Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 8

Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Arafat leitar til Arabaríkja: Vill samhæfðan fréttaflutning NeysÍuvísitalan. í Bandaríkjunum: Mesta lækk- un í 15 ár washington.ap. Neysluvísitalan í Bandaríkjunum féll um 0,3% í júlímánuði og er þetta mesta lækkun vísitölunnar á einum mán- uði í 15 ár. í kjölfarið lækkaði snarlega verð á bensíni og öðrum orkutengdum vörum í landinu. Er þetta fyrsta fall vísitölunnar á þessu ári í Bandaríkjunum en hún er talin sýna vel verðbólguþróun í landinu. Þess má geta að í júní hækkaði talan um 0,2%. Síðast þegar vísitalan féll svo mikið var í aprílmánuði árið 1986 þegar hún féll um 0,4%. ■ kaíró. egiptalandi, ap Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, átti í gær lokaðan fund með upplýsingaráð- herrum þeirra 22 ríkja sem aðild eiga að Arababandalaginu. Til fund- arins var boðað eftir að ísraelski herinn hertók Austurlandahúsið í Austur-Jerúsalem, þar sem Palest- ínumenn höfðu höfuðstöðvar sínar. Arafat fór þess á leit á fundinum að Arabaríki samhæfðu fréttaflutn- ing sinn af átökum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Fjölmiðlar í Arabaríkjum eru að stórum hluta til ríkisreknir, þannig að ríkisstjórnir landanna eiga hægt um vik að hafa áhrif á fréttaflutning þeirra. Jafnframt fór Arafat fram á neyðarfund með utanríkisráðherr- um Arabaríkjanna þar sem rætt yrði um að Arabaheimurinn tæki sameiginlega afstöðu til nýjustu viðburða á þessum slóðum. Amr Moussa, framkvæmda- stjóri Arababandalagsins, sagði að neyðarfundur utanríkisráðherr- málin rædd anna gæti átt sér Stað í næstu Arafat ráðgast við Amr Moussa, fram- viku ■ kvæmdastjóra Arababandalagsins. Hráefnin séu framleidd ásjállbæran hátt Verslunarkeðjan Whole Food í Bandaríkjunum selur islenska lambákjötið sem árstíðarbundna vöru. Fulitrúar verslunarkedjunnar eru yfir sig hrifnir af hráefninu. ÍSLENSKA KINDIN VINSÆL Von er á fulltrúum Whole Food aftur í haust en þeir komu hingað til lands síðasta vor og skoðuðu sig þá um í sláturhúsum og viðar. í haust er ætlunin að fara með þá f göngur og réttir. Reykjavík: Tveir drengir brenndust alvarlega »LYS Tveir 14 ára drengir brennd- ust illa.þegar eldur kviknaði í vinnuskúr við Hraunbæ í Reykja- vík um ellefuleytið í gærmorgun. Drengirnir eru báðir alvarlega slasaðir ög liggur annar þeirra á ’ gjörgæslu og hinn á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp inni í skúrnum og náð að festa sig í föt drengjanna. Þeir voru ásamt fleira fólki ad störfum við hreins- un þegar slysið átti sér staö og voru margir sjónarvottar aó at- burðinum. Flytja þurfti sjö þeirra á Landspítalann í Fossvogi þar sem þeim var veitt áfallahjálp. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík er talið að kviknað hafi í út frá bensíni sem í skúrnum var - en enn liggur ekki ljóst fyrir hvað gerðist. Málið hefur verið tekið til rann- sóknar. ■ —— Svenska dagbladet: Dregur saman seglin STOKKHÓLMUR. ap Minnkandi aug- lýsingatekjur voru sagðar helsta ástæða þess að sænska dagblaðið Svenska dagbladet ætlar að segja upp 55 starfsmönnum. Uppsagnirnar verða einkum á ritstjórn blaðsins og internetút- gáfu þess, en talið er að um 55 milljónir sænskra króna sparist í rekstrinum. Áður hafði um 100 manns verið sagt upp og með því sparaði blaðið sér um 100 milljón- um sænskra króna. Rekstur blaðsins hefur staðið illa undanfarin ár þrátt fyrir árleg- an ríkisstyrk upp á 54 milljónir sænskra króna. ■ LANÐAÚNAMJR „Þeir eru gríðarlega sterkir í heimalandi sínu og vilja fá meira magn en við getum veitt,“ sagði Özur Lárusson fram- kvæmdarstjóri markaðsráðs kindakjöts og vís- aði þar til banda- rísku verslunar- keójunnar Whole Food - en um er að ræða nýjung í út- flutningi á nýslátr- uðu