Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2001 MÁNUPAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 5Í5 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS | Vara en ekki efni Bjarni Sveinbjörnsson, sjálfstæður dreifing- araðili Herbalife, skrifar: fædubótarefni Neikvæðar athuga- semdir aðila úr lyfjabransanum gegn öflugum framleiðendum fæðubótaefna eru ekki nýjar af nálinni. Vegna orða Ólafar Þór- hallsdóttur nýútskrifaðs lyfja- fræðings í Fréttablaðinu 5. júlí og Morgunblaðinu nokkru áður um fæðubótaefni og ofnæmL vildi ég fá að leggja orð i belg. Ólöf talar út frá niðurstöðum rannsókna sinna á ofnæmisviðbrögðum við notkun fæðubótaefna og er Her- balife nefnt sem mikill ofnæmis- valdur. Herbalife International er fyrirtæki sem framleiðir yfir 200 vörutegundir og notar í fram- leiðsluna mikið af næringarjurt- um og náttúruefnum. Það skýtur því skökku við að r.efna Herbali- fe, Ginseng, Ripped Fuel, Blóma- frjókorn og Sólhatt í sömu setn- ingunni sem einhver „efni“, þar sem Herbalife er framleiðandi vöru, en Ginseng, Sólhattur og Blémafrjókorn eru efni úr náttúr- unni sem eru notuð í vörur fyrir- tækja eins og Herbalife og ann- arra á sama markaði. Þarna fannst mér sem orð Ólafar væru meira áróðurskennd en vísinda- leg. Ofnæmisviðbrögð hljóta að vera gríðarlega stórt rannsóknar- efni sem nær væntanlega til alls sem við setjum ofan í okkur og einnig þess sem er í umhverfi okkar. Áhugasvið Ólafar virðist vera ofnæmisviðbrögð við notkun fæðubótaefna. Mér finnst það sjálfum mjög áhugavert svið og vert að rannsaka vel. Ég veit að hagsmunir eiga það nú til að lita orð manna, og ekki veit ég hvar hagsmunir Ólafar liggja. Mínir hagsmunir ættu að vera orðnir lesandanum ljósir, en fyrir ofan litla einkahagsmuni okkar mann- fólksins er ætíð sannleikur sem við ættum öll að reyna að þjóna fyrst og fremst. ■ Múgurinn gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni Miklu væri opinber umræða á ís- landi fátæklegri ef ekki tækju þátt í henni skeleggir málafærslu- menn eins og Jón Steinar Gunn- laugsson, Ragnar Aðalsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson. Þótt þeir eigi fátt sameiginlegt þá er þeim sammerkt að rökstyðja málstað skjólstæðinga sinna af hörku, sker- pu og sannfæringarkrafti. En nú ber svo við að Jón Steinar kveinkar sér í fjölmiðlum vegna þess að hér- aðsdómur telur hann hafa brotið góða lögmannshætti með því að vísa í greinum og viðtölum í einkabréf og til þess sem aðeins kom fram í lokuðum réttarhöldum. Formaður úrskurðarnefndar lögmannafélags- ins gengur svo langt að telja úr- skurð héraðsdóms vega að tjáning- arfrelsi lögmanna. Og bæði telja þau að sýknudómur Hæstaréttar yfir prófessor sem sakaður var um kynferðisbrot gegn barni sínu hafi hrint af stað múgæsingu. í þeirra orðabók er það múgæsing þegar aðrir en lögfræðingar skrifa í blöð, send eru mótmæli á Netinu til Hæstaréttar og umdeildur dómur er reifaður í fjölmiðlum. Sam- kvæmt minni orðabók heitir þetta að beita lýðræðislegum rétti sínum, og er innan ramma allra laga. Og nauð- Mál manna Einar Karl Haraldsson ræðir um „múgæsingu" að hætti Jóns Steinars. synlegt til þess að réttarfar og dóm- ar þróist ekki eingöngu í skóla- bræðralagi embættismanna, ' ksérfræðinga, lögmanna og dómara. Jón Steinar Gunnlaugs- son er þekktur fyrir þá af- stöðu sína að hægt sé að komast að einni réttri lögfræði- legri niður- stöðu. Eins og fram kemur í f jölmiðl- um þá er það yfir- leitt sú