Norðlingur - 04.11.1880, Page 2
90
árum hins einstaka og almenna, að ]iau haldist vel við,
og pað getur lögping vort bezt.
7. Svo sem hver einstakur er skyldur að eyða vín-
drykkju, pannig purfa menn að sameinast í félög til pess;
hver styðst við annan, pví betra sem fleiri eru. |>essvegna
hafa næsturn í öllum mentuðum ríkjum myndast félög í
pví augnamiði að eyða drykkjuskap, annaðhvort af afneit-
endum sjálfum eða án pannig lagaðra skuldbindinga. Hið
fyrsta félag pessarar tegundar mjmdaðist í Norðurameríku
1827; í pvívoru 1829 yfir 100,000 og 1835 yfir bálfa aðra
millíón, og 1849 meir en 3 millíónir, 10,000 brennivíns-
hrugganir hættu starfa og yfir 200 skip lögðu á sjóínn án
pess að hafa áfengi (spiritus) með sér. Enn pá lifa pessi
félög hvervetna í Norðurameríku, og meðlima tala er
fjarskinn allur og hinar opinheru aðgjörðir, ráðstafanir og
löggjafir vitna um lífsafl hindindisfélaganna og hindindis-
flokkanna. Byrjunin varð á Englandi á líkum tíma og með
líkri framför, einkum eptir pað að flestir höfðu horfið að
lærdómi hins algjörða hindindis. 1838 voru á Englandi
hérumbil 500,000 bindindismenn. 1844 voru hindindisvinir
orðnir á írlandi 5 milíónir (?). Á Englandi hafa einkum
læknar sint málinu og jafnvel sumir peirra orðið hindindis-
menn og er vonandi að fleiri fari að pessu dæmi,
pví petta sýnir hvað læknum er hægt (the british workman
1877); og kírkjutíðindi vor segja, að nú hafi prestastéttin
tekið málið alvarlega að sér og hefir petta mikinn frarn-
gang og „tala peirra presta, sem alveg hafna áfengum
drykkjum, skiptir púsundum11, og nýlega vottuðu læknar á
Englandi pað ásamt öðru að drykkjurútar gætu án nokkurs
tjóns lagt niður glatandi vana sinn, hvort sem peir heldur
kjósa að gjöra pað alt í einu eða smátt og smátt o. s. frv.
Hvað segja vorir prestar og læknar um petta? Sum félög
á Englandi hafa einkum pað mark og mið að vemda
æskuna íýrir freistingunni, og 1874 voru í London einni
17,000 skólapiltar 1 hindindi. Er pá engum áliugamál
að hindindi myndist í íslenzkum skóla? Segir enginn neitt
um pað? 1 Svípjóð og Norvegi eru félögin nærri pví
eins gömid sem í Englandi og Ameríku og hefir bindindí
verið einna blómlegast í Svípjöð og stuðningsmenn pess
hafa einatt verið miklir atkvæðamenn. Bindindi hefir og kom-
ið til annara landa Norðurálfunnar: til Danmerkur, J>ýzka-
lands, Hollands, Bússlands, samt án verulegra eða mikilla
afleiðinga. Sögu fyrra bindindisins áíslandi pekkjamargir
og enginn getur með réttu neitað pví, að pað gjörði mikið
gagn. minsta kosti til pess, að pað var forfari pess liins
meira bindindis, sem nú hefir byrjað og próast og víst ér
farið að sýna ögn áhríf sin á aðflutninga áfengra drykkja
til landsins. Á sumum stöðum t. d. í Sweiz Belgíu og
Frakklandi, Svípjóð og Norvegi, sem samvinnunni móti
drykkjuskapnum er haldið áfrain með kappi og aðdáanlegu
úthaldi af miliónum áhangenda, par starfa hinir einstöku
og félögin (hindindisfélögin) að sameiginlegu augnamiði
með ritum og ræðum, með bindindisboðunarferðum, fund-
arhöldum og með margvíslegri opinberri (,,pólítiskri“) starf-
semi, svo sem með pví, að koma á fót veitingastöðum á-
fengislausum (temperance hotels) o. s. frv. |>ótt menn nú
segi (opt til að segja eitthvað), að petta hafi gjört lítið
gagn, pá eru pað ósannindi og sýnir rneðal annars, hvað
kröfur rnanna eru opt ósanngjarnar og háar; pað sézt ó-
talsinnum í pessu máli meðal vor, að menn heimta ofmilc-
ið af biudindisfélögum. Ef árangur af bindindi, hvort
heldur innlendu eða útlendu, sézt stundum ekki mikill, pá
gæti menn pessa: hver getur sagt, hvernig alt liti út, ef
bindindistilraupir ættu sér ekki stað? Og hver getur mælt
út, hvað mikinn pátt bindindisfélögin hafa haft og munu
enn hafa einnig út fýrir sig á almenníngsálitið, á félagslíf
og löggjöf, til jniðurdreps víndrykkjunni? Ef menn segja,
að hindindi hafi fáa drykkjumenn frelsað, sem raunar er
einstök hlið hindindisstarfans, pá verndar bindindi pví fleiri
fyrir ofdrykkju, og pegar bindindi er svona ágætt meðal
