Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 1
MENNING Rokkið og greddan bls 17 BRUNABÓTAMAT Tjónið er matsatriði HUSNÆÐI Huglœg meðferð skilyrði bls 6 una.nGZ FRETTABLAÐIÐ 104. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 19. september 2001 MIÐVIKUDAGUR Landsmenn mega kaupa Símann EINKflVÆOINC Hluta- f járútboð Lands- símans hefst í dag klukkan 9:00 og gefst almenningi þá kostur á að kaupa hluti á föstu gengi 5,75 fyrir að há- marki 1.725.000 krónur. Svonefnd tilboðssala fer einnig í gang en þar geta f jársterkari aðilar gert tilboð í allt að 150.000.000 hluti. Útboðinu lýkur kl. 16:00 á föstudag. Afkoma ríkis kunngerð rIkiskassinn Greiðsluafkoma ríkis- sjóðs fyrir ágústmánuð verður kunngerð almenningi. Á fyrstu sjö mánuðum ársins reyndist greiðslu- afkoman neikvæð um 6,5 ma. króna samanborið við 1,7 ma. í fyrra. Slæm staða var meðal annars út- skýrð með óhagstæðum kjarasam- ingum og öryrkjadóminum. VEÐRIÐ í DAGÉ w REYKJAVÍK Fremur hæg norðlæg átt Rigning með köflum seint í nótt Hiti 8 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 5-8 Skúrir Q8 Akureyri Q 3-8 Rigning 08 Egilsstaðir Q 3-5 Rigning ©8 Vestmannaeyjar Q 3-8 Rigning Qio Verners-lögmál í gotnesku fyrirlestur Haraldur Bernharðsson, málfræðingur, flytur erindi í Sögu- félagshúsinu í Fischersundi. Erind- ið er í boði Félags íslenskra fræða og hefst kl. 20.30. Málstofa um hagfræði fjármAl Hagfræðingurinn Wiiliam Barnett flytur fyrirlestur og gengst fyrir umræðum um hagfræði í Sölvhóli, fundarsal Seðlabankans. Málstofan hefst klukkan 16:00 og er öllum opin. |KVÖLDIÐ í KVÖLD! Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða fréttamiðla notar fólk á aldrinum 25 til 59 ára?* 89% 88% 67% 64% ro & JO 1q 60% Rikissjónva kl. 19 to 3 c & O 2 Stöð 2 kl. 18.30 > Q c c '5 ÍS isijx: 50% n oð co V) orgarbúar sem nota miðlana einhvern tímann 70.000 «-iri ök 70% fóll-. !<■•. bloðið 125 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMtI KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLl 2001 íslendingar hafa lifað nokkuð um efni fram Rúmlega 200 milljarða króna viðskiptahalli á fáum árum kallaði á gengisfallið. Forstjóri Þjóð- hagsstofnunar segir okkur verða að taka okkur á. Utflutningur okkar eykst minna en annarra. Samneysla eykst á sama tíma. Aríðandi að lækka verðbólgu. efnahacur Frá árinu 1996 hefur viðskiptahalli íslendinga verið rúmlega 200 milljarðar króna. Það __+... er ekki síst þess Viðverðum ^egna sem aðgætaokkur hr°nunnal\ hefur áþvíaðverð- falhö siðustu man- bólga hér hef- uðl verðbolga er 6 . her mein en 1 na- ur s l®maP lægum löndum, eða ast a siðustu rúm átta prósent á arum' sama tíma og hún er rétt um tvö pró- sent víða annarsstaðar. „Við höf- um við lifað um efni fram, það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, þegar hann var spurður hvort þetta sýni ekki að þjóðin hafi farið illa að ráði sínu. Hann segir ekki rétt að skýra all- an viðskiptahallann sem ofneyslu, þar sem hluti hans er tilkominn vegna aukinnar fjárfestingar. „Á síðustu árum hafa þjóðarút- gjöld aukist um 7 til 7,5 prósent á ári. Á sama tíma hefur hagvöxtur- inn verið 4,5 til 5 prósent. Þess vegna hefur viðskiptahalli mynd- ast. Þann fyrirvara verður að hafa á að það getur verið réttlætanlegt að hafa viðskiptahalla um eitt- hvern tíma ef fjárfesting í út- flutningsframleiðslu er mikill. Hallinn er fyrst og fremst krafa í framtíðartekjur þjóðarbússins," sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagstofnunar. „Gengisfellingin og verðbólgan er ekkert annað en tilraun þjóðar- bússins til að koma á nýju jafn- vægi. Ef verðbólgan gengur hratt niður á næstu mánuðum er ekki allur skaðinn skeður. Við verðum að gæta okkur á því að verðbólga hér hefur stigmagnast á síðustu árum og við verðum að brjótast út úr þeim vítahring. Það þarf að koma verðbólgunni sem fyrst á sama stig og er hjá öðrum þjóð- um.