Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 15
IWIÐVIKUPAGUR 19. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Yfirlýsing frá Liverpool: Banna öðrum félögum að ræða við Houllier knattspyrna Enska knatt- spyrnufélagið Liverpool hefur sent út yfirlýsingu þess efnis að önnur lið megi ekki ræða við Gerrard Houllier, stjóra liðsins. Yfir- lýsingin kemur í kjölfar þess að ítalska stórveldið Lazio hafði samband við þjálfarann með starfstilboð í huga, en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í ítölsku deildinni og styttist í að nú- verandi þjálfara liðsins, Dino Zoff, verði sagt upp. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu ætlar Sergio Cragnotti, for- seti Lazio, að gera Houllier tilboð, sem hann getur ekki hafnað. Liverpool brást snarlega við þessum frétt- um og segir að framtíð Houlliers sé í Bítlaborg- inni. Hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við liðið á síðastu leiktíð og sagði þá að hann vildi vera þar í áratug til viðbótar. Lazio eru að leita að lík- legum arftaka Dino Zoff sem tók við af Sven Göran Eriksson en hann þjálfar enska landsliðið. ■ GERARD HOULLIER Framtíð Houlliers er hjá Liverpool. Yfirvöld í Suður-Kóreu: Hræðast hryðjuverk á HM HEIM5MEI5TARAKEPPNI Yfirvöld í Suð- ur-Kóreu ætla að auka samstarf sitt við Bandaríkin og Bretland vegna hugsanlegrar hættu á hryðjuverk- um á meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer þar fram. Að sögn talsmanns keppninnar óttast skipu- leggjendur að hryðjuverkamenn nýti sér stærsta íþróttaviðburð heims til ófremdarverka en keppn- in fer fram í Suður-Kóreu og Japan daganna 31. maí til 30. júní, árið 2002. Leyniþjónusta Suður-Kóreu fer með öryggismál á keppninni en þar koma herinn og lögreglan einnig við sögu. Að sögn Jeon Young-soo, talsmann keppninnar, mun leyni- þjónustan vmna með CIA, leyni- þjónustu Bandaríkjanna og MI5, leyniþjónustu hennar hátignar, til að afla upplýsinga um hryðjuverka- menn og boltabullur. „Leyniþjónusturnar hafa unnið saman en við ætlum að auka sam- starfið í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum," sagði Young-soo. í allt verða 32 leikir spilaðir í hvoru landi og ætla öryggisnefndir landanna að hittast í næsta mánuði og fara sameiginlega yfir málin. ■ HERTAR ÖRYGGISKRÖFUR ( kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum hafa öryggiskröfur verið hertar til muna á flugvöllum. Meistaradeild Evrópu: Erfitt verkefni fram- undan hjá þeim þýsku knattspyrna Átta leikir í Meistara- deild Evrópu fara fram í kvöld. Real Madrid byrjaði vel þegar lið- ið lagði ítölsku meistaranna í AS Roma með tveimur mörkum gegn einu. Sömu sögu er ekki að segja af árangri þeirra í spænsku deildinni IVIEISTARAPEILD EVRÓPU Leikir kvöldsins Lið Riðill Anderlecht- Roma A Real Madrid- Loko. Moscow A Boavista- Dynamo Kiev B Borusia Dortmund- Liverpool B Arsenal- Schalke C Panathinaikos- Mallorca C Lazio- Nantes D PSV Eindhoven- Galatasary D en liðið hefur aðeins náð einu stigi úr þremur leikjum og um helgina tapaði það fyrir Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Real Betis með þremur mörkum gegn einu. „Ég er ekki smeykur við stöðu okkar í deildinni," sagði Vicente Del Bosque, þjálfari Madrídarliðs- ins en hann hefur stýrt liði sínu til sigurs í spænsku deildinni s.l. tvö ár. „Við þurfum að vera jarðbundn- ir og líta á stöðuna í heild sinni.“ Ef liðið sigrar Lokomotiv Moskow í kvöld munu áhorfendur gleyma slöku gengi liðsins í deild- inni að sinni, en liðið mun spila án Zinedine Zidanes í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Frakkinn fékk fimm leikja bann fyrir að skalla mótherja þegar hann lék með Juventus í Meistaradeildinni í fyrra. ítölsku meistararnir hafa ein- nig byrjað deildakeppnina illa og hafa líkt og Madrid gert eitt jafn- tefli en tapað tveimur leikjum. Þeir fara til Belgíu í kvöld og mæta Anderlecht. „Ég er orðinn áhyggjufullur," sagði Fabio Capello, þjálfari Roma. „Staða okkar í deildinni er ekki góð og við höfum verið að spila illa. Okkur skortir samhæfingu og bar- áttu. Ég er hræddur um að þetta BARÁTTA Alexandre Goulart, leikmaður Boavista, og Danny Murphy, leikmaður Liverpool, eigast hér við I leik I Meistaradeild Evrópu en liðin skildu jöfn. Boavista mætir Dynamo Kiev í Portú- gal í kvöld en Liverpool fer til Þýskalands og spilar við Borusia Dortmund. eigi eftir að hafa áhrif á sigur- möguleika okkar.“ Einn stærsti leikur kvöldsins er leikur Liverpool og Bourissa Dort- mund í B-riðli. Liverpool vann Bayern Munchen í leik Meistara meistaranna fyrir skömmu. Þjóð- verjarnir eru án efa minnugir út- reiðarinnar sem landslið þeirra fékk gegn því enska í undankeppni HM en lærisveinar Gerard Houlli- ers skipa helming byrjunarliðsins. í hinum leik B-riðils spila Dyna- mo Kiev og Boavista. Arsenal tekur á móti Schalke í C- riðli en Lundúnarliðið tapaði fyrir Real Mallorca í fyrsta leiknum og Schalke fyrir Panathinaikos, með tveimur mörkum gegn engu. í D-riðli mætast annarsvegar PSV Eindhoven og Galatasary og Lazio og Nantes hinsvegar. ■ www.goknrtJs\ GoKart í Reykjanesbæ VJAV.V.V.VV.V.VV.V.W.V.V.V.'.V, Körtubraut Reisbíla Reykjanesbæ S: 893-1992

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.