til pess að láta ekki ofdrykkjuna nálgast frá fjarlægð sinni,
nc heldur afleiðingar hennar, pá er ekki ennpá skiljanlegt,
hvernig pví víkur við, að sumir merkir menn landsins
láta ekkert til sín taka bindindisfélagastofnunum í hag, rétt
eins og peir væri peim lítið hlyntir ; hins vildum vér pó
heldur til geta, að peir enn bíði eptir vatnsins (ekki vínsins)
hræringu, og vilji vita, hvort bindindismönnum sé alvara,
og geta pessir pá viljað bindindi vel, en vér práum pó
meiri styrk peirra og verndan til handa pví fyrirtæki, sem
| er hið bezta og gagnlegasta og mundi færa ávöxt fram í
| aldir. — Hinn einstaki og pjóðirnar par sem bindindi hefir
! náð blómgvan, hafa komizt til peirrar sannfæringar, vegna
j reynslunnar, að bindindi parf að vera algjört, pví sá sem
j hefir verið hneigður fyrir vín, má ekki smakka dropa af
áfenginu, nema leiðast í freistni, en algjört bindindi er hægt
að halda hverjum einum, pegar hann er aðeins kominn
alveg inn á bindindisbrautina, sem hann raunar ætti að
vera áður en hann skrifar sig, pótt lionum að vísu aukist
styrkur við pað, par sómatilfinning hans veitir honum raunar
ekkert undanfæri, nema 'ef hann vildi blóta á laun, sen-i
er sú ótrygð, er hverjum einum getur orðið að fótakefli,
: fyrir utan pað sem pað væri líka ódrengilegít og lítilmann-
legt, enda er búið að sýna hér að framan, að engan eina
j einasta mann skaðar að fara í bindindi og eg vona hitt
líka, að allir geti farið í pað og (pað pykist ég viss um)
j — haldið pað; hér er komið alt undir pví að vilja og
j aptur að vilja. „Góður vilji er sigursæll“.
Niðurlag í næsta blaði.
IJtleiKlar fréttir.
Frá útlöndum fréttist nú með síðasta pósti góð upp-
skera alstaðar að, jafnt í Norðnrálfunni sem í Vesturheimi,
svo út lítur fyrir að verð á komvöru muni heldur lækka.
Sömu staðviðrin og veðurblíðan hélzt enn pá, og segja
blöðin að eplatré og vínviður hafi jafnvel borið trisvar á-
vöxt í liaust. Yerzlunin og atvinnuvegirnir eru að lifna við
úr peim doða og deyfð er verið hefir uru nokkurn undan-
farandi tíma, svo menn híða nú vongóðir vetrarins, pó eigi
pvki sem heiðríkast í austræna málinu, og jafnvel riðsjár
nokkrar með stórveldunum einsog síðar mun sagt verða.
í Danmörku má heita dúnalogn í pólitík, pví eigi er
pað teljandi pó flokksforingjar haldi fundi hér og hvarum
landið og noti sér pá tækifærið til pess að segja hver
öðrum beiskan sannleikann og pá sitt af hvoru tagi, ef
hann hrestur. Hægrimenn hafa mist af pingi einn sinn
helzta mann, B/Jle, fyrrum ritstjóra höfuðblaðs peirra,
„Dagblaðsins“. Hann var sendur sem erindreki Dana til
Norðurameríku, og keppa nú um sæti Billes á pingi peir
prófessor juris, Boos af hægri flokki og Mundberg sósíalisti,
og er vanséð, hvor verða muni hlutskarpari á kjörpinginu,
en á prófkosningarfundum veitti Mundberg fult svo vel.
Ef að Mundberg sigrar, pá yrði hann sá fyrsti sósíalisti á
pjóðpingi Dana. Kjördæmi petta Hggur í Kaupmannahöfn
og er fjöldi handiðnamanna í pví og pað langfólksflesta
kjördæmi í öllu ríkinu, og er í orði að skipta pví í 4 kjördæmi.
Önnur pingkosning í Danmörku pykir og tíðindum skipta,
en pað er kosning doktors E. Brandes í Búdkaupangi á
Langalandi. Brandes félck fjórfalt fleiri atkvæði en sá er
við hann kepti af hægrimönnum. Brandes lýsti pví yfir á
kjörpinginu að hann tryði í trúarefnuin hvorki lærdómum
kristinna rnanna eða Gyðinga, og pykir pví furðu gegna
að hann fékk samt svona mörg atkvæði, og ætla hægri-
menn og allir farisæar ríkisins hreint að rifna yfir guð-
leysi vinstrimanna, og gjöra jafnvel ráð fyrir að
Brandes verði mcinað sæti á pingi með pví að hann geti
ekki unnið hinn lögboðna eið pingmanna.
Stórkaupmenn í Kaupmannahöfn eru að húa sig und-
ír að færa sér í hag hina nýfundnu leið norðan um Aust-
urálfuna, og var í orði að mynda stórt hlutafelag. or reka
skyldi svo verzlun á Síberíu einkum vestantil á stóránum
Ob og Jenisei. Sá heitir Tietgen, etazráð, er helzt
gengst fyrir pessu í Höfn, duglegur maður og áræðinn vel,
og hefir iiann staðið áður fyrir mörgum miklum fyrirtækjum