Norðlingur - 19.04.1880, Blaðsíða 1

Norðlingur - 19.04.1880, Blaðsíða 1
IRILIR. V., 17.-18. Keiuur út 2—3 á mánuði 31 biöðais umárið. Akureyri i9- Apríl 1880. Kostar 3 kr árg. (erlendis 4 kr.) stök nr. 20 aura. 1880. A s k o r u n. Ritstjðri „Skuldar“ hefir með fögrum orðum heitið á landshöfðingjann, að hann „skoraði á biskup landsins að hlutast til um að haldin verði almenn sorgarhátfð í minningu Jóns Sigurðssonar", og er þetta vel og fagur- lega hugsað af ritstjóranum, en vðr óttumst því miður að þessar mörgu áskoranir, koll al kolli, frá skrifstofu til skrifstofu, dragi úr framkvæmdinni, þó að nú aldrei nema biskup landsins — vðr efumst ekki uin vilja og álit landshöfðingja í þessu efni — kynni að meta minn- ingu hinnar framliðnu þjóðhetju vorrar eins vel og öll alþýða manna gjörir það. En skeð getur og að biskupi þyki þetta of nýstárlegt, og að hann hafi jafnvel ekki einu sinni myndugleika til að leyfa uppá sitt eindæmi að halda sorgarhátíðina Þyrfti málið svo aö rekast frá skrifstofu biskupsins út yfir haf til mjög svo tvísýnna undirtekta. Um það að svar kæmi frá Danmörku yrði hin hátíðlega greptran Jóns Sigurðssonar og konu hans f Reykjavík fyrir löngu liöin, og uppástungudagur ritstjór- ans, afmælisdagur Jóns (17. júní) að ölluro Ifkindum líka, að minsta kosti gæti alþýða manna víðsvegar um land tkki fengið að vita um afdrif málsins lyrr en langt væri liðið fram á suinar. Sorgarhátíðin, eins og ritstjóri sSkuldar“ hugsar sðr hana, getur því ómögulega farið fram á greptrunardegi eða afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, og á- lítum vðr það eiga illa viö, og eigi síður allan drátt og vonbænir um hátíðahaldið. Með því_að hætt er við, að þessar kringumstæður tálmi hinni fögru uppástungu ritstjóra „Skuldar“ fram að ganga, þá viljum vðr leyfa oss að víkja henni lítiö eitt við, og stinga uppá og mæla fastlega fram með því, að allar sýslur landsins sendi fleiri eða færri menn til þess að vera við jarðarförina í þeirra nafni og fyrir þeirra hönd. Á þessu eiga menn ráð, til þessa er fylsta heimild, og þannig heiðra þjóöirnar um allan hinn inentaða heim hina framliðnu föðurlandsvini og afbiagðsmenn sína. í»að er nú víst, að lík Jóns Sigurðssonar verður flutt heim til Reykjavíkur síðast 1 apríl og greptrað þar á opinberan kostnað. ísfirðingar hafa tilkynt Iandshöfðingja að þeir óski að verða við jarðarförina, og verða sendir þaðan úr sýslu valdir menn úr hverjum hrepp, og er oss skrifað að allar Vestur- landssýslur sendi sjálfsagt menn til jarðarfararinnar, sem fsfirðingar hafa beðið landshöfðingja að haga þannig, að húti f æ r i f r a m meðan að strandsiglingaskipið sArcturus„ bíður i Reykjavík síðustu dagana af maí, svo að alinenningi gælist víðsvegar uin land kostur á að sýna þessari sinni framliðnu, elskuðu þjóðhetju ást sína og virðingu, og er enginn efi á, að landshöfðingi, sá maður, sem næst hinum framliðna hefir mest og bezt starlað að og fyrir vort fengna stjórnfrelsi, tekur þessari beiðni ís- firðinga vel, og mega menn víst reiða sig á það, að jarð- arförin fari fram á tilteknum tíma, síðast í maí.* Að öðrum kosti neyðumst vðr með sorg til að álíta að pukrað sð ótilhlýðilega og óforsvaranlega með jarðarför- ina, sem þó fer fram á alþýðu kostnað af heilum huga. Vðr getHin þess, að vðr tölum hðr f nafni allra þeirra beztu manna er vðr höfum minst á málið við, og þeirra mörgu sem hafa ritað oss um það með brennandi áhuga. í*að mun óhætt að fullyrða að nærsveitirnar fjöl- menni til jarðarfararinnar, sem vðr vonum að landshöfð- inginn birti sem fyrst í blöðunum. Vðr Norðlendingar erum fjarstir og eigum flestum sýslum örðugra með að sækja jarðarförina, og er því ekki hugsandi að senda úr fjarlægustu sýslunura nema fáa menn, en ekki mættu þeir vera færri en tveir fyrir nokkra sýslu. — Að svo mæitu skorum vðr á allar sýslur íslands að senda kjörna menn og fjölmenna sem mest til jarðarfarar vorrar elskuðu þjóðhetju, Jóns Sigurðssouar, en sðrílagi skorum vðr fast- lega á Norðlendinga og Austfirðinga, er fylgdu sínum elskaða föðurlandsvin einna bezt að frelsisverki hans, og eru arftakendur að áframhaldi þess — að fylgja honum líka til grafar. Vðr vonum að hinir heiðruðu blaðabræður vorir fylgi vel þessu máli, og felum vér það að endingu til fram- kvæmda: fyrst og fremst hinum hæstvirta landshöfðingja, en kosningu manna f hverri sýslu, sýslunefndunum og samvinnumönnum hinnar framliðnu þjóðhetju, aiþingismönn- um. Góðir íslendingarl látum oss álfta það sjálfsagt að landshöfðingi verði við þessari áskorun vorri, og förum 1 HTokkur atfiug'amál eptir Arnljót Ólafsson. IV. Reynum því og kappkostum af fremsta megni að komast úr kaupstaðarskuldum vorum, og það svo að vér verðim sem fyrst má verða eigendr yöru vorrar í sumarkauptíð. Nú er hin hentugasta tíð. Samgöngurnar höfum vér fengið í gott horf. þennan vetr hefir verið árgæzka til sjós og lands. Öfl- um því sem mest en spörum kaupin sem mest. Minnumst þess, er vér sjáum skina á brennivínstunnurnar, kaffisekkina, *) Vér getum ómögulega séð nokkuð á móti því, að láta líkamina standa uppi ( líkhúsinu frá því þeir koma með «Phönix» og þangaðtil að jarðarförin fer fram ; þvf víst er hægt að láta lík standa uppi á sjúkrahúsinu ef á þyrfti að halda þennan stutta tíma. Hafi líkami Jóns verið smurður og haldi hin fagra, hreina elskulega ásjóna hans sér, þætti oss vel við eiga að líkið stæði að þjóð- höfðingja sið á «lit deparade» rétt á undan greptraninni; mundi mönnum minnistæð hin blessaða fagra ásjóna Jóns, og vekjandi til góðra verka.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.