Norðlingur - 09.04.1879, Blaðsíða 3

Norðlingur - 09.04.1879, Blaðsíða 3
125 126 Loksins álítur hinn sami minni hluti nefndarinnar að auk tíundar af fasteign og lausafé og dagsverka sem prests- gjalda, sé og réttast að afnema líka lambsfóðrin, bæði af því þau séu mjög svo ósanngjörn fyrir gjaldendur en ónotasæl fyrir presta, með því fóðrin gefast mjög svo misjafnt. Minni hlutinn vill og afnema offur, sökum þess, hvað það er ósanngjarnt fyrir gjaldendur. 1 stað þessara gjalda hefir minni hluti nefndarinnar stungið uppá nýju gjaldi til prests, og samið þar aðlútandi: FRUMVARP til laga um sóknargjald til prests. 1. grein. Preststfund af fasteign og lausafé, dagsverk, lambsfóður og offur skulu afnumin. 2. grein. í staðinn fyrir preststekjur þær, sem taldar eru í 1. gr., skal koma sóknargjald til prests, er ákveðið sé fyrir hverja kirkjusókn í iandinu með fastsettri upphæð að álnatali. 3. grein. þegar sóknargjald til prests er ákveðið fyrir liverja kirkjusókn, skal fyrst telja hve margar álnir preststíund af íasteign og lansafé hefir ár hvert verið að meðaltali á 5 ára tímabilinu 1872—1877, og skal þar við bæta þeirri álnatölu, sem tíund mundi hafa numið af þeim jörðum í sókninni, sem undanþegnar hafa verið tiundar- gjaldi til prests. þá skal telja, hve mörg dagsverk prestinum hafa goldizt úr sókninni eptir sama meðaltali, og reikna hvert dagsverk 5 álnir. Að síðustu skal finna, hve miklu lambsfóður og offur í sókn- inni hafa numið, eptir sömu reglu, í peningum, og breyta þeirri peninga-upphæð í álnir eptir meðalverði allra meðalverða hin fyr- nefndu 5 ár. £að álnatal, er þannig finst samtals fyrir sóknina, yerður hið fastákveðna sóknargjald. 4. grein. Stiptsyfirvöldunum skal falið á hendur, að rcikna út sóknar- gjald hverrar sóknar eptir reglum þeim, sem settar eru í 3. gr., en landshöfðinginn staðfestir sóknargjaldið. 5. grein. Verði síðar gjörð breyting á sóknaskipun, skal sömu reglum fylgt, til að finna breyting á sóknargjaldinu, nema hlutaðeigandi söfnuðir semji öðruvísi um. G. greln. Heimilt er söfnuði að hækka sóknargjald sitt alt að þriðjungi, ef það er samþykt með meira hlut atkvæða á almennum safnaðar- fundi. Eigi slík hækkun að gilda lengur en 1 ár, þarf að endur- nýja hana á sama hútt. 7. grein. Sóknargjaldinu i hverri sókn skal jafnað niður eptir efnahag og ástæðum á alla sóknarmenn, sem eru sjálfum sér ráðandi, og gjalda til landsjóðs eða sveitarsjóðs, að sóknarprestinum undanskildum. Sókn- arnefndin semur niðurjöfnunarskrá fyrir miðjan júlímánuð ár4hvert, og skal skrá þessi liggja til sýnis á kirkjustaðnum til ágústmúnaðarloka. Ef einhver sóknarmaður álítur niðurjöfnunina ósanngjarna, má hann bera það mál bréflega upp við sóknarnefndina, áður en ágústmún- aður er útrunninn: skal sóknarnefndin þá eiga fund með sér í önd- verðum septembermánuði, og boða til þess fundar hvern þann, er kært hefir niðurjöfnun nefndarinnar. Skal nefndin á fundinum skýra ástæður sínar fyrir þeim átriðum, er ágreiningurinn rís af, og takist henni eigi að fá hinn óánægða til að taka aplur umkvört- un sína, skal nefndin hið skjótasta kveðja til alinenns safnaðarfund- ar, er ræður málinu til lykta. 8. grein. Sóknamefndin heimtir saman sóknargjaldið, eður sér um, að það sé goldið prestinum skilvíslega f tæka tíð. Eindagi á sóknar- gjaldi er um veturnætur. 