Fréttablaðið - 17.08.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2001, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Ólafsfjörður: Jeppamaður keyrði á kind umferð Ökumaöur jeppabifreiðar lenti í því að keyra á kind rétt hjá Ólafsfirði í gær en þar eins og víða annars staðar gengur búfé með- fram vegum og á það til að reyna að skjó- ta sér yfir á vitlausri stundu. Kindin lét lífið við ákeyrsluna og var lítið eftir af henni að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði. Lítið sem ekkert sá hins vegar á jepp- anum. Á ári hverju gerist það sex til sjö sinnum að menn keyri á fé í nágrenni bæjarins. ■ OZ-HÚSIÐ VIÐ SNORRABRAUT Tekjur hafa aukist, en samt sem áður tap- aði félagið tæpum 9 milljónum dollara á fyrri helmingi ársins. Afkoma Oz.com: Salan aukist afkoma „Tölurnar þeirra sýna að salan hefur aukist og einnig hafa þeir dregið úr kostnaði. Þeir eru með eigið fé upp á um 10 milljónir dollara, sem er fjármagnið sem kom frá Ericsson,“ segir Guðmund- ur Franklín Jónsson, framkvæmda- stjóri Burnham Securities, að- spurður um gengi Oz, en tekur fram að þrátt fyrir allt muni fram- tíð þeirra ráðast af þriðju kynslóð farsíma sem ekki sé enn ljóst hvernig reiða mun af. Horfur í þeim málum séu á þessari stundu ekki sérlega góðar og flest stóru símafyrirtækin sem stíla inn á þann markað í kröggum eftir að hafa greitt gríðarháar upphæðir fyrir símaleyfi. Undanfarið ár hefur gengi Ericsson verið í kringum fimm dollara, en fór hæst yfir 25 dollara árið 2000. Lítil eða engin viðskipti eru með bréf Oz í dag, og Guðmundur Franklín staðfestir að varla sé hægt að selja hlut fyrir 25 sent sem keyptur var, ekki alls fyr- ir löngu, fyrir 8 dollara. ■ —♦— FLOGIÐ YFIR BODENSEE Zeppelin NT flytur allt að 19 farþega og klukkutíma útsýnisferð kostar nærri 30.000 krónur. Gömul tækni: Aftur á flug Sjávanátvegsráðherra um reglugerðir: Nýir möguleikar í boði sjávarútvegur „Ég vonast til þess að sjómenn geta nýtt sér þá mögu- leika sem eru í því að þetta sé komið í kvóta, þá með því að hag- ræða í sínum rekstri og dreifa veiðinni á t.d. steinbítnum yfir árið og geta þá veitt meira á þeim tíma sem verðið er hærra og unn- ið sér þannig upp í tekjum það sem minnkar í aflamarkinu," sagði Árni M. Mathiesen, sjávar- útvegsráðherra, um þá möguleika sem eru til staðar í kjölfar fjög- urra nýrra reglugerða sem lagðar verða fyrir haustþingið er varða fiskveiðistjórnun á næsta fisk- veiðiári. Þeir sem málamiðlunartillagan nýtist best eru sjómenn á Vest- fjörðum þar sem útgerð króka- aflamarksbáta er hlutfallslega stærst og á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Eins mun ufsaviðbót- in koma sjómönnum á Norður- landi til góðs. Ráðherrann bendir á að afla- marksbátar sem tapa ýsuhlut- deild hagnast minnst á nýju reglu- gerðunum. Vestmannaeyjar hafa verið nefndar í því samhengi. „Það er auðvitað svo að til við- bótar til þess að þetta aflamarks- kerfi gat ekki gengið upp vegna stjórnarskrárinnar þá þýðir þetta að við munum ná betri tökum á því að stjórna ýsuveiðinni. Ef ýsu- veiðin hefði verið stjórnlaus, eins og hún hefur nánast verið undan- farið vegna frjálsra veiða smábát- anna, þá hefðu þeir sömu aðilar líka orðið verst úti,“ sagði ráð- herrann. ■ STENST EKKI STJÓRNARSKRÁ Steinbitur, keila, langa og skötuselur munu vera I kvóta á næsta fiskveiðiári sem hefst þann 1. september. Sam- kvæmt lögfræðiáliti sem unnið hefur verið af nokkrum lögfræðingum fyrir ráðuneytið hefði framlenging á sókn- arkerfi smábáta með óbreyttu sniði ekki staðist stjórnarskránna. Allur steinbítur settur í kvóta í haust Sjávarútvegsráðuneytið gefur út Qórar reglugerðir fyrir næsta fiskveiðiár. Keila, langa og skötu- selur fara í kvóta. Reynt að bæta stöðu krókaaflamarksbáta með úthlutun á ýsu, steinbít og ufsa. REGLUGERÐIR KYNNTAR Frumvarp um breytingarnar verður lagt fyrir haustþingið og býst sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, við því að það verði samþykkt. Ráðherrann leggur mikla áherslu á að frumvarpið verði afgreitt snögglega til þess að sjómenn þurfi ekki að velkjast í vafa um stöðu sína á fiskveiðiárinu. sjávarútvegur Sjávarútvegsráðu- neytið hefur gefið út fjórar reglu- gerðir sem lúta að stjórn veiða á komandi fiskveiðiári ásamt því sem sérstakar ráðstafanir verða gerðar vegna krókaaflamarks- báta. Reglugerðirnar