Útsynningur - 12.06.1876, Blaðsíða 2

Útsynningur - 12.06.1876, Blaðsíða 2
■ÚTSYNNINGUR— petta fé borguðu menn með actium upp á 25 krónur, og væru ]jær pví 86.—Sumir rausnarmenn tækju má ske tvær eða prjár.—Blaðið skyldi kosta 1 krónu, og skyldi pað ganga fyrir prófarkalestur, póstkostnað og fleira.—Fyrsta upplagið skyldi vera 2000, og skyldi sumt af pví vera gefið, par sem menn annaðhvort ekki vildu eða gætu borgað.—Yér stingum upp á, ef menn vildu sinna pessu nokkru, að snúa sér til okkar bezta ritstjóra, Biddara Jóns Sigurðssonar, og vita, livort liann ei vildi taka að sér bkðið, og koma því á gang—petta væri enganveginn ómögulegt, ef menn að eins vildu gjöra nokkuð fyrir land og lýð.—Með tímanum ætti blaðið, ef pað væri vel ritað, og svona ódýrt, að geta tvöfaldað eða prefaldað upplagið á hverju ári,—og jafnvel pegar lengi'a bði, eignast sína eigin prentpressu.—pað væri fróðlegt að vita, hvort menn ei vildu gefa pessu gaum, sér í lagi ef riddari Jón Sigurðsson fengist til pess að taka blaðið að ser. í>jóðvinafélaftið. pað hefur stundum veríð talið einkenni okkar íslendinga, að vér séum manna fastheldnastir, og að það, sem vér einu sinni værum orðnir fuflvissir um, að væri oss nytsamt og gagnlegt, því myndum vér ekki svo létt sleppa aptur. Ekki getum vér sagt, að þetta, sízt í öllu, eigi sér stað, því reynslan sýnir okkur daglega, að vér séum næsta kvik- lyndir og óstöðugir í því, að halda ýmsum góðum og þjóðleg- um stofnunum áfram, sem vér þó höfum byrjað á með tölu- verðum áhuga í fyrstunni. petta er ekki gott merki, sér í lagi nú, þar sem vér eigum að fara að öllu leyti að eiga með okkur sjálfir. Vér meguin vara okkur á því, að hlaupa úr einu í annað, eður láta okkar eigið þjóðarmein, sem er sund- urlj'ndið, tvístra okkar litlu kröptum; það eru nóg dæmin til, sem sýna, hvernig slíkt getur alveg eyðilagt hinar beztu þjóð- ir. Árið 1869 stofnuðu nokkrir alþingismenn «pjóðvinafölag- ið», gáfu þá landsmenn vorir því yfir höfuð milrið góðan róm. —Af skýrslum þeim, sem forseti Jón Sigurðsson hefur síðan sent fulltrúum félagsins um allt landið, mun flestum kunnugt um aðgjörðir félagsins, og því er ómögulegt að neita, að eptir þeim litlu efnum, sem félagið hefur haft ráð á, hefur það í alla staði verið mjög nytsamt.—Eitgjörðir þær, sem komið hafa í Tímaritinu «Andvara» bera það með sér, að félagið lætur sér umhugað um, að halda áfram hinni réttu pólitisku og þjóðlegu stefnu, sem er þess augnamið.—Landbúnaðar rit Sveins Sveinssonar er einkar fróðlegt fyrir alla bændur, og nú kemur annað rit um jarðrækt og garðyrkju eptir Alfred Lock. —Rit Jóns Sigurðssonar um bráðasóttina á íslandi hefur fé- lagið einnig gefið út og svo Almanakið. pegar á allt þetta er litið, hefur félagið í rauninni gjört mikið.—Enn fremur tók félagið að sér að borga sómasamlega þann kostnað, er varð á pingvöllum á þúsundárahátíðinni. Nú í sumar kemur skýrsla frá forsetanum um íjárliag félagsins, enn svo mikið er víst, að nú liggur á, að aflir fulltrúar félagsins gjöri sitt bezta til, að ná inn tillögum félagsmanna, ef félagið á að geta fengið þann vöxt og viðgang, sem nauðsynlegt er. Ef aflir góðir ís- lendingar karlar sem konur vildu leggjast á eitt að sýna fé- laginu sóma, gæti það orðið máttugur stólpi í því að styrkja ýms þarfleg og nytsöm fyrirtæki; það er þó í raun og veru sorglegur vottur um sundurlyndi og tortryggni hjá sjálfum okkur, að fara nú að gefast upp í byrjuninni, sumir af því, að þeir halda, að fé félagsins sé miður vel fyrir komið, sumir af því þeir vilja byrja á einhverju nýju félagi, sem þó í raun- inni á að hafa sömu stefnu, en á þó að vera einhvernveginn öðruvísi.—petta kviklyndi hjá sjálfum oss er mikið skaðlegt.