Norðlingur - 23.03.1882, Blaðsíða 2

Norðlingur - 23.03.1882, Blaðsíða 2
83 sagt, að búnaðarfræðsla sé þar að mestu eða öllu aftekin. En hvað skyldi einkum hafa valdið því , að hugmyudin um sameiningu gagnfræða og búfræða entist svo illa við Möðru- vallaskólann? Vér ætlum fyrst og fremst það, að þeir, sem mest voru áfram um að stofna skóla þenna hafi frá upp- hafi haft meira vísiudalega en verklega stefnu með skólann; og í annan stað hitt, að kennarar þeir, sem við skólan eru, og sem eru alþektir ágætismennn í mörgum bóklegum fræðum, séu meir lagaðir til að kenna vísindalega en verk- lega; má og vera að það hafi haft nokkur áhrif á skoðanir þeirra, að gagnfræði og búfræði sé ekki kend á sama skóla erlendis, en vðr höfum þó heyrt að þetta eigi sér stað við Cornell háskóla í Ameríku, enda munu Ameríkumenn flest- um þjóðum fremri í því að sameina bókleg vísindi og verk- lega mentun. Vér ueitum því ekki, að það þarf ærið langan námstíma til þess að nema til nokkurrar hlýtar öll gagnfræði sem vanalega eru lærð við hina hærri gagnfræða skóla, og um leið bóklega «g verklega búfræði, svo til nokkurrar hlýt- ar sé; vér ætlum að til þessa mundi þurfa 5 til 6 ár, því til gagufræðanna einna hyggjum vér að þurfa mundi í hið minsta 4 ár ef vel ætti að vera. En skyldu það ekki vera öfgar að ætla íslenzkum baendaefnum að verja slikum náms- tíma og öllum þeim kostnaði sem það hefir í íör með sér til að búa sig þannig undir ísienzka bændastöðu? Vér getum hugsað oss gagnfræðaskóla án búnaðarkenslu, og viljum gjarnan að slíkur skóli sé einn til í landinu, en vér ætlustum ekki tíl að á hann gangi fjöldi þeirra manna, sem einungis ætla að verða bændur, heldur einkum þeir, sem ætla sér aðra stöðu, og sérílagi þeir, sem öbrum fremur eru hæfir til að leggja sig til hlýtar eptir þeim uáttúruvís- indum sem eru svo naufcsynleg til að lypta hinu praktiska lífi á æðra sjónarmið og greiða hinum starfandi greiðustu leið til verklegra framkvæmda. þetta er verksvið hinna hærri gagnfræða vísinda bjá mentuðum frumfaraþjóðnm, en hverj-^ um einstökum er þar fyrir ekki ætlandi að verða vísinda- maður í þessum skilningi. Verkmaðurinn þarf að verja meiri hluta æfi sinnar til verknaðar en vÍ3Índa, því verka- mennirnir þurfa ekki einungis að vinna fyrir sér, heldur líka fyrir brauði vísindamannanna, en vísindameonirnir eiga aplur að leiðbeina þeim til verknaðarins með því aö kenna þeim að nota sem bezt gæði og öfl náttdrunnar, þvíþó vér ætl- um að tíl geti verið gagnfræðaskóli án eiginlegrar búnaðar- fræðslu þá ætlum vér ekki að til geti verið búnaðarskóli án allra gagnfræða, þvt hin bóklega búnaðarfræðsla, er sann- arlega einn hluti gagnfræðanna, en vér ætlum bóudaefninu eða iðnaðarmanninum að nema aðeins það af gagnfræðum þessum sem nauðsynlegt er til undirbúnings fyrir stöðu þeirra. það eru fæst bændaefní hjá, oss fær um að verja meiri tíma eða meiri kostnaði til þessa náms heldur en þessi tilætlun heimtar. þar sem hinn vinnandi hluti þjóðarlnuar er og verður að vera langfjölmennastur, þá er auðsætt að búnaðarskólar þeir, sem eiga að búa menn undir þessa stöðu, þurfa að vera langflestir og umfangs mestir, og þar af leiðir að þjóðin ætti að vilja mestu til þeirra kosta, vilji hún fara búmannlega að ráði sínu. Ef vér skyldum hugsa oss hundraðasta hvern mann vís- indamann eða embættismann á landinu í samanburði við vinn- andimanna flokkinn, þá virðist ekki ofmikið tiltekið, þó menu ætluðust til, að kostað væri hérumbil jafnmiklu til uauðsýn- legrar böklegrar mentunar og verklegrar kunnáttu og fram- fara als vinuandimanna flokksina einsog til vísindalegrar mentunar hins fámenna visinda- og embættismaunaflokks — og hver sú þjóð, sem þessa stefnu tæki og framfylgdi benni trúlega, hjá henni mundi auðsæld og andleg mentun halda nokkurnvegin jafnvægi. þegar vér virðum fyrir oss þessa tvo ílokka þjóðarinnar, hinn