Útsynningur - 12.06.1876, Blaðsíða 3

Útsynningur - 12.06.1876, Blaðsíða 3
;—ÚTSYNNINGUE.— kringum vatnspóstana dauðpyrsta;— mörgum peningum er þó miður varið en að búa til eitt vatnsból, og lialda einn mann til að vatna þeim; nei, svona liefur ]jað geng- ið ár eptir ár, og hamingjan má vita, hvað lengi ]jetta heldur áfram, pví pað er eins og menn söu steinsofandi og kærulausir 1 ]jessu efni. Vér höfum lög, sem ákveða hegningu fyrir illa meðferð á skepnum, en svo lítur út, að allt of mikið ómak og ópægindi pyki, að vera að sekta menn fyrir svo smáar sakir.—Yarla getum vér samt ímyndað oss, að bæjarfógetinn álíti pað ekki illa meðferð, hvernig farið er með hestana í Reykjavík á veturna; pó hefur honum víst ekki dottið í hug að sekta neinn af eigendunum, sem hefði pó getað sparað mörgum hesti miklar kvalir, ef sektin hefði verið nógu há.—En hvað kemur einum bæjarfógeta pað við, pó nokkrar skynlausar skepnur kveljist rétt í kringum hann? Yér viljum nú stinga upp á pví, að koma hér á fót félagi líkt og á Eng- landi á sér stað, sem kaíi pað fyrir ætlunarverk að vernda dýrin fyrir mispyrmingu. petta félag getur fengið vernd og hjálp laganna.—J>að mætti semja lög fyrir félagið, sem yrðu gjörð gildandi á alpingi.—Sér- hver maður með óspilltu mannorði gæti verið meðlimur. —Til pess að koma félaginu á um allt land, væri bezt, að allir fulltrúar jyjóðvinafélagsins yrðu einnig fulltrú- ar pessa félags, og ættu peir með umráði sveitastjóra að ákveða sektir, hvar sem pyrfti, með pví sýslumenn eru allt of fáir og strjálir, til að hafa slíkt starf á hendi. Ilver félagi skyldi segja fulltrúanum í sinni sveit pað, ef hann vissi og gæti sannað, að einhverri skepnu væri beinlínis mispyrmt; allir meðlimirnir væru fríviljugir og án allrar borgunar; en gjaldi pví, sem kæmi inn fyrir sektir, skyldi varið í parfir félagsins, annaðhvort til pess að gefa út ritgjörðir um meðferð dýranna, ellegar pá til verðlauna handa peim, sem væru öðrum til fyrirmyndar í pví efni. Slíkt félag er nú útbreitt um allt England, og hefur komið miklu góðu til leiðar. Eæði æðri sem lægri keppast eptir að verða íélagsmenn. Yér getum ekki annað séð, en líkt gæti komizt á hér á Islandi; pað er sjálfsagt, að menn verða að finna hjá sér innri köllun og hvöt til að koma pví á gang, og leggja dálítið í sölurnar, en pað er svo örð- ugt, að koma pví inn hjá fólki, að gjöra eitthvað fyrir hugsjónina, (ideen); menn vilja fá borgun fyrir allt. Yér megum pó vera vissir um, að slíkt kærleiksverk yrði landi voru og pjóð til gagns og sóma. Forngripasafnið. Síðan Sigurður sálugi málari dó, hefur lítið verið gjört við forngripasafnið. Slík söfn eru þó merkileg eign fyrir pjóðina, og fyrst vér einu sinni byrjuðum á að koma því upp, er nauðsynlegt að halda því áfram, og sýna því þann sóma, sem það á skilið. Landið hefur veitt því dálítinn styrk, til þess að kaupa ýmsa forngripi fyrir, enn hér á við máls- hátturinn, að það er ekki síður vandi að gæta fengins Qár en afla þess.—Sigurður sálugi málari var lífið og sálin í því, á meðan hann hfði, og átti hann miklar þakkir skildar fyrir það. Eins og kunnugt er, vantar safnið hentugan stað; nú er það geymt uppi á kirkjulopti, en það er ekki síður áríð- andi að hafa þann bezta mann, sem unnt er að fá til þess að vera umsjónarmann; sá maður verður fyrst og fremst að hafa sérstaklegan áhuga á því, eins og líka að kunna að verja því fé, sem landið veitti, á sem haganlegastan og beztan hátt; hafa vit á, að velja þá hluti, sem beztir og nytsamastir eru, og lýsa bezt fornöldinni; hann þarf að vera vel að sér í sögu landsins, og geta skýrt frá hverju einu, svo safnið geti náð tilgangi sínum. Hann þarf að vera sér vel út um að geta náð í forngripi um allt land, áður enn þeir fara forgörðum, eða fara út úr landinu; á þessu ríður, ef allt á ekki að leggjast í deyfð og doða. Nú sem stendur hefur inspector Jón Árnason umsjón yfir safninu, en hann hefur verið harla aðgjörðalítill.