— pegar seinasta skýrsla um Qárhag félagsins kom út 1873, átti íélagið í sjóði í Kaupmhöfn 1982 rdl. 60 sk. Nú hefur eptir því, sem vér vitum, mikið lítið inn komið síðan. Ef vér að eins 3 hlutdrægnislaust viljum líta á, hvaða útgjöld félagið hefur haft, og hvaða bækur það hefur gefið út, er það auðséð, að félagið hlýtur að vanta frekari aðstoð frá vorri hálfu, ef það á að eiga nokkra framtíð. Oss dettur í hug að stinga upp á einu, til þess að koma félaginu á fastan fót, án þess þó að menn fvndu mikið til útlátanna, og þegar það væri komið upp í vana gleymdu menn því alveg með tímanum. Hver bóndi á íslandi er ætti 100 íjár, gæfi félaginu eitt lamb á vorin, sem kalla mætti Andvara, skyldi það merkt því nafni, þegar það væri rekið á afrétt.—Hvert það heimtist eða eigi af íjalli, skyldi vera undir lieppni félagsins komið.—Öll slík Andvaralömb skyldu seld í hverri rétt til hæstbjóðanda, sem borgaði það í peningum og skyldi svo hreppstjórinn senda þá til forseta.—Með þessu móti gæti félagið fengið inn marga peninga og það kæmi svo liðlega og létt niður á allt landið. —Vér viljum vona, að fulltrúar félagsins gangi inn á þessa skoðun og reyni til hið fyrsta að koma henni á gang. J)að er skylda vor að fara vel með dýrin. Allir siðaðir menn finna það með sjálfum sér, að skaparinn befur innrætt oss þá skyldutilfinningu, að fara vel með skynlausu dýrin, sem liann af örlæti sínu og gæzku hefur gefið oss til nota; þessi meðvitund er eitt af þeim óræku merkjum, er vór höfum til að sanna á- samt öðru, að maðurinn hefur æðri ákvörðun en dýr- in. pegar ver Jjví förum vel með skepnurnar, sem oss er trúað fyrir, finnum ver hjá oss, að ver höfum full- nægt innri skyldu, sem æðri vera en sjálfir vér, hefur lagt oss á herðar, og aptur á hinn bóginn, þegar vér förum illa með, eður mispyrmum dýrunum, hlýtur vor samvizka að bera oss vitni um pað, að vér brjótum á móti vorum betri manni, og vanrækjum skyldu vora við skaparann.—Ilversu opt gleymum vér þessari helgu skyldu?—Ilversu opt megum vér ekki bera kinnroða fyrir pað, hve miskunarlausir vér erum við skepnurnar, sem alveg eru komnar upp á vora forsorgun og um- önnun? pó vitum vér, að sá er réttlátur, sem dæmir, og Yér purfum allir, æðri sem lægri, miskunar við. pað væri enganveginn ófyrirsynju, ef prestar vorir vildu einu sinni eða tvisvar á ári taka petta fyrir ræðutexta, pví nóg eru pess dæmi hér á landi, hvernig skepnum er mispyrmt.—pað er ekki falleg sjón, að sjá féð um sauð- burðinn á vorin svo magurt og horað, að ærnar geta varla fætt, og eptir pví líta lömbin út; mörg kindin týnir lífi sínu af hungri og illri meðferð, og margar verða sjúkar af sömu orsök.—Stundum eru kindurnar reknar á afrétt á vorin, svo naktar, að pær af kulda deyja út af. — pá er ekki sómasamleg meðferð vor á hestunum; á vetrum mega peir opt og einatt ganga úti á klakanum og naga fúna sinu til pess að seðja hungr- ið með. petta eru launin, sem peir fá fyrir að hafa pjónað oss allt sumarið.—Sumir selja gamla reiðhesta sína, sem hafa borið pá alla æíi, til prælkunar í öðrum löndum, að eins af pví peir geta grætt á peim nokkra skildinga; ekki að tala um, hvernig sumir níðingar ríða hestunum svo mikið og miskunarlaust, að peir stundum springa af mæði, eður lifa við örkumsl alla æfi; pó tek- ur yfir, hvernig farið er með liestana í höfuðstaðnum sjálfum; óvíða um land hafa hestar jafnmikla briikun eins og liestar í Beykjavík á sumrin, en hvergi á landinu hafa margir peirra verra á vetrum; pá mega peir ráfa liópum saman um holtin eða fjöruna, hvernig sem viðr- ar; pó tekur yfir, að eigendurnir skuli vera svo tilfinn- ingarlausir, að láta pá standa og hýma hópum saman í 4

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.