Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 7
j'ir* a r*r ■^r'irr'i v; rn>V‘ or n.\r\ t rp.* "J T3 IVIIÐVIKUDAGUR 19. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Ráðherra um deilur LIN og umboðsmanns Alþingis: Lánasjóðurinn mun skoða málið stjórnsýsla Björn Bjarnason menntamálaráðherra segist ekki ætla að tjá sig efnislega um þann ágreining sem nú er uppi milli umboðsmanns Alþingis og stjórn- arformanns Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Gunnars I. Birgis- sonar, um starfshætti lánasjóðs- ins. „Hver aðili hefur rétt til að segja sína skoðun. Það er ágrein- ingur um þetta og það er ekki í fyrsta sinn sem menn greinir á um álit umboðsmanns," segir menntamálaráðherra. Aðspurður hvernig Lánasjóð- urinn eigi að bregðast við áliti um- boðsmanns segir Björn: „Þarna er stjórn og málskotsnefnd sem skipuð er þremur lögfræðingum og hún mun að sjálfsögðu skoða þetta álit,“ segir hann. Aðspurður um það hvort ekki þurfi að skýra betur reglur og lög um lánasjóðinn þar sem þau virð- ist svo opin fyrir mismunandi túlkunum segir Björn að öll lög séu opin fyrir túlkunum. „Ég BJÖRN BJARNASON „Ég svara ekki fyrir hönd löggjafans," segir menntamálaráðherra. svara ekki fyrir hönd löggjafans," til sinna kasta með öðrum hætti segir menntamálaráðherra, sem og vill ekki tjá sig um það efnis- telur að verið geti að málið komi lega. ■ Matsatriði hvort breyt- ingar komi illa við fólk Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir að ný lög um brunabótamat hafi verið sett í þágu fasteigna- eigenda. Fyrningareglur hafi alltaf verið í gildi. Brunabótamat sem grundvöllur að veðhæfni er viðskiptaráðuneytinu óviðkomandi. Engin ástæða til að gera breytingar á lögunum. brunabótamat Ný lög um bruna- bótamat voru sett í þágu fast- eignaeigenda, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Hún segir að markmið laganna hafi verið að taka af Iðnaðar-og allan vafa um að viðskiptaráð- Fasteignamat ríkis- herra segir að ins fari eitt með ný lög um mat á fasteignum. brunabótamat Þannig hefði átt að hafi verið sett tryggja einsleitni í þágu fast- við matsgerð. Að eignaeigenda. sögn Valgerðar var Fyrningareglur enginn ágreiningur hafi alltaf ver- meðal nefndar- ið í gildi. manna í efnahags- og viðskiptanefnd, þegar fjallað var um frumvarpið, áður en það kom til atkvæðagreiðslu. Auk við- skiptaráðuneytisins, komu aðilar frá sambandi íslenskra trygginga- félaga og sveitarfélögunum að samningi frumvarpsins. „Það er matsatriði hvort þær breytingar sem leiða af brunabótalögunum, komi illa við fólk,“ segir Valgerð- ur. „Ég tel aö einstaklingar standi betur að vígi í kjölfar nýju lag- anna, en þeir gerðu áður.“ Valgerður segir að fyrningaá- kvæðið standist þær reglur, sem að kveðið er á um í vátrygginga- samningum. Einungis sé tekið til- lit til þeirra efnislegu verðmæta sem geti glatast í eldi. Ekki verð- mæta lóða eða gatnagerðargjöld. Að sögn Valgerðar hafa fyrninga- reglur vegna brunabótamats alltaf verið í framkvæmd. Tekið hafi verið tillit til ástands eigna þegar greitt hafi verið út vegna bruna. valgerður sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra Matsatriði hvort einstaklingar standi ver að vígi en áður, eftir breytingar á brunabótalögum. Því sé mikilvægt fyrir neytendur, að iðgjöld séu í samræmi við þær greiðslur sem þeir fái, verði tjón. Ein af afleiðingum breyting- anna, sem komið hafa illa við marga fasteignaeigendur er, að brunabótamat er notað sem grundvöllur við mat á veðhæfni eigna. „Það mál er viðskiptaráðu- neytinu óviðkomandi," segir Val- gerður. „Félagsmálaráðherra og Seðlabankinn komu að því máli og vildu að miðað yrði við brunabóta- mat, við mat á veðhæfni lána í íbúðalánasjóði." Um það hvort að þær afleiðing- ar breytinganna, sem nú eru ljós- ar, verði ræddar í efnahags-og við- skiptanefnd, segir Valgerður að beiðni hafi borist frá nefndinni, um að fara á ný í gegnum málið. Að sögn Valgerðar fór fulltrúi frá viðskiptaráðuneytinu, að beiðni nefndarinnar, á fund efnahags-og viðskiptanefndar í síðustu viku. „Farið var í gegnum málið á fund- inum, og ég hygg að nefndarmenn hafi áttað sig betur, heldur en áður, á staðreyndum málsins,“ segir Valgerður. „Ég sé ekki á þessari stundu ástæðu til þess að gera breytingu á þessum