Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 6
6 24. júlí 2001 PRIÐJUPAGUR SPURNING DAGSINS Er Öm Arnarson fremsti íþróttamaður íslands í dag? Já, langbesti. Hann er að gera bestu hlutina í dag, betri en Vala til dæmis og allir aðrir. Arnar Gunnarsson, stöðumælavörður FUNDA(LONDON Norskir fulltrúar í Alþjóðahvalveiðiráðinu sitja á fundinum sem fram fer í London. Norskir umhverfissinnar mótmæla hvalveiðum: Klifruðu upp á þak forsætisráðu- neytisins osló. noregi. ap. Fimm meðlimir Greenpeace-samtakanna klifruðu í gær upp á þak byggingar forsæt- isráðuneytisins í Noregi í mót- mælaskyni vegna beiðni Norð- manna og Japana um að aflétta skuli banni gegn hvalveiðum í hagnaðarskyni. Mótmælin voru höfð í frammi á sama tíma og ár- legur fundur Alþjóðahvalveiði- ráðsins var settur í London þar sem ráðamenn munu rökræða hvort að aflétta skuli banninu sem sett var á árið 1986. Mótmælin í Noregi voru sérstaklega viðhöfð vegna þess að umhverfissinnar telja að Japanir noti erlenda að- stoð til að veiða atkvæði frá fá- tækum þjóðum innan hvalveiði- ráðsins og mátti sjá stóra borða á byggingunni sem á stóð „hættið að kaupa ykkur atkvæði.11 ■ —♦— Aströlsk yfirvöld: Banna byssur á Samveldis- ráðstefnu BRISBANE, ÁSTRALÍU, AP. LífvÖrÖUm þeirra erlendu leiðtoga sem ætla að hittast á ráðstefnu breska Sam- veldisins í Ástralíu í október verð- ur bannað að bera á sér vopn þrátt fyrir að andstæðingar alþjóða- væðingar hafi lýst því yfir að þeir ætli að láta til sín taka á meðan á ráðstefnunni stendur. Ætla áströl- sk yfirvöld að fylgja banninu fast eftir, en þau segjast ekki eiga von á jafnmiklum ólætum og þeim sem urðu á fundi iðnríkja heims í Genúa á Ítalíu um sl. helgi. Ráð- stefnan, sem fara mun fram í borginni Brisbane, er haldin á tveggja ára fresti og eru þar rædd málefni tengd Bretlandi og fyrr- verandi nýlendum þess. ■ Höfuðborgarsvæðið Um 100 metra hæðar- hámark á nýja byggð skipulag í tillögum að svæða- skipulagi fyrir höfuðborgarsvæð- ið er gert ráð fyrir að byggðin verði látin þróast á þeim stöðum þar sem veðurfar hefur hvað minnst áhrif á búsetu. Af þeim sökum er mörkuð sú stefna að byggð verði að jafnaði ekki valin staður í meira en 100 meta hæð yfir sjávarmáli. Talið er að úrkoma og lágt hitastig að vetri hafi tak- markandi áhrif á umferð um svæð- ið í þessari hæð. í nýjum hverfum verður lögð áhersla á blöndun byggðar með íbúðum og atvinnu- starfsemi af mismunandi þétt- leika. Að meðaltali er reiknað með 23 íbúðum á hvern hektara lóðar. Jafnframt er lögð áhersla á að áfangauppbygging verði með þeim hætti að ný byggð rísi fyrst í tengslum við núverandi byggð eða sem næst þeirri byggð sem fyrir er. í skýrslunni kemur fram að verði flugvöllurinn í Vatnsmýri lagður niður eftir 2016 sé æski- legt að það landrými verði nýtt til uppbyggingar áður en svæði, sem eru fjær þéttbýlinu, verða tekin undir byggð. ■ VATNSMÝRIN Margir vilja sjá þar íbúðabyggð i staðinn fyrir flugvöll Hlutafjárútboð íslands- síma: Frumkvöðull og 3P bættu við hlut sinn hlutabréf Missagt var í frétt í blað- inu í gær að fjárfestingarfélögin Frumkvöðull ehf. og 3P Fjárhús hefðu ekki keypt hlutabréf í nýlegu útboði Íslandssíma. Hið rétta er að 3P Fjárhús keypti hlutabréf að nafnvirði rúmar 6 milljónir króna og Frumkvöðull bréf að nafnvirði nærri 40 milljónir króna. Fyrir hlutafjáraukninguna var hlutur þessara félaga hvors um sig 11,47% af heildarhlutafé íslands- síma. í dag er hlutur 3P hins vegar 10,3% en Frumkvöðuls 16%. ■ Bjartsýn á Kyoto-bókunina Framfylgdarákvæðið var helsti ásteytingarsteinninn en endanlegri ákvörðun frestað. Sérákvæði Islands til umfjöllunar n.k. föstudag. Island fullgildir bókunina verði sérákvæðið samþykkt. umhverfismál Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, segist vera vongóð um að sérákvæði íslend- inga við Kyoto-bókunina verði samþykkt á loftlagsráðstefnunni í Bonn á n.k. föstudag. í gær sam- þykktu öll ríkin sem sitja ráð- stefnuna, utan Bandaríkjanna, málamiðlunar Jan Pronks, um- hverfisráðherra Hollands og for- seta ráðstefnunnar. „Öll ríki utan Bandaríkjanna hafa náð saman um útfærslu á —♦— Kyoto-bókuninni í megindráttum,“ sagði Siv og bætti því við að úrlausn hefði fengist í