Norðlingur - 12.03.1880, Blaðsíða 3

Norðlingur - 12.03.1880, Blaðsíða 3
og hærri á vinstri liönd; taka þær af víðsýnið upp að Upp- sölum, þangað til beygir um drúldu-tanga rðlt skamt fyrir neðan bæinn, og framm kemur svo að kalla alt í einu hinn staðarlegi háskóla bær Uppsalir, stundar-korni aður en lagst er. |>ar sem nú heitir Uppsalir, hðt Árós að fornu. En þar sem nú eru fornu Cppsalir, gamla Upsala, þar voru Uppsalir áður. Snorri getur þess, er í óvænt efni rak um sættir þeirra Ólafs digra og Ólafs skautkonungs Eiríkssonar út af riki þeirra á Vestragautlandi, að þá hafi einn af spekingum Svía konungs ráðið lionum að ríða frá Uppsölum niður i Árós, taka þar skip sfn og lara út í Löginn. Eins getur hann þess siðar, þá er Ólafur digri kom auslan úr Garðaríki, að hann hafl siglt upp Lög alt upp til Árós á fund Önundar konungs Ólafssonar, mágs síns. En hafl Arós i þá tið stuðið þar sem Uppsalir eru nú, þá hefir Lögur gengið lengra á land upp; þvi hvergi er nú skipalagi í Fýris-á nærri Uppsölum og reyndar hvergi það er áin nær. llafa því Fýrisvellir tekið við fyrir ofan Uppsali er nú eru, og hafa að öllum líkum verið svo nefndir vellirnir, er liggja milli Uppsala og fornu Uppsala og alt slétt land þar umhverfis. J>ar er þurrlent og hefir verið gott lil haugagjörðar, enda sér glögglega merki til að þar hafi verið að fornu grafreitur konunga og höfðingja. |>egar því sagan segir að þeir Álfur og Yngvi Álrekssynir hafi verið heygðir á Fýrisvöllum þá er það óbeinlínis sönnun fyrir því, að eigi hafi sléttlendið fyrir neðan Uppsali niður að Legi verið svo nefnt, því þar hefir jafnan verið of raklent til slíkra dánar- virkja. Uppsalir standa báðum megin Fýris-ár, er rennur um bæ- inn frá norðri útnorðurhöllu til landsuðurs. Bæjar-hlutinn vestan ár heitir Fjórðungurinn (Fjerdingen) en austan ár Stadurinn (Staden), og ætti sá hluti þá, eptir nafni, að vera eldri hluti bæjarins. Yfir Fýris-á ganga fimin brýr milli beggja bæjar-hluta, heitir sú neðsta Islandsbrú og dregur nafn af þeim hluta staðarins er Islandet heitir (þannig heitir og einn hluti Stocktiólms). I Fjórðungnum eru öll mestu mann- virki staðarius, konungs-höllin, dómkirkjan og háskóla húsin, flest uppi á hæðinni, eða ásnuin, er liggur vestan Fýris-ár, og sér þar að ofan yfir allan bæ og langt út um land á alla vegu, og er fagurt útsýni. Dómkirkjan er hin stærsta í Svíaríki, 400 feta löng, og 170 feta breið, smíðuð í hvassboga sniði. Talið er að smíð- ið hafi byrjað fyrst um 1260, eða þau árin er erkibiskup fornu Upsala fekk leyfi Alexanders páfa fjórða, að flytja setrið til Áróss, við þau skipti hvarf nafnið Árós smámsaman, en stað- ar-kenning erkibiskups festi nalnið Uppsalir eða Upsala við bæinn í stað hins gatnla nafns. Einn af fyrstu yfirsmiðum kirkjunnar var frakkneskur maður Etienne (Stefán) de Bonnueil, og á hann að hafa samið mustcrið eptir Notre-Dame dómkirkj- unni í Paris. En mikið greinir þau tvö musteri, og varla ætla eg að þeim svipi nú hvoru til annars í neinu. En til þess liggja mörg drög og meðal annars það, að skipið í þess- ari kirkju hrundi og stoðirnar undir því árið 1402, og að eld- ur hefir eytt kirkjanni hvað eptir annað og skaðsamlegast árið 1702. Áður var hún prýdd háfum turnurn, einum upp úr miðjum mæni, og tveiinur á vesturgafli, alt að 400 feta háf- um. Nú sér eigi annað af þessum turnum en tvo á vesturenda lága og Ijóta Innau kirkju er alt siórkostlegt, en fátt þó fagurt að nefna, er að musteris-siníð lítur. ilins vegar eru graf-stúkur kouunga og stórhöfðingja mjög rnerkar, og eigi síður dýrgripa söfn kirkjunnar, og er þó sumt þar, sein dýr- mætast er, herfang sunnan úr Pólen og þýzkalandi frá dög- um þeirra Gustufs Adolfs og Karls tólfta. Af grafstúkum kon- unga og höfðingja er Gustaís stúkau merkust og veglegust. þar er leiddur Gustaf Vasa og eru veggirnir skrýddir skript- um eptir Sandberg er lýsa inerkustu viðburðum úr lífi hins rnikla skörungs. Norðanfram er í stóru letri skrifuð skilnaðar- raða sú er Gustaf ta'aði síðast til stéttaþiugsins, spámannleg í anda og þjóðskörungslega orðuð í fatabúri kirkjunnar eru geyind ýms