Norðlingur - 04.11.1880, Side 4
92
fellingum að baki og flotanum í fyrir. Sagt er að stórveld-
in haO sent Soldáni bréf í gær er bindi honum á bak alla
ábyrgð fyrir það ef Tyrkir ganga í löglausan ófrið með AI-
bönum gegn ráðstöfunum er öli Norðurálíán heiintar að
fái framkvæmd.
í Afganistan heflr enskur hershöfðingi Itoberts unnið
frægan sigur á Herat-jarlinum Ayoub Khan, sundrað liði haus,
drepið féikn af því og sent jarlinn á flótta. Hygst hann að
setja vald sitt upp aptur í Herat; en þar er nýorðin uppreist |
gegn umboðsmanni hans og líklegt að Ayoub eigi þar von
ómjúkra viðtaka, ef honum verður einu sinni leyft að koma i
innan borgarhliða. Fái Englendiugar handfestu á honum i
mun hann verða hengdur þvi hann lét skera á háls enskan ;
herforingja, er hann hafði tekið til fanga í ófarabardaga þeim í
er Burrows hershöfðingi átti við hann þar er Khuski-Nakúd
lieitir. Nú litur helzt út að friður og spekt fari að setjast
að í þessu langhrjáða landi djúpra dala og liárra Ijalla. —
Haustinu heldur hér áfram með snmarsins einmunatíð: sífeld- i
ar stillur og glaða sólskin. Uppskera ágæt og verzlun að
liTna við. — Miss de Foublanqve heflr fengið ljótan skell í ]
• Scotsmann 11. sept. fyrir bókardrusluna sína um ísland.
Enskur ofursti, Brine að nafni, heflr vakið mála á því í «Tim-
es» að seltur sé enskur Konsúll á íslandi. þess er brýn þörf,
\egna þess, að England er hið eina land er rekið getur þar
eðlilega og fóiki bagfelda verzlun.
AJþingismaunakosiiingar.
í Austurskaptafellssýslu er kosinn: Stefán Eirílisson,
bóndi í Amanesi. er áður hefir verið þingxnaður Skaptfell-
inga (þar hafði og boðið sig fram Jón prófastur Jónsson
í Bjarnarnesi), en í Yestur-Skaptafellssýslu: Olqfur Páls-
son, bóndi á Höfðabrekku, bróðir síra Puls að Stafafelli, er
þar hefir áður verið þingmaður. Síra Páll hafði eigi gefið
kost á sér. í Barðastrandarsýslu er sagt að kosinn j
sé: síra Eiríhur Kúld í Stykkishólmi, í Yestmanna- j
eyjum er kosinn porsteinu Jónsson, er þar heíir áður ver- |
ið þingmaður. *
Fuudarliald.
A mánudaginn þann 1. nóvember hélt formaður
„Pramfarafélags Eyfirðinga“, Eggert Ounnarsson, fund
með félagsmönnum að Grund í Éyjafirði; og var það eink-
nm umtalsefni fundarins að panta nú í tíma ýmsar vörur
frá útlöndum til sumarsins og skjóta saman fé til þess að !
reisa liér geymsluhús fyrir vörurnar. Voru undirtektir
fundarmanna hinar beztu. En með þvi að þennan funtl
sóttu eigi nema þrír hreppar sýslunnar, þá var ákveðið að
halda fund hér á Akureyri og boða til hans alþingismenn
sýslunnar og aðra merka rnenn tíl þess að ræða ináhð en j
betur og taka fasta ákvörðun í þessu efni. J>að er von-
andi að þetta mál — sem Norðhngur brýndi svo ýtarlega
fyrir alþýðu í vor — fái bæði hér og annarstaðar góðar
undirtektir, því málið er eitthvert hið mesta velferðarmál
landsins, og sannarlega er kúgun hinna dönsku kaupmanna
orðin nógu löng. Yér höf'um von um að hinn óþreytandi
framfaramaður Eggert Gunnarsson haldi málinu viðar
undir skírn en hér, eg væri það hinn bezti styrkur fyrir
fyrirtækið.
Yeðrátta hefir mátt heita stillt í haust fiér norðan-
lands, snjókoma þó nokkur fyrir norðan Grjótá á Oxna-
dalsheiði, en Skagafjarðar- og Húnavatnssýsia rauðar að
heita má. Fyrstu snjóa lagði hér um sveitir fremur illa,
og var víða eigi gott á jörð, en nú í gær gjörði allgóða
hláku svo öríst varð að niestu liér i Eirðinum.
Sunnanpóstur sagði úrkomur nokkrar syðra en
snjólaust; fiskiafla lítinn.
áuglýsingar.
