Norðlingur - 20.04.1882, Blaðsíða 1

Norðlingur - 20.04.1882, Blaðsíða 1
NOIBLIPK. VI, 43.-44. Kemur út 2—3 á mánuði 31 blöð als um árið Akureyri, 20. april. Kostar 3 kr. árg. (erlemlis. 4 kr.) stök nr. 20 aura. 1882 A ð s e n t frá alþingismanni Tr. Gunnarssyni. I. Norðmaður sá F. Svemlsen, að nafni, sem prédikaði fyrir landsmönnum sínum á Seyðisfirði næstliðið sumar og kallar sig trúarboða, hélt fyrirlestur, eptir að hann kom heim, um ástandið á íslandi; aðalefni ræðu hans vartekið upp í blað í Bergen, sem heitir „Bergensposten“, pessa grein tóku aptur „Nationaltidende“, sem eru gefin út í Kaupmannahöfn. J>egar Danir lásu grein pessa, pá leizt peim sem von var ekki vel átrúarlífið, kirkjurnar ogprest- ana á íslandi. Grein pessi dæmir sig sjálf hjá peim er til pekkja. Höfundurinn kom að eins á einn eða tvo firði á íslandi og var par fáar vikur, misskilur flest er hann sér par og heyrir, og dæmir sjyo allt landið og landsmenn par eptir, pað er pví ekki við góðu að búast, en pó verður pví ekki neitað, að á stöku stöðum í greininni er sumt, pví miður, ekki svo langt frá sannleikanum, að eigi allfáir getafund- ið að nærri sér er höggvið, og sem hefðu gott af að hafa grein pessa sér til viðvörunar. Eg'álít pvi réttast að al- menningur fái að sjá, hvern dóm landsmenn fá hjá út- lendum ferðamönnum, ekki að eins til pess að reiðast peim, heldur til pess að varast ,pað að pessu líkt verði sagt með sönnu um pá. Greinin I „Nationaltidende" er pannig : UPPLÝSINGIN Á ÍSLANDI. Eins og kunnugt er hafa æ fleiri og flciri Norðmeun sött fiskivciðar upp til íslands f seinni tíð, og í sumar var sendur upp þangað kristniboði einn á kostnað auðugs manns i Stavangri, til þess að prédika fyrir fiskurunuin. Þessi kristniboði heitir Fr. Svendsen, og hefur hann haldið íyrirlestur eptir heimkomuna, og viljum vér birta hér útdrátt úr honum. Hann hefir þekking sfna frá norður- og austur- amtinu. Kirkjurnar voru mjög litlar og ljótar, líkastar gömlom rcykklefa, enda voru þær og hafðar íyrir fata- búr fyrir prest og hyski hans, og í þeim geymd áhöld og útbúnaður. I’egar inn kom í slfka kirkju gaf á að Iíta við hliðina á altarinu hversdags föt prcstsfólksins, sem hjengu þar á veggjunum, og annarstaðar f húsinu heilmikiö af þorskanetum og öðrum veiðarfærum. Sam- komur norsku fiskiinannanna voru haldnar f salthúsunum, scm cf satt skal segja voru skrauthallir f samanburði við íslenzku kirkjurnar. Ekki vettaði einu sinni fyrir alþýðuskólum. í því stóð ísland hérumbil á sama stigi eins og fyrir 150 árum sfðan ; einstaka skólar voru þó, sein helzt, ef nokkuð er, mætti líkja saman við amtskólana norsku. Hver einn sá um sín börn, að kenna þeim. Messugjörðinni var háttað eins og hér f Noregi, og bandbókin og messuklæðin og það allt var alveg eins og hjá oss. Vildi nú einhver spyrja, hvernig varið væri trúarlffinu og safnaðarlffinu, þá mundi raaður svara, að svo væri að sjá, sem það væri dautt; fáir komu til kirkju, enda var þangað ekkert að sækja. Það trúarlíf, sem hefir gcngið yfir Norðurlönd, virtist hafa hlaupið yfir ísland. taö var hreint ekki snefill af skynbragði á trúnni, enda var þaö líka auðséð á því hvernig mennirnir lifðu. íslendingar eru þannig ákaflega djúpt sokknir í