Norðlingur - 23.03.1882, Side 1
#
VI, 41,—42.
Kemur út 2—3 á mánuði
31 blöð als um árið
Akureyri, 23- marz.
Kostar 3 kr. árg. (erlendis.
4 kr.) stök nr. 20 aura.
1882
§kólamál,
J>að er nokkuð síðan að hinir svo kölluðu framfaramenn
fórn að taka það fram í ritum og ræðum hvað mentun ís-
lendinga væri illa farið í samanburði við mentun hinna svo
kölluðu framfara þjóða, og þó hafa 'ýmsir menn bæð^^^
lendir óg útlendir í sömu andránni kannast við að a^^n^
mentun á voru fámenna, strjálbygða og fátæka landi væri
mikið jafnari og almennari heldur en hjá ýmsum öðrum
fjölmennari og ríkari þjóðum, en hvernig á að samrýma
þessum bersýnilegu mótsögnum? Eru rit og ræður hinna
fyrnefndu skrópar einir? Eru sagnir hinna síðari skrum
eitt ?
Vér höldum ab hvorirtveggju haG haft mikið til síns
niáls. þeir sem hafa kvartað um mentunarleysi vort og bor-
ið oss saman við framfaraþjóðirnar, hafa einkum litið á það,
hvað vér höfum verið og erum litið verklega mentaðir. hvað
vðr höfum verið fastheldnir við fornar venjur í verknaði,
bústjórn og bjargræðisútvegum, og hafa þessir menn sann-
lega litið rðtt á það, að þetta verklega mentunarleysi stæði
í vegi verulegum framförum og þjóðþrifum hjá oss, og þetta
verklega tilbreytingaleysi og framfaraskortur hefir sannlega
ollað því, að eitt af skáldum vorum þóttist hafa orsök til að
syngja og segja :
*Vilji nokkur segia þeim satt,
svara þeir allir á einn veg:
hann faðir minn sæll, eg sö honum glatt,
sá hafði það eins og eg».
Hinir, sem haldið hafa fram hóklegri alþýðumentun
þjóðar vorrar, hafa líka haft nokkuð til síns máls, þegar
þeir hafa borið alþýðumentun vora, sem um þúsuud ár höf-
um engan alþýðuskóla átt, saman við alþýðumentun fjöl-
mennari og ríkari þjóða, þar sem alt heflr úað og grúað af
alþýðuskólum, þegar menn hafa sðð af sönnum skýrslum
þessara þjóða, hversu fáir voru þar lesandi og skrifandi í
samanburðijvið hina fámennu og fátæku alþýðu á íslandi.
þegar menn líta á það ekki einungis hvað margir alþýðu-
menn á íslandi hafa lært að skrifa án allrar skólamentunar
og margir tilsagnar lítið, heldur og hvað margir alþýðumenn
á landi voru hafa ritað langar sögubækur í hjáverkum sínnm
og nokkrir týnt saman og ritað upp ættartölur og annála
og ýmsra merkismanna tal og þar á ofan, að ekki svo
fáir aiþýðumenn þjóðar vorrar hafa, einkum á hinum fyrri
öldum, verið betur að sðr í 1 gum landsins og sögu
þjóðar sinnar heldur en alþýðumenn flestra annara þjóða;
þá verður það ekki með röttu álitið skrum eilt, þó nokkrir
hafi orðið til að nrósa alþýðumentun vorri i samanburði
við alþýðumentun sumra aunara landa.
Eu er það þá um skör fram að ýmsir menn á vorri
öld eru að brýna það fyrir þjóð vorri bvað henni ríði mikið
á að auka mentun sina svo henni geti farið verulega fram
og hún lifað mannlegra og sælla iífl eptir en áður. ? það
eru víst flestir samdóma um, að mentunin þurfi að aukast
og framfarirnar að eflast; en um hitt kemur mönnum máske
siður saman, hvernig og hvar eigi að byrja. þegar menn
•ita tii annara þjóða, þá munu menn líta svo á, að þær
hafi náð mentun sinni í gegnum óteljaudi lægri og æðri
skóla alt neðan frá barnaskólunugw upp til háskólanna; það
kann nú suraum að virðast að, vér ætlum að rekja sama
ferilinn og þær, til þess að komast enn þær hinu sama takmarki.
