Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 6

Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 6
FRÉTTABLAÐIÐ SPURNING DAGSINS 17. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Samskipti lögreglu og íjölmiðla: Reynsluleysi um að kenna SAMSKIPTI LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLA RÆDD Á fundinum kom fram að innan tíðar væri von á samskiptareglum lögreglunnar við fjölmiðla. Ætlar þú á Menningarnótt í Reykjavík? Já, ég reikna með því. Það er enginn sér- stakur dagskrárliður sem höfðar frekar til mín en annar, mér finnst bara gaman að upplifa mannlífið, vera á staðnum og taka þáttl Linda Ásgrímsdóttir vinnur hjá DV lögreglumál Mikið hefur verið skrifað um framgöngu lögreglu- manna við fjölmiðla þegar mót- mæli stóðu yfir við Reykjavíkur- höfn við komu skemmtiferðaskips- ins Clipper Adventure fyrir nokkru. Urðu atvik þau að ljós- myndarar DV og Morgunblaðsins voru hindraðir við störf. Á fundi sem lögreglan hélt með fjölmiðlum í gær kom fram í máli Geir Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, að samkvæmt fullyrðingum lögreglu- manna sem á vettvangi voru hafi ekki verið vísvitandi stuggað við fjölmiðlamönnum. Kenndi hann reynsluleysi lögreglumanna um hvernig fór og að þeir hafi ekki átt- að sig á því að þarna hafi fjölmiðla- fólk verið á ferð. Beindi hann þeim tilmælum til fjölmiðlafólks að merkja sig betur þannig að ekki væri um villst og einnig að gefa sig fram við þann aðila sem stjórnaði aðgerðum hverju sinni. Um aðra atburði sem þar áttu sér stað sagði Geir Jón lögreglu- menn hafa verið í fullum rétti í ljósi þess að lögbann hefði verið sett á aðgerðirnar og ljóst að því banni yrði framfylgt. Sagði hann menn ekki hafa hlítt ítrekuðum fyrirmælum lögreglunnar en sam- kvæmt 19. grein lögreglulaga beri almennum borgurum að fylgja þeim eftir. ■ Ráðuneyti sagt hylma yfir afbrot á Heiðarfjalli Landeigandi á Heiðarfjalli segir utanríkisráðuneytið gæta hagsmuna erlendra aðila á kostnað ís- lenskra borgara. Hann segir utanríkisráðuneytið ekki koma heiðarlega fram og að ráðuneytið hylmi yfir afbrot Bandaríkjahers á HeiðarQalli. '1*0 RATSJÁRSTÖÐIN Á HEIÐARFJALLI „Utanríkisráðuneytið ætti að láta nú þegar af þvi að styðja bandariska herinn gegn íslenskum borgurum í þessu afbrotamáli," segir Björn Erlendsson, einn landeigenda. Hluti ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli sést á þessari mynd sem tekin var i kring um 1960. ENGIR GESTIR ísraelskur munkur í Kirkju hins heilaga grafhýsis horfir í átt að staðnum þar sem grafhýsi Jesú er talið hafa verið. Um sum- artimann er venjulega mikið um að ferða- menn heimsæki kirkjuna og Jerúsalem- borg, en sú hefur ekki verið raunin þetta sumar vegna þeirra átaka sem átt hafa sér stað í borginni. Spá ísraelska hersins: Atök gætu haldið áfram í nokkur ár jerúsalem. ap. Átök á milli ísraela og Palestínumanna gætu haldið áfram í þónokkur ár í viðbót og gæti jafnvel brotist út stríð á svæðinu. Þetta kemur fram í fimm ára spá ísraelska hersins, en hluti hennar var birtur í ísra- elsku dagblaði í gær. Aðspurður um spána sagði Binyamin Ben- Elezer, varnarmálaráðherra ísra- el hana vera „tóma vitleysu" en viðurkenndi þó að hann sæi ekki fram á lausn deilunnar á næstu misserum. fsraelskar hersveitir voru í gær enn staðsettar með bækistöðvar sínar skammt fyrir utan bæinn Beit Jalla sem er und- ir palestínsku umráðasvæði. ■ dómsmál Björn Erlendsson, einn landeiganda á Heiðarfjalli á Langanesi, sem hafa höfðað mál gegn Bandaríkjunum og krafist þess að þau fjarlægi úrgang frá ratsjárstöð sem þáu ráku á fjall- inu á árunum 1954 til 1970, segir það ekki rétt