Norðlingur - 22.02.1879, Blaðsíða 3
93
94
b. Ásar f Skaptártungu: Ása og Búlands sóknir. fcssu
brauði leggjast 500 kr. úr landsjóði. (298—25).
c. Pvkkvabæjarklaustur: Þykkvakæjar og Langholts sóknir.
(Þbkl. 534—26, Lh. 4ö8—3).
d. Mýrdalsþing: Dýrhóla, Sólhcima, Reynis og Ilöföabrekku
sóknir. Sólheima- og Höfðabrekkukirkjur má leggja niður,
og leggja sóknirnar til Dýrhóla- og Reyniskirkna. (Sólh.þ,
603—25, Reynisþ. 700—59).
(Eramhald).
SVAR FRÁ HERRA EIRÍKI MAGISÚSSYNI
til
ritstjóra Skuldar.
(Framh.) Svo er að sjá af Skuld (II, 21, 242 dálki 1. neðmgr.).
sem ritsijóranum þyki eg liafa talað af mér er eg sagði að engum
heilvita manni dytti í hug «að halda fram þeirri reglu að meistara-
lega samin rit og þörf skuli látin óbirt á prenti, af því ab þau eru
ekki við lestrarhæfi alþýðu; því slík regla kvæði upp dauðadóm
yfir lærdómi og allri æðri andlegri þekkingu». Ritstjórinn snýr
nú hðr ut úr orðum niínum í langri neðanmálsgrein, þar sem hanu
ber mör að eg tali um vísindaleg rit ’einungis eins og hann
sjálfur hugsar sör þýðinguna í oröinu vísindalegur. En hann hugs-
ar ser með vísindalegum ritum i þessari neðanmálsgrein hinn
takmarkaða flokk rita er Danir nefna videnskabelige Skrifter (o: rit
i náttúrufræði, rúmmálsfræði, sljörnufræði; í physiskum fræðum,
svo sem um rafurmagn, ljós, hita, o. s. frv.). Eg hugsaði mér
með «meistarnlega sömdum ritum og þörfum», rit í hverri grein
vísinda sem er; enn vísindi á íslenzku er bókleg þekking og
fróðleikur yfir höfuð. En visindalega samið er hvert það rit, sem
er glögglega niðurskipað, og hver bálkur niðurskipunarinnar er
greindarlega (kritiskt sundurliðaður, og hvert eitt atriði er bundið
við annað eftir rettum hugsunarreglum. — Annars eru orð ritstjóra
um Tölvísi svo einstrengingsleg að þau naumust ná nokkurri
átt, vegna þess, að hann bindur gagn bókarinnar við full not
liennar, því að með því móti má dæma marga þarfa bók óþarfa, og
svo vegna þess, að hann gjörir ekki ráð fyrir að nokkur lifi til að
lesa hana eða hafa gagn af henni þegar þá tvo iíður sem nú hafa
f u 11 not af henni á íslandil — J>að er skylda íslendinga, sem
þjóðar í mentaðra þjóða röð, að keppast við að verða öörum þjóð-
um samferða, eins í vísindalegum efnum í þeim skilningi sem rit-
stjóri Skuldar á við í þessari grein sinui, eius ‘og í vísindum yfir
höfuð í víðara skilningi sem eg þegar hefi tekið fram. þeir sem
hafa sannast gagn af slíku á endanum er alþýðan sjálf. jþví öll
vísindi stefna að liinu háleita og þýðingarimlda miði að kenna
manninum að lesa lög náttúrunnar og andans sér sjálfum til far-
sældar og frama.
Eg dirfðist að segja, (Skuld II, 21, 243. dálki) að bókmenta-
félagið hefði verið stofnað öndverðlega til þess meðal annars, «að
gefa út þörf og gagnleg rit lifandi höfunda». — þér svarið: «það
er einmitt þetta, sem bókmentafélagið hefir ekki gjört». — Síðan
spyrjið þér: «Hvað mörg þörf og gagnleg rit lifandi höfunda hefir
það gefið út núna síðari árin?» Ef þér eigið við ásteytingar tíma-
bilið frá 1851, þá er svarið þetta:
1. Eðlisfræði. 2. Odysseifskvæði. 3. Meginhluta Safns til
sögu íslands. 4. Skýrslur um landshagi. 5. Tíðindi um stjórnar-
mál. 6. tslenzkt fornbréfasafn. 7. llions kvæði. 8. íslenzkar rétt-
ritunarreglur. 9. íslenzk málmyndalýsing. 10. Sálmasöngsbók.
