Norðlingur - 14.06.1879, Qupperneq 2
155
35 C
in sjálf bent til þess, með því að stinga uppá, að fella niður 500
kr. af tillaginu til dómkirkjubrauðsins*.
Hestþing í Borgarfjarðarsýslu þurfa engrar uppbótar viö, eins
og að framan er ávikið og mega því þær 200 kr. , sem nefndin
ætlast til að þessu brauði verði lagðar frá hinu sameinaða Saur-
bæjar- og Mela-prestakalli, ganga til að bæta upp Lundar-presta-
kall. I Mýra-prófastsdæmi þarf ekkert prestakall uppbótar við, en
í Snæfellsness-prófastsdæmi mun að vísu ekki veita af, að bæta upp
Nesþing með 300 kr., enda þótt meiri hluti Breiðavíkurþinga yrði
sameinaður þar við, en ^þessa uppbót mætti víst taka af Staða-
staðar- og Helgafells-prestaköllum. 1 Dalasýslu vill nefndiu láta
Jeggja niður Hvammsprestakall og Skarðsþinga-prestakall, en stofna
eitl nvtt prestakall: Staðarfells-þing. Eg fæ nú ekki séð, að mik-
ið sé unnið við þessa breytingu, nema ef vera skyldi það, aö Saur-
bæjarþing verða allgott brauð, þegar Skarðssókn sameinast þarvið.
En þetta finst mér líka mætti verða með öðru móti, því eg get
eigi talið það neinn ógjörning, að sameina Staðarfellssókn við
Skarðsþing, einsog áður befir verið ráðgjört; ef presturinrr sæti t.
d. í Dagverðarnesi, mundi það varla verða örðugra prestakall en
Nesþing með meiri bluta Breiðavíkur-þinga, og leggja síðan sam-
an Saurbæjarþing ög Garpsdal. Með þessu móti spöruðust þær
700 kr., er nefndin vill láta leggja frá Hjarðarholti til Stáðarfells-
þinga, og mætti svo verja þeim til að bæta upp fátæku Lrauðin í
Barðastrandarsýslu ; Flatey (400 kr.), Gufudal (með 200 kr.)', og
Brjámslæk, er líklega væri nóg að veita 100 kr uppbót. í Isa-
fjarðarsýslu er fátt af þeirft brauðum, er nokkrar tekjur megi missa,
en margt af rýrðar- og útkjálkabrauðum, og verður því víst ekki hjá
því komizt, að leggja þangað talsvert tillag úr landssjóði. Sam-
einingar þær, er nefndin hefir stungið uppá í þessari sýslu , má
víst telja heppilegar yfir höfuð að tala, enda þótt þær sumar hverj-
ar hljóti að vera talsverðum eríiðleikum bundnar, en Bjá slíku
verður ekki komizt, þar sem svo hagar landslagi. Ef farið er
eptir tillögum nefndarinnar, sem mér virðastmjög senuilegar, verða
Jagðar als 1600 kr. úr landssjóði til beggja prófastsdæmanna í
Isafjarðarsýslu. I Strandasýslu stingur nefndin ekki uppá neinni
breytingu frá því sem verið hefir, annari en þeirri, Tröllatungu séu
Jagðar 300 kr. úr landssjóði. En langtum 'betra finst mér að
sameina Óspakseyrarsókn við þetta brauð, og bæta það upp með
tekjum frá Prestbakka, en sameina aptur Stað í Hrútafirði við Prests-
bakka, mundi sú sameining verða hagfeld, og miklu eðlilew'i en hin
ráðgj.ör^a jsajnejning Stað^ir við Efranúpssókn. Að þeifri saríiein-
ingu frátekínni virðast mjer brauðasameiningar nefndarinnar í
Húnavatnssýstu vel tiltækilegar, en óþarft sýnist mér að bæta upp
Tjarnarbrauð með 300 kr., og eins að leggja 500 kr. til Hofs á
Skagaströnd, því þótt það sé fremur rýrt brauð, þá mundu víst 300
kr. nægja til að gjöra það aðgengilegt, og mætti þá leggja héðan
200 kr. til Hvamms í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Væri nú auk
þess lagðar til Hvamms 200 kr. frá Glaumbæ, mundi það verða
full-viðunaHlegt brauð. Fells-prestakalli hygg eg mundi nægja 300