sem Halldór As- grímsson utanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu á mánudag að Heiðai-fjall hefði verið hreinsað að kröfum þess tíma þegar það var yfirgefið. „Eignin hefur aldrei verið hreinsuð og Bandaríkja- menn hafa ekki fjarlægt eignir sínar af Heiðarfjalli. Sölunefnd varnarliðseigna fór á svæðið sum- arið 1974 án samráðs og leyfis eig- enda landsins og fjarlægði ýmis- legt sem hún taldi nýtilegt en urð- aði annað í algjöru heimildarleysi. Allur úrgangurinn, ruslið og spilliefnin eru enn á staðnum, stjórnlaust og án nokkurra örygg- isráðstafanna," segir Björn. Björn segir að bandarísk stjórnvöld hafi aldrei séð til þess að ástand mála væri í lagi á Heið- arfjalli. „Sú skylda hvílir enn á þeim því eigendur svæðisins hafa aldrei samþykkt að geyma úr- ganginn og spilliefnin. Það eru sömu kröfur í dag og árið 1970 hvað viðvíkur því að menn geymi úrgang og spilliefni inn á annara manna eignum í algjöru heimild- arleysi og valda með því tjóni og verulegum óþægindum," segir hann. Að sögn Björns vísa bandarísk stjórnvöld ávallt í samning sem þau gerðu árið 1970 við íslenska embættismenn þegar þau eru beð- in að sinna skyldum sínum og fjarlægja úrganginn af fjallinu. „Þeir senda öll erindi áfram til íslenska utanríkisráðuneytisins og benda mönnum á að hafa sam- band við það. En samningurinn frá 1970 er ekki við eigendur og þeir embættismenn sem undirrit- uðu samninginn voru ekki málsvarar eða umboðsmenn lög- legra eigenda. Það er mjög alvar- legt mál að Bandaríkjamenn skuli geti falið sig og ólöglegar gjörðir sínar á bak við íslenska utanríkis- ráðuneytið. Landeigendum er ekki kunnugt um að utanríkis- ráðuneytið hafi komið heiðarlega fram og leiðrétt þetta mál við Bandaríkjamenn og sagt það sama við þá og það hefur sagt við eig- endur: Að málinu sé lokið af þess hálfu og að bandarískum stjórn- völdum beri að sinna skyldum sín- um gagnvart eigendum landsins. Landeigendum er því haldið í eins konar gíslingu af þeirra eigin ráðuneyti sem virðist gæta hags- muna erlendra aðila meira en ís- lenskra borgara og hylmir yfir af- brot með þeim. Utanríkisráðu- neytið ætti að láta nú þegar af því að styðja bandaríska herinn gegn íslenskum borgurum í þessu máli,“ segir Björn Erlendsson. gar@frettabladid.is Útsala 5-50% Stuttar og síðar glœsilegar kópur Regnkópur Vínitkápur Sumarúlpur Ný sending af höttum. Ao^HWSIÐ Morfdimi 6, simi 588 5518 Oplð laugardaqa kl. 10-15. Ástandið í Makedóníu: BRUSSEL. BELGÍU. ap. Búist er við að breskar hersveitir með 400 menn innanborðs komi til Makedóníu flugleiðis í dag sem hluti af því 3500 manna herliði sem áætlað er að senda til afvopnunar albanskra uppreisnarmanna í landinu. Atl- antshafsráðið, æðsta valdastofnun NATO ákvað í fyrradag að senda her-og fjarskiptaliðið inn í landið eftir að stjórnvöld í Makedóníu höfðu óskað eftir aðstoð við að safna saman og eyðileggja vopn uppreisnarmanna. Fari svo að Atl- antshafsráðið samþykki að senda allt 3500 manna herliðið til lands- ins þurfa aðstæður þar að vera réttar og myndi herliðið þá dvelja 30 daga í landinu við afvopnun uppreisnarmanna. Sendiherrar 19 landa sem eru meðlimir í NATO funda þessa dag- ana í Brussel um hvaða skref verði tekið næst til að tryggja að VEL A VERÐI Makedónskur hermaður vopnaður byssu situr í brynvörðum herbll á leið eftir götum Skopje, höfuðborgar Makedóniu. nýundirritað friðarsamkomulag ofursti og talsmaður NATO í verði virt í Makedóníu. Þrátt fyrir Skopje að svo virtist sem vopna- skotárásir uppreisnarmanna í hléið væri smám saman farið að Tetovo í gær sagði Barry Johnson, virka. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.