íslensku lambakjöti. Özur sagði verslunar- keðjuna þjóna við- skiptavinum sem kysu hráefni sem framleitt er á sjálf- bæran hátt. Sagði hann viðskiptavini þessa hafa meira á milli handanna en almennt gerðist og að verðlagning í verslununum væri há. Whole Food rekur 133 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og eru búðir þeirra stað- settar í dýrari hverfunum. „Við byrjuðum markaðssetn- ingu í fyrra og höfðum þá annars konar áherslur en áður og tókst það feiknavel. Hingað hafa komið fulltrúar frá Whole Food og lýstu þeir yfir mikilli hrifningu á kjöt- inu.“ Özur sagði íslenskan fjárbú- skap vera nákvæmlega það sem fulltrúarnir leituðu eftir því eins og fyrr segir er áhersla lögð á sjá- Ifbæra framleiðslu og að keypt sé hráefni frá smærri búum. Versl- unarkeðjan sneiðir algerlega fram hjá svokölluðum verk- smiðjubúskap. „Þetta er sá mark- aður sem ég horfi björtum augum til og ég held að eigi eftir að stæk- ka gríðarlega. Fólk í Bandaríkjun- um er farið að leita meira í hrá- efni með uppruna frá smærri bæjum til að forðast öll aukaefni í kjöti og sýkingar sem einmitt hafa tengst verksmiójubúskapn- um.“ Özur sagði enga hækkun verða á útflutningsverði til bænda í haust því útflutningsmagn á kjöti væri enn ekki mikið en vonir stan- da til að það muni aukast. Sagði hann nýja tækni við innpökkun á kjöti hafa verið tekna í notkun. Um er að ræða gaspökkunarvél sem keypt var frá Nýja Sjálandi. Hún gerir kleift að flytja ferskt kjöt sjóleiðis. Af því leiðir lækkun á flutningskostnaði um 40-50 kón- ur á kílóið. „Við sjáum ekki að ávinningur af þessu skili sér til bænda fyrr en í sláturtíð á næsta ári - en þó er ekki útilokað að það verði í haust.“ Özur sagði viðmið- unarverð það sama og í fyrra sem er um 160 krónur á kílóið. Özur sagði mikið tilstand verða í kringum kynninguna á íslenska lambakjötinu nú í haust. „Þeir ætla að markaðssetja þetta sem árstíðarbundna vöru sem fáist einungis á haustin og fram að jól- um sem hentar okkar fyrirkomu- lagi mjög vel.“ Özur sagðist horfa bjartsýnum augum á þennan markað og taldi að hann ætti eftir að stækka gríðarlega. „Við erum bjartsýnir þrátt fyrir hrakfarir afurðarstöðva hérna heima,“ sagði hann að lokum. kolbrun@frettabladid.is Spænsk rannsókn: Drykkjufólk telur sig hraustara HEILSA. Fólki sem drekkur áfengi finnst það vera hraust- ara ef miðað er við þá sem ekki drekka. Þetta kemur fram í nýlegri spæn- skri rannsókn þar sem 19.500 Spánverjar voru spurðir út í drykkjuvenjur sínar og hversu hraustir þeir teldu sig vera. í nið- urstöðum rannsóknarinnar kemur fram að eftir því sem fólk drakk meira magn áfengis þeim mun hraustara taldi það sig vera. Að því er kemur fram á fréttavef BBC var rannsóknin birt í tímarit- inu Journal of Epidemiology and Community Health. ■ Spennandi störf i leikskólanum Sæborg Leikskólakennarar, þroskaþjálfar eða starfsmenn með aðra menntun og/eða reynslu óskast til starfa í leikskólanum Sæborg við Starhaga. • Leikskólinn er fjögurra deilda skóli þar sem dvelja 83 börn samtímis. Megináhersla í kennslu er aó virkja sköpunarafl barnsins á sem flestum sviðum. ® Leikskólinn er með vefsiðu, www.leikskoli.is, þar sem starfsemin er kynnt nánar. * Upplýsingar um störfin veitir Soffia Þorsteinsdóttir Leikskólastjóri í síma 562 3664. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavikur og á vefsvæði, www.leikskolar.is. JfLei Leikskólar Reykjavíkur Þetta er sá markaður sem ég horfi björt- um augum til og ég held að eigi eftir að stækka gríðar- lega. Fólk í Bandaríkjun- um er farið að leita meira í hráefni með uppruna frá smærri bæj- um til að forð- ast öll auka- efni í kjöti og sýkingar sem einmitt hafa tengst verk- smiðjubú- skapnum. ---4,---

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.