Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 10
FRÉTTABLAÐiÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS NEI TAKK Fjóla er andvíg því að menn leggi sér til munns lóur, hunda og aðra heimilisvini. Látum vorboðann vera hanna skrifar. Ég varð svo hissa þegar ég las lesendabréfið frá Þresti í blaðinu í gær að ég varð að skrifa ykkur línu. Hvernig dettur manninum í hug að fara að borða lóur? Svo vill hann borða ref þannig að hann vill kannski líka að við för- um að borða hunda. Það sótti maður um leyfi til að rækta hunda til manneldis. Ég segi eins og Guðni Ágústsson og ritarinn hans: Oj, bara. Er þessu fólki ekkert heilagt? Ég hef verið innan um dýr allt mitt líf og átt hund. Ég gæti ekki borðað hund frekar en mannakjöt. Og lóurnar og aðrir farfuglar, sem færa okkur vorið eftir langan vetur, gleðja okkur og kæta og mér verð- ur bara flökurt af tilhugsuninni um að einhverjir menn geti svo mikið sem hugsað til þess að leggja sér þær til munns. Ég lenti einu sinni í því austur í Asíu að borða skrítinn rétt sem mér var síðan sagt að hefði verið hreið- ur og ég man ennþá hvað ég varð miður mín. Svona gerir maður ekki. Og ég vil taka það fram að þótt það sé talað um það að asíubúar borði hundakjöt þá hef ég hvergi orðið vör við það á boðstólum á þeim fjöl- mörgu veitingastöðum sem ég hef heimsótt í þeirri fallegu heimsálfu. Mér er sagt að asíubúar borði alls ekki hundakjöt nema í kommún- istaríkjunum, þar hafi fólk stund- um neyðst til þess í hungursneyð. ■ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDACUR Reglur um upplýsingaskyldu Sérfræðingum og öðrum ber ekki saman um hvernig beri að taka á Íslandssímamálinu. Spursmálið hefur verið hvort fé- lagið hafi fegrað um of vöruna sem það vildi selja. Maraþon- fundur stjórnar Verðbréfaþings- ins í vikunni er til marks um heilabrotin sem málið hefur vald- ið. Forsvarsmenn félagsins mættu niður í Hafnarhvol um kvöldmatarleytið á þriðjudag þar sem þeir bjuggust við að þeim yrði kynnt niðurstaða stjórnar- innar. Þeir komu að luktum dyr- um, og urðu að bíða í Borgartúni til klukkan tíu um kvöldið. Félagið hamraði á því að fall- ist hefði verið á skýringar þeirra og ekki yrði um aðgerðir að ræða af hálfu VÞÍ. Eftir stendur hins- vegar að yfirlýsing þingsins hefði ekki verið birt nema vegna þess að reglur um upplýsinga- skyldu voru brotnar. Útboðslýsingar undanfarinna ára hafa verið misvel úr garði gerðar, en í flestum tilfellum hef- ur það ekki þótt tiltökumál vegna þess að kaupendur hafa undan- tekningalítið grætt. Segja má að velmegunin hafi gengið svo langt að hugtakið hlutaf járútboð kall- aði umsvifalaust fram jákvæðar myndir í hugum flestra um gull og græna skóga án þess að efna- hagsleg rök þyrfti að færa fyrir afkomuvæntingum. í dag eru peningar hinsvegar orðnir dýrari og fjármögnun fyrirtækja á Markaðurinn verður lengi að jafna sig Umhugsunarvert hversu lauslegar reglur gilda hér um lán fyrir verðbréfakaupum. Lán í óláni að útlendir íjárfestar voru ekki í miklum mæli hér þegar holskeflan gekk yfir, segir Guð- mundur Franklín Jónsson. hlutabréf „Ástandið er dapurt hérna. Vandamál íslenska verð- bréfamarkaðsins er að það eru að- eins örfá fyrirtæki sem regluleg viðskipti eru með og þau hafa lækkað um helm- ~ ing, sum jafnvel Hérna þótti meira. í þeim fjöl- eðlilegt að ná mörgu fyrirtækjum 25-40% ársá- sem lítil eða engin vöxtun ár eftir viðskipti hafa verið ár. Sagan með má sjá ákveðin hefði átt að mörk sem þau kom- kenna okkur ast ekki yfir. Maður að hlutabréfa- sér það gerast að markaðir um leið og gengi hjaðna jafnan nær ákveðinni eftir slíkt tíma- krónutölu þá strey- bil. ma inn sölutilboð og ^ bréfin lækka aftur,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, framkvæmda- stjóri Burnham Securities í New York. Hann bendir á að fólk sé ein- faldlega ekki að kaupa og selja, heldur sé beðið eftir hækkun sem litlar líkur virðist vera á miðað við núverandi markaðsaðstæður. „Sömu sögu má að nokkru leyti segja um Bandaríkin, þar var ekki síður gullgrafaræði, nýir menn sem þekktu ekkert nema upp- sveiflutíma ár eftir ár komu inn. Markaðurinn þar er samt sem áður mun fullkomnari og hægt að losna við bréf ef maður vill.“ Hann nefnir styrk lífeyrissjóð- anna á markaðinum sem aðra ástæðu þess að viðsnúningur gæti tekið tíma. „Þeir eru með lungann af hlutabréfaeigninni en hafa efni á því að bíða og halda að sér hönd- um eftir reynsluna undanfarið.