Norðlingur - 22.10.1881, Side 3

Norðlingur - 22.10.1881, Side 3
67 12. gr. Merkjadómi ræður afl atkvæða. og skal í lionum ítarlega skýrt frá landamerkjum þeim, er sett eru, og er hann fullnaðarúrslit pess máls og gild merkjaskrá, pá er hann hefir verið pinglesinn. J>ó má innan 12 mánaða á- frýja merkjadómi fyrir yfirdóm landsins til ónýtingar sökum pingsafglöpunar eða sökum [lögleysu að efni til, og sé merkjadómur ónýttur fyrir pessar sakir, skal vísa málinu heim aptur, og kveður yfirdómur á, hver eða hverir greiða skuli kostnað af málskotinu. 13. gr. Nú eiga fleiri menn jörð saman, og skulu peir hafa atkvæði allir samt, sem einn væri eigandi. Ef eigandi býr eigi á jörðu og er í öðru lögsagnarumdæmi, skal leigu- liði vera löglegur umhoðsmaður hans, nema hann nefni annan til, er sé í lögsagnarumdæminu. 14. gr. Dómendur skulu hafa 3 kr. hver fyrir hvern dag, er peir eru að merkjadómi, og skal borgunin ákveðin í dórainum, sem og hver eða hverir skuli greiða hana. liétt er að fullnægja merkjadómi sem öðrum dómi. 15. gr. Skorist dómsmaður undan að ganga í merkja- dóm eáa mæti ekki á settum stað og stund, enda sé und- anfærsla hans og útivist ekki á gildum rökum bygð, og skal hann pá sæta sektum alt að 10 krónum, og greiða kostnað allan að skaðlausu, er leitt hefir af útivist hans. Lös uin Scysing á soSiiiarSiaiifli. 1. gr. Ollum húsráðendum (börnum peirra og hverjum sem fermdur er og 18 vetra), skal heiinilt að kjósa sér annan prest en sóknarprest sinn. Sóknarprestar einir mega kjörprestar vera. 2. gr. Semja skal maður við kjörprest sinn, hverja prestspjónustu hann vill af konum piggja. Siðan skýrir hann héraðsprófasti frá samningi peirra, en prófastur apt- ur sóknarprestinum. Nú vill maður aptur hverfa til sókn- arprests síns, og skal hann tjá pað prófasti, en prófastur aptur sóknarpresti og kjörpresti. 3. gr. Verði prófastur pess vís, að kjörprestur hafi fermt barn úr óðru prestakalli, er honum pykir óhæfilegt til fermingar sakir fáfræði, skal prófastur skýra biskupi frá pví, og leggur biskup úrskurð á pað mál. 4. gr. Grefa skal sóknarleysingi sóknarpresti greinilegar skýrslur um öll pau prestverk, er kjörprestur hefir fyrir hann gjört; en sóknarprestur er skyldur að geta peirra í kirkjubók sinni, svo sem lög standa til. Skýrsla leysingja skal gefin eigi síðar en á 14 nátta fresti og skal henni fylgja vottorð frá kjörpresti. Prestsverka peirra er skylt er að rita í kirkjubók, skal kjörprestur geta í embættisbók sinni, eo eigi skulu pau talin í ársskýrslu hans, nema ferming sé. ]STú er sóknarpresti eigi skýrsla gefin á 14 nátta fresti, og verður leysingi um pað sekur 2—10 kr. fyrir viku hverja, er skýrsla dregst; eptir ákvæðum sýslu- manns, og renna sektirnar í hreppsjóð par, er leysingi býr. 5- gr. Nú fæðist leysingja barn, og skal skýra frá pví presti par í sókn, er barnið fæðist. 6. gi. Pil hjúskapar skal sóknarprestur brúðarinnar lýsa, enda skal og lýsa fyrir honum meinbugum og hjú- skaparbanni, og gefur hann síðan hjónaefnunum greinilegt vottorð um lýsingarnar. En að öðru leyti fer um ábyrgð prests pess, er saman vígir, á lögmæti hjónabandsins sem lög standa til. í*á er ófermdur maður, sem er fullra 18 ára að aldri, vill ráða sig í vist, skal hann iá til pess sam- pykki prests pess, er ætlazt er til að fermi hann. Eigi iná presturinn veita sampykki sitt til vistarráða nema i hans prestakalli sé. 8. gr. Sátlatilraun pá, er lögboðin er, ef hjón vilja slíta sambúð eða skilja að fullu, skal kjörprestur peirra gjöra, og gefa lögboðið vottorð um siðferði peirra og hegðuin en geti kjörprestur eigi gefið nægilegt vottorð, skal sóknar- prestur bæta pví við, er á vantar, 9. gr. Skyldur er sóknarprestur að semja og senda allar lögboðnar skýrslur um fæðingar, skírn, hjónavígslur og andlát, svo og gefa vottorð pau, er rituð eru upp úr kirkjubók, fyrir ferming utan, pví um hana skal sá prestur skýrslu gefa og vottorð senda, er sjálfur fermt hefir. 