Norðlingur - 29.04.1879, Side 3

Norðlingur - 29.04.1879, Side 3
133 134 Jönköping. Járnbrautin gengur norður land, nærri þvf krókalaust, alla leiðina til Nássjö, norður í Austr-Gautlandi. Við Nássjö eru brautamót; heldur meginbrautin áfram norður úr öllu landi alla leið til Falun, norður i Dölum þar er lengi hefir verið eirsmelta all- mikil, en nú er miklu minni en að fornu fari. Önnur braut geng- ur út og suður um land til Oskarshamn við Kalmarsund; en hin þriðja gengur vestur og norður að Jönköping. Alla leiðina norður Skáney er land flatt og ágætlega vel yrkt; ekrur hvervetna girtar pílgörðum og landvegir hinir beztu. Ilvervetna má sjá hér merki velmegunar og víða hvar auðs. Bygðin stendur þðtt, og má bezt ráða það af hinum fjöldamörgu kirkjum er sjást af járnbrautinni og bæjum bænda er á hverri stundu blasa við, háreistir, tíðast Ijóssteindir, skýldir laufskógi umhverfis og blómsturreitum fram- anbæjar og sumir furðulega fjölhýstir. Fólk er hér mjög ólíkt Upp- Svíum; þrekið, þungt á sðr, höfugmælt og loðmælt, með errið lengst niðri í kverkum, en drjúgt í viðmóti og vanafast í skoðun- um. f>egar er kemur inn í Smáland tekur land og fólk stakka- skiptum. Pílgirðingar hverfa, en steingarðar taka við. Landið verð- ur hrjóstugra með köflum, og ójafnara, stöðuvötn blasa við af og til á báðar hendur; hnöllungar mæna hvervetna upp úr þunnum sverði og sýna hinar afurnu hyrnur þeirra það, að þeir hafa velzt hingað neðan jökuls og skilið hðr við skriðjöklana á hinni miklu íss- og skriðjökla-öld Norðurlanda. Kirkjur verða strjálari, bænda- bæir verða minni og litaðir rauðum steini sem er aðallitur trjá- bæja um alt Svíaríki þar sem eg hefi komið, Hér fer að lieyrast hið hreina norræna tungutak á errinu, þótt það hljóð sé ærið blaud- ið. Smáiendingar og Vesturgautar eru nábúar og þykja eiga mjög skilt i því tvennu, að eiga létt til máls og vera slungnir kaupmenn. Um Smálendinga er það alsaga um alt Svíaríki að þeim verði alt að skildingi eða björg: «En smálánding kan föda sig pá en sten i hafvet, om man sátter honom dit», heyrði eg i Upsölum að væri almanna rómur um bjargvísi þessa fólks. En Vesturgautar hafa jafnan fengið orð fyrir að vera Svíaríkis mestu kaupahéðnar. Að undanförnu var það algengt, að þeir færu hundruðum sainan um alt land með dót sitt að selja það; fengu mikið orð fyrir það, aö hafa frábær tök á að mæla svo fyrir kraminu að úr yrði kaup livar sem það var boðið. Nú hafa járnbrautir og samgöngur tekið fyrir þessa iðn og gjört úr landslýð eitthvert hið starfsamasta og ötul- asta fólk i öllu landinu við heimaverzlun og iðnað. þegar norðar dregur, norður í Nerike (framborið á sænsku Nerke) Vestmanland og Vermland, þar er megin atvinnuvegir eru akuryrkja, málm-nám og skógarhögg, fer að bera meira á hreiölegum Norðlinga brag á fólki, málfærið verður snjalt og smellið hjá því sem það er í Skán- ey og enda á Smálandi, fjörbragur er auðsýnni og léttari svipur yfir höfuð á fólkinu, þessir Mið-Svíar þykja dugnaðar og iðjumenn miklir og hafa orð á sér einkum fyrir að vera kapps og metnaðar- menn og metorðagjarnir. |>essu fjörbragði þeirra Mið-Svía er lifa i héruðunum umhverös hin miklu vötn Væni, Veitur, Hjelmaren og Lög bregður til framtaksanda um verzlun og ferðalög meðal þeirra er byggja hina svonefndu Vingakursbygð sunnan Hjelmarens. J>ar þykir mannfólk fegurst að andlitsfari í Svíaríki; þar er hinn forni þjóðbúningur enn líður og merkilega skrautlitur. Áður var þessi bygð orðlögð