drykkjuskap; söfnuðurinn og klerkurinn svölluðu saman. Við bar þvf, að þegar fáir komu til kirkjunnar, til dæmis 7 eða 8 hræður, þá gat prestur ekki verið að ótnaka sig út f kirkju, cn lékk sér heldur f staupinn meö hinum, og drakk stundarkorn; svo fór kirkju fólkið heim aptur. Einn sunnudag fóru nokkrir norskir fiskimenn til næstu kirkju, og ætluðu að vera við messu; hittu þeir þá klerk úti á engjum, og var hann að bjarga heyjunum sfnum. Þeir spurðu hann, hvort ekki ætti að messa, og þá sagði prestur, að veðrið væri sro gott, að menn mættu til að rcyna að ná ein- hverju af heyinu heim, Böm voru ekki skírð í kirkjunni, heldur reið prestur á bæina og skfrði börnin heima, en það var annars nanðsynlegt af því að það var svo strjálbygt, og kirkjuleiöirnar svo langar. Altarisganga var tvisvar á ári, eins og í Noregi. Til dæmis um hve skrítilega kann til að takast við prestaskipanir, og til dæmis um hve íslendingar eru einstrengingslega heimtufrekir, er þetta: í Reiðarfirði var eitt prestakall, Hólmar. Þar var gamall prestur, sem brauðinu hafði þjónað f 40 ár, og sem dó f fyrra. Nú vildi söfnuðurinn síra Jónas, son hans fyrir prest. En stjórnin veitti brauðið gömlum presti. Hann bar þar að bæ þegar verið var aö halda uppboð eptir gamla prestinn. Og allur söfnuðurinn var því náttúrlega þar saman kominn. Hann veitti nú nýja prestinum sfnum þær viötökur, að hann sagði sig út úr rfkiskirkjunni. Þeir vildu hafa sira Jónas og engan annan. Nýi prest- urinn settist að á prestsetrinu, en hafði ekkert prestverk gjört í allt sumar. Guðs orð var ekki boöað utan kirkju; enginn leikinaður prédikaði guðs orð, því ís- lendingar geta ekki komiö því inn f höfuðið á sér að leiktnenn geti slíkt. Boðun orðsins í kirkjunni var heldur en ekki þur og andlaus, og biblfulestur var ekki hafður framar en glóandi gull. N var presturinn á Seyöisfirði heiðarleg undantekning. Hann hefir verið f Ameriku nokkur ár, og kvartaði sáran yfir hinum andlega kulda á íslandi, og irúin hans eins. Hún sagðist hreint stirna þar upp, og sagðist ekki þrffast fyrir þeim andlega danða, sem drottnaði þar. Enda mundi maðurinn hennar brátt fara til Araerfku aptur. Smám saman fór að safnast fjöldi íslendinga að ræðum norska kristniboðans; voru vanalega 500—600 manns, íslendingar og Norðmenn til samans.— Norsku sam- komurnar voru haldnar stundum f salthúsinu, stundum f einskonar bænahúsi, sem til var búið uppi á einu salthúslopti, og þar komust margir fyrir. í Seyðisfjarðar- kirkju komu vanalega 8—12 hræður, mest 50; en þá var hún líka troðfull. Þar var engin forsöngvarl, og því mátti prestur til að velja sér einn af fólkinu, eptir aö komið var f kirkju. Því var það og, að norski sálmasöngurinn hafði mikil áhrif á íslendinga. feir skildu vcl norsku, einkum Þrændamál er kristni- boðin talaði, en bágra áttu þcir með Stafangursmál. ís- Iand er land, sera verulega þurfti kristniboðs við. Starf Norðmanna er íslendingum mjög gagnlegt, og yrði það þó enn meir, ef það gæfi tilefni til trúarvakningar. þessari grein var svarað litlu seinna í sama blaði af „íslendingi,, sýnir hann þar og sannar liTe kristniboðar- inn þekki alls eigi til þess, er hann skrifar um, og þess

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.