Norðlingur - 20.04.1882, Blaðsíða 3
87
■s'krifaði seinast. Málaferli milli jarðeigenda og leiguliða
hafa verið mikil; hafa mál þessi verið svo mörg, að þau
skipta þtísundum. Ofsóknir leiguiiða gegn jarðeigendum hafa
einkum verið fólgnar i því að spilla veiði jarðeigenda; hefir
eigi verið auðgjört að koma í veg fyrir það, þótt reynt hafi
verið stundum með hervaldi; stundum hafa hermenn gengið
í lið með leiguliðum í veiðispjölluuum. þessu máli hefir
lílið verið hreift á þingi Englendinga. í umræðunum um
ávarp þingsins til stjórnarinnar kom það fram frá þingmönn-
'um íra, að þeir gerðu kröfur til sjálfsstjórnar. Gladstone
íók vel undir þetta og sagði, að írar skyddu þá koma fram
með greinilegar uppástungur um þetta mál og skýra frá,
hvernig þeir hugsuðu sér þessa sjálfsstjórn; ræða Glad-
stone vakti eptirtekt, en meining hans er náttúrlega ekki sú.
að veita írum sjálfsstjórn, heldur hitt að leiða athygli þeirra
frá landbúnaðarmálunum, þó að ekki væri nema um tíma.
Á Rússlandi hefir með minna móti borið á gjöreyð-
endum; að vísu halda þeir fast fram stefuu sinni, en afl
peirra hefir þó án efa verið veiklað með ráðstöfunum og
lyrirkomulagi stjórnarinnar. Nú er nýbyrjað á afarstóru
sakamáli gegn 22 gjöreyðendum; eru þeir sakaðir um að
hafa verið i vitorði um keisaradrápið og yfirhöfuð að vera
í þessum byltingaflokki sem hefir það fyrir mark og mið að
kollvarpa ríkinu og umsteypa öllu, og sem ekki vílar fyrir
sðr manndráp og rán til að reyna að ná takmarki sinu,
Að því er hinn innra hag Rússlands snertir hefir Alexander
3. lagt mikið kapp á að bæta hina miklu og mörgu ann-
marka þar í landi. Ráðstafanir hans miða einkum til sparn-
aðar; hefir hann látið fækka mörgum embættum og lækka
laun embættismanna; sérstaklega heör hann reynt að koma
i veg fyrir, að embættismennirnir viðhafi fjárdrátt, sem að
undanförnu hefir átt sér stað til mikilla vanþrifa fyrir ríkið.
Hver nefndin er sett af annari til að endurbæta, eu að íramfylgja
þessuin endurbótum vill verða alt torveldara.
Víðsvegar um Rússland hafa Gyðingar orðið fyrir of-
sóknum miklum; hafa þeir verið rændir og eptir því sem
sumir segja meiddir og drepnir, en það mun þó vart vera
satt. Ofsóknir þessar hafa eigi sprottið af trúarhatri, heid-
ur af hatri og gremju yfir því, að Gyðiugar, sem þar hafa
því nær alla verzlun í sínum höndum, hafa með verzlun
sirini kúgað mjög íbúana.
í suðurhluta Dalmatíu og Herzegóvinu hefir ný-
iega komið upp uppreist gegn Austurríkismönnum. Dalma-
tía hefir frá alda öðli verið undan þegin álöguin til hernað-
ar. Ibúarnir í suðurhluta hennar, sem Bocbesar ireita, hafa
haldið þeirri undanþágu síðan þeir komu undir yfirráð Aust-
urríkis, þó að stjórn Austurríkis hafi verið það mjög móti
skapi og hafi áður gjört tiiraunir tií að koma þar á álögum
til hernaðar. Á Berlínar fundinum 1878 komst Herzego-
vína og Bosnia undir yfirráð Austurríkis. I Herzegovína og
Bosníu hafa Austurríkism. nýlega komið á landvarnarlögum
og vildu um leið koma á samskonar lögum í Dalmatíu, en
Bochesar vildu eigi aðhyllast þau, nema með vissum kostum
sem stjórn Austurríkis gat ekki gengið að. Gjörðu þá Bo-
chesar uppreist og íbúar Herzegovína tóku í sama strenginn
því að þeim er eigi heldur um landvamarlögin. Höfðu
uppreistarmenn eigi lítið traust á fulltingi frá Svartfellingum
(Montenegrinum), enda hefirsú von eigi brugðizt. Að vísu
liefir landstjóri Svartfellinga synjað þeim um hjálp, þvf að
hann vill eigi egna Austurríkiskeisara til reiði gegn sér, en
þar á móti er allur þorri Svartfellinga mjög hliðhaliur upp-
reistarmönnum og veila þeim eigí alllítið fulltingi, enda er
það hugur uppreistarmanna að komast undan yfirráðum
Austurríkis og í samband við Svartfe llinga, enda eru þeir
frændur, hvorirtveggja slafneskir.