—pað er einungis einn maður í Reykjavík, sem vér þekkjum, sem helzt er fær um að hafa slíkan starfa á hendi; bæði hefur hann sjálfur mikla »inter- esse« fyrir fornöldinni, er ágætlega vel að sér í sögu landsins og þar að auki er honum safnið einkar vel kunnugt; þessi maður myndi víst vera fáanlegur til að taka að sér umsjón safnsins fyrir mjög htla þóknun.—pessi maður er gullsmiður Sigurður Vigfússon.—Vér getum ekki láð honum, þó hann máske ekki vilji beinhnis bjóða sig fram, því það gæti htið svo út, sem hann vildi trana sér fram og víkja þeim, sem nú er umsjónarmaður, úr sessi,—en það er skylda stiptsyíirvald- anna, sem hafa stjórn safnsins á hendi, að ná í þann bezta mann, sem völ er á, ef hann fæst.—Landið á heimtingu á, að þau gæti skyldu sinnar í þessu efni, og vér vonum, að þessar athugasemdir styðji að því, að fá ráðið bót á þessu. |>jóðólfur, Tyrkinn og lierra Iilein. pað er naumast, að ritstjóri pjóðólfs viU fræða menn í blaði sínu um Tyrkjann.—Nærri því heil blaðsíða fer í það, að skýra greinilega frá eymdum hans og fráfahi Soldáns.— pó þetta geti verið fróðlegt í öðrum löndum, þar sem stór dagblöð koma út á hverjum morgni, þá á þetta iUa við, að fyUa blöðin hjer með slíkt.—pó finnst oss keyra fram úr, þegar hann fer að hryggjast yfir ósigri þeirra hægri manna og falli Kleins við kosningarnar í Álaborg.—Vér sem íslend- ingar höfum miklu fremur orsök til þess að gleðjast yfir því; því að ef þeir hefðu setið að völdum, hefðum vér að öUum líkindum ekki fengið neinar gufuskipsferðir í kringum landið. pað er fyrst og fremst konungi vorum að þakka, og svo fylgi vinstrimanna, að vér höfum fengið þær;—það er sá flokkurinn á þingi Dana, sem bjargaði landinu frá þeirri fásinnu sumra hægrimanna, að fara að verja ærnu fé landsins til þess að byggja kastala í kringum aUa Kaupmannahöfn, ef svo skyldi fara, að pjóðverjar kæmu; með slíkar bollaleggingar voru þeir bæði Ploug ritstjóri Föðurlandsins, og Dr. Rosenberg; því er nú Ploug svo reiður yfir ósigri hægrimanna.—pað er annars vel farið, að hægrimenn hafa hér á landi ekki annað blað, til að tala sínu máh, en pjóðólf, en vér viljum einlæglega ráða lionum, að fara ei langt út í þá sálma.—Fyrirhðar vinstri manna, bæði Hansen og Berg, eru duglegir praktiskir menn, sem kunna að haga sér eptir þörfum landsins, og vér getum því ei annað en samglaðst framfaramönnunum í Danmörku, að konungur vor hefur fengið shkt ráðaneyti. Kenning katólshu kirkjunnar. Vér gátum pess í seinasta blaði pjóðólfs, að von væri á liinum katólska Prefekti frá Khöfn, og mun erindi lians vera að reyna til að fá menn til pess, að hverfa aptur inn í skaut katólsku kirkjunnar, sem pykist vera sú eina af kristnum kirkjum, sem sé byggð á pví rétta hellubjargi. pó mörgum sé má ske kunnug liin ágæta bók herra S. Melsteðs, sem heitir Sam- anburður, pá finnst oss nú vel eiga við, að taka fram nokkur af peim helztu atriðum, sem katólska trúin kennir, og scm vér sem prótestantar eður mótmælendur ekki getum álitið rétt. Katólskir trúa pví, að páfinn sé eins og jarl Guðs á jörðunni; peir trúa, að pegar hann talar eður skipar eitthvað í trúar- efnum, pá sé liann innblásinn af heilögum anda og sé pví óskeikanlegur (infallibilis). peir trúa pví, að Krists 6

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.