— Með því forstöðumaður sjúkrahússins á Akureyri,
sem uú er, hefir sagt upp forstöðu sjúkrahússins til 14.
maímánaðar næstkomaudi, umbiðjast hér með þeir, sem
óska kunna að fá þessa sýslan, að senda bænaskrár sínar þar
að lútandi til oddvita sjúkrahússnefndarinnar á Akureyri, gest-
gjafa L- Jensen, fyrir næstkomandi 1. dag marzmánaðar.
Akureyri 1. dag októbermánaðar 1880.
Forstöðunefnd spítalahússins
— Hér við verzlunina verða tii næstkomandi nýárs
teknir góðir og vel vandaðir tvíbands alsokkar sem
vega 16 til 18 lóð á 60 — 66 aura parið inóti vör-
um og upp í skuldir
Þess skal um leið getið, að vaðmál verða ekki tek-
in framvegis.
Oddeyri, 28. okt. 1880.
J. V. Havsteen.
Sunnudaginn þ. 24. okt. tapaðist á leiðinni frá Oddeyri
til Akureyrar hvít »inansétta« með stórum hnapp bláleitum
»emailleruðum«, sem finnandi er beðinn að skila til ritsíjóra
Norðlings, móti fundarlaunum.
Odýrar bækur: Vcgna þess að eg hef komizt yfir
nokkuð af bókaleyfum með vægu verði og eg veit að marg-
an vantar meir efni en vilja til að kaupa og lesa bækur sér
til fróðleiks og skemtunar, þá hef eg ásett mér að selja
fyrst um sinn eptir taldar bækur með svo miklu gjafverði,
að hægt er að fá góðau mánaðarforða í skammdegiuu fyrir
jafnmikið verð, sem brennivínspottur eða tóbakspund kostar.
Laugbarbasögur, Húna og Gota, 10 arkir í bandi . . 0, 50
Nokkrar Smásögur, 12 arkir................í kápu ... 0, 25
Mannamunur, 18 arkir......................í kápu ... 0, 50
Gríla, mörg kvæði og saga 26 arkir . . í kápri ... 0, 50
Gefn, 1—4 hepti, hvert á . . ..........í kápu ... 0, 25
Gangleri 1. ár, með sögum og ritgjörðutn............0, 50
Um mjólkureinkenni á kúm, 4 arkir . . . í kápu ... 0, 25
Stundatal eptir stjörnum og tungli, 5 arkir í kápu ... 0, 25
Matreiðslubók, 12 arkir..........( góðu handi ... 1, 50
Sögur úr 1001 nótt, 15 arkir ..........í handi ... 1, 00
Sjö umþenkingar eptir H. P........................... 0, 20
Kristileg Smárit, 7 arkir...........................0, 35
Útskýring Kaþólskunnar, 12 arkir....................0, 35
Landafræði Haldórs Friðrikss. brúkuð, . í bandi . . 1, 25
Hjörtlis Börneven brúkaður.............í handi ... 1, 50
Nordisk Folkeblad 1878, 50 arkir....................1, 50
Ný Felagsrit, Andvari og fleiri þjóðvinafélagsðækur eru
áður auglýstar með miklum afslætti.
Flestallar nauðsynjabækur og ný rit eru fáauleg með
bókhlöðuverði.
Akureyri 1. nóvbr. 1880.
Frb. Steinsson.
Til sögn í skript, réttritun, reikningi og fl. geta íermdir
unglingar og fulltíða fólk fengiö hér í bæuuin i vetur, á hverj-
um virkum degi frá kl. 5—7 e. m. fyrir væga horgun. þeir
sem vildu sinna þessu, éru beðuir að semja um það sem
fyrst við undirritaðan.
Akureyri 31. okt. 1880.
. pórður Grímsson.
— Hjá uudkskrifuðum eru nýútkomnar Ritreglu r
eptir Yaldimar Asmundarsou; kosta 85 aura í kápu og
í bandi 1 krónu. þ'eir sem kaupa 6 í'á 1 ókeypis.
Björn Jónssou
prentari.
I haustkauptíð glataðist reiðbeizli hér í kaupstaðn-
um, og er s& st'in flmiur beðinn að skila því tíl ritstjóra
Norðlings gegn sanngjörnuin fundarlaunum.
Sainkvæmt leyfi amt'sins í bréfi frá 10. þ. m. og með
samþykki húshóuda mins, sel eg hér á heimili ferðamönn-
um þeim, er æskja þess alskonar greiða, með sanngjörnu
verði.
Sigríðarstöðum 20. septemhr. 1880.
Pöngvaldur Guðnason.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti Jósepsson, cand. phil.
Prentari: Ujörn Júnsson.