f>að hefir verið ætlun manna, að eigi fáir í Rússlandi
hvetji uppreistarmenn, og svo mikið er víst, að hinir slaf-
nesku þjóðflokkar þar i landi vilja gjarnan liðsinna upp-
reistarmönnum og koma á allsherjarsambandi meðal hinna
slavnesku þjóðfiokka (panslavisk forfund) Rússneskur hers-
höfðingi einn, Skobelev að nafni, hélt nýlega ræðu við há-
tíðarhald í Pétursborg; í þeirri ræðu hafði hann eggjanir f
frammi um, að Rússar skyldu hjálpa uppreistarmönnum í
Dalámatíu og Herzégóvínu. þessi ræða hefir vakið eptir-
tekt annara íanda, einkum Austurríkis og þýzkalands; hafa
þessi lönd getið þess til, að af ræðunni mætti sjá anda Rússa
til þýzkalsnds og Austurríkis; en það mun þó varla vera
nokkuð til í að Rússastjórn hafi fjandsamleg ráð í bruggi
gegn ríkjum þessum. skobelev hefir nýlega komið til Par-
ísar, þar hétt hann ræðu fyrir stúdentum frá Serbíu; var
sú ræða eggjanir einar og æsingar í þá átt, að Siavar skyldu
hrinda af sjer öllum yfirráðum Austurríkismanna og J>jóð-
verja og spár um, að mikill ófriður muni fyr eða síðar koma
upp milli Slava og nágrannaþjóða þeirra. þó er það talið
vist, að ræður Skobelevs hafi eigi tilætluð áhrif og sízt að
stjórn Rússa blandi sér nokkuð inn í úppreistina. En samt
hafa menn það fyrir satt, að nokkrir hershöfðingjar rúss-
neskir hafi fengið sig lausa um nokkra mánuði, til þess að
fara til Herzegóvínu og gegna þar herþjónustu.
Egyptaland hefir verið umræðuefni blaðanna um
tíma. Svo sem kunnugt er hafa auðmenn á Englandi og
Frakklandi lánað stjórninni á Egyptalandi stórfé, en fjárhag-
ur Egyptalands er ( mjög slæmu lagi, og þvi auðmennirnir
eigi óhultir um fé það, er þeir hafa lánað; hafa því verið
settir menn frá Frakkl. og Engl. til að hafa gætur á fjár-
málum Egyptalands og tryggja hina ensku og frakknesku
lánendur fyrir fjártjóni. þessir fjárgæzlumenn (finantskon-
trollörer) hafa nær ráðið öllu í fjármálum Egyptal. hafa þeir
eigi átt vinsældum að fagua þar í landi, einkum hjá her-
mannaflokknum. Kedívinn hefir og orðið óvinsæll, af þvi, hve
mjög hann er háður hinum útlendu fjárgæzlumönnum. í
haust sem leið hóf hermannaflokkurinn ramma mótstöðu
gegn ráðherrunum og krepptu svo að Kedivanum, að hann
varð að skjpta um ráðherra. pessi mótstaða leiddi og til
þess að Kedívinn varð að kveðja stórraenni landsins til þings;
þing þetta krafðist þegar, að breytt væri stjórnarskipuninni
og að fá fjársijórn og fjárveitiugarvald í sínar hendur; en það
gat eigi samrýmst við hina útlendu fjárgæzlumenn. En með
því að ráðherrarnir voru þinginu mótsnúnir, fékk það fram-
komið ráðherraskiptum. Muhamed Paska varð þá ráðherra-
stjóri. Litlu áðuren þessi siðustu ráðherraskipti urðu, hafði
Engl. og Frakkl, sent í sameiningu Kedívanum ávarp; í því
hétu þessi tvö ríki honnm ab styðja völd hans og viðhalda
þeim pá er nú var svo krept að Kedívanum, sýndist tími
kominn til að Frakkar og Euglendingar bindu enda á loforð
sitt, en bæði var þá Gambetta kominn frá og svo hafði
Tyrkjasoldán, er Egyptaland lýtur, mótmælt aðferð Fr. og
Engl. og öll hin stórveldin tekið í sama strenginn og sagt,
að það bæri öllum stórveldunum í sameiningu að skipa fyrir
um mál Egyptalands, því að um þessar mundir voru þær
tilgátur, að Engl. og Frakkl mundu ef til viidi framfylgja
boði sinu með hervaldi; en það er þó öðru nær, þvi að nú
hafa þessi ríki sagzt vilja laga sig eptir vilja hinna stórveld-
anna. Að vísu hefir Muhamed Pascka heitið því að fara
eptir vilja stórveldanna og skerða eigi rétt hinna útlendu
lánveitanda og fjárgæzlumannanna. En það þykir þó auð-
sætt, að takmark hans og hermannnaflokksins er að losa
Egyptaland undan áhrifum Evrópumanna.
Hinn 8. dag desemberm. brann hið svokallaða hring-
leikahús í Wien; í leikhúsinu kviknaði litlu áðuren átti að
byrja að leika, er áhorfendurnir höfðu safnazt í leikhúsið.
I þessum bruna létust mörg hundruð manna. Til þess að
koma í veg íyrir slik óhamingjutilfelli- hafa alsstaðar þaðan
er menn hafa fregnir, verið gjörðar ráðstafanir og breyting-
ar á fyrirkomulagi leikhúsa, einkum að nógu margar og
greiðar dyr séu á þeim.
Ilínn 12. dag jan. sökk gufuskip frá Málmey á Skáni;
hét það Malmöhus, og ætlaði til strandferða við Skán; það
var spónnýtt, lagði það út áðurneíndan dag og átti að sigla
nokkra tíma til að reyna, livernig það væri til siglinga. en