Norðlingur - 12.05.1881, Qupperneq 3

Norðlingur - 12.05.1881, Qupperneq 3
85 um pað, hvort hann mundi eigi gangast meira fyrir pví að fá að njóta sinnar eigin handarvika sem lengst, og uppskera pannig sjálfur pað er hann hefir niður sáð, heldur en voninni um að fá kostnað sinn endurgoldinn að nokkru. J>ví vel að merkja getur sú von ekki orðið nema óviss, par sem pað jafnan verður undir álitum komið, livort hann getur vænt sér nokkurs endurgjalds fyrir pann kostnað er hann hefir gjört til að hæta áhýli sitt. Eg ætla að rnönnum muni vera kærkomið að heyra álit einshvers hins merkasta pjóðmegunarfræðings sem nú er uppi um hinn skamma og langa ábúðartíma. Hinn nafnfrægi enski pjóðmegun- arfræðingur James Caird segir svo í skýrslu sinni um búnaðar- liagi stóra Bretlands til búfræðingafundarins í Paris 1878: ,,í hverjum af peim prem hlutum hins brezka ríkis, Eng- „landi, Skotlandi og Xrlandi er réttarástandið milli lands- „drottna og leiguhða sérstaklegt og frábrugðið í vissu tilliti. „Á Englandi t. a. m. er ársbygging aðalreglan, með 6 mán- „aða uppsagnarfresti, en í raun og veru hefir petta ekki mikið að „pýða, pví útbyggingar eru par sjaldgæfar, og ábúanda skipti „koma ekki svo opt fyrir. í Skotlandi par á móti hefir 19 „ára ábúðartiininn lengi verið í gyldi, og er enginn efi á, „að pað fyrirkomulag hafi leitt til meiri áhuga á jai-ðyrkj- „unni og opnað augu manna fyrir réttri pýðingu hinna bún- „aðarlegu framfara, bæði fyrir landsdrottna og leiguliða..... „þetta fyrirkomulag á Skotlandi hefir nú staðið í 3 manns- „aldra, og árangurinn er sá, að búnaðurinn er par yfir höf- „uð að tala á hærra stigi en í hinmn landshlutunum. Leigu- „liðarnir eru sjálfstæðari og frjálsari, og hvervetna hreifir sér „skynsamleg framsókn til hverskonar umbóta og framfara í „jarðyrkjunni". Svona hljóðar dómur pessa merka manns, enda er pað al- ment viðurkent að búnaðarlög Skota séu hin beztu landbúnaðar- lög í heimi. J>ó er á peim einn galli sem Skotar fyrir hvern mun vilja fá bættan. Leiguliðinn má ekki eptirláta öðrnm ábúðar- rétt sinn, og ekki einu sinni testamentera hann eptir sinn dag til ekkju sinnar né barna, hve mikið fé sem hann kann að hafa lagt í kostnað til að bæta ábýli sitt. |>etta pykir Skotum of hart, og vilja láta leiguliðana fá frjálsari hendur um meðferð á- býla sinna, en jarðeigendur standa á móti pví með hnúum og lmefum. J>ó nú ólíku sé saman að jafna, vesalmensku vorri, og framförum Skota í búnaðarefnum, ættum vér eflaust að taka bún- aðarlög peirra til fyrirmyndar, að pví leyti pau geta átt hér við. Og hvað ábúðartímann sérílagi snertir, ættum vér að minni mein- ingu, að taka hann upp eptir peim. J>að geta að vísu verið mis- skiptar meiningar um lengd ábúðartímans, eða hvort eigi að miða iiann við lífstíð, einsog sumir vilja, en pað held eg allir hljóti að vera samdóma um, að réttara sé að hafa hann nokkuð lang- an. I frumvarpi meiri hluta landbúnaðarlaga nefndarinnar er 15 ára ábúðartími til tekinn, en ráðgjafinn hefir slept pessari ákvörð- un í sinu frumvarpi, og efri deildin tók hana heldur eigi uppí sitt frumvarp. Eg held als eigi fast við pessa 15 ára ákvörðun, en álít par hjá réttara, að binda ábúðartímann við eitthvert til tekið árabil, en ekki við lífstíð. En svo vil eg taka pær ákvarð- anir inní lögin; 1. Að pegar leiguliði liefir bætt jörð sina að mun. pá megi hann kjósa um, hvort heldur hann vill halda ábúðinni næsta ábúðartíma með sama leigumála, eða víkja burtu og fá fult endurgjáld fyrir pað er jörðin hefir hækkað í verði fyrir pær umbætur er hann hefir gjört á henni. 2. Að pegar leiguliði deyr meðan á leigutíma stendur, pá hafi ekkja hans og börn rétt til að halda ábúðinui laga- timann út. Ei eg sannfærður um, að petta yrðu mikið öfiugri livatir fyrir leiguliða, til að bæta ábýli sín, en pær óvissu vonir sem irum- varp efri deildarinnar gefur. J>að er einkum haft á móti hinum fastákveðna ábúðartíma, að hann skerði eignar- og umráðarettinn, og takmarki samnings- frelsið, og er petta að nokkru leyti rétt álitið. En pað kemur ærið víða fyrir í löggjöf vorri, að ýms bönd liggja á eignar- og umráðaréttinum. 