nið- urstaða sem er í samræmi við sannfæringu hans. Hana er hann til- búinn að verja og sækja út fyrir gildandi lög og 'rétt. Þannig hafa baráttu- og hugsjónamenn alltaf rökleitt. Veigamesta gagnrýnin á umræddan sýknudóm Hæstaréttar snerist um það að málsskjölin hefðu sýnt fram á kynferðislega áreitni við börn og en sá sýknaði hafi játaði á sig gægjuhneigð, sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er ekki talin tengjast börnum sérstaklega , og sloppið með það. Þar hafi Hæsti- réttur látið snjallan málafærslu- mann og sérfræðinga hans snúa á sig. Hversu réttmæt sem gagnrýnin á dóminn var er ekki að efa að hæstaréttardómarar munu ígrunda hana í sambærilegum málum á komandi árum. ■ r Alverið gæti gleypt allt Hagfræðistofnun HI varar við „timburmönnum“ á Austíjörðum og að álversframkvæmdir kunni að þrengja að öðrum atvinnugreinum. Engar mótvægisaðgerðir gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda koma á óvart. Kyoto-kvótinn nær uppurinn. álver Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerir veigamiklar athuga- semdir við efnahagslega og sam- félagaslega þætti matsskýrslu um álver í Reyðarfirði í áliti sem dr. Friðrik Már Baldursson og dr. Sveinn Agnarsson hafa samið fyr- ir Skipulagsstofnun. Það sé ein- földun í matsskýrsla Nýsis hf. fyrir Reyðarál að telja að ekkert geti komið í staðinn fyrir virkjun og álver á Austurlandi og að Noral-verkefnið muni hafa veru- leg jákvæð áhrif á samfélag og efnahagslíf svæðisins. Vafalítið yrði mikill þrýstingur á stjórn- völd og sveitarstjórnir að grípa til annarra úrræða en þau yrðu þó aldrei eins fjárfrek eða umfangs- mikil og Noral-verkefnið. Einnig er talið að of lítið sé reifað hvaða áhrif „timburmenn“, eða sá samdráttur, sem óhjá- kvæmilega verður að loknum Geir A. Gunnlaugssn Snýst um meira en Reyðarál uppbyggingu." Varðandi það að álverið klári nær allan mengunarkvóta íslands og ekki sé gert ráð fyrir mótvæg- isaðgerðum vegna losunar gróð- urhúsalofttegunda, segir Geir, að ekki sé um annað að ræða en að vinna innan þess ramma sem stjórnvöld hafi sett í dag. Það sé ljóst að álver í Reyðarfirði og á Grundartanga falli innan hans, og hvað síðan taki við sé ómögulegt að ráða í eins og sakir standa. „Mér vitanlega hefur ekkert fyrirtæki gengist undir losunar- kvóta eða sérstakar mótvægisað- gerðir, einfaldlega vegna þess að það liggur ekkert fyrir um það hvernig útfærslán yrði á þéssum atriðum á alþjóðavettvangi eða innanlands. Þetta er miklu stærra mál en að það snúi að einu fyrir- tæki og ég geri ráð fyrir að við munum hlíta því sem almennt kemur til með að gilda um iðnað og stóriðju. En við getum ekki fyr- irfram borið fram tillögur á þessu sviði án þess að hafa hugmynd um hvort slíkt muni falla að innlend- um eða alþjóðlegum reglum.“ ■ álver „Við erum að vinna í því núna að svara ýmsum athuga- semdum sem fram hafa komið við umhverfis- mat okkar á ál- veri í Reyðar- firði, og það er ekki við hæfi að fjalla um þær fyrr en við höf- um gert Skipu- lagsstofnun grein fyrir okk- ar sjónarmið- um“, segir Geir A. Gunnlaugs- son, inntur eftir viðbrögðum við greinargerð Hagfræðistofnunar Islands. „Ég get hins vegar ekki séð að það sé óleysanlegt verkefni að lina „timburmenn" eftir mikil umsvif á framkvæmdatímanum meðan verið er að byggja verksmiðjuna. Þá tekur við öflugt og stórt fyrir- tæki sem kalla mun á mikla þjón- ustu og vinnuafl af svæðinu, og auk þess þarf að huga að frekari ÁLVER f REYÐARFIRÐI Lýsa þarf