fárneuna ílokk þeirra manna, er vér kölium vísinda- og embættismeun, og að hinu leytinu hinn fjölmenna fiokk þeirra, er vér köllum flokk hinna viun- andi manna, þá sjáura vér að vísinda- og emhætíismanna- fiokkurinn samanstendur nær því af kallmönnum einum, en vinnandimanna flokkurinn bæði af köllum og konurn, og aö kvennmennirnir hafa þó talsvert yfirborð að tölunni til. Hver sem kannast við, að þeir, sem vinna eiga fyrir öllum nauð- synjum þjóðarinnar þurfi verklegrar mentunar við, og svo mikillar bóklegrar fræðslu, sem til þess útheirntist, að þeir geti notað sér hina verklegu mentun, hann verður að voru áliti að játa að sílkrar mentunar þurfi ekki síður kvennfólk en karlmenn, þegar menn gæta þess, að hin verklega ment- an er ekki exnungis fóigin í því, að læra að vinna hvert verk með sem beztu lagi og að nota ýrns verkfæri til að létta sér vinnuna og flýta fyrir henni, heldur einnig i þeirri hagfræði, sem kennir mönnum að haga svo vinnu sinni að hún gefi sem mestan arð.og að verja svo arðinum að hann komi að sem beztum notum, þá virðist aúðsætt, að það sé jafn nauðsynlegt að menta konur sem karla i þessa átt, þvi konur og karlar eru þeir samverkainenn á hinu sameigin- lega þjóðarbúi, sern ekki mega slíta samvinnu sinni, og þurfa hvert fyrir sig að geta oröið sern bezt hæf til stöðu sinnar, því búið þarf jafnt á þeim báðum að halda eigi bú- skapurinn að geta farið í lagi, fiestir munu játa að svona þurfi það að vera á hverju einstöku heimili, og því skyldu menn þá ekki ætla, að svona þurfi því að vera varið á hinu sameiginlega þjóðarbúi. þegar menn lala um bændur og bústýrur á hverju ein- stöku heimili, þá munu flestir játa að góður og reglubund- inn búskapur sé ekkert síður kominn undir góðri bústýru. en góðum bóuda. þegar menn lita til þeirra manna, sem embættum þurfa að þjóha eða miklum önnum hafa að gegna afheimilis, þá munu menn kannast við hvað búskapurinn er mikið kominn unðir góðri bústýru, að vér ekki tölum um þá sjaldgæfu vísindamenn, sem varla muna eptir því að borða á réttum tíma nema búslýran miuni þá á það, því síður að þeir hafl nokkra búmaunlega fyrirhyggju fyrir því að nokkuð sé til að láta í askinu þeirra. þetta virðist alt benda til þess,Qað búfrædisleg mentun 6é ekki síöur nauðsynleg kouum eu körluin, þó sumuin þeim, sem hættir við að vilja steypa alt of margt hjá oss í út- lendu móti sem hér á ekki við, kunni máske að virðast það óþarfi að koriur meutist búfræðislega, og áliti það nóg að bóndiun að eius sé búfrædislega mentaður, ef konan sé hlýð- in og þæg að taka tilsögn hans. þessum inöunum fer likt og karlinum sem sýudi sýslumauninum kerlinguna sina og sagði: «Húu er nú orðin sjötug rían og liefir ultaf verið þæg». Vér getum ekki láð það konum vorrar aldar, þó þeim þyki það eitthvað loiðinlegt aö láta skoða sig einsog hálf- blindar ambáttir, sem ekki sé annað ætlað, en að snúast af eiutómri þægð eptir bendingum bóudans innanum eldhúsið, búrið og baðstofuna. Vér höfum síður en ekki á móti því, að þeir, sem til þess eru hæfir og hafa til þess efni og ástæður nemi nokk- uð at hinum svo nefndu fögru vísindum. Ver höfum ekkert á móti því, að þeir sem hafa tíma og ástœður til læri ýms útlend tungumál, ef þeir læra mál þessi svo vel, að þeir geti skilið til hlýtar ýmsar fræðibækur í málum þessum sér til mentunar. Vér höfum ekkert á móti þvi að stúlkur lœri ýmsar fínar og sjaldgæfar hannyrðir. En vér höfuin á móti því, að þessar svo kölluðu fínu móðins meutir séu í al- þýðuskólum vorurn látnar sitja í fyrirrúmi eða tefja alt of- inikið fyrir þeirri búfrœðis- og hagfrœðis-mentun, sem hin- um vinnandi flokki þjóðarinnar er svo nanðsyuleg, og sem vér álítum ináttarstoð vorrar þjóðmenningar. Ef svo er fiða ver&ur köllum vér: «Að alt tramstykkið verði aptan á». Uppgjafabóndi í sveít.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.