9. grein. Sóknargjaldið er rétt goldið með þeim gjaldmáta, sem ákveð- inn er i opnu bréfi 18 marz. 1859 um tíund til prests og kirkju. * * * ¥ Norðlingur hefir þá fært kaupendum sínum ágrip af nefndar- álitinu í brauða- og kirknamálinu og vonar hann að það komi bæði þeim og allri alþýðu vel, því málið er hið vandasamasta og mik- ilvægasta mál og snertir svo mjög andlegt og verslegt líf lands- búa. Oss þótti því nnuðsýnlegra að setja þetta ágrip af nefndar- álitinu í Norðling, sem hin blöðin hafa litiö fjallað um þetta vel- ferðarmál — vér teljum ekki «náðhúsablaðið» «Sknld», er bí- að hefir út þetta mál eins og öll þau mál sem eru svo slysin að hinn «þunnlífi» ritstjóri þess blaðs leggi nokkuð til þeirra — og svo eru «Ivirkjutíðindin» með nefndarálitinu í fárra manna liöndum, að minsta kosti hér nyrðra. I kirkjutíðindunum eru athugasemdir við hinar einstöku greinir í frumvörpunum, en það heíði orðið alt of langt blaðamál að taka jafnvel úgrip af þeim, enda er mergur málsins þar sem að eru frumvörpin sjálf og aðalástæður nefndar- manna fyrir þeim, svo vér álítum hverjum skynsömum manni hægt að dæma um stefnu nefndarinnar í heild sinni og skoðanir meirí og minni hlntans hvors um sig, eptir ágripinu í Norðlingi. — Nú er vér höfum fært alþýðu útdráttinn af nefndarálitinu, byrjarNorðl- ingur þegar að flytja henni dóm og álit einhvers hollasta, vitrasta og reyndasta vinar hennar, séra Arnljóts Ólafssonar á Bægisá. Séra Arnljótur lætur í landsmálaritgjörð sinni eigi lenda við leið- réttingarnar og aðfinningarnar í VI. kafia, heldur kemur hann í Vlf. kafla fram með nýja uppástungu í öllu þessu máli, að vorum dómi svo frjálslega, svo þjóðholla og í svo góðu samræmi við stjórn- arskrána og tíðarandann að uppástunga hans mundi, ef hún nær fram að ganga — en það er á valdi aiþýðu og þingmanna hennar — færa blessunarríkan ávöxt, því auk þess sem oss virðist hún koma eðlilega og sanngjarnlega fyrir sambandinu á milli presta og safn- aðanna, þá mundi hún og verða hið bezta meðal til þess að glæða og efla kristilegt líf og áhuga i söfnuðunum, sem nú mun víða mjög svo ábótavant. Vér skorum því fastlega á þjóðina að íhuga fyrst vel ne fndarálitið og svo tillögur holl- vinar síns og segja alþingismönnum sínum einarð- lega álit sitt í þessu velferðarmáli í tima. Vér munum sjá svo um, að þetta og næsta tölublað Norðlings, bæði með ritgjðrðum séra Arnljóts í optnefndu máli, fáist sörstök til kaups. BRÉF frá Eiríki Magnússyni, M. A. til frú K. Ií. Kjerúlf að Ormarstöðum í Fellum. (Framhald). Norður frú kirkjunni er skógvaxinn garður er nú heitir Lunda-gárd, en að forna hét Curia Lundensis og lá umhverfis erkibiskupssetrið og dróg af því hið latneska nafn. Öll eru tré hér gróðursett fyrir iöngu, hér eru gangar beggja vegna settir kistlum (menn fyrirgefi mér, að eg gef það nafn trjá- tegund þeirri er Danir og Svíar kalla Kastanier (Lat. castanea vesca); Engilsaxar nefndu það tré cystel og þaðan mun runnið islenzka orðið kistill, og vera líkt að ætt komið eins og askur, sem er trjáheiti, Englar kalla slík tré chest-nut), þar eru og aðrir gangar settir öskum (eskitrjám) beggja vegna, þar eru og gróður- settar lindir, aspir, álmar og bækr (beyki) og er hér unað- legur hvílustaður í forsælunni er sól brennur heitt á sumardag. Austur um þennan garð er Tegnérs-völlur. þar stendur, miðsreit- is, stytta skáldsins, eptir myndasmiðinn Qvarnström, styðst Tegnér við runastein, en við hliðina á