Norðlingur - 07.05.1881, Page 4
32
af Noregí og bækur par að lútandi, sem út hafa komið á seinni
tímum, eru ágætar. Hvergi eru pó eins stórkostlegar jarðfræðis-
legar rannsóknir framkvæmdar einsog í Austurríki, og „die
geologische Reichsanstalt11 í 'VYien hefir verið öðrum fyrirmynd.
Slíkar stofnarir eru og á Prússiandi, Sachsen og víðar á þýzka-
landi, í Schweiz, Hollandi, Belgíu, Spáni og eigi sizt á Englandi,
Skotlandi og írlandi. í Bandaríkjunum veitir pingið í Wasington
mikið fé áilega til almennra jarðfræðislegra rannsókna, og auk
pess eru sérstakir emhættismenn í jarðfræði í hverju samhands-
ríki; eins er í nýlendum Englendinga, í Kanada, á Kaplandi,
Kýja-Hollandi og Nýja-Sjálandi, og pó einna stórkostlegast á
Indlandi, par sem til pessara rannsókna er varið 3—4 millíónum
króna árlega. Hollendingar hafa jarðfræðislegt „Institut“ á Java,
og á Japan er farið að framkvæma miklar jarðfræðislegar rann-
sóknir og hafa pangað verið fengnir pýzlcir vísindamenn.
J>að væri víst heppilegast að byijað væri nú sem allra fyrst
að rannsaka einstök tiltekin héruð, pví eigi dugir að fara yfir
mjög mikið svæði aðeins að nafninu til og hroða pví af; hin ná-
kvœirta rannsókn á minni hluta gefur miklu áreiðanlegri og pýð-
ingarmeiri árangur fyrir landið og visindin en fljótleg yfirferð á
stórum héruðum.
Vér skorum á héraðsfundi pá, er haldnir verða í kjördæm-
um landsins áðuren pingmenn fara að heiman, að taka petta
mál til íhugunar og fela pingmönnum pað til flutnings á pingí,
svo að hæfilegt fé verði veitt til téðra rannsókna á næstu fjár-
hagslögum, og treystum vér pví, að pjóð og ping verði samtaka
nm að gæta hagsmwna, shyldn sinnar og söma í pessu efni, og
sýni með pví pjóðunum, að vér íslendingar viijum verða peim
samferða á vegi framfara og mentunar eptir megni, og að pað
var aðeins „injuria temporum“, sem helti oss úr peirri fríðu
samferð um tíma,
„J>ví andinn lifir æ hinn samí,
„pótt afl og proska nauðir lami.
„Mentanna brunni að bergja á
„bezta skal okkur hressing ljá“.
Bitstjónnn.
F r é t t i r.
Úr Húnavatnssýslu stðast í marz.
J>essi vetur hefir verið hinn harðasti, er menn muna eptir,
bæði með jarðleysi og frostgrimdir, svo heita má að öllum skepn-
um hafi verið gefið inni víðast í Húnavatnssýslu, frá veturnóttum
til pessa. Nú er jarðlaust yfir alla sýsluna og margir orðnir
i hættu fyrir með fóðurskort. Yíða er dregið ióður við skepnur
til pess að reyna að komast með heyhjörg lengra eða skemra
fram yfir einmánuð. Margir munu dragast pannig með skepnur
sínar fram um páska, — en batni pá eigi lítur út fyrir talsverð-
an fellir.
Eg hefi heyrt, að skoðun á heyjum liafi í flestum hreppum
sýslunnar verið framkvæmd eptir skipun sýslumanns, en par sem
skoðunarmenn réðu til að skera ef heyjum, pá var peim eigi hlýtt.
Hvernig fer pá fyrir sýsiu- og hreppsnefndum í framkvæmdinni
með að reyna að koma í veg fyrir hallæri og par af leiðandi
vandræði? Ekki er skoitinn að óttast meðan lífsbjargar-skepn-
ur lifa, pó færri væru en nú eru, og gætu haldist við hold ineð
fullum afnotum. Hvað hefir fremur ollað landinu eyðileggingar
og apturfarar en skepnufellirinn ? Búskapurinn er á altotvöltum
fæti með öllum framfarahiiganum, pegar öllu liggur við að falla á
eiuum hörðum vetri; heyiu eru hiu vissasti ábyrgðarsjóður fyrir
landbúnaðinn, og allir ættu að stunda að safna heyfyrningum í
góðu árunum til undirbúnings undir hin bágari, og pað eigið pið
blaðamennirnir að brýna fyrir almenningi að við hafa pá forsjáln-
isreglu. Eg hefi heyrt aið hreppsnefndin í Svínavatnshrepp hafi
skipað tvær skoðanir á heyjum og framkvæmt pær með peim á-
setningi að peir heybyrgari hjálpuðu peim sem komast kynni í
heyskort og að eitt skyldi par yfir alla ganga meðan auðið væri,
og hafa par nokkrir komizt í heyprot en jafnframt verið hjálpað
syo peir gætu gefið á si
marmál með pví að flytja hey heim til
sín, og er álitið að hreppurinn í heíld sínní geti gefið öllum perr-
ingi vel til sumarmála með sömu harðindum og sumir lengur, sem
pá kynnu ennpá geta miðlað öðrum heyi, og; er hreppurinn tal-
inn með peim byrgustu í sýslunni, enda er félagsskapur par sagð-
ur með bezta móti og stjórnsöm hreppsnefnd, og er vanalega
heill sveitanna undir pví komin pegar pvílik vandræði bera að
hönduin.