En vér ætlum, að vér, í þessu sem mörgu öðru, verðum að
haga oss eptir vorum serstöku þjóðernisháttum og átæðum.
Vér álitum barnaskóla hjá oss nauðsynlega á einstöku stöð-
um, svo sem í þéttbýlum og fjölmennum sjóplázum og í
hinum fjölmennustu kaupstöðum, þar á móti álítum vér slíka
barnaskóla óhafandi i strjálbygðum sveitum og að þeir þar
uiundu meira spilla barnafræðslunni en efla hana, með því
slíkir skólar mundu, örðugleikanna vegna, verða mjög laklega
sóttir, en rýra þó að mun umhyggjusemi foreldra og hús-
i bænda fyrir barnafræðslunni; vér álítum því hin nýju fræðslu-
log vor hafa mjög þjóðlega og heppilega stefnu, þar sem
þau auka skyldur foreldra og húsbænda til heimafræðslu.
þessi nýju lög eru líka farin að efla mentun barna og ung-
linga í skript og reikniugi,og erþó slíkt örðugast fyrst í stað
vegna fæðar þeírra manna, sem færir séu umað kenna
réttritun og skrift til verulegra nota, þó þeir kunni nokkuð
í þessu fyrir sjálfa sig, en þessir fáu menn eru nú fengnir
til að vera tíma og tíma á þeim bæum þar sem þörfin er
brýnust, og mun það með tímanum færa góðan ávöxt.
þá hafa menn líka stnngið uppá að stofnaðir yrði ung-
linga skólar sínn í hverri sýslu, eðo einn og tveir i hinum
fornu Jnngum landsins eptir stærð þeirra, og er slikt ó-
veitanléga veUmeint, en vér óttustnný fyrir að svo margir
skólar mundu vera oss að svo stöddu of vaxnir vegna
kostnaðarins og ekki koma að tilætluðum notum, bæð i vegna
þess, hvað þeir yrðu strjált sóttir fyrst um sinn meðan
þörfin er þó mest, og jafnvel að þeir mundu draga úr á-
huga manna með þá heimafræðsiu unglingá, sem þegar er
byrjuð.
Meon hafa ekki einungis talað um það heldur og verk"
lega ráðist í að koma á fót nokkrum kvennaskólum og er
það sannarlega vel meint og þeir menn þakklætisverðir, sem
mest og bezt hafa barizt fyrir því málefni, því mentun kvenna
vorra, ef hún tæki þjóðlega stefnu, er eitt af hinum helztu
nauðsynjamálum þjóðar vorrar; því auk þess, sem að kvenn-
menn eptir eðlilegu náttúrulögmáli eiga að hafa jafnrétti
með karlmönnum til allrar þeirrar þjóðlegu menningar, sem
Btaða þeirra útheimtir, þá er það efalaust. að fáum þjóðum
ríður eins mikið og því síður meira en oss á því, að kvenn-
fólkið nái þeirri þjóðlegu mentun, sem sú heimilisfræðsla
barnanna út heimtir, er vér megum ekki án vera eptir
vorum þjóðlegu ástæðum, því fræðsla barna á ungum aldri
kemur á^flestum heimilum meira niður á konum en köllum
eptir því, sem tilhagar hjá oss.
En þó að þeir fáu kvennaskólar, sem á eru komnir
gjöri allir nokkurt gagn, þá dyljustum vér ekki við það, að
sumir þeirra verji of miklura tíma til þess, er sveitakonum
kemur miður að gagni, í samanburði við sumt það, sem
þeim er nauðsynlegra og gagnlegra í þeirri stöðu. en þetta
leiðir líka eðlilega af ástæðum sumra kvennaskólanna og
þeim stað, sem þeir eru settir á.
Og þá er nú Möðruvallaskólinn, sem upphaflega var
ætlaður til að vera gagnfræða- og búnaðarskóli undir eins,
og héldu víst margir upphaflega að sú sameining bóklegra
gagnfræða og bóklegrar og verklegrar búnaðar-fræði mætti vel
fara. En þegar skóli þessi var kominn á, og til framkvæntd-
anna kom, þá fór bráðum að draga úr búnaðarfræðslu hug-
myndinni við skóla þenna, og nú eptir eitt ár heyrum vér