betur en gert er áhrifum bygg- ingu álvers á aðrar atvinnugreinar í land- inu, segir Hagfræðistofnun. miklum framkvæmdum, muni hafa á atvinnulíf á Austurlandi. Hagfræðistofnunin segir verk- efnið gríðarstórt á íslenskan mælikvarða, og að það muni hafa mikil áhrif á íslenska hagsveiflu. Þess vegna kunni að þurfa að grípa til mun meiri aðhaldsað- gerða en Þjóðhagsstofnun geri ráð fyrir, og svo geti farið að Noral-verkefnið verði ekki viðbót heldur komi að verulegu leyti í stað annarrar starfsemi. Áhrifum á aðrar atvinnugreinar í landinu þurfi því að lýsa betur, m.a. vegna þess að kannanir bendi til að framleiðni annarra atvinnugreina geti vaxið hraðar en álframleiðsl- unnar. Grípa þurfi til verulegra aðgerða til að „kæla hagkerfið" m.a. meiri innflutnings vinnuafls en gert sé ráð fyrir. I áliti efnahagssérfræðingana segir að losun Reyðaráls á koltví- sýringu rúmist innan þess „kvóta“ sem felist í hugsanlegu sérákvæði Kyoto-bókunarinnar, en þó gangi verulega á hann. Hafa beri í huga að þegar þær heimildir verði uppurnar muni frekari uppbygging stóriðju verða háð því að fyrirtæki afli sér losunarheimilda með tilheyrandi kostnaði. Þá komi það á óvart að ekki sé gert ráð fyrir sérstökum mótvægisaðgerðum vegna losun- ar gróðurhúsalofttegunda, t.d. með bindingu í skógrækt. Loks er sagt að álver Reyðaráls verði rek- ið á fullum afköstum á fjármögn- ungartímabilinu sem er 12- 14 ár, óháð ytri aðstæðum, en ekkert sé rætt um hver beri hugsanlegan halla að lokum. ■ CEIR A. GUNN- LAUGSSON Hefur trú á að það sé ekki óleysanlegt verkefni að lina „timburmenn" á Austurlandi. Hagfræðistofnun Hí skilar auðu um Kárahnjúkavirkj un: Illmögulegt að meta kosti og galla landsvirkjun „Engar upplýsing- ar er að finna í skýrslu Lands- virkjunar um áætlaðan stofn- kostnað Kárahnjúkavirkjunar og verð á seldri orku,“ segir í niðurstöðu álits Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands til Skipu- lagsstofunar, vegna umhverfis- mats Landsvirkjunar á Kára- hnjúkavirkjun. „Ekki er heldur fjallað um óvissu og efnahags- lega áhættu tengdri verkefn- inu. Því skortir forsendur til að meta efnahagslegan ávinning af virkjuninni einni og sér. Þá ákvað Landsvirkjun að meta ekki til fjár umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar,enda bar henni ekki skylda tií þess. Af þessari ástæðu er illmögulegt að mynda sér skoðun á mati Landsvirkjunar á kostum þess og göllum að ráðast í virkjun- ina.“ ■ ORÐRÉTT Hvar varð r Utideildin úti? UNGUNGAR „Þar til fyrir fáum árum var rekin starfsemi á veg- um Félagsmálastofnunar Reykja- víkur (nú Félagsþjónustunnar) undir nafninu Útideildin. Úti- deildin var skipuð vel menntuðu og reyndu starfsfólki sem fór um götur bæjarins eftir að kvölda tók og hafði samband við unglingana á þeirra forsendum, þar sem þeir spfnuðust saman hverju sinni..“..“ Útideildin þekkti púlsinn í bæn- um, vissi hvernig ástandið var, hvað klíkurnar voru að bralla og hvað kraumaði undir niðri. Starfs- menn hennar gátu því varað sam- starfsaðila sína við þegar ofbeld- isóveður var í uppsiglingu, þótt ekki væri það þeirra hlutverk að koma upp um einstaklinga á göt- unni. Sömuleiðis áttu þeir gott með að meta áhrif aðgerða stjórn- valda borgarinnar á miðbæjarlíf- ið. Af einhverjum ástæðum var útideildin lögð niður fyrir fáein- um árum.“ Séra Þórhailur Heímisson, fyrrum starfsmaður Útideildar, í grein í Morgun- blaðinu laugardaginn 7. júll.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.