Úr ísafjarðarsýslu % 81.
iféðan er fátt að segja, nema hin sömu framhaldandi harð-
inði, alment heyleysi og bjargarskort. Blotinn eptir nýárið varð
mörgum að falsi, sem baettu þá við að skera. 30. janúar og nótt-
ina eptir var einhver mestí norðaustanbylur, sem eg heíi lifað; of-
víðrið og■ faunkoman fjarskalegt. pá brotnuðu og fuku hátar og.
skíp injög víða, hús og hey skemdust, og hjallar við sjó fóru
uokkrir. Síra líyólfur á Melgraseyei misti þá ganalan timburhjaU
með öllum kornrnat sínum, — í haust í álilaupinu 17. sept. hafði
hann mist 30 fjár og 2 hesta. Kirkjan á Núpi í Dýraiirði fauk
alveg 30. janúar, og Sandakirkja skeklist. Vestur í Arnarfirði var
auð jörð, og kom svo mikið grjótflug, að margar jarðir skulu þar
af vera stórskemdar og jafnvel eyddar, stórir steinar færðust lang
til, gluggar brotnuðu og grjót kom inni baðstofur.
Einn maður heíir orðið úti af Langadalsströnd, og ýmsa
kalið í hörkunutn. (salögin ern orðin fjaskaleg og má ríða alla
firði, og vertíð vor í Bolungorvik sýnist ætla að verða arðlítil, pó
varð þar fiskvart nú fyrir skömmu suður á hafl, eu það helzt etgi
við fyrir frostinu, sem I d.ig er enn 11° R.
Nýlega deyði Sigriður Guðmundsdóttir, kona kaupmanns
Magnúsar Jochuinssonar á ísafirði.
V o r p r ó f
á Möðruvallaskólanum 25.—29. apríl 1881. Prófdómendur séra.
Arnljótur Olafsson og prófastur Davíð Guðmundsson.
2. bekkur:
1. Jónas Jónsson, 2. Jón Guðmundsson, 3. Jóu Sigfússon,
4. Magnús Blöndal, 5. Hallgrímur Jónasson, 6. Páll Jónsson,
7. Pétur Jakobseon, 8. Hannes St.. Blöndal, 9. Gruðmundur
Guðmundsson, 10. Matthías Ólafsson, 11. Ögmundur Sig-
urðsson, 12. Björn Arnason, 13. Priðbjörn Bjarnarson,
14. Jóhann Gunnlögsson, 15. Páll Bergsson, 16. Jósep Jakobs.
son, 17. Jón Jónsson, 18. Jón Hallgrímsson, 19. Asgeir Sig-
urðsson, 20. Guðmundur Einarsson, 21. Asgeir Bjarnarson
(hann var veikur meiri hluta prófsins).
1. bekkur:
1. Stefán Benidiktsson, 2. Sigurður Einarsson, 3. Brynjólfur Bergs-
son, 4. Snæbjörn Arnljótsson, 5. Benidikt jþórarinsson, 6. Brynj-
ólfur Bjarnason, 7. Erlendur Sigurðsson, 8. Ólafur Jónsson,
9. Ólafur Thorlacius, 10. Gisli Gislason, 11. Sturla Jónsson,
12. J>orsteinn Jónsson, 13. Gunnar Helgason. (Tveir hinir síðast-
töldu voru veikir við meiri hluta prófsins. Skólapiltur Páll
Bjarnason var veikur síðari kluta vetrar).
Prófið var alt skriflegt og luku prófdómendur eindregnu lof's-
orði á frammistöðuna. Yér höfum nokkuð kynt oss spursmálin
við prófið, og virðist oss úrlausnir pilta alment lýsa furðanlegum
andlegum proska eptir svo stuttan tíma.
— Nýlega kom hingað maður af Sléttu og sagði hann allan
hafís bafa rekið paðan um fyrri helgi í suðaustanveðri og ekki
sá hann heldur neitt til baííssins af Tungukeiði, hvorki fyrir
Tjörnesi eða útaf Skjálfandafióa.
Her á firðinum er ísinn nú grotnaður í sundur og víða með
rifum, en autt innað Hrísey. Tvö kaupskip haía sézt á siglingu
úti fyrir firðinum, og hafa selaskyttur skýrt pau „lngibjörgu“ og
„Bósu“ ?
Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti JósepssoD, cand. phil.
Prentari: Björn Jónsson.