Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2001 MÁNUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ERLENDAR SKULDIR RÍKISSJÓÐA f HLUTFALLI AF HEILDARSKULDUM Erlendar lántökur ríkissjóðs umfram afborganir voru 8 milljarðar króna árið 2000. Heildarfjárhæð erlendra lána hækkaði um 25 milljarða í fyrra vegna lántöku, vaxtagreiðslna og gengistaps. Hlutfall erlendra lána af heildarskuldum nokkurra ríkissjóða var svona árið 1999: Heimild: Lánasýsla ríkisins KEFLAVfK Reykjanesbær fær tæplega 11 milljóna króna arð frá Brunabótafélaginu í haust. Eigendur Brunabótafélagsins: Skipta með sér 150 milljónum SVEITASTJÓRNIR Sveitarfélögin 86 sem eiga saman Eignarhaldsfé- lagið Brunabótafélag íslands (EBÍ) ætla að skipta með sér um 150 miljónum króna sem ágóða- hlut 15. október í haust. Að sögn Valdimars Bragasonar sem sæti á í stjórn félagsins er þetta í f jórða skipti sem eigendum félagsins er greiddur ágóðahlutur á þennan hátt. Fyrsta greiðslan nam 110 milljónum króna, sú næsta 130 milljónum og sú þriðja 140 milljónum. Samtals nema greiðslurnar því 530 milljónum á fjórum árum. Upphæðin er ætluð til bruna- varna í viðkomandi sveitarfélagi en Valdimar segir að því sé þó ekki fylgt strangt eftir enda séu útgjöld hvers sveitarfélags til þess málaflokks mun hærri en nemur greiðslunni frá EBÍ. Sem dæmi um greiðslur úr sjóðnum að þessu sinni má nefna að Akureyri fær 16,3 milljónir króna, Kópavogur 13,0 milljónir og Reykjanesbær fær 10,7 millj- ónir króna, en þetta eru stærstu hluthafar félagsins. Að því er Valdimar segir eru heildareignir EBÍ um fjórir millj- arðar króna. ■ • Rússland: Mótmæla vinnulöggjöf moskva. ap. Andstæðingar og stuðningmenn nýrrar vinnulög- gjafar efndu til mótmæla í Rúss- landi þegar hún var lögð fyrir neðri deild þingsins. Um 1.000 manns söfnuðust fyrir utan þing- húsið en neðri deildin samþykkti frumvarpið í fyrstu umferð. Lög- gjöfinni er ætlað að skilgreina réttindi og skyldur vinnuveit- enda, launþega og verkalýðsfé- laga. Andstæðingar hennar segja að lögin skerði réttindi launþega og eyðileggi verkalýðsfélög landsins. Andstæðingar kölluðu Vladimír Pútín, forseta, „blóð- BAKTAL Eldri kona og andstæðingur vinnulöggjaf- arinnar reynir að rökræða við rússnesku óeirðalögregluna sem snýr við henni baki. sugu“ vegna breytinganna á vinnulöggjöfinni sem á rætur sínar að rekja til tíma Sovétríkj- anna. ■ Afturhvarf til fortíðar: Vaxandi áhugi á miðaldamat matur Svo virðist sem áhugi ís- lendinga á gömlum mat og matar: venjum fyrri alda sé að aukast. í það minnsta hefur svokallað mið- alda-hlaðborð notið vaxandi vin- sælda í Skálholti en það er kennt við Þorlák biskup helga. Pétur Pétursson rektor Skálholtsskóla segir að fyrir utan rannsóknir sem gerðar hafa verið á neyslu- venjum fyrri tíma séu til gamlir matseðlar sem oft voru tengdir lækningabókum. í forrétt í miðaldahlaðborðinu er byrjað á krydduðu hunangs- rauðvíni að hætti Hippocratesar, harðfiskur, sjávarsöl og brauð- hleifur. f aðalrétt er m.a. rjúpna- súpa, ferskur silungur með hvannarlaufi, hlóðarsteiktur svartfugl í höfðingjasósu, brasað lambakjöt og gróft brauð. í eftir- rétt er t.d. möndlubaka, fjalla- grasakex, fjósaostur, flautir, möndlur, döðlur og rúsínur og mjöður Þorláks helga. í þá daga var heitið mikið á Þorlák tii að brugggerðin heppnaðist. ■ Ástrík sambönd lykill að hamingju á miðjum aldri Rannsókn bandarískra vísindamanna á lífshamingju miðaldra fólks gefur til kynna að góð, náin sambönd séu einn helsti lykillinn að hamingjunni. heilsa. Einn af leyndardómunum á bak við lífshamingjuna þegar maður hefur náð miðjum aldri, er að hafa átt í nánu ástúðarfullu sambandi sem hefur verið í góðu jafnvægi. Réttur skammtur af róm- antík þarf einnig að hafa komið við sögu. Þetta kemur fram í niðurstöð- um bandarískrar rannsóknar þar sem fylgst var með fjölda para á yfir 25 ára löngu tímabili. Þættir eins og gott sjálfs- álit og fyrri líf- reynsla, sbr. fyrs- ta kynlífsreynsla einstaklinga og hvort þeim leið vel í skóla, geta einnig skipt sköpum. „Það fer ekki á samkvæmt í rannsókninni kom m.a. fram að konur með stranga trúarsannfær- ingu voru hamingjusam- ari en aðrar konur, á með- an karlar sem áttu börn og höfðu sterkt félagslegt tengslanet voru ham- ingjusamari en