Norðlingur - 29.04.1879, Síða 1

Norðlingur - 29.04.1879, Síða 1
Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. IV, 33—34. Kemur út 2—3 á mánuði 30 blöð als um árið. þriðjudag 29. Apríl. Noíikur landsraál eptir Arnljót Ólafsson. VII. Eg skal nú \era fáorðr um síðara hlula nefndarálitsins, er tekr yílr blaðsíðurnar 83 til 102. Fyrsta frumvarp nefndarinnar í þess- um kafla er um nokkrar breytíngar á tekjum presta. Er breytíng- in einkanlega í því fólgin, að prestsfjórðóngr tíundar af jörðum og lausafð svo og dagsverk skulu aftekin, en sama upphæð, sem þetta hvorttveggja numið hefir eftir aukamatinu 1878, skal lögð á brauð- húa eftir sömu reglum sem sveitarútsvör. Prestar komast þá að nokkru íeyti á sveitina. Mikil er framförin! þótt þess sé eigi get- ið með berum orðum, þá mun ætlast til þess að sveitanefndirnar heimti gjald þetta saman og fái í hönd prestum; svo munu þær líklegast eiga að gjöra þetta endrgjaldslaust. petta er hvað eftir öðru. Gjaldheimtan er jafnt sanngjörn fyrir sveitanefndirnar sem gjaldið er viðkunnanlegt fyrir prestinn. Sveitanefndirnar hðr á landi munu nú hafa á hendi ár hvert heimtu á hérum 300,000 kr. að öllu samtöldu, og eigi aðeins heimtu á þessu fé, heldr og um- sjón þess og úthýtíng. Sýslumenn og bæjarfógetar munu eigi hafa heimtu á meir en helmíng þessa fjár; en hver er þó munr á laun- um þeirra og sveitanefndanna? þess er skylt að geta með verð- ugri viðrkenníngu, að minni hluti nefndarinnar félst eigi á slíka tilhögun. ÍNæsta frumvarpið er frá allri nefndinni. pað fer því fram, að fyrir skírn sé greiddar 5 álnir, fyrir fermíng 15 áln., hjóna- vígslu 15 ál. og líksöng 'ÍÖ á!n. En ekki skal greiða fyrir kirkju- leiðslu kvenna. Alt er nú á eina bókina laert*. í annan stað er það lagt til, svo sem í þóknunar skyni við sveitasjóðina og sveita- nefndirnar, að «fyrir aukaverk þau er snerta sveitalimi og aðra ör- eiga ber að greiða presti borgun úr sveitasjóði». Um lagafrumvarp nefndarinnar til kirkjugjalda er likt að segja. þó þykir mér athuga- verðust 5. gr. um sætisfiskinn, er nefndin leggr til að tekinn sé af öllum sjóróðrarmönnum. Ætli sveitakirkjurnar ætti þá eigi sömu- leiðis að fá sætisfisk af öllum kaupamönnum er fá sér atvinnu upp í sveit á sumrum! þá er það og athugavert, að nefndin vill þeg- nr í stað taka af alt tíundarfrelsi til kirkna, en lætr sér eigi nægja að bíða til næstu ábúendaskifta. Nefndin ber fyrir sig aftekníng undanþágnanna í skattalögnnum, svo sem eitt ranglæti réttlætist af öðru. Um þrjú síðustu frumvörpin eftir ininna hluta nefndarinnar skal eg aðeins geta þess, að mér líkar þau vel að mörgu leyti, og víst er um það, að þau fela í sér góð frækorn til frelsis og fram- fara, er hin fyrri þrjú frumvörpin virðast vanta gjörsamlega. Áðr en eg skil við þessar fáorðu athugasemdir mfnar um sjálf- ar gjörðir nefndarinnar, finn eg mér skylt að geta þess, að eg þyk- ist þekkja alla þessa samnefndarmenn stiftsyfirvaldanna svo vel að þeirri þekkíng þeim drengskap og því frjálslyndi, að eg fæ mér eigi f hug leitt að né eitt sáðkorn sé með fyrsta fra þeim komið af súr- degi þvi er andar svo fúlt híngað og þangað innanum frumvörp meira hlutans. Svo er því og engu síðr skylt á loft að halda, að nefndin hefir afkastað miklu Og vandasömu verki, er nú liggr f’yrir almannasjónum, og er það skylda allra landsmanna, en þó sérílagi allra alþíngismanna, að lesa nefndarálitið nákvæmlega og skýra fyrir sér og öðrum umbætr þær, er á því þarf að gjöra. Eg skal nú lengja við máliö nokkrum almennum athugasemdurn. Hvaðan er þessi alda runnin um brauðkökur stórar og vel bakaðar handa prestum? Eg mundi sannarlega gjöra enda Öllum þorra presta rangt til, ef eg segðí hún runnin væri eingöngu upp- af hjartarótum og fram af vörum þeirra. En lltil nauðsyn er á að leita grandgæfdega að upptökum hennar; vér vitum að alda þessi er til, hún «dunar á eyrum, breiða þekr bakka»; vér vitum að lmn sprettr upp i eldfjallinu mikla, Embættisdýngjur, og þá er eigi að sökum að spyrja. Hilt er sjálfsagt ekki tiltökumál, þött þeir preslar kvarti ér búa á lökustu brauðunum, og þótt allir finni hinn vitlausa mismun brauðanna. En sem vér nú athugum kjör- bætr prestanna, koma oss í hug margar spurníngar. Eg skai fús- ') Um atritii þetta er gott ab samanbera alþiDgístíb. 