fyrir víkingsskap og vígafýst. En nú, er dauft er orðið á hafinu um þesskonar atvinnu, taka við verzlunarferðir út og suð- ur um Eystrasalt og aptur og fram um hin miklu vötn, og þykja Ving-akurs búar hinir ötulustu til alskonar slíkra ferðalaga að heim- an. { Suðurmannalandi og Upplandi veitir allri landverzlun til Slockholms og þykja því þessi héruð nokkuð snortin töfrastaf hins ósiðuga staðarlífs, en meira mun þó orð á því gjört en það er í raun og veru, og ágætlega knnni eg við Upplendinga þar sem eg komst í tæri við þá, og þeir er byggja Skerjagarðinn þykja enn í dag einhverjir hinir hreinustu menn í viðskiptum og traustir til drenglyndis ef á bjátar. En norður í Dölum, Gestrekalandi og Norðurlandi eru Svíar enn í dag líkastir þvi sem þeir hafa verið alla daga. Dalakarlar þykja, og þykjast sjálör, vera mergr, bein, vöðvi, taug og blóð hinnar sænsku þjóðar. þeir eru grjótfastir við sfnar fornu kreddur, ganga á síðum kyrtlum, stuttum brókum hnepptum í knésbót, á lituðum sokkum og frábærlega ilþykkum skóm, með kollóttan flókahatt á höfði; opt með skinnsvuntu undir kyrtli sínura. það er merkilegt, að sjá hversu rösklegir Dalakarlar eru á velli og réttgengir. þeir hafa einkennilega hreifilegt göngu- lag, sem ekkert er í af monti eða eiginlegri drýldni, en auðsén þó í gegnum það innri meðvitund um afl, líf og frelsi. J>að sem eg sá af Dalakollum (Dalkullor), svo nefna Svíar í Stokkhólmi kvennfólk ofan úr Dölum, helzt ógipt, þótti mér þær snoturlegar ásýndum og sumar fríðar; glaðlyndar voru þær að mestu og eink- anlega greindar, orðhvatar og íglettnar í máli, og kunni eg vel við. J>að er einkennilegt við flest Dalafólk, að það er sögufrótt fremur en annar almúgi i Svíaríki og einkum minnugt snarræðis þess, er konur sýndu norður i Dölum, að koma Gustaf Yasa undan eptir- leit Christierns 2. |>að er eins og þetta orðiagða snarræði frá Vasaleitinni hafl gengið í erfð til «kollanna» og eru margar sögur sagðar um hversu fljótt og greiðlega þær snúi sér úr vandræðum ef í þau ratar, einkum með hnittilegum svörum. þannig segir ein saga, að dalakolla hafl verið á gistingu suður i Smálöndum hjá kunningjum þegar sóknarpreslurinn kom þar að húsvitja. Honum þótti hún ærið sveitaleg og ekki eins snyrtileg eins og hann átti við að venjast i söfnuði sínum, og hélt, að með hinum sveitaiega Dalabúningi færi sveitaleg einfeldni og andleg fátækt. þegar að henni kom í húsvitjuninni að spyrja hana úr fræöunum, segir prest- ur: «Hvað marga guði haflð þið nú uppi í Dölunum, telpa min?» — «Haflð þið týnt nokkrum hér i neðra?» var hið greiða svar. J>ar enduðu spurningar prests. Eg hefi nú komizt út í ýmsa sálma, sem eiginlega eru ekkí beinlínis ferðasaga frá Lundi til Jönköpings og Stockhólms. En eg vona að það verði varla þér né lesendunum het'ndargjöf; en þvf sem komið er nenni eg ekki að breyta. Leiðin liggur um alt meg- in landsins , og góðfýsi góðra manna fyrirgefur þann útúrdúr, að eg hefi lýst lítið eitt fólki utan brautarinnar ásamt því er á leið minni varð. Við komum seint um kvöld til Jönköping og tókum næturgist- ingu í «Jönköping-hotel» stóru og prýðilegu. Bærinn liggr við suðurendann á Veitum og er allstór, með einum 13,000 ibúum. Héðan afréðum við að halda daginn eptir, .og fara með gufuskip- inu Esajas Tegnér alla leið til Stockhólms. Hér varð viðstaðan heill dagur, því Esajas Tegnér lagði ekki af stað fyr en undir mið- nætti. Svo eru Veitur stórar, að frá Jönköping sér hvergi til lands austanvatns. Daginn