erf- iðistu málin í gær- morgun. „Það voru mál sem snúa að fjár- hagsaðstoð til þró- unarríkja, sveigj- anleikaákvæði, sem felur í sér t.d. kvótasölu á milli landa, bindingará- kvæði - hvað má binda mikið í gróðri sem var til staðar fyrir 1990 - og loks framfylgdarákvæði og hvernig eigi að refsa ríkjum sem ekki uppfylla bókunina," sagði Siv. Framfylgdarákvæðið var hel- sti ásteytingarsteinninn í viðræð- unum þar sem sum ríkin óskuðu eftir því að framfylgdarákvæðin væru mjög sterk og myndu kalla á sterk lagaleg viðbrögð fram- fylgdu ríki ekki bókuninni. Á hinn bóginn voru mörg ríki sem óskuðu eftir því að framfylgdarákvæðin hefðu ekki miklar lagalegar skuldbindingar. „í sáttatillögu Pronks eru ákveðin framfylgdarákvæði en samkvæmt tilkynningu frá Pronk í gærmorgun mun endanleg út- færsla frymfylgdarákvæðanna bíða. Þetta er líklega það eina sem Aðspurð sagði ráðherrann að íslendingar væru sáttir við niðurstöður ráðstefnunnar, enn sem komið er, og að það héldist óbreytt svo framarlega sem sérá- kvæði íslend- inga verði samþykkt n.k. föstudag. UMHVERFISVÆNT SÉRÁKVÆÐI Samkvæmt sérákvæði islands við Kyoto-bókunina verður ísland ekki útilokað frá því að nota sína endurnýjanlegu orkugjafa - vatnsorku og jarðvarma - til að framleiða t.d. ál sem notað er í vistvænum tílgangi til þess að létta bíla og flugvélar sem síðan sparar orkugjafa á borð við olíu og bensín. Á myndinni hvetja mótmælendur Japani til þess að samþykkja bókunina. mrrrrr ■rrrr irrn== 3APÓN: rATIF10* KlOtO 4*í* xre#*** mmmai 0m T 0 kvoto UMHVERFIS- RÁÐHERRA Vaxandi skilningur á sérákvæðinu ekki kláraðist fullkomlega en heildarlausnin þótti það ásættan- leg að ríkin gátu samþykkt tillög- una,“ sagði Siv. Aðspurð sagði ráðherrann að íslendingar væru sáttir við niður- stöður ráðstefnunnar enn sem komið er og að það héldist óbreytt svo framarlega sem sérákvæði ís- lendinga verði samþykkt á n.k. föstudag. „Ef okkar sérákvæði yrði hafn- að á einhverju stigi samningsins þá er ólíklegt að ísland myndi fullgilda bókunina. Það hefur komið fram margoft að stefna ís- lenski’a stjórnvalda hefur verið sú að vera þátttakendur í Kyoto-bók- uninni svo framarlega sem ís- lenska sérákvæðið er samþykkt,“ sagði ráðherrann. omarr@frettabladid.is Skipulagsstofnun um Kárahnjúkavirkjun: Fresturinn í raun runninn út virkjun „f raun er frestur okkar til að skila úrskurði runninn út,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdótt- ir, aðstoðarskipulagsstjóri en á Skipulagsstofnun er unnið að úr- skurði um umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hún býst við því að úrvinnslan taki að minnsta kosti viku í viðbót. Með- al annars er farið yfir þær nærri 400 athugasemdir sem bárust frá almenningi um umhverfismatið og tekin ákvörðun um hvort þær séu þess eðlis að stofnuninni beri að hafna matinu á grundvelli þeirra. Ásdís segir að megnið af þeim 20 starfsmönnum sem stofnunin hefur úr að moða leggi nánast nótt við dag til að ljúka Kárahnjúkaverkefninu. „Þetta er umfangsmikil fram- kvæmd og mikið magn af gögn- um bárust frá framkvæmdarað- ila auk þess sem athugasemdirn- ar frá almenningi voru óvenju- lega margar,“ segir Ásdís Hlökk. Hún segir að niðurstaðan verði fyrst kynnt Landsvirkjun og eftir það gerð opinber almenningi. Sætti Landsvirkjun sig ekki við niðurstöðuna er hún kæranleg til umhverfisráðherra. ■ ÁSDÍS HLÖKK THEODÓRSDÓTTIR Sumarleyfi hafa fallið niður hjá starfsfólki vegna umfangs þeirra gagna sem fara þarf yfir áður en niðurstaða liggur fyrir. Smáralind: Margir sækja um störf SmAraunp Ljóst er að tilkoma verslunar-, afþreyingar- og menn- ingarmiðstöðvarinnar Smáralind- ar skapar mikla atvinnumögu- leika. Að sögn Pálma Kristinsson- ar framkvæmdastjóra sóttu til að mynda 170 manns um 10 störf í verslun nokkurri sem þar verður staðsett. „Það vekur líka athygli að það er mjög hæft fólk sem er að sækja um. Þetta er bæði fólk með mikla reynslu af verslunar- störfum eða stjórnunarstörfum, fólk með reynslu af stöi’fum er- lendis og háskólamenntað fólk, til dæmis viðskiptafræðingar og lög- fræðingar. Þetta er merkilegt því verslunarstörf hafa hingað til ekki verið mjög eftirsótt," sagði Pálmi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.