lögum. arndis@frettabladid.is Páll Pétursson: Fyrning eigna óeðlilega há BRUNABÓTAMAT „ÞeSSÍ hlið hÚS- næðismála fellur undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, en ekki félagsmálaráðuneytið,“ segir Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, um breytingar á lögum um brunabótamat. Að sögn Páls snúast breytingarnar á bruna- bóta- og fasteignamati um skatta og skyldur, auk þess sem að tryggingamál heyra undir við- skiptaráðuneytið. „Samræming á brunabóta- og fasteignamati var gerð að beiðni sveitarfélaganna í landinu,“ segir Páll. „Þau óskuðu eftir því að þetta yrði samræmt." ■ Hann segir fyrningarákvæðið í lögunum vera of strangt, að því leiti að komið hafi í ljós að niður- skrift eigna sé óeðlilega há. Hann hafi haft áhyggjur af því að, eftir lækkun brunabótamats- ins, yrði ekki lengur skynsam- legt að miða lánveitingar við hlutfall af því. „Nú er miðað við hlutfall af kaupverði, en þó ekki hærra en 85 prósent af bruna- bótamati.“ Að sögn Páls er nauð- synlegt að brunabótamat endur- spegli sannvirði eignarinnar. „Það er til þess að verja hags- muni íbúðalánasjóðs, að lána ekki meira heldur en líklegt er, að bætur fáist fyrir," segir Páll. Páll segir að fyrningarpró- sentan hafi ekki kornið til um- ræðu fyrir atkvæðagreiðslu um lagafrumvarpið. Páll segir að þegar að frumvarpið var kynnt hafi það ekki virkaði rangt að tekið skyldi tillit til aldurs fast- eigna. Hann efast þó um að menn hafi gert sér grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar þegar að lögunum voru greidd atkvæði. Enda hafi verklagsreglur ekki verið fullmótaðar. „Lagatextinn virkaði, í fljótu bragði alls ekki svo galinn," segir hann. ■ PÁLL PÉTURSSON, FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Samræming á brunabóta- og fasteigna- mati var gerð að beiðni sveitarfélaganna. Verklagsreglur voru ekki fullmótaðar þegar málið kom til atkvæðagreiðslu á þingi enda gerðu þingmenn sér ekki grein fyrir því hvernig málið kæmi út í framkvæmd. 7 Ekið á stúlku á reiðhjóli: Líðan hennar er óbreytt umferðarslys Engin breyting er á líðan stúlkunnar sem slasaðist al- varlega þegar ekið var á hana á gangbraut á Háaleitisbraut í Reykjavík að morgni föstudags- ins 14. september. Liggur hún á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Stúlkan, sem er tólf ára og nemandi í Hvassaleitisskóla, var að fara yfir gangbraut á reiðhjóli þegar ekið var á hana og hlaut hún mikla höfuðáverka. ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON BORGARFULLTRÚI Sakar R-listann um óvönduð vinnubrögð í fyrirhuguðum stjórnkerfisbreytingum i um- hverfis- og tæknimálum og skipulags- og byggingarmálum Umhverfis- og heilbrigðisnefnd: Nýr milli- stjómandi kostar 6 milljónir stjórnsýsla Harðorðar bókanir fóru á milli Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar fulltrúa sjálfstæðismanna og meirihlutans í umhverfis- og heilbrigðisnefnd á fundi nefndar- innar sl. fimmtudag þegar kynnt var auglýsing á nýjum forstöðu- manni Umhverfis- og heilbrigðis- stofu. í bókun Guðlaugs Þórs kemur m.a. fram að ekki verði annað séð en að stjórnkerfið verði flóknara með fyrirhuguðum breytingum. Hann gagnrýnir ein- nig að engir kostnaðarútreikning- ar fylgi þessurn breytingjum og að hver nýr millistjórnandi kosti um sex milljónir króna á ári. Gert sé ráð fyrir að minnsta kosti tveimur nýjum millistjórnendum og jafnvel fleirum. Þá vefengir hann að breytingarnar hafi í för með sér betri þjónustu og sam- svörun á milli nefnda og stjórn- sýslustofnana á þessu sviði. í bókun meirihlutans er bókun Guðlaugs Þórs sögð vera óskiljan- leg þar sem flestu sé snúið á haus. Hann bókaði á móti þar sem hann hvatti meirihlutann til að svara gagnrýni sinni með málefnaleg- um rökum. ■ | INNLENT | s Idag breytist senditíðni GPS leiðréttingarkerfis Siglinga- stofnunar. A heimasíðu stofnun- arinnar segir að allri DGPS senditíðni í Evrópu sé breytt sama dag til að auka útbreiðslu og draga úr hættu á truflunum. Staðsetningarkerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins gefur nákvæmni í staðsetningu upp á um 20 metra, en með leiðrétting- arkerfi Siglingastofnunar geta notendur staðsett sig með 1-10 metra nákvæmi. Upplýsingar um senditíðni má finna á www.sigling.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.