá alþýðu í Danniörku að fáir hafa orðið til
að verja hann í blöðutium, og þó einhverjir hafi viljað gjöra það,
Jtá kafa ritstjcjrar blaðanna verið svo ósanngjarnir að meina íslend-
ingum rúm í blöðum, því um að iraðka rétti íslands haía þeir
þó hingað til verið að mestu samtaka, og svo var enn; því
að bæði «Berlingske Tidende» og «Dagstelegraphen» neituðu að
taka hina jafn kurteisu sem vcl sömdu grein hans, og sliks hins
sama mátti búast við af velflestum, ef eigi öllum blöðum aptur-
haldsmanna, scm nú eru flestir í ráðaneyti konungs, en «Morgen-
bladet» hefir opt á seinni tímum látið islendinga njóta sannmælis
og réttar síns, að undanteknum hinum alræmdu fréttabréfum frá
Reykjavík, sem ritstjórinn á óhægt mcð að gjöra greinarmun góðs
og íls í, þ. e. ef nokkuð kynni þar að vera rétt hermt, sem vér
hðfum óvíða rekið oss á. — Ritgjörð alþingismanns Tryggva Gunn-
arssonar hljóðar þannig:
Herra fólksþingismaður Bille og hin íslenzku
skattalög. (Eptir íslending).
Eptir að mér hefir boiizt í hendur skýrsla fólkþingistíðindanna
um aðra umræðu fjárlaganna, og eg þar hef séð hina islenzku ræðu
herra Billes, er mér virðist jafn óheppileg sem svar dómsmálaráð-
gjafans er skarpt og bygt á réttum áslæðum, — J>4 vil eg leyfa
mér að gjöra nokkrar athugasemdir til þess því betur að sýna,
hvernig herra Bille litur á þetta mál.
það er jafn heimildarlaus sem meiðandi áburður af herra Bille,
að «Island sé það land, er .hafl meiri mælur á að gefa lög, en að
fylgja þeim og hlýða». Uerra Bille hefir eigi þá köllun á hendi,
að vaka yfir því, að Islcndingar brjóti eigi landslög sfn; það er
skylda hlutaðeigandi yfirvalda, en ekki Billes, að hafa gætur á þessu,
og að minsta kosti liefði hanu átt að færa ástæður eða sönnun fyr-
ir máli sínu. Sömuleiðis hafði herra fólkþingismaðurinn enga á-
stæðu til að bera sig upp undan þvi «að í Reykjavík hafl verið tek-
inn tollur af vörum hálfum öðrum eða tveimur mánuðum fyr eu á
næstu verzlunarstöðum þar í kring». þetta er mál, sem heldur
ekki við kemur rfkisþinginu og herraBille, og svo hefði hann einnig
ált að vita, að ný lög hafa verið staðfesl, er girða fyrir, að slíkt
komi fyrir eptirleiðis, svo að hann, að því er þctta snertir, eigi
getur stært sig af því, að þessi hans «athugasemd geti orðið að
praktiskum notum og opnað augu» ísleudinga.
Herra Bilie virðist einnig vera mjög gramur yflr því, «að út-
lendir kauprnenn á fslandi verði að borga háan tekjuskatt, en ís-
lenzk verzlunarfölög séu nær því alveg laus við skatt». Væri það
nú í raun og veru svo, að löggjöf íslands, af ýmsum ástæðum,
legði þyngri gjöld á nokkra og léttari á aðra af skattgreiðendun-
um í landinu sjálfu, þá hlýtur þetta að vera mal, sem eínungis
viðkemur þeim, er sameiginlega bera gjöldin, en getur als eigi
snert ríkisþingið eða herra Rille, hanu helði því getað hlíft sér
við þessari athugasemd, einkuin þareð hún, að mínu álití, ekki er
rétt. þvi j liinum islenzka skattalögum frá 14. des, 1877 8. gr.
er Ijóslega tekiö fratn: «IIlutafé!ög, verzlunarhús og öunur þess-
konar félög og stofnaoir verður, að því er snertir greiðslu tekju-
l skattsius, að állta sem sjálf stæðar pers ó n u r, svo framarlega
sem allar tekjurnar ekki renna tíl vissra manna, sem eru búsettir
i laudinu ejálfu». Af þessu er Ijóst, að svo framarlega sem ein-
hver hlutamaður (Ejer af Aktier) er búsettur fyrir utan Island,
þá renua lieldur ekki allar tekjurnar til manna búsettra á fslandi
— og þessvegna er verzlunarfélagið við það orðið sjalfstæð per-
sóna. |>að mundi einnig verða mjög ópraktiskt að skoða verzl-
unarfélögin öðruvisi, þareö menn aldrei geta hiudrað það, að svo
og svo margir félagshlutir gangi út úr landinu, meðal annars á
þetta sér einkuin stað með «Gránufélagið» hið stærsta af þeim fé-
lögum, er hér eiga hlut að málí, að eigendur ekki svo fárra félags-
hluta eru búsettir erlendis. það er alkunnugt, að félagið hefir
alt frá byrjun (nú í 8 úr) verið skoðað á íslandi sem sjálfstæð per-
sóna, og hefir á þess 4 verziunarstöðum, eins og hver annar kaup-
maður, borgað sveitargjöld á þeim stað, þar sem verzlunarstaður-
inn liggur, reiknuð eptir því vörumagni eða þeirri «umsetningu»,
| sem er á hverjum stað, en ekki eptir hlutatöiuuni í tilheyrandi