Fréttablaðið - 09.07.2001, Page 16

Fréttablaðið - 09.07.2001, Page 16
FRÉTTABLAÐIÐ BESTI TÖLVULEIKURINN 9. júli 2001 MÁNUDACUR ODDUR SNÆR MAGNÚSSON forritari hjá Fiskum og Núlleinum á íslandi Aftur til fortíðar „Ég er aðallega að spila gamla arcade leikinn Space Invader. Þetta er frábær leikur sem maður getur gleymt sér í tímunum saman. Einfaldur en góður." ■ HÁSKÓLABÍÓ MMAtiá :> rrrnTTmxm i rm 1i rinimumi inimn o-^-o ncXo ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is EVOLUTION Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 virlio jPEARL HARBOR kl. 6, 8 og 93011235I [head över heels kl. 4,6,8 og 10 liíiS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 vit 249 [THE MUMMYRElfjRNS kl. 3.45, 5.30, ogSjgSS ÍVALENTINE kl. :o..’o 2is SPOT ki. 4ogelSS NYl SriLLINN KEISARANS (ísttai) kl. 3.45 |g|5 BANDARÍSKI LISTINN A DEVIL'S NICHT D-12 f?PB Q BREAK THE CYCLE Staind T A TAKE OFF YOUR PANTS AND JACKET ▼ Blink 182 A SURVIVOR Destinýs Child T 0 M0ULIN ROUCE Ýmsir T 0 LUTHER VANDROSS Luther Vandross USÞ 0 RETURN OF DRAGON Sisqo 0 FREE CITY St. Lunatics T 0 SHANGRI-LA DEE DA Stone Temple Pilots © FROM CHAOS 311 Ujji Vinsælustu tölvuleikirnir: Simsleikirnir alltaf vinsælir tölvuleikir Vinsælasti PC-leikur landsins um þessar mundir, sam- kvæmt Skífunni, er hinn frábæri leikur Emperor : Battle for Dune. Þó nokkrir „gamlir leikir" koma aftur inn á listann og er ljóst að Sims leikirnir njóta alltaf mikilla vinsælda. Emperor: Battle for Dune er herkænsku leikur af bestu gerð sem gefur óteljandi möguleika. Tilgangur leiksins er að verða keisari og heimsvaldur. Leik- menn getur valið milli þriggja mismunandi fylkinga og fimm mismunandi undirfylkinga. Meó þeim skipuleggur þú leið þína á toppinn sem liggur í gegnum 5 hættulega heima. Bæði er hægt að spila leikinn einn eða með öðr- ura, jafnvel í gegnum internetið. I þriðja sæti listann er Qunic tölvutónlistarforritið. Þetta er enn ein viðbótin við þá flóru tölvutónlistarforrita sem hafa skotið upp kollinum að undan- förnu. Forritið gefur ágætis möguleika og er t.d. hægt að lesta (upload/download) lögum inná gagnagrunn á www.qunic.com, þar sem notendur forritsins geta skipst á lögum. Á heimasíðu Qun- ic er einnig hægt að fá prufuút- gáfu af forritinu og hægt að lesta nýjum viðbótum. B FRÉTTIR AF FÓLKI Búið er að ákveða að byggja gosbrunn á bökkum Serpentine vatns í Hyde Park í London tii minningar um Diönu prinsessu. „Hann verður til staðar fyrir alla sem vilja minnast Díönu á hljóðlátan hátt,“ sagði bres- ki menningarráð- herran Tessa Jowell. Hönnun gosbrunnsins verður valin í samkeppni, sem er opin arkitektum, listamönnum, umhverfissérfræðingum og verk- fræðingum. Hann verður byggð- ur fyrir opinbert fé og stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið eftir tvö ár. Díana prinsessa hefði orðið fertug 1. júlí. Hollenska þingið samþykkti í síðustu viku hjónaband hins 34 ára krónprins Willem-Alex- ander og unnustu hans, Maxima Zorreguieta. Ráðahagurinn er umdeildur þar sem faðir Zor- reguieta var land- búnaðarráðherra Argentínu í ein- ræðistíð Jorge Videla forseta. Willem-Alexander gerði sambandið opinbert fyrir tveimur árum. Brúðkaupið mun fara fram 2. febrúar 2002. Söngkonan úr TLC, Lisa „Left Eye“ Lopes, gefur út breið- skífu