“ Mikið hefur verið rætt um áhrif hárra vaxta á efnahagslífið. „Ef vextir lækka og gengi krónunnar lækkar líka verða áhrif á við- skiptahallann óljós,“ sagði Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans um hugsanleg áhrif vaxtalækkunnar á viðskiptahall- ann. „Ef vextir lækka án þess gengi krónunnar veikist, sem sum- ir telja að geti gerst, þá yrði það til að auka hallann til lengdar. Vaxta- lækkun örvar innlenda eftir- spurn.“ „Að því gefnu að það verði ekki veruleg ný kostnaðartilefni þá ætti verðbólgan að lækka niður á sama stig og í öðrum löndum þegar líða tekur á næsta ár,“ sagði Þórður Friðjónsson þegar hann var spurð- ur hverjar hann telji horfurnar. ■ VOPNIN BRENND Meira en 1.200 vopn frá albönskum uppreisnarmönnum í Makedóníu voru eyðilögð í stálverksmiðju í Aþenu i Hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins hafa unnið að því síðustu vikur að safna saman vopnum uppreisnarmannanna. gær. Ráðherrar um ný lög um brunabótamat: Ekki benda á mig FÓLK brunabótamat Ein af afleiðingum breytinga á lögum um brunabóta- mat er, að matið er notað sem grundvöllur við mat á veðhæfni eigna. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra seg- ir í frétt á blaðsíðu 7 í dag, að sú hlið breytinganna sé viðskipta- ráðuneytinu óviðkomandi. Félags- málaráðherra og Seðlabankinn hefðu komið að því máli. Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra segir í frétt á blaðsíðu 7 í dag, að breyt- ingar á brunabótalögum falli und- ir iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið. Hann hafi haft áhyggjur af því að, eftir lækkun brunabótamatsins, væri ekki lengur skynsamlegt að miða lánveitingar við hlutfall þeirra. Páll segir að enn sé bruna- bótamat notað við mat á veðhæfni hjá íbúðalánasjóði, þótt einnig sé miðað við kaupverð eigna. Að sögn Valgerðar vildi félagsmála- ráðherra og Seðlabankinn að mið- að yrði við brunabótamat, við mat á veðhæfni lána í íbúðalánasjóði. Félagsmálaráðherra segir að nauðsynlegt sé að brunabótamat endurspegli sannvirði eigna til Vilji Emmu á Smíðaverk -*.*V stœðinu ifp ÍÞRÓTTIR Upp á líf eða dauða SÍÐA 14 Afleiðingar hryðju\Terka: Búist er við stríði WASHiNGTON. ap Talibanar í Afganistan sögðu í gær landsmönn- um þar að búa sig undir stríð, en ólíklegt þykir að þeir ætli að fram- selja Osama bin Laden. Bandarísk stjórnvöld vinna aö því að afla sér stuðnings við aðgerðir gegn hryðjuverkum og beina sjónum sínum sérstaklega að Afganistan. Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði í gær hneppt 75 manns í varðhald í tengslum við rannsókn- ina á hryðjuverkunum í síðustu viku. Fjöldi þeirra sem saknað er í New York var í gær kominn upp í 5.422. Að auki er talið að 188 hafi farist í Pentagon-byggingunni í Washington og 44 með flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Fleiri fréttir sem tengjast hryðjuverkunum í Bandaríkjunum eru á bls. 4. ■ | ÞETTA HELST | Skuldir bæjarsjóðs Húsavíkur eru miklar. Það lætur nærri að hver íbúi skuldi 1.300 þúsund krónur. bls. 2 Endurskoðunarnefndin í sjáv- arútvegi klofnaði. Auðlinda- gjald verður ofan á. bls. 8 i júkraliðar mæta á sáttafund )eftir verkfallsboðun. bls. 8 Það stefnir í harða formanns- kosningu í Vélstjórafélagi ís- lands. Helgi Laxdal núverandi formaður þarf því að berjast fyrir sæti sínu. bis. 9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.