10. gr. Sóknarleysingja er rétt, að láta kjörprest sinn fremja skírn, fermiug, hjónavígslu, skriptamál og altaris- göngu, flytja líkræður og syngja yfir í sókuarkirkjunni, svo og jarða lík í kirkjugarðinum. J>ó skal hann fengíð hafa visu um pað hjá sóknarprestinum, að sjálfur hann purfi eigi á kirkju að halda eða kirkjugarði til prests- verka á sama tíma. Heimilt er kjörpresti að nota öll áhöld kirkjnnnar til prestspjónustu, svo sem messuskrúða, ljós, graftól, vín og bakstur; en skylt er honum að hafa að minsta kosti einn meðhjálpara sóknar peirrar viðstaddan pjónustu- gjörðina. 11. gr. Gjalda skal leysingi til sóknarkirkjunnar öl^ lögboðin gjöld, og sóknarpresti allar fastar tekjur. Ijög’ iim liosiiingu presía. 1. gr. J>á er brauð losnar, er öllum sóknarmönnum peim er hafa óflekkað mannorð og gjalda til prests og kirkjti, heimilt að kjósa sér prest af peim er um brauðið sækja, og hafa hina lögboðnu hæfilegleika til prestskapar 2. gr. Sá, er sækir um laust brauð, skal senda umsókn- arbréf sitt í tveim samritum, annað til biskups og hitt til prófasts í pví héraði, sem brauðið er í. 3. gr. f>á er 8 vikur eru liðnar frá pví, er brauðið var auglýst til veitingar. skal biskup senda héraðsprófasti skrá yfir umsækendur. Hefir biskup vald til að mótmæla kosningu peirra umsækenda, er eigi hafa tekið prestvígsja ef honum pykir ástæða vera til pess. 4. gr. Héraðsprófastur auglýsir söfnuði eða söfnuðum prestakallsins nöfn peirra umsælcenda, er biskup hefir eigi mótmælt. Af peim skal söfnuðurinn eða söfnuðirnir kjósa sé sóknarprest á peirri stund og stað í prestakaflinu, er sóknarnefudarmenn prestakallsins koma sér saman um, og auglýsa öllum sóknarmönnum með nægum fyrirvara. Stýr- ir sóknar nefnd kosningunni, ef eigi ernema ein sókn í prestakallinu, en séu pær fleiri, kjósa allir sóknarnefndar- menn 3 menn úr sínutn flokki í kjörstjórnina. 5. gr. Kosningin skal fram fara, að svo miklu leyti sein við á, eptir sömu reglum sem kosningar til alpingis (sbr. lög um kosningar til alpingis 14. sept. 1877. 32.—35. gr. Enginn getur orðið kosinn sóknarprestur, nema hann fái meiri hluta atkvæða peirra sóknarmantia, sem kosningar- rétt hafa í prestkallinu eptir 1. gr. og sem neyta atkvæðis- réttar síns á kjörfundi. 6. gr. Eptir að kosning hefir fram farið, sendir kjör- stjórnin tafarlaust prófasti kosningargjörðina, staðfesta með vottorði sínu uin að hún sö rétt. Síðan sendir prófastur biskupi skýrslu um kosninguna, og skal pá biskup gefa hinum kosna presti köllunarbré f. Endurskoðnii reikninga Gránufélags. 9Að ööru leyti skilst stjórnin ekki svo við þetta „mál, að hún kunni ekki hinum heiðruðu endurs- „skoðunarmönnurn, þakkir fyrir vandvirkni þá f endur- „skoðuninni og aðgæzlu á ýmsum högurn Gránufélagsins „er þeir hafa látið í ljós f þeim tveim bréfum, cr vér 9höfum nú Ieitast við að svaia. Möðrnvöllum í Ilörgárdal, 26. sept. 1881. Davfð Guöinundsson, Arnljótur Ólafsson, Jón A. Iljaltalín.

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.