Norðlingur - 09.07.1878, Blaðsíða 2

Norðlingur - 09.07.1878, Blaðsíða 2
3 4 af strandi «Gefjufinar» í haust, tapi á ýmsum íslenzkum vörum og eiukum auknum útistandandi skuldum* liBr á landi, og hvað hann sór þessar vaxandi herlcndu skuldir mjög óþœgilegar og fé- laginu skaðlegar, þar sem að ftlagið hefði heilið að vera skuldlaust við lánardrottna sína við nýár, og það er vináttu og velvílja þeirra við kaupstjóra persónulega, sem félagsmenn eiga það að þakka, að aukning skuldanna hufði eigi ill eptirköst, en hann kvaðst beraþað traust til félagsmanna, að þeir legðu sem bezt stund að að minka sem fyrst og sem mest verzlunarskuldir sínar, þar sem að ílcstum mundi ljóst, að kaupstaðarskuldir væru ekki einungis félaginu til stórskaða, heldur liðu bændur sjálfir opt mikinn halla við það að vera sífelt i stórskuldum við verzlanina. í stað þess að minka kaupstaðarskuldirnar með sláturfö á haustin þá setja menn ár eptir ár fjárstofn sinn í voða með illum ásetningi; með þessari búnað- ar- og verzlunaraðf'erð væri þeir alla æfl bundnir skuldaböndum, og hefðu bjargarstofn sinn afnotarýrann og óvissa eign, þetta tvent stæði búnaðinum mest fyrir þrifum. Kaupstjóra þótti eðlilegt og rélt, að renta væri borguð af félaginu til þeirra sem ættu tilgóða, eins og líka að félagið tæki rentu af þeim er félagið ætti til góða hjá, því félagið yrði að borga lánardrottnum sínum sömu rentu af því sem það skuldaði þeim við nýár, sem þeir fengju í þjóðbankan- um í Höfn, og af þessu sæju skuldunautar félagsins hvern skaða þeir gjörðu félaginu, og hann var sannfærður um að verzlunar- rnenn félagsins væru svo góðir drengir, að ráða sem fyrst bót á þessu, er þeir vissu, hvílíkt tjón að félagið hefði af skuldun- um. Hið voðalega hrun flestra innlendra verzlunarfélaga í vetur lilyti í sjálfu sér að veikja tiltrúna til innlendra félaga yfir höf- uð, enda mundu mótstöðumenn þeirra halda slíku á lopti, en fyrir hvern þann, sem ann innlendri verzlun og sér eptir að missa alla verzlanina úr liöndum landsmanna, ætti þetta að vera hin mesta hvöt til að fara vel með þau félög sem eptir stæðu. Nú væri auk Gránufélagsins að eins «Veltan» í Reykjavík við líði sem hefði þó mjög litla verzlun. þegar litið er á hrun verzl- unarfélaganna og skuld félagsins við nýár, þá mega menn furða sig á því lánstrausti er kaupstjóri hefir, og sem hefir gjört honum mögulegt að senda til landsins í vor vörur með 10 skipum fyrir 420,000 krónur. þar eð skuldir félagsins erlendis eru nú svo miklar og skipaleiga er há og leigutími skipa hér við land eink- um kostnaðarsamur, þá liggur það í augum uppi, hve nauðsyn- legt er að menn vildu nú kosta kapps urn að borga seiri fyrst lánið og annan verzlunarkostnað með fijótri verzlun í sumar, því það er mjög þýðingarmikið fyrir félagið, að skip þess ekki þurfi að bíða eptir vörunum en geti altaf verið í siglingum, eins og félags- menn hafa séð að kaupstjóri hefir kostað als kapps um. það hefir verið vöggumein innlendu verzlunarfélaganna, að kaupskip þeirra hafa legið tímunum saman ónotuð með miklum tilkostnaði. — Félaginu ríður þó einkum og sér í lagi á að «ílertha» þyrfti ekki að bíða hér eptir vörum, þvi að þá getur hún eigi farið 3 ferðirnar, en verður að leigja haustskip í hennar stað fyrir mikið verð, sem kaupstjóri fulltreystir