aðrir karlar. milli mála að samkvæmt rann- sókninni eru góð náin sambönd afar mikilvæg ætli menn sér að öðlast lífshamingju á miðjum aldri,“ sagði Dr. Charles Hill, sem hafði umsjón með rannsókninni, í viðtali við fréttavef Reuters. í rannsókninni voru 261 mið- aldra einstaklingar rannsakaðir. Hver og einn þeirra hafði tekið þátt í spurningakönnun árið 1972 þar sem spurt var um skoðanir og reynslusögur 231 pars. Vísinda- menn fylgdu málinu síðan eftir tveimur árum síðar til þess að sjá hvort pörin væru ennþá saman og ÁSTFANGIN HJÓN Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var á evrópuþingi sálfræðinga i London nýlega, leiðir ástkært samband oftast til hamingju hjá miðaldra fólki. árið 1987 var síðan athugað hvern- ig þessum einstaklingum hafði gengið í lífinu; hvernig starfs- ferlillinn hafði verið og hvort þeir höfðu gifst eða átt börn. í rannsókninni kom m.a. fram að konur með stranga trúarsann- færingu voru hamingjusamari en aðrar konur, á meðan karlar sem áttu börn og höfðu sterkt félags- legt tengslanet voru hamingju- samari en aðrir karlar. Karlar sem voru í góðu sambandi við kærust- una sína í framhaldsskóla og biðu með að stunda kynlíf þar til síðar meir voru hamingjusamari á miðj- um aldri á meðan konur sem voru virkari en aðrar konur í kynlífinu í framhaldsskóla voru hamingju- samari á miðjum aldri en aðrar konur. ■ Menntamálaráðuneytið. Arleg skólaskylda verður í GRUNNSKÓLAR Grunnskólanemend- um er skylt að mæta í skólann í 180 daga á ári frá og með komandi skólaári. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn þar að lútandi sem birt er á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að þeir 10 viðbótardagar sem samið var um í kjarasamningi grunnskóla jafngildir öðrum dög- um skólaársins, þótt aðeins séu gerðar kröfur um 170 kennsludaga að lágmarki í grunnskólalögum. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins íslands seg- ir að þegar sveitarfélögin og Félag grunnskólakennara sömdu um sl. áramót hefði því verið velt upp hvort ástæða hefði verið að breyta grunnskólalögum vegna þessa 10 daga fjölgunar á skóladögum. Menn hefðu hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þess þyrfti ekki. 180 daga ENGJASKÓLI Sú viðbót sem samið er um I kennara- samningum er hluti af skyldunámi að mati menntamálaráðuneytis. í svari ráðuneytisins kemur m.a. fram að eðlilegt sé að líta þá viðbót sem semst í kjarasamning- um sem hluta af skyldunámi. Það sé hins vegar útfærsluatriði sér- hvers skóla í skólanámskráa hvernig þessir viðbótardagar séu nýttir hverju sinni. ■ Dóttirin í prófessorsmálinu óskaði ekki nafnleyndar í málinu gegn Jóni Steinari: Skaðað sig meira sjálf dÓmsmál Dóttir og meint fórnar- lamb sakborningsins í svoköll- uðu prófessorsmáli óskaði ekki nafnleyndar þegar hún höfðaði mál á hendur Jóni Steinar Gunn- laugssyni, lögmanni föður síns. Eins og kunnugt er taldi stúlkan að Jón Steinar hefði gert á hlut sinn í umfjöllun um málið eftir að Hæstiréttur hafði sýknað föð- urinn af ásökunum um kynferð- isbrot gegn henni. „Það er ein mjög sérkennileg hlið á þessu máli að sakirnar sem eru hafðar fram á hendur mér eru um það að ég hafi kom- ið nærri persónulegum hags- munum stúlkunnar. Ég nefndi nafn hennar aldrei. Þar með virti ég sömu reglu og Hæsti- réttur varðandi nafnbirtingu. Þegar hún fer svo fram í dóms- máli á hendur mér með kröfur af því að ég hafi skaðað persónu- lega hagsmuni hennar þá gerir hún það sjálf undir fullu nafni. Hún óskaði aldrei eftir neinni nafnleynd við rekstur á þessu máli og það skýtur auðvitað mjög skökku við þegar að sakar- efnið er skoðað; sem sagt það að einhverjar formreglur hafi bannað mér að tala út af per- sónulegum hagsmunum hennar. Með því að höfða mál undir fullu nafni er hún væntanlega búin að skaða þessa hagsmuni sína miklu meira sjálf heldur en hún telur að ég hafi gert,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. ■ JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON „Með því að höfða mál undir fullu nafni er hún væntanlega búin að skaða þessa hagsmuni sina miklu meira sjálf heldur en hún telur að ég hafi gert," segir hæstaréttarlögmaðurinn sem er nýdæmd- ur fyrir brot á góðum lögmannsháttum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.