1845, einknm 321, — 351 bls. 129 lega játa að öll þörf er á að jafna brauðin og fækka þeim hæfi- lega. En hvað svo? Er prestum nú á dögum orðið svo tregt um talandann, að þeir komi eigi upp guðsorðinu, nema munnr þeirra sé áður liðkaðr af sætabrauði og magi þeirra fyltr af stórum brauð- hleifum? það vona eg eigi sé. Og hvaðumþað; spurníngin verðr þó æfinlega sú: til hvers og fyrir hvern eru þeir að prédika og fremja aðra guðsþjónustu? Fyrir söfnuðina, segja menn. |>að er rött, því eigi nokkurr embættismaðr að geta heitið réttu nafni þjónn sinna manna, þá á prestrinn vissulega að vera það. Söfnuðirnir eru þá eigi aðeins annarr aðili brauðamálsins, heldr og meginaðili þess: j>ví jafnskjótt sem vér segjum og játum að öll prestsverk sé gjörð vegna safnaðanna en éigi sakir prestanna sjálfra, þá hljótum vér og að segja og játa, að brauðamálið, að alt þetta mál sé i raun og veru safnaðamái en ekki prestamál. En hafa nú söfnuðirnir verið aðspurðir um málið? Iléraðsfundir voru haldnir í fyrra sum- ar, það er öll aðspurn'in. En það er hvorttveggja að héraðsfund- irnir munu víða hafa orðið marklitlir, enda hefir nefndin lítt farið eftir aðaltillögum þeirra funda eðr þess fundar, er merkastar gerði tillögurnar. Vér getum því sagt, að enn sé eftir að vita vilja safn- aðanna. Nú munu menn segja: það þarf eigi að ganga fram fyrir söfnuðina og spyrja þá; þeir geta gefið hljóð af sér óspurðir, rætt og ritað málið og Sent bænarskrár og frumvörp til alþíngis. Hér til liggr það svar: þetta er eigi satt nema að nokkru leyti, þvi hvorki er málið undirbúið né heldr er hægt að ráða því til lykta nema á löngum tima, þólt það væri nokkurnveginn undirbúið. Mál- ið er i sjálfu sér samlífismál presta og safnaða, málið er trú- frelsismál og þj óð kir kj umál, og tekr því eigi til alþíngis eðr löggjafans nema að tvennu leyti: 1., alþíngi verðr að gjöra sitt til að losa þjóðkirkjuna úr fjötrum ríkiskirkjunnar og fá hana í hendr söfnuðunum með góðu og frjálslegu fyrirkomulagi, og 2., styðja hana og vernda. Stjórnárskrá vor segir svo í fimta þætti: (45. grein). «llin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda». (46. gr.). nLandsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna Guði með þeim hætti sem bezt á við sannfæringu hvers eins, þó má eigi kenna neilt sem er gagnstætt góðu siðferði og alsherjarreglu». (47. gr.). «Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðleg- urn réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldr má nokkurr fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu». þannig hljóðar nú stjórnarskráin. En hverja breytíng gjöra nú greinar þessar á kirkju, það er á kristniskipun vorri? Breyt- íngin er einkum þessi: Áðr skyldi hverr landsmaðr þá kristui játa og hafa er könúngr játaði og þóktist hafa, en nú skiftir kon- úngr, það er landstjórnin og löggjafinn sér ekki af trú manna, hverr má hafa þá kristni og þá trú er honum sjálfum líkar. Aðskilnaðr er gjörr á Iíristsríki og þegnríki, á himinríki og heimsriki. Land- stjórn og löggjöf iáta sig varða um siðferði manna, almenna reglu- semi í lifnaði, að landsmenn sé réttir þegnar í þjóðfélaginu; en þær varðar eigi um hverja trú þeir rækja né hvern siðsaman trúar- fiokk eðr siðlát trúarfélög þeir stofna, það liggr fyrir utan verka- hríng landstjórnarinnar, fyrir utan löggjafarsvið alþíngis. Orðið kirkja er hér sömu merkíngar sem orðið kristni, og hefir því tvær aðalþýðíngar, aðra innri, er táknar kristna trú, og hiua ytri, er merkir eðr lýtr að skipulagi kristins safnaðar. En hvað merkir þá eiginlega þjóðkirkja eða þjóðkristni ? í gagnstefnu og andsetníng við ríkiskirkju eða konúngskristni þýðir þjóðkirkja þjóðlega og þjóð- frjálsa kristni, bæði sem kristna trú hið innra og sem kristniskipun hið ytra. En gagnvart öðrum trúarflokkum í landinu þýðir þjóð- kirkja hina almennu kristni landsmanna. En hverr er stuðníngr sá og vsrnd sú, er hið opinbera, cr landsvaldið þ. e. löggjöf og landstjórn á að láta þjóðkirkjunni í té? Hin sama aðstoð og vernd, sem landsvaldið á að inna sérhverri annari lögmætri stofnun í þjóðféíaginu. Landsvaldið á að styöja ogverndarétt- indiog frelsi þjóðlegrar kristniskipunar, en trúna sjálfa hefir það hvorki rétt né skyldu til að styðja eð r vernda. 130

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.