11. Tölvísi. 12. Veraldarsagan. 13. Minningarrit bókmentafélags-
ins. 14, Rit um framfarir Islands. 15. Einföld landmæling. 16.
Skýrsla um forngripasafnið. 17. Prestatal og Prófasta. 18. Skýrsla
um handritasafn bókmentafélagsins. 19. Fréttir frá Islandi (síðau
1874). 20. þýðing bréfa Ilorazar. 21. Skfrnir fyrir öll órin.
Rit eftir lifandi höfunda, sem félagið hefir náð til að býta út
meðal félaga:
22. Lítil fiskibók. 23. Lítil varningsbók. 24. Ný jarðabók
25. Iíenslubók i landafræði. 26. þjóðsögurnar.
Öll þessi rit eru þörf og gagnleg. það leiðir af sjálfu sér,
að munur sé á því, hvað þörf og gagnleg þau eru í samanburði
hvert við annað. þetta liggur í eðli hlutarins því engin bók getur
verið alþörf né algagnleg. En að telja nokkra bók þar fyrír gagns-
lausa er óvit eitt.
(Framhald).
ÚTDRÁTTUR
úr bréfi frá Sveini búfræðingi dagsettu í Kaupmannahöfn 5.
nóvember 1875.
það gleður mig. að þér eruð að hugsa um að koma á fól
gripasýningum i Skagafirði að sumri. þær geta orðið með tíman-
um til framfara, ekki einungis vegna þeirra sjálfra, heldur vegna
þess áhuga til framfara, sem þær geta vakið og keppni milli manna.
það verður mest praktiskt að hafa einungis sýningu á fé og hest-
um, því þesskonar gripi getur maður rekið langa vegi að, en sýn-
ingu á nautpeningi getur maður valla komið við, því kýrnar getur
maður ekki rekið langa vegi að. það væri þá einungis af næstu bæj-
um innan sveitar. það er eitt sem eg vildi leyfa mér að stynga uppá
að bætt væri við sýninguna, og það er: að menn sýndu ekki all-
eina kvikfé, heldur að menn væri einnig hvattir til að koma með
alskonar tóskap um leið, nefnilega: þvegna ull og prjónles; það
er ekki nóg að láta sér ant um að bæta gripina, heldur verð-
ur maður jafnframt af öllum mætti, að færa sér afrakstur þeirra
sem bezt í nyt. Eins og þér vitið, hefir altaf sífelt verið umkvört-
un um ullina og tóskaparvöruna heima en á þessu verður aldrei
ráðiu bót, ef menn verða ekki hvattir til þess upp á einhvern hátt.
þá er nú því næst fyrirkomulagið á gripasýningunni. þér hafið
vafalaust hugsað um að auðurinn er afl þeirra hluta sem gjöra skal
í þessu sem öðru. Til þess að hvetja ntenn til umbóta þurfa þeir
að fá verðlaun sem mest hafa til unnið, og til þess þarf peninga.
þér verðið þess vegna urtdireins við byrjun næsta árs, að sækja
um peningastyrk til þessa fyrirtækis af því fé sem ætlað er til fram-
fara í búnaði á íslandi, sjáifsagt 2—300 kr. Eg gjöri tæplega ráð
fyrir, að nokkurt fé láist með öðru móti. Fyrir þessa peninga þarf
maður að kaupa einhverja þarflega búshluti; ætti þeir að útvegast
héðan, skyldi eg gjarnan útvega þá i vor. Fyrir frammistöðu þeirra
er stæðu fyrir sýningunni gæti maður tæplega borgað nokkuð, enda
ættu þeir að hafa hvöt til að hjálpa til með slíkt, án þess að æll-
ast til borgunar. þá er nú fyrirkomulagið á sýningunni sjálfri.