kr. uppbót. Nefndin heflr stungið uppá cð Knappstaða-prestakall
sameinist við Barð í Fljólum, en kirkjufundur Eyfirðinga hafði áð-
ur lagt það til, að það yrði sameinað við Kvíabekk, og læt eg ó-
sagt hvað hentugra sé, en væri það sameinað við Kvíabekk, kynni
að vera, að það brauð þyrlti ekki meiri uppbótar við, og gætu þá
þær 200 kr., sem nefndin ætlast til að lagðar verði frá Völlum í
Svarfaðardal, lagzt til Hvanneyrar. Mun það brauð víst ekki þurfa
meiri uppbótar því það hefir jafnan þótt aðgengilegt, og finst mér
tálsverð ósamkvæmni lýsa sér í því hjá nefndinni, að vilja láta það
fá meiri uppbót en Grímseyjar-brauðið, sem allajafna hefir gengíð
tregast að fá presta tií. Grímseyjarprestakalli mætti svo leggja þær
300 kr., sem nefndin vill láta taka fra Möðruvallaklaustri. Grund-
arþing er varla ástæða til að bæta upp , nema ef til þeirra yrði
lagt eitthvað frá Saurbæ, fyrst fundur Eyfirðinga lagði það til að
þau brauð yrði sameiuuð. Tillögur nefndarinnar um brauðaskipun
I þingeyjarsýslu virðast á góðum ástæðum bygðar; einnig má geta
þess, að 300 kr. sýnist vera nóg uppbót handa Mývatnsþingum,
sem er hægt brauð og vel í sveit komið, og að óþarfi virðist, að
leggja meira en 100 kr. til Flöfða. Mælti svo leggja þær 300 kr.
er þannig spöruðust, til Lundarbrekku-prestakalls, og mundi |það
vera nægileg uppbót handa þvi brauði. Sömuleiðis bygg eg, að
100 kr. sé nóg uppbót handa hinu sameinaða Skinnastáða- og
Garðs-prestakalli, og ætti þá hitt hundraðið, sem nefndin vjll leggja
til þessa brauðs frá Sauðanesi, að ganga tit Fjallaþinga, sem þann-
ig fengju al8 400 kr. frá öðrum brauðum og þyrfti því líklega
ekki nema 200 kr. úr landsjóði.
*) Eg er ekki svo kunnugur þar syfra, sð eg þori afe stinga uppá
ab sameina ólfus og Selvog f eltt prestakall, en leggja nitur Reykja-
•g Hjalla-kirkjur, og sameina svo Krísuvíkureókn við stað í Grinda-
vk
Samkvæmt þessum uppástungum mínum legðust als 300 kr.
úr landsjóði til fátækra prestakalla hér á landi og finst 'mér als
ekki takandi í mál að landssjóður leggi meira til uppbóta brauðanna.
En varla mun heldur unt að komast af með miuna tillag efbrauð-
in eiga yfir höfuð að geta orðið aðgengileg. Eg get nú ekki sagt
neitt með vissu um það, hvort gjaldfrelsið, sem prestastéttinn áð-
ur hafði, samsvarar þessari upphæð, eða nemur meiru, en nær er
mér þó að halda, að álögur þær, sem með skatlalögunum nýju erut
lagðar á prestasléttina, fram yfir það sem áður var, muni vera
heldur meiri en minni, en þessum 3000 kr. svarar. Og sé svo,
þá er full sanngirnis-ástæða til að veita þetta fé til að bæta kjör
prestanna.
Um hin önnur atriði nefndarálitsins, viðvíkjandi breytingum á
tekjum presta og kirkna, skal eg vera fáorður, því mér virðast
fæstar af þessum breytingum sérlega áríðandi í bráðina. En yfir
höfuð að tala felli eg mig betur við tillögur minna hlutans en meira
hlutans, og ófært finst mér að slengja||uppá hreppsnefndirnar niður-
jöfnun og innheimtu á prestsgjöldum, og það endurgjaldslaust, því
þessar nefndir hafa áður nóg að gjöra fyrir engin laun, og ef prest-
inum er vorkun að hafa á hendi innheimtuna á tekjum sínum og
reikna þær út(?) þi er hreppsnefndinni ekki síður vorkennandi.
