Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2001 PRIDJUDAGUR Verulega hefur hægt á sölu nýbygginga Byggingarkostnaður er hár og lítið svigrúm hjá byggingariðnaðinum að lækka verðið. Kaupendur og seljendur skipta með sér afföllum húsbréfa. FASTEIGNAMARKAOUR Lán til bygg- ingaaðila frá íbúðalánasjóði hafa aukist um 36,8% meðan samdráttur er á lánum til kaupa á eldra hús- næði. Þetta þýðir að þeir sem eru að byggja og selja húsnæði eru í aukn- um mæli að fjármagna sjálfir bygg- ingar sínar. Þegar markaðurinn var í sem mestri uppsveiflu seldust íbúðir á teikniborðinu og kaupend- ur fjármögnuðu byggingarnar og tóku á sig afföll af húsbréfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fast- eignasali hjá Eignavali segir þetta benda til þess að eignirnar séu ekki að seljast. Greingingardeild Búnað- arbanka fslands segir flest benda til þess að aukin viðbótarlán og hækkun hámarkslána haldi fast- eignaverði uppi, en líklegt sé að það fari lækkandi með hagsveiflunni. Franz Jezorski hjá fasteignasöl- unni Hóli segir markaðinn í góðum gangi, en hann sé að líkjast því sem eðlilegt sé. Hann segir að merkja megi að hægt hafi á sölu á stórum húsum og nýbyggingum. „Fókusinn hefur verið að færast á þriggja til fjögurra herbergja íbúðir." Hann segir að nú séu þeir sem byggi og selji eignir farnir að skipta afföll- um af húsbréfum milli sín og kaup- enda. „Markaðurinn er að leiðrétta NÓG AÐ GERA í NÝSMÍÐI Blikur eru á lofti og hægt hefur á sölu ný- bygginga. Byggingarkostnaður er ennþá hár vegna þenslu í byggingariðnaði. sig,“ segir Franz. Þensla hefur verið á bygginga- markaðnum og erfitt að fá menn til starfa. Byggingarkostnaður hefur verið hár og segja fasteignasalar að því verði þeir sem byggja að halda verðinu uppi. Þegar séu merki um það að eldra húsnæði sé á hagstæð- ara verði en nýbyggingar. Tregða sé í sölu á fokheldu, einfaldlega vegna þess að kaupendur óttist kostnað við innréttingavinnu þar sem erfitt sé að fá iðnaðarmenn. Menn telja hins vegar að það ástand lagist þegar lokið hefur verið við Smáralind. Hár byggingarkostnað- ur og merki um að nýbyggingar séu ekki að seljast geta orðið til þess að byggingariðnaðurinn lendi í vand- ræðum. Lækki markaðurinn gerist annað tveggja. Menn geta ekki selt eða neyðast til að lækka verðið. haflidi@frettabladid.is DAGINN EFTIR Kona virðir fyrir sér brotna rúðu í banka í grennd við vettvang hörðustu átaka sem urðu á milli lögreglu og mótmælenda á meðan á leiðtogafundinum stóð. Genúaborg: Heilu hverf- in í rúst róm. ap. ítalska ríkisstjórnin lofaði Genúaborg í gær 15 milljarða líra fjárveitingu, andvirði um 700 milljóna ísl. kr. til viðgerða í kjöl- far óeirðanna undanfarna daga er leiðtogafundur iðnríkjanna stóð yfir. Heilu hverfin í norðurhluta Genúa eru í rústum eftir óeirðirn- ar. Fyrstu áætlanir um heildartjón vegna þeirra eru 100 milljarðar líra, andvirði 4,5 milljarða ísl. kr. Genúaborg var úthlutað um 11 milljarða ísl. kr. fyrir leiðtoga- fundinn til að bæta útlit borgarinn- ar og auka öryggisráðstafanir. Sjálft svæðið í grennd við fundar- staðinn, Palazzo Ducale, varð ekki fyrir miklum skemmdum en sömu sögu er