lúta að veið- um í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002; að veið- um dagabáta; að ú t h 1 u t u n þorskskvóta með vísun til bráða- birgðalaga; að sér- stakri úthlutun til að mæta fyrirsjá- anlegum áföllum vegna breytinga í aflamarki ein- stakra tegunda. Helstu breyt- ingarnar eru þær að steinbítur mun verða áfram í kvóta ásamt því sem keila, langa og skötuselur verða einnig í kvóta. Þá mun undirmálsþorskur geta verið allt að 10 prósent af afla og er það gert til þess að reyna að koma í veg fyrir brottkast afla. Heimilt verður að flytja aflamark og aflahlutdeild í steinbít, ýsu, ufsa og þorski frá almenna afla- markskerfinu til báta í krókaafla- markskerfinu. Dagar þeirra báta sem stunda veiðar með handfærum, daga- báta, eru að mestu óbreyttar nema hvað að dagarnir eru nú framseljanlegir bæði innan fisk- veiðiársins og varanlega. Ráð- herra mun úthluta 3000 lestum af þorski til uppbóta til þeirra báta sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru í lögum, en skilyrðin eru óbreytt frá því sem áður var. Rækjubátar frá Húnaflóa, Skaga- firði, Skjálfanda, Axarfirði og Eldeyjarsvæðinu munu fá bætur vegna skerðingu sem orðið hefur í innfjarðarrækjuveiðum og nema þær samtals 1826 þorskígildis- tonnum. Til þess að bæta stöðu króka- aflamarksbáta verður þeim úthlut- að sérstaklega í upphafi næsta fisk- veiðiárs 1800 lestum af ýsu, 1500 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa. Þá verður krókaaflamarks- bátum úthlutað 200 lestum í ýsu og 600 lestum í steinbít á næsta fisk- veiðiári á grundvelli aflareynslu á tímabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Þessi úthlutun hefur þó ekki áhrif á aflahlutdeild bátanna. Með ofangreindum ráðstöfunum aukast aflaheimildir krókabáta á fiskveiðiárinu 2001/2002 í ýsu um 2000 lestir, steinbít um 2100 lestir og ufsa um 300 lestir. omarr@frettabladid.is Þá verður krókaafla- marksbátum úthlutað 200 lestum í ýsu og 600 lest- um í steinbít á næsta fisk- veiðiári á grundvelli aflareynslu á tímabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Þessi úthlutun hefur þó ekki áhrif á afla- hlutdeild bát- anna. —♦— berlín. ap Tími Zeppelin-loftfar- anna virðist vera að renna upp á ný. í gær hófust reglubundnar far- þegaferðir með nýju Zeppelínfari í Suður-Þýskalandi, klukkutíma lang- ar útsýnisferðir yfir Bodensee, en einmitt þar flaug Ferdinand von Zeppelin greifi fyrsta loftfari sínu árið 1900. Boðið er upp á sex ferðir á dag, fimm daga vikunnar. Farið kostar reyndar nærri 30.000 krón- ur, en nú þegar hafa 3.500 manns bókað far á þessu ári. Nýja Zeppelínfarið nefnist Zeppelin NT, og stendur NT fyrir „ný tækni". Nýja farið er 75 metra langt, getur flogið allt upp í 2.400 metra hæð og er knúið þremur hreyflum. Það er reyndar töluvert minna en gamla Hindenburg loft- farið sem brann í Bandaríkjunum árið 1937, sem var 245 metra langt, en annað þýskt fyrirtæki hyggst hefja framleiðslu á 260 metra löngu loftfari nú í haust og vonast til þess að hafa smíðað 50 slík árið 2015. ■ Gerhard Schroeder kanslari Þýskalands: Bæir í niðurníðslu fá aukið fjármagn RAPZDORF.BRANDENBURG.AP. Ger- hard Schroeder, kanslari Þýska- lands, er um þessar mundir á tíu daga ferðalagi um austanvert Þýskaland, Pólland og Tékkland. Hefur hann lýst því yfir að íbúar á þessum slóðum megi bráðlega eiga vona á auknu fjármagni til að endurbyggja bæi sem eru í niður- níslu, en þýsk stjórnvöld sam- þykktu frumvarp þess efnis í gær. Á myndinni sést hann stilla sér upp ásamt pólskum, frönskum og þýskum ungmennum í borginni Ratzdorf í austanverðu Þýska- landi, skammt frá landamærum Þýskalands og Póllands. ■ STILLIR SÉR UPP Gerhard Schroeder brosir sínu breiðasta innan um ungmennin. Kosovo: Halldór ræddi vid Hækkerup friðargæsla Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, fundaði í gær með Hans Hækkerup, æðsta yfirmanni sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í héraðinu. Halldór lýsti yfir stuðningi ís- lenskra stjórnvalda við starf- semi alþjóðaliðsins í Kosovó og gerði stuttlega grein fyrir áformum íslenskra stjórnvalda um eflingu friðargæslu sem Hækkerup fagnaði mjög, en alls starfa 18 íslendingar að friðar- gæslu- og uppbyggingarstarfi í héraðinu, þar af átta á vegum utanríkisráðuneytisins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.