Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 11
PRIÐJUPAGUR 24. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Smáralind: Menningarrými í Vetrargarði smáralind „Vetrargarðurinn verður eins konar afþreyingar- eða skemmti- vettvangur, þetta getur verið ráð- stefnu og sýningarsalur, þarna verða tónleikar, menningarfyrirlestrar og ýmsar aðrar uppákomur. Hér verður hámenning lágmenning og alþýðu- menning allt í senn og tilgangurinn er að trekkja að fólk. Opna gólfsvæðið er á stærð við gólfrými í Laugardalshöll- inni. Á svæðinu, sem verður umkringt veitingahúsum á borð við Friday’s, Subway og Pizza Hut, verður rými fyrir 2000 manns auk 1000 manns á nokkurs konar svölum.” Pálmi Kristinnsson segir mikið eiga eftir að gera á þessu svæði á skömmum tíma. Það sama gildir um sumargarðinn, þar sem fólk getur verið undir beru lofti og fengið þjónustu frá veitinga- stöðum út. Undir stéttinni verða hita- lagnir og eftir verslunarmannahelgi verður farið að gróðursetja þar fyrir á milli 20 og 30 milljónir. ■ Innan skamms tíma verða starfsmenn á vegum verslananna komnir til undirbúningsvinnu við opnun þeirra. Verktakinn istak, er mjög langt kominn með sina vinnu á þessu svæði. Smáralind: U ndirbúningur hófst fyrir 6 árum smáwalind „Það má segja að flestir þættir hússins, sem varða markaðs- mál, tryggingamál, fjármögnun, hönnun, skipulagningu og verslunar- mál, séu í raun alþjóðleg vinna. Und- irbúningur að þessu verkefni hefur staðið yfir í tæp 6 ár og þar af voru fyrstu 2-3 árin nær eingöngu unnin erlendis með erlendum ráðgjöfum" segir Pálmi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Smáralindar.“Bygg- ingin er mjög áþekk byggingu í Bristol, sem opnuð var fyrir 2-3 árum síðan. Hún hefur hlotið öll helstu verðlaun, sem hægt er að fá, fyrir verslun, arkitektúr, umhverfismál, skipulagningu og þess háttar. „Til dæmis er þakglugginn með sama sniði, þar sem lögð er áhersla á að skapa útiandrúmsloft eða götulíf, með því að nota dagsbirtuna. Við gerum ráð fyrir að þurfa ekki að nota ljóskastara þá sem hér eru, stærsta hluta ársins.” ■ Smáralind: Ný kynslóð kvik- myndahúsa smáralind „Það má segja að þarna verði komin ný kynslóð kvikmynda- húsa, í takt við það nýjasta í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta verða fimm sýningarsalir, sá stærsti 420 sæti, sem er tæplega hálfur stóri salur í Háskólabíói. Þarna verður lúxussal- ur, sem tekur 75 í sæti, á svæði sem venjulega myndi rýma 150 sæti, svo það verður mjög rúmgott þar. Stólana verður hægt að leggja niður, langt er á milli bekkja og armpúðar breiöir," sagði Pálmi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Smáralindar. Mikill halli verður í öllum kvikmyndasöl- um, svo hnakkinn á næsta manni ætti ekki að byrgja sýn. Kvik- myndasalir þessir mynda síðan stórt ráðstefnu og sýningarsvæði í heild þeirri sem kölluð er Vetrar- garðurinn. Rekstraraðilar kvikmyndahúss- ins hafa sýnt því áhuga að fá vín- veitingaleyfi. Pálmi segir það ekki vera komið enn, en auðvelt verði að koma því við. ■ Vopnahlé í Makedóníu virt að vettugi: Átök í borginni Tetovo movo. MAKtDóNlA. ap. Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar særðust, þar af einn alvarlega þegar albanskir upp- reisnarmenn börðust við makedónís- ka hermenn í gær, aðeins nokkrum dögum eftir að viðræður um að koma í veg fyrir borgarastríð í landinu sigldu í strand. Að sögn yfirmanns úr röðum lögreglunnar lögðu uppreisn- armennirnir undir sig aðal knatt- spyrnuleikvang borgarinnar áður en þeir réðust til atlögu að lögreglunni. ■ TC/RBO Dalvegur 16a MHG söluaðilar á Islandi 1 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is maSLiJMl BtoJl® TUJJBOB) iiin> mxO’ Öryggiskerfi-ISDN og analog símar-símkerfi 5^ ÖRYGGISKERFI: Stöð og hnappaborð-Hreyfiskynjari Hurðaseglar-Fiarstýring-Bjalla og uppsetning. Kr. 65.000 eoa 5.417 x 12 mánuðir. ISDN tenging: NT box ásamt stofngjaldi símans ISDN sími með tvo analog útganga uppsetning á NT boxi og sima. Kr. 29.000 eða 4.833 x 6 mánuðir. Iffl RAFLAGNIR ISLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123 Verkstæði og vörulager: 511 1124 - ris@simnet.is - www.simnet.is/ris

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.