erkibyskupleg skrúðklæði í fornri gjörð og nýrri, og er þar snmt af mikilli list gjört. þar eru og geymd í sorglegri minningu föt þau er Stúrarnir, greifi Svante, Níls og Erik, synir hans báru, þá er Eiríkur fjórtándi vann, og lét vinna á þeim í varðhaldi í Uppsölum 1567, blóðug og stúng- in eins og þau voru dregin af líkunum. í þessu búri er og geymt brýni, um þrjár álnir á lengd, er sagan segir Albrekt af Meklenborg, Svíakonungur, bafi sent Margrétu Valdimars- dóttir Danadrottning með þeim boðum, ‘að hún skyldi brýna nálar sínar á því; og á hann að hafa lýst með þessum ó- virðingarboðum á hendur drottningu þeim ófriði er lauk í bardaganum við Falköping, 1389, þar er Albrekt var tekinn og velt úr konungdómi. Dér er nú minnzt á fátt aðeius þess er markvert er við musteri þetta. það má með sanni segja, að bæði er þar tígnarleg þjóðeign sjálft að allri gjörð og eig- in sögu, enda má það heita minnisvarði hinnar iniklu og svip- legu sögu þjóðarinnar. það stendur enn á því svæði þar er saga Svía hefst fyrst, þar er einurð frjálsra óðalsmanna bugaði svo opt yfirgang ofstopafullra konunga, þar er réttarmeðvit- und frjálsra manna setti lög, og löghelgaði landsvenjur. það mænir yfir þing-helga staði þar sem svo opt, enisog Tegnér segir: Tusen svárd sitt bifall hamrade þá tusen sköldar, och vapenklangen flfig mot skyn, som glad drack fria mánners bifall till det rátta. f>að er hið stórkostlegasta minnis-bákn kristnisögu Svía, sem alla tíð hefir verið nátengd stjórnar- og mentunarsögu þjóðarinnar og geymir nú í helgri vernd innan-veggja moldir konunga, hermanna, lögvitringa og vís- indamanna meðal legstaða hinna kirkjulegu skörunga er varið hafa viti og dáð í þjónustu kristninnar og kirkjunnar. Höllin (Upsaia Slott) er eigi fögur ásýndum nú; enda er hún ekk- ert eiginlegt konungs setur. Hún stendur bátt á hinum svo nefnda Ilallar-bakka og er fagurt vfðsýni þaðan í góðu veðri, Gustaf Vasa lagði fyrst grundvöllinn, en á ýmsu lék um full- gjörð hallarinnar þangað til á dögum Kristínar Gustafsdóttur að smiðiou var lokið. En siðar hefir höllinnni orðið margt að falli, og nú er búið að eins í neðstu herbergjunum, sem eru aðsetur og embættisstofur landshöfðingjans. I þessari höll afsalaði Kristín drottniug sér krúnu Svíaríkis árið 1654, og hér urðu Stúravígin 1567. (Framh.) T i 1 r i t s t j ó r a „S k u 1 d a r“. Ritstjórinn segir, að eg hafi haft utn sig „ilIfýsuorð“. Það hefir mér orðið óvart, og bið eg hann taka slík orð (er ekkert koina niálinu við, hvort þau eru mín eða rit- stjórans), sein ósögð og óritin — ef eg hefi haft þau um hann. En sannist það, að eg hafi engin þvílík orð haft um hann, þá fellur þessi bæn burt, og kemur til hans kasta, hans orða. Hvað þá? Dagsatt er það víst, sem ritstjórinn segir um sig, að hann hefir styrkt félagið í sex ár ; eg þar á móti hefi ekki gjört það ncina í fjórtán ár (18í>8—71). En þaö er líka dagsatt að ritstjórinn hefir dæmt allar bækur iélagsins frá þeim tfina, er hann hefir verið að styrkja það, svo handónýtar félagsmönnum, að það væri skylda þeirra að eyðileggja félagið. I’etta er sú e i n a krafa er hann hefir gjört Bókmentafélaginu. Eigi verður því neitað, að undarlega stenzt hér á o r ð og a t h ö f n ritstjórans. Svo félagið gefur út Roscoes-efnafræði eptir tilsögn Skuldar, og þetta rit er alþýðurit! Eigi nefndi Skuld Roscoe fyrr en hún frétti hvað félagið hefði ráðið af um bókina. En hún er í eiginlegum skilningi hið s t r a n g- vísindalegasta rit, er félagið hefir enn gefið út. Enginn inaður á Islandi skilur neitt til hlítar í henni, nema lærður sé á efnafræði, eða fái tilsögn eínafræðislega mentaðs kennara, skýrða sýningum (Experimenter), Hún er skólabók; eigi alþýðubók. Segist Roscoe seinja hana strang-vísindalega (precise and scientific) því að kensla í náttúruvísindum, er eigi sé s t r a n g- v í s i n d a 1 e g, sé „v e r r i e n g a g n s 1 a u s“. Bók- in er þannig í llokki þeirra, er Skuld hefir dæmt félagið dræpt fyrir að gefa út. Og lélagið heldur því áfram sinni stefnu þvert ofan í tillögur Skuldar, er það sirinir

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.