ekki að segja um önnur hverfi borgarinnar. „Þeir lokuðu svæðinu og gáfu afgang borgar- innar til mótmælenda eins og hundum er gefið kjöt,“ sagði einn borgarbúa í samtali við BBC. íbú- ar í grennd við fundarstaðinn voru í hálfgerðu stofufangelsi á meðan að á fundinum stóð vegna öryggis- gæslu og vegtálma. Þeir notuðu margir tækifæri í gær, eftir að tálmar höfðu verið fjarlægðir, til að virða skemmdirnar fyrir sér. ■ —♦— „VIÐ MEÐ HENDUR OKKAR, ÞIÐ MEÐ BYSSUR" Þessa áletrum mátti sjá í Genúa í gær en ítalska lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína. Genúa: 30 hand- teknir róm. ap. ítalska lögreglan handtók 30 manns í gær fyrir meinta þátt- töku í óeirðunum í Genúa um helgina. Alls hefur hún handtekið um 200 manns. Lögreglan hefur sætt mikill gagnrýni vegna fram- göngu sinnar í óeirðunum en einn maður var skotinn til bana í þeim. Þeir sem handteknir voru í gær eru að sögn lögreglunnar meðlim- ir í hreyfingu stjórnleysingja sem lenti í hörðum átökum við lögregl- una um helgina. Kylfur, hnífar og efni til sprengjugerðar voru gerð upptæk við handtökuna. ■ Hvalveiðiráðið í uppnámi Borist á banaspjótum á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær. Inngöngu Islands með fyrirvara við „núllkvóta" hafnað. „Meirihlutinn tekur sér ólöglegt vald/‘ segir formaður íslensku sendinefndarinnar. hvalveiðar Inngöngu íslands í Al- þjóðahvalveiðiráðið var naum- lega hafnað í gær á 53. ársfundi ráðsins í London í gær. Óhætt er að segja að fundurinn sé í upp- námi þar sem 19 ríki greiddu at- kvæði með því að hafna inngöngu íslands með fyrirvara á svokall- aða „núllkvótareglu" í ráðið. Á sama tíma ákváðu 16 ríki að hunsa atkvæðagreiðsluna og þrjú ríki ákváðu að sitja hjá. „Meirihluti aðildarríkja tók sér það vald - að okkar mati ólög- lega - og ákveða hvort okkar fyrir- vari væri gildur. Við teljum að það sé ekki á valdi Al- þjóðahvalveiði- ráðsins að ákveða slíkt, heldur ein- stakra ríkja,“ sagði Stefán Ás- mundsson, for- maður íslensku sendinefndarinn- ar í London. Stef- án sagði að í kjöl- farið hefði ís- lensku sendi- nefndinni verið boðið að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúar en því var sam- stundis hafnað þar sem „við telj- um ísland vera fullgildan meðlim í ráðinu." Á fundinum hefur formaður ráðsins, Svíinn Bo Fernholm, ekki talið íslenska atkvæðið með þeg- ar lesnar eru niðurstöður at- kvæðagreiðslna en í kjölfarið hafa ýmis ríki lýst því yfir að þau vióurkenni ekki talningu for- mannsins heldur þá niðurstöðu sem hefði fengist hefði íslenska atkvæðið verið talið með. Ómögu- legt er að fá niðurstöðu í deiluna þar sem enginn aðili getur skorið úr um hvor fylkingin hefur rétt fyrir sér Talsmaður samtakanna World Wide Fund for Nature lýsti því yfir við bæði Reuters og Associ- —4— „Meirihluti að- ildarríkja tók sér það vald - að okkar mati ólöglega - og ákveða hvort okkar fyrirvari væri gildur. Við teljum að það sé ekki á valdi Alþjóða- hvalveiðiráðs- ins að ákveða slíkt, heldur einstakra ríkja." —♦— ----------------------i--------- BROT Á ALÞJÓÐALÖGUM Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, segir að brotið sé á íslendingum með þv( að hafna inngöngu landsins í ráðið með fyrirvara á núllkvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að ekkert sé til í ásökunum breskra fjölmiðla þess efnis að íslendingar hafi keypt at- kvæði fátækari landa. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, og Þórður Ásgeirsson, Fiski- stofustjóri og sendinefndarfulltrúi, sátu sem fastast í gær þrátt fyrir að 19 ríki hefðu ákveðið að hafna inngöngu fslands í ráðið með fyrirvara um núllkvóta. Löndin 19 sam- þykktu sfðar að ísland fengi áheyrnarrétt á fundinu, nokkuð sem íslenska sendinefndin hafnaði alfarið. ated Press fréttastofurnar í gær að ísland væri á góðri leið að ganga að Alþjóðahvalveiðiráðinu dauðu með því að nejta að fram- fylgja tillögum þess. f fjölmiðlum í Bretlandi eru íslendingar - í slagtogi með Japönum - sakaðir um það kaupa atkvæði fátækari landa í ráðinu. „Það er enginn að tala um að ganga að hvalastofnum dauðum heldur að veiða hvali með sjálf- bærum hætti," sagði Stefán og bætti því við að enn væri ekki búið að taka ákvörðun um það hvenær ísland muni hefja aftur hvalveiðar. Fundur Alþjóðahval- veiðiráðsins mun hefjast aftur klukkan 09:00 í dag og mun ráðið funda fram á föstudag. omarr@frettabladid.is Unnum sigur, segir sjávarútvegsráðherra: Endanleg staða óljós hvalveiðar Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, segir fslend- inga standa sterkum fótum í Al- þjóðahvalveiðiráðinu; það að Frakkland, Sviss og Austurríki skyldu standa með íslendingum, í atkvæðagreiðslu um inngöngu Is- lands með fyrirvara um núll- kvóta, sé sigur fyrir þjóðréttar- og lögfræðinga íslensku sendinefnd- arinnar. Ráðherrann telur að óljóst sé hver endanleg niðurstaða fundarins verður. „Þetta hefur lítið að gera með það Hvenær og hugsanlega hvern- ig við hefjum hvaíveiðar á íslandi - þetta snýst aðalega um okkar lagalegu stöðu í framtíðinni. Við teljum okkur vera fullgilda aðila að ráðinu," sagði ráðherrann og bætti því við að staðan væri erfið í ráðinu. Ráðherrann vísar ásökunum breskra fjölmiðla um að ísland - í slagtogi við Japana - hafi keypt atkvæði fátækari ríkja á bug. „Við höfum enga peninga til að standa í slíku. Það er óskaplegur áróður í fjölmiðlum erlendis og kemur fram í fréttaskeytum WWF og fleiri samtökum. Ég held að þar sé farið vísvitandi með rangt mál í mjög mörgum tilvik- um,“ sagði Árni. ■ STYRKJUM STÖÐUNA „Það voru mistök hjá okkur á sínum tíma að mótmæla ekki hvalveiðibanninu en það hefur ekkert komið fram sem sýnir að það hafi verið rangt hjá okkur að fara úr því á sfnum tíma. IVlér sýnist að við séum að styrkja stöðu okkar ( málinu á heildina litið með þessu," sagði sjávarútvegsráðherra. Á MÓTI INNGÖNGU ÍSLANDS MEÐ FYRIRVARA: Argentína Mexíkó Ástralía Mónakó Brasilía Nýja-Sjáland Chile Holland Finnland Suður-Afrlka Indland Spánn Þýskaland Svíþjóð írland Bretland Italía Oman MEÐ INNGÖNGU ÍSLANDS MEÐ FYRIRVARA: Kína Noregur Danmörk Panama Dominíska lýð- Sviss veldið Ginea Frakkland Solomon eyjar Grenada St. Vincent (sland St. Lucia Japan Antigua & Kórea Barbuda Marokkó St. Kitts & Nevis FJARVERANDI: Austurríki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.