þar sem eg hefi verið staddur víð, hefir verið valinn sléttur fiötur
fyrir sýningarstaðinn, og hefir verið reystur upp óvandaður ræðu-
stóll. Aður en byrjað hefir verið, hafa verið haldnar 2 eða 3 ræð-
ur og þar skýrt frá hvernig á gripasýningunni standi, til hvers
hún eigi að miða, eptir hverjum kennimerkjum menn dæmi grip-
ina, svo þeir séu álitnir verðir verðlauna, og hvaða gagn umbæt-
urnar geta haft í för með sér o. s. frv.. Ræðurnar hafa mikið að
þýða á slíkum stöðum, og kemur nppá að þær séu greiniiegar og
heppilega valdar. þar næst byrjar skoðunin á gripunum, og eru þá
þeir gripir valdir úr, sem nokkurt spursmál getur verið um að vetja,
og er þá farið í gegnum alla hópana og þeir skoðaðir. þeirgripir
sem þannig eru valdir úr, eru aptur skoðaðír, og nú valið úr þeim,
en hinu slept í úrkastið. Úr þessum hóp er aptnr valið, og það
eru þá fyrsta flokks premíu-dýr, hitt verður þá af öðrum og þriðja
flokki. Á gripina sem fá fyrstu premín, er hengt rautt band, hvern
hinna flokkanna gul og græn bönd. Eptir að búið er að skoða
gripina er ræða eða ræður haldnar og þar næst er veiðlaununum
útbýtt. Eg get ekki séð annað en að það megi liafa hina sömu
aðferð við gripasýning heima sem erlendis, nema það að það er
ekki hægt að koma þeim við á mjólkurkúm; en í þess stað gæti
maður liaft «fjöskue'» fjósaskoðun eins og tíðkast i Noregi.
Eg vildi að eg gæti orðið staddur við sýninguna eg skyldi þá
taka að mér, að halda á henni þá ræðu sem á að sýna, eptir
hvaða reglum maður fer, þegar maður dæmir gripina, og hvað
rúaöur heimtar, til að álíta að einn gripur sé verðnr að nápremiu.
SÝSLUFUNDÚR EYFIRDINGA.
Á sýslufundi Eyjafjarðarsýslu var framlagt bréf frá forstöðu-
nefnd kvennaskólans á Laugalandi um alruent tiltölulegt framlag
þessarar sýslu til skólans og samþykti nefndin í einu hljóði að
styrkja skólann að svo miklu leyti hún sæi sér fært og aðrar sýslur
gjörðu góðan róm að inálinu.
Á fundinum voru rædd nokkur umkvörlunarmál út af útsvör-
um er var lagður úrskuröur á.
þá var talað um sýsluvegi. Vegabótasjóður sýslunnar er 700kr.
Ákvað sýslunel'ndin að verja sjóðnum þannig: til þverárbrúarinnar
hér um bil 100 kr. til brúarinnar á þorvaldsdalsá og brúarinnar á
Ásláksstaðakýl nálægt 100 kr., til að kaupa kerru sem brukuð sð
við vegagjörðina til að aka möl á veginn, er geta má til að kosta
muni 100—120 kr, ákvað sýslunelndin að lcggja fé til; 40 kr. til
að Ijúka við brú hjá Hálsi í Svarfaðarlal. það sem þá er eptir á-
kvað nefndin að verja til þess að endurbæta þá vegi sýslunnar,
sem gjörðir hafa verið og eru nú að verða ófærir. Enn fremur
ályktaði nefndin að sækja um til landshöfðingja að sem fyrst fáist
styrkur úr landsjóði til þjóðvegagjörðar á norðurhluta Yxnadalsheiö-
ar. Einnig var ákveðíð að skrifa hreppsnefndunurn í sýslunni að
hafa árlegt eptirlit með aukavegum hreppanna og senda árlega
skýrslur til sýslunefndarinnar um það er gjört hefir verið í þessu efni.
Voru lagðir fram jafnaðarreikningar hreppanna og áætlun gjörð
um næsta árs tekjur og útgjöld.
FRÉTTIR ÚTLENÐAR.
(Frmb.). Rússar treysta því aö Englendingar eigi fyrst nm
sínn nóg meb a& kveéa niíur þann draug, er þeir hafa Takib