honum er harpa er hvílir upp við steininn, en á horpuhornið er hengdur lárviðarsveigur, skáldakór- ónan. Hér eru mörg stór hús er háskólinn á, og er mest þeirra háskóla samkundan (akademiska föreningen i Lund) sem er konungshöllu líkust að öllu utan og innan. Bókasafn háskólans er og næsta veglegt hús. í því eru yfir 100,000 bindi prentaðra bóka og handrita. Hér er mjög merkilegt handrit af kvæðum Vir- gils á bókfelli. Hér er og hin elzta útgáfa sem til er af ritgjörð þeirri er Rhetorica (eða Rhetorica ad Herennium) er nefnd, og venjulega er eignuð Cicero, prentuð á bókfelli i Feneyj- um, 1470, þá er hér og llómverjasaga Liviusar, prentuð sama stað- ar og á sama ári, og saga Cæsars um herfarir hans í Galliu prent- uð í Róm 1469. þessar útgáfur eru meðal hinna allra sjaldgæf- ustu fornprentaðra bóka (Palæotyper). — Eitt er það hús í Lundi, er mér fanst næstum mest um, als er eg sá þar: það er húsið sem skáldið Tegnér bjó í, meðan hann var prófessor við háskólann. það stendur norðanmegin hinnar svo nefndu Klausturgötu, skamt upp frá dómkirkjunni. Árið 1862 tóku sig saman nokkrir auð- menn og höfðingjar í Skáney og létu ganga út áskorun til hinnar sænsku þjóðar, að leggja fram fð til þess, að ná eignarhaldi á húsi hins þjóðfræga skálds, og safna þangað þeim leyfum eptir hann er fengizt gætu, til þess, minningu hans yrði haldið þar á lopti, er hann lifði frægustu ár æfi sinnar. Áskoruninni var vel gegnt, eins og við mátti búast; Tegnérs-stofnunin fékk keypt húsið sama ár, og hafði nóg efni með tímanum fyrir hendi til þess að reisa það við og hressa uppá því, sem þurfa þótti. það er einloptað og ekki allstórt. Herbergið, þar sem hann var vanur að vinna, er mjög með sömu ummerkjum og það var, er hann bjó í húsinu. Sonur hans prófastur Christoífer Tegnér hefir gefið þangað flesta þá muni er í hans eigu komu og áður voru í þessu herbergi með- an skáldið lifði, svo ssm kotruborð hans, legubekk, skuggsjá og þvottaborð; stóllinn sem liann sat í er hér einnig, og fagurlega útsaumuð ábreiða er lögð var yfir hvílu hans, daginn sem hann gekk að eiga Önnu Myhrmann (22. ágúst 1806). Tegnérs stofn- unin hefir safnað allmörgum útgáfum og þýðingum af rítum skálds- ins. Meðal annara þýðinga sá eg þar Friðþjófssögu-þýðingu séra Mattiasar; hún lá þar opin undir glerskýlu meðal annara þýðinga margra af þessu riti, sem Tegner hefir orðið frægstur fyrir als er hann orti. það vildi svo til að við blasti opnan bls. 44—45, og leit eg í flýtinum á enda fjórða erindis í unaðurslund Friðþjófs: Og fornlynd goðafóstran, njóla, Með flogagulli skautar sér. sem mér þykir æði flogaleg þvðing á orðum Tegnérs: Válkommen, natt, du Gudars moder, Med perlor pá din bröilopsdrágt I er mér virðast fullmyrk eins og þau eru, þó ekki sé í þau borið. Á rúnstafasafni því er hér er er margt að græða. Eg fann hér staf með heiðnu dagatali, það er: með 364 dögum í árinu í stað 365, og margir stafanna voru allfornir, eg hafði aðeins tíma til að fara yfir safnið í flýti og varð að láta mér lynda stuttar at- hugasemdir nm flest er þar var að sjá af merkara tagi í rímstafa- fræði. þegar því var lokið, bjuggumst við til ferðar norður ábóg- inn, og réð eg af að fara héðan rakleiðis til Stokkhólms En þó ekki með járnbraut alla leið, heldur aðeins til Jönköping og þaðan skurðar- og vatnaveginn. (Framh ).

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.