viðskiptamönnum félagsins til þess eigi að vilja auka því þann kostnað. Hin mikla þurkatíð í vor ætti að gjöra félagsmönnum hægt að þurka land- og sjáarvöru sína með fyrsta móti, og sagði kaupstjóri aö enginn mundi eiga neitt í húfi með því, þareð hann skyldi að vanda fylgja öllum þeim prísum er eigi væri alveg óskynsamir og auðsjáanlega settir til þess að eyði- leggja félagið; en það væri fyrsta skylda hans og annara félags- manna að láta eigi ginna sig til þess. þá talaði kaupstjóri snjalt og mjög þarílegt erindi um vöru- vöndun. Hvað hann það hafa glatt sig mjög að hann hefði séð að bendingar sínar, er fleirum sinnum hefðu verið brýndar fyrir mönnum í Norðlingi, hefðu borið töluverðan ávöxthvað prjónles snerti bæði hér og í Skagaíirði; þó mættu menn eigi búast við hækkun á verði á þeirri vöru í sumar, því að þvílíkt óorð væri á hana komið fyrir haldleysi erlendis. 23000 pör af sjóvetlingum sem sendir voru frá Björgvin til Kaupmh. voru seldir í vor fyrir 11. aura parið. En þetta færðist bráðum til batnaðar ef menn héldu eindregið áfram að vanda vöruna. Kaupstjóri kvað það hafa ver- ið eitthvert sitt mesta áhugamál að fá betri verkun á u 11 komið á, og hefði hann nú í 3 ár reynt til þess að fá ýmsa af kaup- mönnum til þess að setja prísa á ull eptir gæðum, en þeir teldu mörg tormerki þar á sem hann og vildi viðurkenna að væri með nokkrum rökum, en þó að hann sæi að svo væri, og næstum ófært að byrja á því einn síns liðs, þá vildi hann þó gjöra litla tilraun í sumar með því að gefa þeim mönnum er kæmu með afbragðs ull án flóka og kviðullar, vel þvegna og vel þurra 3—5 aurum meira fyrir pundið, þó hann hafi ekki von um að fá í þetta sinn meira fyrir hana erlendis. Ilann sýndi ljóslega fram á hvílikt tjón að landsmenn og kaupmenn í bróðurlegri eindrægni gjörðu landinu *) biglufjatíarverzlnn gjöiir hér frá undantekning, Jþví þai eiga menn inni. Eitst. með því að setja eigi misjafnt verð fyrir ull og aðra vöru eptir gæðum, og því miður héldist sama áfram við söluna á ísl. vörunni erlendis, því þá komið væri með heila skipsfarma, væru þeir seldir upp og ofan fyrir víst verð og væri þvi aldrei öll ullin skoð- uð, en gripið ofaní poka og poka. Ef nú kaupandi hitti á deiga •ull, haustull eða slæma lagða þá feldi hann þann sekk allan í verði, og ef slíkt kæmi fyrir í mörgum pokum þá reyndi hann að fella heila farminn, en aptur þó poki kæmi á milli með afbragðs ull, þá væri ekki borgað hærra verð fyrir hana en áður var um samið, íslendingar hefðu hallann á meðann þeir eigi vönduðu almennarvöru sína, og þytu með hana bálreiðir frá hverjum þeim kaupmanui er vandaði uro við þá til þess, sem hafa vildi. En í þessari skamm- sýni er það fólgið að einn kaupmaður á svo örðugt með að byrja á þessu, fyr en bændur sjálfir sjá sinn eiginn hag og kunna að meta heilræði. — llvað saltfisk snertir, sagði kaupstjóri að hann hefði reynzt héðan eptir vonum, þegar tekið væri tillit til þess, livað saltfisksverzlunin væri hér ný. Fiskurinn hefði þó ekki geymst vel, og hélt hann að hann mundi hafa verið heldur litið saltaður og pressaður, en einkum og sér í lagi kvatti kaupst. menn til þess að fara þrifalega með fiskinn frá því fyrsta. llann hefir nú feng- ið til saltfisksstöðvanna i llrísey vanan mann til þess að verka hann, sem