011 friðunarlög t. a. m. takmarka meira og minna eignar- og notkunarréttinn, og hvað er hinn fastákveðni áhúðartími annað en friðunarákvörðun gegn heimsku og ágirnd rangsýnna landsdrottna, sem ef til vill vinna pað fyrir lítinn og skamvinnan hagnað, að baka eign sinni pað tjón, sem liún máske bíður aldrei bætur. Og er pað ekki einmitt nauðsýnlegt, að lög- gjafarvaldið geti takmarkað að nokkru notkunar- og umráðarétt manna, pegar pað er nauðsýnlegt til að efla almennings heillir? Eða livort munum vér komnir svo áleiðis á frelsis og framfara veginum, að peirra takmarkana purfi eigi við hjá oss, er nauð- synlegar pykja hjá öðrum pjóðum, sem langt eru á undan oss í öllum greinum? J>á eru ýmsar fleiri ákvarðanir í frumvarpi efri deildarinnar, mjög óákveðnar, og er pað í fullri samhljóðan við hinn óákveðna byggingartíma. J>ví pegar petta aðalatriði réttarsambandsins milli landsdrottna og leiguliða er látið óákveðið, skiptir litlu pó hin lítilvægari atriði séu eigi föstum skorðum bundin. En eigi kæmi mér pað á óvart, verði frumv. deildarinnar nokkru sinni að lögum, pó ágreiningur komi upp um ýmsar ákvarðanir pess, og mun pá jafnaðarlegast fara svo, að leiguliðar verði að lúta í lægra haldi fyrir landsdrottnum. Eg skal aðeins benda á ein- stök atriði í frumvarpinu, sem mér virðast sérílagi íhugunarverð. I frumv. landbúnaðarl.nefndarinnar var svo ákveðið, að eigi skyldu fleiri innstæðukúgyldi fylgja nokkurri jörð en svo, að 1 væri á hverjum 5 hundruðum jarðardýrleikans, og leigan ekki hærri vera en 20 ák eptir hvert kúgyldi; mun tilgangurinn hafa verið sá, að fyrirbyggja að landsdrottnar ípyngdu leiguliðum með ofmiklum kúgylda fjölda, eða tækju hærri leigu eptir pau en lögleigu. |>essu slepti efri deildin úr sínu frumvarpi. Landbl.nefndin ákvað hver hús skyldu jörðu fylgja til pess hún gæti leigufær heitið. Yirðist mér pesskonar ákvörðun einmitt nauðsynleg, bæði til að koma fastrí reglu á húsaskipun á jörðum, sem nái yfir alt land, og til að fyrirbyggja að ágengir landsdrottnar noti sér fákænsku og meinleysi leiguliða, að taka jarðirnar pví nær húsalausir. En p e s s u slepti efri deildin. og lét sitja við að setja pá ákvörðun inní 8. gr. að stærð og tala jarðahúsa skyldi fara eptir jarðarmagni, og pví sem væri venja í hverri sveit fyrir sig. Ætla eg að pessi ákvörðun muni litið bæta úr peim van- kvæðum sem alt of víða eru á húsaskipun á jörðum, og að pað muni fara svo hér eptir sem hingaðtil, að margur leiguliði fái að útarma sig á pví, að kaupa kofana ofanyfir sig, eða hrofa peim einhvernveginn upp, og verði svo, ef til vill, aldrei megnug- ur um að sýna ábýli sínu nokkurn sóma. Aptur virðist svo sem deidin hafi ætlað að veita leiguliðum eigi alllitla réttarbót í 37. giv, par svem svo er ákveðið, að hafi fráfarandi gört jarðarhús stæn’a en pað var, pá sé landsdrottinn skyldur að kaupa hús- aukann, hversu auðvirðilegur sem liann kann að vera. J>essi á- kvörðun er rétt og eðlileg, pegar ábúandaskipti verði á hverju ári, eða annaðhvort ár, en sé gjört ráð fyrir lífsábúð, eða löngum á- búðartíma, er hún viðsjál og óeðlileg. Hafi t. a. m. leiguliði lengt stoðir í húsi pó ekki sé nema um eitt fet eða hækkað stoð- arsteina að pví skapi, verður húsið stærra að rúmmáli, og getur haun pá heimtað serstaka borgun fyrir pað af landsdrottni. Leiguliði sem búið hefir 40—50 ár á sömu jörð parf ekki að skila húsum hennar rúmmeiri né í betra standi en hann tók við peim. Baðstofa t. a. m. með skjágluggum, ef til vill, ogmoldar- prepum í rúmstæðastað o. s. frv. Allar umbætur par á má landsdrottinn kaupa. Að vísu mun petta ekki hafa verið mein- ing deildarinnar, en pví verður ekki neitað, að greinina má skilja })annig, og er pví hætt við hún gefi tilefni til margvíslegs ágrein- ings og óánægju. Eg læt svo kérrneð úttalað að sinni um frum- varp efri deildarinnar. Einsog eg áður sagði tel eg pað heppni að pað náði ekki fram að ganga á seinasta pingi, og mun eigi veita af, að pað sé skoðað betur ofaní kjölinn, áðuren pað verður gjört að lögum. (Framh.)

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.