á sínum eigin vegum í næsta mánuði. Lopes er búin að vera lengi með plötuna Supernova í bígerð en vinkonur hennar úr TLC hjálpa til á henni. Hún kemur út 14. ágúst. TLC eru á fullu í hljóðveri þessa stundina að klára sína fjórðu breiðskífu, sem á að koma út seinna á árinu. Hljómsveitin lýsti sig gjaldþrota fyrir nokkrum árum en rétti úr kútnum með síðustu plötu. Skaðabótakröfu bandaríska leikarans Dustin Hoffman á hendur tímaritinu Los Angeles hefur verið dæmd ógild. Hoffman heimtaði 3 milljónir dollara af tímaritinu þegar það birti mynd af honum úr myndinni Tootsie, sem Dorothy Michaels. NABBI f Tímaritið var hinsvegar búið að skeyta glænýjum tískufötum á hann í tölvu. Aðrar frægar per- sónur kvikmyndasögunnar fengu svipaða meðferð, úr Gone with the Wind, North by Northwest, Saturday Night Fever og The Seven Year Itch. Hoffman sagði að ef hann léki í auglýsingum, og hann myndi aldrei leika í fata- auglýsingu, fengi hann væna summu og því skuldaði tímaritið honum laun. Hann fékk til- nefningu til Ósk- ars fyrir hlut- verkið árið 1983. Lægra dómstig dæmdi honum í vil 1999 en tímaritið áfrýjaði. Þá var sagt að fyrsta grein stjórnar- skrárinnar leyfði tímaritinu ekki að koma skoðunum sínum á fram- færi á kostnað ferils Hoffman. Nú komust þrír dómarar að þeir- ri niðurstöðu að stjórnarskráin verndaði tímaritið þar sem um- fjöllunin var ekki auglýsing. Hoffman getur áfrýjað. Franskt raunveruleikasj ónvarp: Lokuð inni í 70 daga sjónvarp Það var glatt á hjalla í París á föstudag. Fjöldi aðdá- enda frönsku útgáfu raunveru- leikasjónvarpsþáttarins Stóra bróður fögnuðu við Sigurbogann og stöóvuðu alla umferð í leið- inni. Dansarinn Loana og félags- fræðineminn Cristophe voru þáttakendur í Loft Story, þar sem hópur ungs fólks er lokaður af í húsi með fjöldan allan af mynda- vélum. Milljónir Frakka horfðu á þáttinn og kusu parið sem tvo síðustu þáttakendurna eftir að hafa rekið níu aðra burt. Fjórir síðustu keppendurnir voru lokaðir af í 70 daga áður en Loana og Cristophe urðu ein eft- ir á fimmtudaginn. Þeim var skutlað eftir sjónvarpsþáttinn á næturklúbb rétt hjá Sigurbogan- um. Hundruð aðdáenda þustu á götur út og héldu veislu sem svipaði til þess þegar Frakkar únnu heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu fyrir þremur árum. „Ég er alvég ringlaður. Ég mun ekki jafna mig auðveldlega en þetta er frábært," sagði Cristophe og átti þar við um- skiptin frá því að vera innilokað- ur í mánuði og umvafinn aðdá- endum. Parið verður nú sent í síðustu þrautina. Þau þurfa að eyða 45 dögum saman í húsi troðnu af myndavélum í Suður-Frakklandi. Nú mega þau hinsvegar bjóða gestum að koma. Mikil umræða hefur verið í Frakklandi, sem stærir sig jafn- an af blómlegu menningarlífi, um „ruslsjónvarp" eftir vinsæld- ir Loft Story. Sjónvarpsstöðin M6, sem er næst stærsta stöðin í Frakklandi sem gengur á auglýs- ingum, er búin að græða gífur- lega á þættinum. Stærsta auglýs- ingastöðin, TFl, er með sína eig- in útgáfu af raunveruleikasjón- varpsþætti í bígerð, franskan Survivor, sem verður sýndur í haust. B SKRfTIN skipti Aðeins hálftima eftir að hafa verið inni- lokuð í litlu húsi voru Loana og Cristophe komin út á götu með fjölda áhorfenda í kringum sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.