ýmsir útvegsbændur víst gætu haft gott gagn af með tilsögn, því hann er vanur fiskimaður frá ísafirði, en fyrir fisk þaðan, sem er verkaður af bændum er vanalega gefið 8 kr. meira fyrir skipp. en af sunnlenzkum fiski, og aptur er gefið 8 kr. meira fyrir skipp. af svokölluðum «jagtafiski» eða af þeim fiski sem er dreg- inn, þveginn og saltaður á þiljuskipum þar vestra og síðan þurk- aður á landi. þetta sýnir hvílíkur ábati er að stunda saltfisks-, verkunina eigi síður en ullarverkunina*. Kaupstjóri endaði þessa þjóðhollu ræðu sína um vöruvöndun á innilegri áskorun tif fé- lagsmanna, til allra góðra Islendinga að gæta sóma síns, gæta eig- in hagsmuna í þessu efni. (Framhald. Ár 1878 þriðjudaginn hinn 25. júní var á Akureyri haldinn fundur til þess að ræða um brauða- og kirknaskipun og kirkjur- og prestamál, og voru á fundi þessum mættir allir >sóknarprestar úr Eyjafjarðar prófastsdæmi og einn kjörinn bóndi úr hverri sókn prófastsdæmisins nema Hvanneyrarsókn Til fundarstjóra var kosinn prófastur síra Davíð Guðmuudsson og til skril’ara síra Árni Jóbannsson. 1. Fyrst las fundarstjóri upp bréf stiptsyfirvaldanna lil prófasts um þessi mál, og var þá fyrst tekið til umræðu um skipun brauða og kirkna í prófastsdæminu; voru prestaköllin tekin fyrir eptir röð og byrjað á Grímsey; engin breyting. Hvanneyri; engin breyling. Kvíabekkur; fundurinn samþykli með 18 atkvæíum gegn 1 að sameina skyldi Kvíabekk og Knappstaði í Stýflu, og að feng- in yrði bújörð handa prestinum innerlega í Ólafsffði áReykj- um í skiptum fyrir annaðhvort Iivíabekk eða Kna>pstaði. Tjörn; samþykt í einu hljóði að það brauð hald sör að um- merkjum til, og með 11 alkvæðum gegn 6 með l'manum, þeg- ar tækifæri gefst að leggja niður Tjarnarkirkju cg skipta sókn- inni upp milli Uppsa og Úrða. Vellir og Stærri-Árskógur; samþykt með 18 atkvæöum, að þessi tvö brauð yrðu sameinuð. Möðruvallaklaustur og Glæsibær; samþjkt með 17 at- kvæðum að Möðruvallakl. brauð og Glæsibæjirbrauð vestan Eyjafjarðar verði lögð saman, en 3 innstu bæir á þelamörk, sem liggja nú í Möðruvallasókn, leggist til Bægisár. Með 17 atkvæðum gegn 4 var samþykt, að leggja niður bæði Glæsibæj- ar- og Lögnannshlíðarkirkju, og byggja eina kirkju fyrir alla Kræklingahlíð á hentugum stað t. d. Blómsturvöllum, og skyldi þessi kirkja vera auka kirkja frá Möðruvöllum. úm Svalbarð gat fundurinn ekki beinlínis ákveðið, þar scm óvístvar, hverj- ar uppástungur til breytinga kynnu að koroa fram á fundi þing- eyínga; en lundurinn áleit vel tækilegt, að Svalbarð yrði gjört að aukakirkju frá Laufási. Bægisá; engin breyting önnur en sú, er nefnd cr undir Möðruvöllum, að 3 innstu bæir Möðruvallíisóknar á þelamörk leggist til Bægisár. Akureyri; samþykt með 15 atkvæðum gegn 2, þetta prestakall haldi sér óbreytt að öðru en því, að innri hluti Ak- ureyrarsóknar rnegi leggjast til Munkaþverár**. *) Etetii veilmDnuiinn á vestflrzknm og sunnlenzkum flski (eyflrzknt flskui seld- ist líkt og sunnl. í fyrra) og norblenzkri og ennnlenzkri ull sýnir, ab orloudit kanpmenn viija þú gjöra mnn eptir gæíinm. *’) Eptir vorn eigin áliti sem fundarmanns og eptlr t'í sem ræriur félln á fund- inmu, þá lögtn fnndarmonn því atl eins þab til, ai fremri hluti Akureyrarsúknar (

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.