“ Ástand markaðarins í dag sé þó að mestu leyti fyrirtækjunum og fjár- festum sjálfum að kenna. „Hérna þótti eðlilegt að ná 25-40% ársá- vöxtun ár eftir ár. Sagan hefði átt að kenna okkur að hlutabréfa- markaðir hjaðna jafnan eftir slíkt tímabil. Einnig er það verðbréfa- fyrirtækjunum að kenna hvernig komið er fyrir okkur. Menn hefðu átt að búa sig betur undir hjöðnun- ina í stað þess að hleypa beislinu fram af hestinum," segir Guð- mundur Franklín, og tekur einnig fram að oft hafi vantað upp á fag- lega þekkingu ráðgjafa á íslenska markaðinum, ráðleggingar hafi Málmanna Marteinn Breki Helgason skrifar um Íslandssíma hlutabréfamarkaði langtum erfið- ari. Íslandssíma vantaði sárlega fjármagn í vor til að halda starf- seminni áfram og fékk það. Framkvæmd fyrri ára ætti ekki að draga úr kröfum um upplýs- ingaskyldu í dag. Það er enginn heilagur sann- leikur til þegar verðbréfafyrir- tækin og hlutabréf eru annars vegar. Búnaðarbankinn og Kaup- þing áttu ekki verulegra hags- muna að gæta varðandi íslands- síma og mæltu greiningardeildir þeirra gegn þátttöku sinna við- skiptavina í útboðinu og færðu fyrir því efnahagsleg rök. Aðrir stórir aðilar á markaðnum voru á annarri skoðun. ■ byggst á því hvað aðrir væru að gera. Gullgrafaræðið endurspeglist hvað skýrast í þeim vandræðum sem margir einstaklingar séu í um þessar mundir eftir að hafa fengið lánað fyrir kaupum á hlutabréfum. „Það er ljóst að verðbréfafyrirtæk- in hafa verið glannaleg í þessu og þaó er umhugsunarvert hversu lauslegar reglur eru um ráðstafan- ir af þessu tagi hér á landi," segir Guðmundur Franklín. Mörg dæmi séu um að verðbréfafyrirtækin hafi mælst gegn því að skuldararn- ir seldu, jafnvel eftir mikla lækk- un. Margir hafi sokkið dýpra og dýpra ofan í skuldafen eftir að hafa verið ráðlagt að halda í bréf sem fyrirtækin sjálf eiga veð í. Hann er þó á þeirri skoðun að ástandið á íslenska markaðnum gæti um margt verið verra. „Margir hafa talað um jákvætt Störf hjá Leikskólum Reykjavíkur ; Leikskólakennarar, starfsmenn með aðra menntun og/eða reynslu óskast til starfa í eftirtalda leikskóla: Leikskólann Hof við Gullteig Upplýsingar gefur Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri i síma 553 9995. Leikskólann Heiðaborg við Selásbraut Upplýsingar gefur Emilia Möller leikskólastjóri í síma 557 7350. Leikskólann Sólhlíð við Engihlið Upplýsingar gefur Elísabet Auðunsdóttir leikskólastjóri í síma 551 4870. Leikskólann Lækjarborg við Leirulæk Upplýsingar gefur Svala Ingvarsdóttir leikskólastjóri í síma 568 6351. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavikur og á vefsvæði, www.leikskolar.is. I iLei Leikskólar Reykjavíkur GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Dæmi eru um að menn hafi sokkið dýpra og dýpra ofan í skuldafen eftir að hafa ver- ið ráðlagt að halda í bréf sem verðbréfafyr- irtækin sjálf veittu lán fyrir og eiga veð I. Guðmundur segir að skortur á faglegri þekkingu hafi einkennt markaðinn, en það standi nú til bóta. væri að fá erlent fjármagn í aukn- um mæli inn á markaðinn, en eftir á að hyggja er ljóst að við megum þakka fyrir að útlendingar hafi ekki komið hingað í meira mæli en var. Ef þeir hefðu verið hérna í þeirri holskeflu sem hér hefur far- ið yfir undanfarið ár þá væri krón- an ennþá neðar og markaðurinn í enn verra ástandi. Það fyrsta sem bandarískir fjárfestar gera við slíkar aðstæður er að flýja og selja bréfin sín,“ segir Guðmundur Franklín. matti@frettabladid.is IorðréttI Brýnt að setja skýrar reglur „Það er ljóst, varðandi þann þátt skýrslunnar að Ríkisendur- skoðun hafi ekki verið gert við- vart, að ráðuneytinu var ekki held- ur gert viðvart að menn teldu að formaður nefndarinnar væri að misfara með opinbert fé. Við höfð- um því engin tök á því að gera neinum viðvart um það og fórum ekki höndum um reikninga sem höfðu gefið okkur þetta til kynna. Ég gat ekki haft þessa vitneskju því það var aldrei fjallað um reikn- ingsskil við mig í sambandi við framgöngu byggingarnefndarinn- ar,“ segir Björn [Bjarnason menntamálaráðherra]. Hann segir að ráðuneytið hafi vakið athygli Ríkisendurskoðunar sérstaklega á því að það skorti stjórnsýslureglur um störf bygg- inganefnda. Jafnframt hefði stofn- uninni verið ritað bréf af þessu til- efni sem og Framkvæmdasýsl- unni. mbl.is, 15. ágúst

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.