sem við stóðum hér við, notuðum við til að skoðast um; við fengum okkur vagn og hesta til að fara til staðar þess er Husqvarna heilir, og liggur nokkrar mílur austur frá Jönköping uppi i dalkvos þeirri er Husqarnadal heitir. J>að er þröngt daldrag og fossar niður um það Husqvarna á er veitt er á skotfæra verksmiðjur J>ær er hér hafa staðið um langa tíma. Við klifruðum upp með ánni bratta smástigu og komum öðru hvoru fram á klettasnasir og horfðum niður í ána rjúkandi ofan gljúfrið og var vatns og lands sýn hvorttveggja svipmikil. Gljúfrið var al- vaxið öskum og álmum og tyltu þeir sér hvar sem tægju var að finna, og veifuðu döggstokknum greinum yfir fossunum, en út frá greri smáskógur og í skjóli við hann margskonar blóm og það sem okkur varð leitsælt við: hin vilta jarðarberja tegund er Svíar nefna Smultron. Auk verksmiðja þeirra sem ganga uppi í þess- um dal, og á síðari árum eru farnar að búa til hinar beztu sauma- vélar er fást í Svírríki, eru niðrí í bænum sjálfum Jönköping eink- um tvær frægar verksmiðjur; er í annari búinn til umvafa pappír, sem flytst mest til Rússlands og Suður-Ameriku, en í hinni eld- spítur sem nú ganga um allan heim. Svo er hér vel að verið spítnagjörðinni, að verksmiðjan selur árlega að meðaltali spítur fyrir meira en tvær millionir króua. — Jönköping liggur eiginlega milli tveggja vatna, Yeita að austan og Munksjár að vestan, og við Munksjó er höfnin, en skurður gengur úr Munksjó yfir í Veitur og um þær fara öll skip er frá Jönköping fara austur á við. Við fór- um á skip á tiltekinni tíð og var síðan brátt haldið af stað, en hvergi sá neitt til lands né lagar er út kom á vatnið og fól eg mig því svefni og draum og forsjá Esajasar Teguérs. Um morguninn er eg vaknaði vorum við komin til Motala sem stendur við austurendann á vatninu. Hér eru mestar járnsmiðjur í Svíaríki, og flest járnskip gjörð. Félag það er þessar smiðjur á, á og stórar smiðjur af líku tagi í Gautaborg og í Nyköping. |>eg- ar örast hefir verið um verzlun hafa hér verið við vinnu yfir 1700 járnsmiða. Hefir félagið reist þeim íveruhús hvervetna umhverfis smiðjurnar, þar að auki skóla handa börnum þeirra, sjúkra hús, og ýmsar aðrar stofnanir þeim til mentunar og hagræðis. Hér hefjast skipin upp frá stöðuvatninu með stíflum, upp í hinn eigin- lega Gautaskurð, þangað til þau eru komin nær fjörutiu fetum yfir vatnsflöt. Er það fyrst í stað undarlegt, að horfa af skipsfjöl út yfir land á bæði borð, opt miklu lægra en vatnið sem eptir er siglt. Viða er náttúrufegurð mikla að líta á báðar hendur við þenna skurð, Landið tekur sífeldum stakkaskiptum á hverri stundu. Stundum ganga skógar fast að síkinu og standa bændabýlin eða stórbúa-ból upp á milli trjánna og sér upp götuna heim í bæjardyr opt gegn- um hálfdimmar iaufhvelfingar. Á öðrum stöðum gráir klettar upp úr skógnum og er ekki ótítt að sjá furur vaxa upp úr klettunum, sem tilsýndar virðast alveg svarðlausir, en furunni er nóg, ef hún getur borað rótum sínum inn í gjótur og giufur, þá lifir hún þótt bolurinn standi nærri því í svarðleysu. — Stundum blasa við akur- lönd eða engi eða skóglausar fellshlíðar með búsmala á beit. Öfl þessi tilbreytni gjörir ferðina um þenna skurð hina áuægjulegustu, er það nú þegar manni slær saman við skemtilegt samferðafólk. Gautasíkið er hið mesta inaunvirki á Norðurlöudum, og heljarverk þó lengra sé til vitnað. J>að eru eiginlega þrír stórir skurðir er

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.