það munu annars reynast nógir annmarkar á niðurjöfnuninni, ekki
síður en á því fyrirkomulagi gjaldanna, er nú tíðkast. Nauðsyn-
legt virðist mér að breyta dagsverkaskyldu vinnumanaa í eilthvert
annað gjald, sem betur samsvaraði efnum og stöðu þeirra, en ekki
er mér sárt um neitt af hinum gömlu gjöldum, ekki einu sinni um
lambsfóðrin, og álít eg þau samt hið notalegasta gjald fyrir prest-
inn, enda eru þau að minsta kosti sumstaðar, t. d. f Skaptafells-
sýslu, ekki metin í verðlagsskránni nærri því svo mikils sem þau
eru verð. Borgun fyrir aukaverk virðist mér nefndin hafa hækkað
óþarflega mikið, en réttast finst mér að fella burt sérstaka borgun
fyrir kirkjuleiðsiu kvenna, og sjálfsagt ættu prestar að fá borgun
úr sveitarsjóði fyrir þau aukaverk er snerta sveitarlimi og öreiga,
því ekki eru prestar fremur öðrum undanþegnir gjöldum til sveit-
ar, og er þannig engin ástæða tii, að láta þá vinna fyrir sveitina
fyrir als ekkert.
4. 8.
NOKKUR ORÐ
1 landbúnaí arlagamílina,
Nú er sá tími þegar útrunninu, sem haldið hefir opnum fyrir
þjóðinni landsmálum vorum, þeim er bíða þings á komanda sumri,
og tel eg það sorglegan vott um viðvarandi doðadúr hennar, hve
sárfair bafa tekið til máls i blöðunum nú á milli þinga. Eitt af
þessum málum er landbúnaðarlagamálið; í norðlenzku blöðunum
man eg eigi eptir að aðrir hafi skritað um það á þessu tímahili en
berra Aón Sigurðurðssou alþingismaður i Norðlingi III. 47—48,
59-60 og IV. 1—2, 56 og útaf því lítið eitt einhver «Norðlingur»
í Norðlingi IV, 7 — 8.
Jafnvel þólt þessi ritgjörð hr. J. S. virðist eigi skrifuð í því
augnamiði að sýna nýjar hliðar eða greinar málinu viðkomandi,
heldur lil þess að hnekkja eða beina á réttan veg skoðunum tveggja
ritböíunda er rituðu um þetta mál i Norðanfara 1877, þá á hann
óneitanlega þakklæti skilið 'lyrir allar haus velmeintu bendingar f
því, og eg skal með ánægju játa, fyrir mitt leyti, að þær hafa skýrt
fyrir mér ýmsar hugmyndir og skoöanir er íram hafa komið í mál-
iuu, bæði frá nefndiriui og þeim áminstu rithöfundum.
Aðra þessa ritgjörð, er lesa má í Norðanfara 16. ári 33.—34.
og 57.—58. blaði auðkenda með yfirssriptinni: «Með lögum skal
land byggja# og sem J. S. hefir auðkent með nafni «meiri liöfund-
ur», hefi eg sér í lagi reynt að yfirvega við hliðina á ritgjörð hr.
J. S.; og með því mér finst hann hafa nokkuð misskilið hana á
sumum stöðum, og gjört meira úr því sem honum eigi geðjaðist
að, heidur en ástæða er lil, ætla eg að fara nokkrum orðum um
málið, er mest hníga að ágreiningi n.illi þessara böfunda, og ein-
kenni eg ritgjörð lir. Jóns Sigurðssonar með J. S. en hina aðeins
með M. sem bendir til upprunalegu yfirskriptarinnar, og svo líka
til einkennis þess er J. S. brúkar.
Áður en eg vík að sérstökum atriðum málsins, skal eg drepa
á það, er J. S segir að M. hafi eigi gjört sör nógu Ijósa stefnu
nefndarínnar, hún bafi eigi veiið svo «skyni skroppin» að ætla sér
of mikið, liún liafi eigi kunnað sér sæmri siði en að taka sér höf-
unda Grágásar og Jónsbókar til fyrirmyndar. Mér þykir það senni-
legt að M. hafi eigi gjört sér Ijósa stefnu nefndarinnar, enda heÖ
eg ekki fundið, að hann hafi með einu orði sett útá, hvað nefndiu
hefði gjört lítið, eða skilið eptir; hitt er annað mál að hanu hefir
bent á ýmsislegt ex honum hefir fundizt vera i sambandí við land-
búnaðarmálið eða mega og jþurla aö vera f lðgunum. l>.ar hjá mætti