Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 2

Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 2
KJÖRKASSINN ÁFELLISDÓMUR Netverjar hafa ekki áður verið jafn sam- mála í afstöðu sinni. Níu af hverjum tíu segja skýrsluna um |" A' Árnamál áfellisdóm. Er skýrsla Ríkisendur- skoðunar áfellisdómur yfir stjórnsýslunni? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is EESL 191% 9% Spurning dagsins í dag: Ber Björn Bjarnason ábyrgð á gerðum Árna Johnsen? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun EKKI BARA SLYSAHÆTTA Mengun af völdum umferðarinnar stofnar heilsu og lífi fólks í hættu. Gróðurhúsalofttegundir: Víðtæk áhrif á heilsufar al- mennings WASHINCTON. ap „Eftir því sem við komumst næst, þá látast fleiri af völdum loftmengunar frá umferð- inni heldur en af völdum umferð- arslysa," segir Devra Lee Davis, aðalhöfundur greinar sem birtist í tímaritinu Science í dag, föstu- dag. I greininni er skýrt frá rann- sóknum á heilsufarsáhrifum gróð- urhúsalofttegunda, en niðurstöð- urnar benda ótvírætt til þess að mengun af mannavöldum sé nú þegar farinn að stofna lífi og heil- brigði fólks í hættu, alveg burtséð frá margvíslegum áhrifum vegna hlýnunar næstu áratugina. „Til eru meira en þúsund rann- sóknir frá tuttugu löndum, sem allar sýna fram á að hægt sé að spá fyrir um ákveðna dánartíðni út frá því hversu mengun er mik- il,“ sagði Davis. Hjarta- og lungnasjúkdómar af ýmsu tagi eiga í fjölmörgum til- fellum rætur sínar að rekja til brennslu bensíns og kola, og Davies telur fullvíst að bjarga megi þúsundum mannslífa á næstu árum með því að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda með aðferðum sem þegar eru þekktar. ■ FRETTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR Björn Bjarnason menntamálaráðherra: Segir skort á reglum valda agaleysi stjórnsýsla Björn Bjarnason menntamálaráðheri’a segir að við- ræður hans við formann stjórnar Endurbótasjóðs menningarbygg- inga hafi snúist um nauðsyn þess að standa vel og skipulaga að fram: kvæmdum við Þjóðleikhúsið. í skýrslu ríkisendurskoðunar um málefni Árna Johnsen kemur fram að formaður Endurbótasjóðsins kom tvisvar að máli við ráðherrann vegna óeðlilegi’a vinnubragða byggingarnefndar Þjóðleikhússins sem Árni stýrði. Björn segir þá sjóðsformanninn hafa rætt um að áætlanir fyrir byggingarnefndina yrðu gerðar í samræmi við lögin um opinberar f ramkvæmdir. „Þetta var áréttað í bréfi sem ég skrif- aði síðan bygging- arnefndinni í júlí 1997 og við áréttuð- um síðan árinu á 1998. Við fengum síðan greinagerð um þess efni í apríl 1999, “ segir hann. Björn segir RÁÐHERRANN „Ég er líka með ábendingar í bréfi sem menntamála- ráðuneytið sendi ríkisendurskoð- anda." skýrslu ríkisendurskoðunar ekki þess eðlis að hún marki þáttaskil. „En þarna eru ákveðnar ábending- ar sem þarf að hafa í huga. Ég er líka með ábendingar í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi ríkis- endurskoðanda sem eru ekki síður mikilvægar en það sem stendur í skýrslu ríkisendurskoðunar ef litið er til framtíðar varðandi þessi mál,“ segir hann og vísar þar til bréfs með athugasemdum ráðu- neytisins við innihald skýrslunnar áður en hún var birt: „Þar er ég aðallega að fjalla um skipulag á opinberum fram- kvæmdum; hvernig menn haga þessum samskiptum og um nauð- syn þess að það verði settar stjórn- sýslulegar reglur um byggingar- nefndir því það er ekki unnt að halda uppi stjórnsýsluaga nema menn viti eftir hvaða reglum þeir eiga að starfa. Það hefur komið fram að það vantar reglur um byggingarnefndir. “ Margrét Frímannsdóttir vara- formaður Samfylkingarinnar sagð- ist í útvarpi í gær telja að ekki væri útilokað að Björn þyrfti að segja af sér sem menntamálaráðherra. Björn segir þann málflutning ekki koma sér á óvart. „Mér finnst hún nú stundum hafa kveðið fastar að orði um nauðsyn þess að ég hyrfi úr embætti," segir ráðherrann. gar@frettabladid.is 9 9 Ororkubæturncir að veði fyrir drykkjunni Borgarráð hefur enn frestað að framlengja vínveitingaleyfi til Kaffi Austurstrætis og vill fá lög- regluna á fund sinn. M.a. borgarlögmaður og lögregla segja enn ekkert mæla gegn leyfinu. Ekki hefur verið tilefni til afskipta í mörgum eftirlitsferðum lögreglu sem segir að lánað sé fyrir drykkjum gegn veði í bankabókum. Þessu neitar eigandinn. veitincarekstur Borgarráð hefur enn frestað að taka afstöðu til framlengingar vínveitingaleyfis fyrir Kaffi Austurstræti. Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að boða full- trúa lögreglunnar á næsta fund ráðsins. Málinu hefur margsinnis verið frestað þrátt fyrir að m.a. borgarlögmaður, Lögreglan í Reykjavík ’ og skrifstofustjóri borgarstjórnarinnar hafi ítrekað sagt að engar forsendur séu til þess að leggjast gegn leyfisveit- ingunni. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarráði hefur lagt til að Kaffi Austurstræti verði synjað um vínveitingaleyfið vegna meints ónæðis af rekstrinum fyrir aðra starfsemi í húsinu. „Það lítur út fyrir að það eigi að kreista eitthvað út úr lögregl- unni til að hanka mig á,“ segir Björn Erlendsson, eigandi Kaffi Austurstrætis, sem furðar sig á meðferð borgaryfirvalda á sér. „Ég hef ekkert erindi fengið frá borginni um að þeir séu óánægð- ir með minn r.ekstur. Ef svo er af hverju tala þeir þá ekki við mig?“ spyr hann. Lögreglumaður, sem farið hef- ur óeinkennisbúinn í yfir 50 eftir- litsferðir á Kaffi Austurstræti á þessu ári, segir að í þeim ferðum hafi aldrei verið tilfefni til af- skipta af gestum staðarins. Athygli vekur hins vegar að lögreglumaðurinn segist hafa það eftir nokkrum gestanna að þeim sé veitt lán fyrir drykkjum gegn því að afhenda bankabækur sínar sem tryggingu. LFpphæð lána hvers mánaðar sé í tilteknu KAFFI AUSTURSTRÆTI Lögregla segir gesti Kaffi Austurstrætis bera að þeir fái lánað í hlutfalli við örorkustyrk en eigandinn segir styrkinn ekki lagðan til grund- vallar þegar hann metur lánstraust gesta sinna. hlutfalli við þær örorku- eða líf- eyrisbætur sem viðkomandi við- skiptavinur eigi von á eða á bil- inu 20 til 50 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki bannað að lána og ég hef lánað fólki. En ég hef aldrei tekið bankabækur í pant og það er bölvuð þvæla að ég sé að fara út í banka með fólki til að leysa út peninga. Stór hluti þessa fólk er heimilslaus og oftar en ekki biður það mig að geyma ým- islegt fyrir sig sem það vill ekki glata. Það geta þess vegna verið debetkort. Menn hafa líka beðið mig að fá lánað gegn því að ég geymi fyrir þá kortin og svo komi þeir bara þegar komið er inn á kortið og gangi frá sínum málum. Þegar er lánað þá er lántrausts hvers og eins metið en það fer ekki eftir örorku," segir Björn. garnfrettabladid.is Nýtt hlutafé Islandssíma: Verðmæti hlutafjárins hefur fallið um milljarð HLUTABRÉF Íslandssími jók hlutafé sitt að nafnvirði um 200 milljónir í vor. Markaðsvirðið var um 1.700 milljónir, þar af skilaði breytanlegt skuldabréf Lands- bankans 700 milljónum og millj- arður kom frá fjárfestum í út- boðinu. Á meðan gengi hlutabréf- anna hefur lækkað um tæp 60% frá skráningu hefur verðmæti hlutabréfaeignar fjárfestanna í félaginu því dregist saman um milljarð. Upplýsingatæknivísi- tala Verðbréfaþingsins hefur á sama tíma dregist saman um 30% og heildarvísitala aðallista um 3%. Upplýsingatæknivísital- an hefur lækkað um tæp 50% frá 14. maí. í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings frá því í vor vegna út- boðs Islandssíma kemur fram að lítið megi út af bregða til að fé- lagið nái að halda settum mark- miðum. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir auknu hlutafé í nánustu framtíð megi gera ráð fyrir að félagið hyggist auka við skulda- hlið sína náist ekki takmörk varðandi fjármögnun fjárfest- inga. Að sögn Eddu Rósar Karls- dóttur, hjá Búnaðarbankanum verðbréfum, mælti greiningar- deild bankans ekki með kaupum í útboðinu á þeim forsendum að útboðsgengið væri of hátt. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.